Dagur - 26.08.1993, Page 15

Dagur - 26.08.1993, Page 15
Fimmtudagur 26. ágúst 1993 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Knattspyrna, 2. flokkur karla: KA siglir lygnan sjó - eftir sigur á Stjörnunni 2:1 Á þriðjudagskvöldið mættust á KA-velli 2. flokkur Stjörnunn- ar og KA í Islandsmótinu. Sigur var báðum mikilvægur til að tryggja sæti sitt í deildinni og það voru Akureyringar sem höfðu betur með tveimur mörk- um Brynjólfs Sveinssonar en Stjarnan svaraði einu sinni. Leikurinn var hinn fjörugasti en nokkuð fast leikinn og af mikl- um ákafa eins og títt er um 2. flokks leiki. KA var meira með boltann en kappið í sóknarleik KA var á tíðum helst til mikið meðan sóknir Stjömunnar voru heldur markvissari. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það gerði Brynjólfur Sveinsson á glæsilegan hátt eftir góðan undirbúning fé- laga sinna. Það voru aðeins 5 mínútur liðn- ar af síðari hálfleik þegar Stjam- an jafnaði og var þar á ferð Jón Haukur Baldvinsson. KA sótti í sig veðrið eftir markið og átti 2 góð færi strax á eftir og voru ýmsir á því að boltinn hefði verið kominn inn í annað skiptið. En Stjarnan átli líka sín færi og hefði allt eins getað náð foryst- unni. Sóknir KA þyngdust eftir því sem á leið en góður mark- vörður Stjömunnar sá við Akur- eyringum lengi vel þar til Brynj- ólfur Sveinsson komst einn í Knattspyrna, íslandsmót: Úrslitakeppni hinna ýmsu flokka gegn eftir um 35 mínútna leik og sendi boltann af öryggi í netið. Skömmu síðar fékk Stjaman víti eftir að Óskar Bragason hafði var- ið boltann nteð hendi á marklínu og litið rauða spjaldið í kjölfarið. En Stjarnan misnotaði vítið og KA hirti öll stigin. KA er nú ör- uggt með sæti sitt í deildinni. Liðið hefur 16 stig og á 2 leiki eft- ir. ívar Bjarklind og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson gera hér harOa hríO aO Stjörnumarkinu og hafa komið boltanum framhjá varnarmanni Garðabæj- arliðsins. Mynd: Halldór ,, Þríþraut Islandsbanka: Fyrir krakka 7-12 ára Nk. sunnudag verður þríþraut íslandsbanka haldin í 2. skipti en í fyrra þótti keppnin takast sérlega vel. Þátttökurétt hafa krakkar á aldrinum 7-12 ára og er þeim skipt í flokka eftir aldri. Keppnin hefst kl. 13.00 við úti- bú Islandsbanka við Hrísalund. Frjálsar: Mmnmgarmót ÞorleifsArasonar Að frumkvæði frjáls- íþróttafólks USAH hefur Ungmennasamband Aust- ur- Húnvetninga ákveðið að standa fyrir minningar- móti um Þorleif Arason. Ætlunin er að mót þetta sem að sjálfsögðu er kast- mót verði haldið árlega. Fyrsta mótið verður haldið í dag á Vorboðavelli og hefst kl. 19.00. Sráning verður á staðnum. Veitt verða verð- laun fyrir 3 efstu sætin í hverri grein, en auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestan árangur karla og kvenna skv. stigatöflu FRI. Keppnisgreinar em kúluvarp karla og kvenna, kringlukast karla og kvenna, spjótkast karla og kvenna og sleggju- kast karla. Húnvetningar eru hvattir lil að heiðra minningu hins látna félaga með því að fjölmenna á völlinn. Golf: