Dagur - 17.08.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 17. ágúst 1993 Getur útflutningur bjargað sauðQárræktinni? - samdráttur fyrirsjáanlegur en athyglisverð tilraun með útflutning Á árinu 1970 var kindakjöt 69% af heildarkjötneyslu landsmanna. Rúmum 20 árum síðar - á árinu 1992 - var * hlutur þess í heildarkjötneyslunni orðinn 43%. A sama tíma hefur neysla á nautgripakjöti aukist úr 17% í 23% og hlutur svínakjöts hefur aukist úr um 3% af heildarneyslu í allt að 17%. Þá hefur neysla á kjöti af alifuglum aukist úr 3% í 11% á umræddu tímabili. Þessi breyting á vali fólks á hvað mestan þátt í þeim vanda sem sauðfjárræktin í land- inu hefur orðið að fást við á undanförnum árum. Ef að lík- um lætur er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun og eina von kindakjötsframleiðenda er ef til vill sú að takist að hefja sölu kjötsins á erlendum mörkuðum. Neysla kindakjöts á mann var rúm 40 kíló á ári árió 1970. Eftir það jókst hún nokkuð og var rúm 50 kíló á árunum 1973 og 1974. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.312.270.- 2.4 5» 2 200.813,- 3. 4af5 82 8.448,- 4. 3al5 2.860 565,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.022.532.- UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91-681511 LUKKUL|Na99 1002 SÍMI 11500 A söluskrá: STRANDGATA: 4ra herb. fbúð á 1. hæð um 94 fm. Hagstætt verð. Laus fljót- lega. BYGGÐAVEGUR: 4ra-5 herb. einbýlishús á einni hæð um 140 fm. Laust strax. Á Brekkunni: Einstaklega falleg endurnýjuð efri hæð í tvíbýli rúml. 110-120 fm. Hagstæð áhvílandi lang- tímalán. AKURGERÐI: 5-6 herb. raðhús á tveimur hæð- um um 150 fm. Laust fljótlega. EYRARLANDSVEGUR: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjlallara, samtals um 270 fm. Hagstæð áhvílandi húsnæð- islán. RIMASÍÐA: 5 herb. einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, samtals um 180 fm. Áhvílandi húsn.lán um 2.7 millj. Skipti á eign á Reykjavíkur- svæðinu hugsanleg. FASTDGNA& fj skipasaiaZSSZ NORÐURLANDS O Ráðhústorgi 5, 2. hæð ;qq Gengið inn frá Skipagötu upio vima aaga frá kl. 9.30-11.30 og 13-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. Einnig náði neysla kindakjöts yfir 50 kílóum á mann á árunum 1978 og 1979 og nálgaðist um 50 kíló á mann á árunum 1982 og 1983. Síðan hefur áhugi fólks á kinda- kjötinu farió minnkandi. Neysla þess var komin niður í um 35 kíló á mann 1986 en óx nokkuð árið eftir. Frá þeim tíma hefur hún far- ið minnkandi og var á síðasta ári komin niður fyrir 30 kíló á hvern einstakling. A sama tíma má segja að sprenging hafi oröið í neyslu svínakjöts. I upphafi áttunda ára- tugarins var hlutur þess aðeins um 3% af heildarneyslu og fór upp í um 4% árið 1979. Síðan hafa landsmcnn sífellt borðað meira af svínakjöti og er neysla þess orðin allt að 17% af heildarneyslu nú. Svipaða sögu cr að segja af ali- fuglakjöti þótt neysla þess sé minni en svínakjötsins. Sauðfjárframleiðslan - sam- dráttur um 10,5% í haust I lok aprílmánaðar var sala á kindakjöti á innanlandsmarkaöi tæpum 630 tonnun minni en á sama tíma á síðasta ári. Spá frá Samtökum sláturleyfishafa um sölu það sem eftir er af verðlags- árinu - fram til 31. þessa mánaðar hljóðar upp á að heildarsala á kindakjöti verði allt að 1700 tonn- um minni en á verðlagsárinu 1990 til 1991 og allt aó 1114 tonnum minni en á verðlagsárinu 1991 til 1992. Verði samdrátturinn í sam- ræmi við þessa söluspá þýðir það verulega skerðingu á greiðslu- marki fyrir næsta verðlagsár - verðlagsárið 1993 til 1994 - eða allt að 10,5% samdrátt sauðfjár- framleiðslunnar í landinu í heild. Greiðslumark sauðfjárafurða verður þá miðað vió 7300 tonn á næsta ári í stað 8150 tonna á yfir- standandi ári og þann samdrátt þurfa bændur að taka á sig með flötum niðurskurói. Að