Dagur - 26.08.1993, Síða 14

Dagur - 26.08.1993, Síða 14
r ' - Rl ifl,a.n - P.PPf taíiriK AQ n in©Kt iUf m T 14 - DAGUR - Fimmtudagur 26. ágúst 1993 Lesendahornið Ábending til lesenda Bréfritari ræöir m.a. um drykkjarflát, en þau eru mishentug. Það er gott að versla í KEA nettó og þar er líka ódýrast að versla. En ég er óhress með það, hve lítið er af ís- lenskum vörum (sams konar og er- lendum), eða pökkuðum á íslandi. Vil ég nefna þrennt: þarfa-(klósett-)papp- ír, eldhúspappír og tómatssósu (t.d. frá Val eða öðrum íslenskum efna- gerðum). Ég veit að íslenski pappír- innn er nokkrum krónum dýrari en á móti kemur spamaður á gjaldeyri og að færri íslendingar verða atvinnu- lausir. Hugsaðu um það lesandi góð- ur, að þegar þú kaupir erlenda vöru ertu ef til vill að taka vinnu frá vinum þínum, fjölskyldu eða jafnvel sjálfum þér. En í KEA nettó er gott að versla og þar er nóg af bílastæðum. Bíla- stæði fatlaðra eru til fyrirmyndar, en því miður eru enn of margir ófatlaður, sem nota þau. Einnig eru nokkrir, sem leggja bfl sínum upp á sebrabrautina milli hússins og merktu bflastæðanna. Það er kominn tími til að bflstjórar læri að hlýta reglum um sebrabrautir og þekki merkingu þeirra. Mysan fúlnar við stofuhita Á ferðalögum vill fólk oft frekar kaupa mjólk, eða undanrennu en gos fyrir sig og bömin. En það er erfitt og oft ekki hægt að geyma afganginn óskemmdan, eða gæta þess að hellist ekki niður, vegna þess að þessir drykkir fást ekki nema í l lítra fem- um. Væri ekki hægt að setja á mark- aðinn mjólk og undanrennu í hálfs lítra flöskum, með skrúfuðum tappa, eins og gosið? Margir eru ekki hrifnir af að drekka G-mjólk, en hún er góð út í eða á, kaffi og mat. Mysan er ekki svipur hjá sjón. Hún er ekki lengur súr og fúlnar við stofuhita, en áður súrn- aði hún. Ferlimál fatlaðra Ég hef áður skrifað um ferlimál fatl- aðra. Eins og ég áður sagði, eru bfla- stæði fatlaðra við KEA Nettó, til fyrir- myndar, breið og á góðum stað. Og aftur komið annað merkt stæði við innganginn í verlsunarmiðstöðina í Sunnuhlíð. Ég þakka fyrir það. Önnur merkt stæði, sem ég þekki, eru of þröng. Salemismálin á bensínaf- greiðslum hafa ekki breyst. Það vantar ekki að þau séu rúmgóð og hægt að fara inn á hjólastól. En aðstaðan, við salemisskálina til að standa upp, hefur ekkert breyst, því miður. Er lögreglan til fyrirmyndar? Á lögreglan ekki að vera okkur til fyr- irmyndar í umferðinni? Sunnudags- kvöld eitt fyrir nokkru ók lögreglubfll á undan mér. Löggan var bara í venju- legum akstri, ekki hljóðmerki né blikkljós. Þeir tóku 2 beygjur, án þess að gefa stefnuljós og óku á 70 kfló- metra hraða fram hjá Glerárskóla. En til allrar lukku er skóli lokaður á þess- um árstíma og engin böm á ferðinni. Endurvinnum Það ætti að setja skilagjald á öll gler- flát og plastílát, undan lyfjum, ís, áfengi, kökudropum, málningu, máln- ingarvömm og öðrum vömm. Fólk ætti líka að fara með allt gler til end- urvinnslu- og móttökustöðva. Líka gler sem ekki fæst greitt fyrir, t.d. rúðugler og spegla. Húsasorp ætti að flokka á