Unglingameist- aramót íslands áAkureyri Unglingameistaramót ís- lands í golfi er að þessu sinni haldið á Akureyri og hefst á morgun kl. 8.00. Reiknað er með um 130 keppendum af öllu landinu og þar á meðal eru allir okkar efnilegustu kylfing- ar. Keppt er í 2 aldursflokk- um, 15-18 ára drengir og stúlkur og flokki 14 ára og yngri. Meðal þátttakenda er Akureyringurinn Sigurpáll Geir Sveinsson, sem er einn þeirra sem verða að teljast hvað sigurstranglegastir hjá strákunum. í yngri flokki rná einnig nefna Ömar Halldórs- son frá Akureyri en hann þykir mjög efnilegur. Nánar verður fjallað um mótið í laugardagsblaði Dags. Eins og nafnið gefur til kynna er keppnin þrískipt. Hlaupnir verða 800-1500 m eftir aldri, síð- an er spymukeppni á reiðhjólum og lokum verður keppt í bolta- kasti. í reiðhjólakeppninni koma keppendur ekki með sín eigin hjól heldur verða hjól á staðnum. Skráning fer fram í útibúum ís- landsbanka og einnig á sunnu- dagsmorgun við útibúið í Hrísa- lundi. Undanfarnar vikur hafa verið í gangi tennisnámskeið í KA-hús- inu. Þetta mun vera í fyrsta skipti, í það minnsta í langan tíma, sem hér er boðið upp á skipulagða tenniskennslu. Að sögn aðstandenda, Ragnheiðar Sverrisdóttur og Luigi Bart- olozzi, eru þau mjög ánægð með hvernig þessi frumraun tókst og stefna ótrauð á að mæta aftur næsta sumar en þau eru bæði búsett í Mílanó. Luigi er sjálf- stætt starfandi arkitekt en einnig menntaður tenniskenn- ari. „Við getum ekki annað en ver- ið ánægð því fólkið er ánægt. Að- sóknin var líka ágæt miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á svona námskeið og tennis ekkert leikinn hér að heita má,“ sagði Ragnheiður. Þau sögðu einnig virðingarvert að fólkið sem kom hafði í raun enga tryggingu fyrir því að framhald yrði á nám- skeiðinu nú en þau sögðust þó vera staðráðin í að mæta aftur næsta sumar. Að þesu sinni var boðið upp á 10 tíma námskeið og alls sóttu þau 17 manns. Mest voru það byrjendur sem sóttu námskeiðin og varla nema tveir sem eitthvað höfðu komið nálægt tennis. Hlutfall kynjanna var svipað. I vetur er stefnan að stór hluti þeirra sem á námskeið- inu voru haldi kunnáttu sinni við og hafi fasta tíma í KA-húsinu. Flestir á námskeiðinu að þessu sinni voru ungt fólk en Ragnheið- ur og Luigi segja tennis þó ekki síður henta eldra fólki, ólíkt því sem margir fullorðnir haldi. Aldrei er of seint að byrja að þeirra sögn og meiri líkur á að áhugi þeirra eldri smiti út frá sér til þeirra yngri. Veggtennis hefur nokkuð verið stundaður á Akureyri og því ekki óeðlilegt að spumingar vakni um Senn dregur til úrslita á íslands- móti og bikarkeppni hinna ýmsu flokka í knattspyrnu. Úr- slitakeppni 2. deildar kvenna og 4. deildar karla hefst um helgina og sama má segja um marga yngri flokka. Hér á eftir fylgir yfirlit urn það sem er að gerast á næstunni. Sem kunnugt er taka Dalvíkur- stelpur þátt í úrslitakeppni 2. deildar kvenna og keppa um 2 laus sæti í 1. deild ásamt þremur öðmm liðum. Leikin er einföld umferð, allir