elta minnkandi markað En hvað er þá til ráða? Eru ein- hverjir möguleikar fyrir hendi aðr- ir en aó draga saman. Geta bænd- ur bætt markaðsstöðu sína á inn- lendum markaði og er útflutning- urinn eitthvað annað en draumsýn manna sem eru í vanda staddir. Ljóst er aó barátta sauðfjárbænda hefur einkennst af vöm og þeir hafa elt minnkandi markað á meö- an minna hefur verið gert til þess að vióhalda áhuga fólks á kinda- kjöti. Margir telja að hið opinbera stýri- og verólagningarkerfi hafi verið þeim fjötur um fót er viljaó hafa reyna nýjar leiðir. Meira hafi verið horft til niðurskurðar og samdráttar en raunverulegrar markaðssóknar. Getum við selt lambakjöt á Evrópumarkað? Mjög litlir möguleikar hafa verió til úttlutnings á kindakjöti að und- anförnu. Spurning hefur þó vakn- að um hvort svo muni verða um eilífð eða hvort einhver tækifæri gefist á þeim vettvangi á næstu ár- um. Og eitt er víst að allir eru ekki jafn svartsýnir þegar útflutnings- möguleika kindakjöts ber á góma. Erlendur Garðarsson, markaös- stjóri, hefur að undanförnu kannað sölumöguleika fyrir íslenskt lambakjöt á erlendum mörkuðum, meðal annars á vegum Landssam- taka sauðfjárbænda. Erlendur telur að við eigum aó leggja áherslu á markaði í löndum Evrópu. Þeir markaðir séu heppilegir fyrir okk- ur. Þar eigum viö tollfrelsiskvóta, fjarlægóir til Evrópu séu minni en til annarra heimshluta og evrópsk- ir neytendur þekki meira til Is- lands en neytendur fjarlægari landa. Þá hafi orðið aukning á neyslu kindakjöts í ríkjum EB á síðustu árum ásamt því aö þar hafi kröfur um gæði verió sterkastar. Erlendur telur ljóst að vegna krafna um hátt verð og einnig vegna takmarkaðs framleiðslu- magns verði að vanda vel hvar og hvernig íslenskt lambakjöt verði boóið til sölu. Dýrar verslanir og veitingastaðir „Það segir sig sjálft að tækifæri til magnsölu á vöru á lágu verði í stórverslunum er ekki sú leið sem hentar okkur. Gæði veröa að vera kennioró og lítil framleiðslugeta styrkur okkar. Með mikilli ein- földun má segja aó nálgun vió markaði okkar liggi aö mestu leyti í tvær áttir. Það eru sérstakar gæðakjötverslanir og veitingastað- ir. Nú eru til dæmis aó spretta upp kjötverslanir sem tryggja vió- skiptavinum sínum að kjötið sem þeir bjóða sé lífrænt ræktaö og frjálst. Þessar verslanir selja vörur sínar á 10 til 20% hærra verði en keppinautarnir. Og viðskiptavin- ina vantar ekki,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur telur einnig að að- stæðurnar hér heima kalli á ráð- stafanir til að finna markaði fyrir umframframleiðslu og jafnvel auka hana í framtíðinni. Þetta þýði þó ekki að við eigum að hefja út- flutning á kindakjöti í stórun stíl þegar í staö því nokkurn tíma, allt að nokkur ár, geti tekið aó koma skilaboðum um sérstæöni vörunn- ar til neytenda. En í upphafi skuli endirinn skoða og því verðum við að byggja upp trausta markaðs- áætlun sem skili okkur markmið- um eins fljótt og hægt sé án þess að eyðileggja fyrir okkur með hamagangi. Að selja allar afurðir af skepnunni Erlendur Garðarsson segir að hann hafi að undanförnu heyrt umræður um möguleika til að selja einstaka skrokkhluta. Hann kvaóst þó hingað til ekki hafa séð þau verð er þurfi til að meðal- skilaverð til framleiðenda verði viðunandi. Þá séum við einnig illa í stakk búin til að taka við miklu magni af ódýrari skrokkhlutum á innlcndum markaði. „Sterk vöruþróun sem mióar að því aó breyta þessum ódýru skrokkhlutum í verðmætari vöru- tegundir og auðseljanlegri þurfti því að þróast samhliða útflutningi á dýrari skrokkhlutum,“ segir Er- lendur Garðarsson. Hann bendir einnig á að áríðandi sé aó finna markaði fyrir innmat. Rangt sé að halda því fram að ekki sé hægt að koma honum á erlendan markað. Hann segir að taka megi lifrina sem