heimilum. Úr því lífræna mætti vinna skama til þess dreifa á landgræðslubletti. Skarninn er jú áburður, ekki satt? Allt timbur og hús- gögn sem ekki em lengur notuð ætti að losa á aðgengilegan stað, þar sem ekki er fokhætta. Síðan mætti gefa þeim sem vilja kost á að nota það. Blindhæðir breiðari Þegar vegir sem eru malbikaðir eða með öðru slitlagi eru aðeins ein og hálf breidd eins og víða er á fáfamari leiðum þá ætti að hafa blindhæðir malbikaðar og í fullri breidd á toppn- um og nokkra metra í báðar áttir. Allt- of margir aka á miðjum veginum, þótt blindhæð, hvort sem hún er merkt eða ómerkt, sé framundan.Þrátt fyrir að þá séu miklur líkur á að sá sem víkur fari útaf í lausamöl. Sælgæti við afgreiðslukassa Við afgreiðslukassa verlsunar hér í bæ eru oft rekkar með ýmis konar sæl- gæti í og er erlent sælgæti í meiri- hluta. Þetta er slæmur staður, vegna bamanna. En ef því verður ekki breytt.því þá ekki að blanda saman ís- lensku og erlendu sælgæti við kass- ana. Þá geta forráðamenn bamanna, kennt þeim að kaupa íslenskt fremur en erlent. Fyrir rúmum 2 árum, þegar ég á Landsspítalanum, lá ung dönsk stúlka á sömu stofu. Þegar hún fékk göngugifsið fór hún niður „sjoppu" og keypti sér súkkulaðistykki og var mjög sæl á svip. Ég spurði hana, því hún væri svo ánægð. Jú, hún sagði að sælgæti væri svo ódýrt á íslandi, að hún gæti veitt sér að kaupa það. „í Danmörk er sælgæti mjög dýrt, en maturinn ódýr. Þið íslendingar eruð svo heimskir að hafa sælgætið svona ódýrt, en matinn svona dýran“. Það er mikið til í þessu. -Útlendingar, sem heimsækja okkur og iandið okkar þurfa að borða. Og þeim er alveg sama hvort þeir geta keypt sælgæti, eða ekki. Þessi danska stúlka, var af meðalríku fólki, en samt sagðist hún ekki kaupa sér sælgæti nema 3-4 sinn- um á ári. Hún drakk mikið af mjólk og var óð í skyrið. Tennumar vom all- ar óskemmdar, með aðeins tveim við- gerðum. Hún var 26 ára. Það myndi spara tugi milljóna á hverju ári hjá okkar litlu þjóð, ef við fæmm eins að og Danir. Hefðum matinn ódýrari og sælgætið dýrara. Hvemig væri að leggja gjald yrðu á sælgæti, sem yrði notað til að borga niður tannviðgerðir bama? Fyrst ég er komin inn á heil- brigðismál, þá er hér ein lítil spamarð- artillaga. Ég legg til að þegar sjúkling- ar sem eru eldri en fjömtíu ára leggjast inn á spítala, fái þeir aðeins hálft fæði frítt, nema læknar telji bráð- nauðsynlegt að hann/hún fái fullt fæði. Þeir sjúklingar, sem vilja meira, án þess að læknar telji það nauðsyn- legt, greiði sjálfir það sem á vantar. Þegar fólk liggur í rúminu, er brennsl- an hægari og það þarl' minna að borða. Ég á ekki við að sjúklingar fái tvær máltíðir á dag, heldur hálfan skammt í morgun- hádegis- og kvöld- verð. Þeir sem eru of feitir fái trefja- ríka fæðu og lýsi, einnig skyr og und- anrennu. Enginn fái svefn- eða verkja- lyf að óþörfu. En því er ef til vill hætt og er það vel. Sparnaður hjá RÚV Þar sem þjóðin þarf að spara, þá legg ég til að Rás 2 sendi ekki út frá 9 til 12 og frá 15.30 til 18.00 alla virka daga. Það eru mjög góðir