dæmi. Vandasamt sé að fá þá lifur erlendis er flokkast geti undir mannamat. Lifur dýra sem alin séu á áburðartúnum, við mikla lyfjagjöf og stigvaxandi mengun sé vart orðin boóleg neytendum. I samanburöi við þessa vöru sé lambalifrin okkar fágætt hnoss- gæti, sem velflestir neytendur, til dæmis í Frakklandi, myndu þiggja með þökkum. Lífrænt ræktað lambakjöt Erlendur Garðarsson segir að nú sé unnið að því að fá viðurkenn- ingu á lambakjötinu okkar, í Hol- landi og víðar, sem lífrænt rækt- uðu og frjálsu. Ef það takist þá sé von til að auðveldara verði að fá þessa viðurkenningu á öðrum markaóssvæðum innan Evrópu- bandalagsins. Þá hafi einnig verið unniö aó samningum við fyrirtæki er framleiði steikingarofna í Evr- ópu. Þetta fyrirtæki hafi sam- kvæmt beiðni viðskiptavina, hannað og tilraunaframleitt ofna sem heilsteikja lambaskrokka með nýrri aðferð og viðbrögð við þess- um tilraunum hafi vægast sagt verið góó. Gaspökkun á kindakjöti Erlendur segir að á síðustu mán- uðum hafi um 60 tonn af lamba- kjöti verið send til Evrópu til dreifingar og kynningar. Kjötið hafi þótt mjög gott en ákveðin skilaboð hafi verið skýr. „Þeir Einar Már Guðvarðarson, f. 1954, og Susanne Christensen, f. 1956, opna sýningu á högg- myndum og veggmyndum í Deiglunni í dag, þriðjudaginn 17. ágúst, kl. 14. Einar Már sýnir höggmyndir í íslenskan grástein, ítalskan og grískan marmara og veggmyndir unnar í grástein og olíuliti á við. Susanne sýnir höggmyndir í ís- lenskt móberg. Á síöastliðnu ári sýndu þau höggmyndir í Hafnarborg í Hafn- arfirði og Einar sýndi einnig veggmyndir í Gallerí Umbru í vildu heldur fá þessa vöru ferska og helst ákveðna kjöthluta sem væru í fallegum pakkningum auk þess að fersk vara gefi tölvert hærri verð en frosin. Til að bregð- ast við þessum óskum hefur veriö stofnaður samstarfshópur nokk- urra fyrirtækja um athugun á möguleikum á nýrri pökkunarað- ferð, sem felist í að pakka kjöti í mismunandi plastumbúóir, tjar- lægja súrefni og setja gas í stað- inn. Þessi aðferð er nú þegar not- uð við neytendavörupakkningar en nauðsynlegt er að athuga hvort ekki sé unnt að framkvæma þetta í stærri og hagkvæmari einingum - til dæmis í heilum gámum.“ Nýir möguleikar eða áframhaldandi samdráttur Erlendur kveðst hafa reynt að temja sér hóflega bjartsýni í þessu starfi. En þegar öllu er á botninn hvolft þá séu staðreyndirnar þær að við lifum í heimi þar sem hreinleiki í matvælum veróur sí- fellt fágætari. Hér á landi sé því láni að fagna að hreinlciki um- hverfisins hafi skapað okkur mögulega sérstöðu á erlendum mörkuðum. Þetta verói ekki auó- veld ganga en flest sem árangur hall skapaö hafi einnig kostaó fyr- irhöfn. Áð þessu leyti geti íslensk- ur landbúnaður - ekki síst sauð- tjárræktin - átt möguleika í l'ram- tíðinni. Hvort sauðfjárræktinn og bændastéttin getur beðið eftir ár- angri af útflutningsstarfi er erfitt að segja til um. Slíkt fer að miklu leyti eftir því hvernig til tekst að vinna á innlendum markaói. Hvort framleiðendum kindakjöts tekst að snúa vörn í sókn og auka sölu af- urða sinna í samkeppni við aðrar kjötafurðir eða hvort þeir verða sí- fellt að mæta samdrætti með nið- urskurði búa sinna og brotthvarll atvinnulífs úr sveitunum. ÞI Rcykjavík. Þetta er sjöunda sýn- ing Einars sem, auk þess að sýna hér á landi, hefur sýnt í Danmörku og Pakistan. Susanne og Einar Már bjuggu í fimm ár á Pelopsskaga Grikklands og námu þar og stunduðu högg- myndagerð. Þau áttu og ráku um árabil listamiðstöðina Dcirwna í Kaupmannahöfn en Susanne er frá Danmörku. Sýningin í Deiglunni er opin á virkurn dögum frá kl. 14-18 en um helgar frá kl. 12-18. Henni lýkur þriðjudaginn 31. ágúst. I'ríltatilkjnriing. Höggmyndir og vegg- myndir í Deigliuini

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.