þættir á Rás 1 kl 9-15 alla virka daga, sem allir jafnt ungir sem gamlir hafa gott af að hlusta á. Margir hlusta aldrei á Rás 1, vegna þess að þeir eru vanir að hlusta á Rás 2. Þar er tónlistin yfirgnæfandi og hún gerir menn kærulausa og leiðir til þess að fólk hættir að kunna að hlusta. Svo legg ég til að Sjónvarpið sendi aðeins út fimm kvöld í viku, enmánu- dags- og fímmtudagskvöld verði sjón- varpslaus. Blessað sjónvarpið er langt komið að eyðileggja allt félagslíf og félagsstarf í landinu. Viðkvæði félags- manna þegar verið er að boða til funda eða annarrar starfsemi em oft einhvemveginn svona: „Ég get ekki komið í kvöld, ekki fyrr en tiltekinn þáttur í sjónvarpinu er búinn,“ eða: „Ég kemst ekki í kvöld, það er svo góð dagskrá í sjónvarpinu í kvöld, er ekki hægt að halda fundinn (samkom- una) eitthvert annað kvöld? Meiri samvinna mætti vera á milli Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, t.d. um beinar útsendingar á íþróttum. Þær ætti alltaf að sýna í óruglaðra útsend- ingu. Ríkissjónvarpið endursýni síðan þættina, eða hluta úr þeim á venjuleg- um íþróttatímum á laugardögum og öðrum íþróttakvöldum. Það gengur ekki að skemma marga dagskrárþætti og fréttir, dag eftir dag í Ríkissjón- varpinu. Dagskrárlok séu 22:30 á sunnudögum en jafnvel til kl. 03.00 aðfaranótt sunnudags. Á fundum í vinnutíma Ýmsir háttsettir menn (og konur) hjá ríki, bæ og ýmsum einkafyrirtækjum hafa nokkur hundruðþúsundir króna í laun á mánuði og sinna oft alls kyns aukastörfum samhliða aðalstarfinu. Hvernig væri að skipta þessum störf- um niður á lleira fólk? Eigum við ekki nóg af hæfu fólki? Þá myndi at- vinnulausum fækka og launamunur- inn minnka. Segjum að maður sé í fullu starfi, t.d. frá 8 til 18. Hann er stjórnarformaður í 2 til 3 öðrum fyrir- tækjum og þarf að fara á fundi hjá þeim, einn fyrir hádegi og jafnvel tvo eftir hádegi. Fyrir allar þessar setur (mætingar) fær svo maðurinn laun. Öldruð kona, Sigríður B. Sigurð- ardóttir (f. 4. ágúst 1905), sambýli aldraðra, Bakkahlíð 39 á Akur- eyri, hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Á sextugsafmæli Páls J. Árdals skálds (f. 1. febrúar 1857 - d. 24. maí 1930) árið 1917 fóru bömin í bamaskólanum á Akureyri, þar sem Páll var kennari, að heimili hans í Aðalstræti og sungu þrjár vísur eftir séra Matthías Jochunts- son í tilefni af afmæli hans. Sig- ríður man bara fyrstu vísuna en Það er réttlátt að hann fái greidd laun frá sínum aðalvinnustað, þegar unnið er í aukavinnu. En það er spuming hvort hann á rétt á launum á venjuleg- um vinnutíma, ef hann hefði getað haldið fundinn á venjulegum vinnu- tíma, en hann var ekki á staðnum, því hann þurfti að mæta annarsstaðar. Og með réttu ætti hann að stimpla sig út og inn úr aðalvinnunni, þegar hann er ekki að vinna þar. Það er lítill vandi að hafa tvö til sexföld laun fyrir sömu klukkustundina á þennan hátt. Hin blákalda staðreynd er auðvitað sú að enginn getur verið á tveimur stöðum í einu. Það er allt annað mál ef viðkom- andi vinnur aukastörf í sínum frítíma. Hraðakstur og bifreiðagjöld Fyrir nokkrum ámm var flutt erindi í útvarpi á vegum tryggingafélaganna og Umferðarráðs. Erindið var flutt í tilefni þess að iðngjöld bifreiðatrygg- inga á íslandi höfðu hækkað stórlega. Þar var komið inn á margt, en eitt man ég öðru fremur. Það var, að í stað þes að hækka iðngjöldin svona mikið, væri að ef menn væru teknir fyrir of hraðan akstur, misstu þeir bónusinn af tryggingum bflsins. Það gæti líka orð- ið til þess að menn keyrðu hægar. En aðalorsök allra slysa, væri of hraður akstur. Eftir hverju er verið að bíða? Því ekki að taka bónusinn af trygging- um þeirra sem teknir eru fyrir hrað- aksturs eða ölvunaraksturs. Auðvitað ætti þetta ekki við ef tilkynnt hefði verið að bílnum hefði verið stolið, eða ef það hefði sannast á annan hátt. Svo er verið að taka bónusinn af, ef menn eru svo óheppnir af aka á búfé í byggð. Enn fremur ættu tryggingarfé- lögin að láta lögregluna klippa númer- in af þeim bflum hverra eigendur hafa hvorki borgað tryggingariðngjöld né samið um greiðslur á tryggingum af bílunum. Unga fólkið og sparnaðurinn Hvemig á að kenna unga fólkinu að spara, svo að það eigi t.d. peninga í banka fyrir bílakaupum, eða útborgun í íbúð, ef borga á skatt af vöxtum þeirra fáu aura, sem lagðir eru inn? Væri ekki ráð að hafa vexti af fyrstu 500 þús. skattfrjálsa? Og hvemig stendur á því að bankamir hækka ekki inn- og útlánsvexti jafnt? Er munurinn ekki nógur fyrir? Þegar tekið er lán í banka ættu bankamir að hafa samráð sín á milli og ekki lána fólki, sem skuldar stórfé í öðrum bönkum, nema ef tekjur fólksins hafa hækkað. Gera verður greiðslugetumat hjá lántaka. Fyrir tuttugu - þrjátíu árum fékk eng- inn lán fyrir húsgögnum, bíl eða ferðalögum, svo eitthvað sé nefnt. Lán voru aðeins veitt vegna fyrirtækja- stofnunar og reksturs og til íbúðar- kaupa. Það ætti líka að al'nema ábyrgðarmannakerfið, hjá lögráða fólki. Fasteignakaup Ólögráða unglingar ættu ekki að geta keypt sér bíl eða íbúð (ef um lán er að ræða) nema með samþykki (vottorði, undirskrift) löglegs forráðamanns jafnvel þó hitt foreldrið sé ábyrgðar- maður. Ef unglingurinn getur ekki borgað lenda öll önnur ógreidd gjöld, t.d. tryggingar og viðgerðakostnaður.á forráðamanni eða foreldri. hana langar til að fá upplýsingar um hinar tvær ef einhver gæti gef- ið upplýsingar um þær. Vísan hljóðar svona í minni Sigríðar: Inn minn fagri Eyjafjörður áttu nokkra sál. Meðan þursinn þorri drekkur þinnar dýrðar skál. Attu fegurð, yl og yndi, áttu snilld og göfuglyndi eða binda sult við seyru Sölvadal við Leiru. Æm SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDI EYSTRA Vantar þig aukavinnu? Okkur vantar stuðningsfjölskyldur. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlaðan einstakling í sólarhringsvistun 3-5 daga í mán- uði í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu hans. Hafir þú áhuga, hafðu þá samband við Vilborgu á Svæðisskrifstofu fatlaðra í síma 26960. Kristín R. Magnúsdóttir Millifyrirsagnir eru blaðsins Vantar upplýsingar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.