við alla og em leikir Dalvíkur eftirfarandi: Haukar- Dalvík, 3. sept. kl. 18.00, Reynir- hvort tennis sé eitthvað frábrugð- inn. Luigi sagði svo vera þó hann vildi síður en svo kasta rýrð á veggtennis sem slíkan. Völlurinn í tennis er ntun stærri og hreyfing- amar allt aðrar. Tennis henti e.t.v. breiðari hópi og auðveldara sé að stjóma hraðanum. Luigi sagðist hafa tekið eftir því að allir þeir sem námskeiðin sóttu virtust eiga auðvelt með að læra tennis og svo virðist sem íþróttaiðkun liggi almennt vel fyr- ir fólki hér. Einnig minntust þau á hversu gaman það væri ef eitthvað Dalvík, 5. sept. kl. 16.00 og Dal- vík- Höttur, 12. sept kl. 14.00. Að þessum leikjum loknum kemur í ljós hvort Dalvíkurstelpur fara upp eða ekki. KS og Hvöt keppa í úrslita- keppni 4. deildar karla. Leikið er eftir útsláttarfyrirkomulagi, heima og heiman og það lið kemst áfram sem samanlagt skorar fleiri mörk í báðum leikjunum. Mark á útivelli gildir tvöfalt ef markatala verður jöfn. í 8 liða úrslitum leik- ur Hvöt við KBS, heima í dag kl. 17.30 og úti 2. september. KS leikur úti við Ægi nk. laugardag og heima 1. septemberkl. 17.30. Mynd: Robyn félag í bænum tæki tennis upp á sína arma því áhuginn hjá al- menningi virtist svo sannarlega vera til staðar. Þau Ragnheiður og Luigi vildu koma á framfæri þakklæti til Pét- urs í KA-húsinu fyrir samstaifið og einnig Aðalsteins Sigurgeirs- sonar í íþróttahöllinni sem lánaði net. Þá veittu fyrirtækin Kjama- fæði og Messinn grill Móasíðu þeim einnig stuðning. Þau sögðust hlakka mjög til að koma næsta sumar og þá yrðu þátttakendur vonandi enn fleiri. Úrslitakeppni 2. flokks kvenna fer fram í Mosfellsbæ og hefst í dag. Þar leikur ÍBA ásamt 5 öðr- um liðum sem skipt er í 2 riðla. ÍBA er í riðli með Stjömunni og IA. Efstu lið að lokinni riðla- keppninni leika um íslandsmeist- aratitilinn. Fyrsti leikur ÍBA er við Stjömuna á morgun kl. 17.00 og síðan við IA á laugardag kl. 14.00. Þegar hefur verið greint frá stöðu mála í 3., 4. og 5. flokki karla á Islaridsmótinu. Fram og Valur leika til úrslita í 3. flokki, Fram og KA í 4. flokki og Valur- ÍBK í 5. flokki. Leikur Fram og KA hefst kl. 11.00 nk. sunnudag á Valbjamarvelli. Þá er það bikarkeppni 3. flokks stráka. Þar eiga Þór og KA eftir að útkljá hvort liðið leikur til úr- slita við Val eða Fram. Fyrri leik- ur Þórs og KA í þessum undanúr- slitum er á KA-velli 5. september kl. 17.00 og sá síðari 11. septem- ber kl. 17.00. Að lokum er vert að ítreka að bikarúrslitaleikur KA og Fram í 2. flokki karla fer fram á Akureyrarvelli þriðjudaginn 14. septemberkl. 17.00. Golf: Greifamót Á hverjum flmmtudegi er leikið í Greifamótinu í golfi og í dag verður engin undantekning þar á. Nú eru 6 mót búin og línur farnar að skýrast þó víðast sé þröngt á toppnum og ófyrirséð með úrslit. Síðasta fímmtudag urðu úrslit þessi: Karlar með forgjöf: 1.-3. Aðalsteinn P. Eiríksson 32/10 stig 1.-3. Friðrik E. Sigþórsson 32/10 stig 1 .-3. Benedikt Brynleifsson 32/10 stig 4.-5 Öm Amarson 33/6,5 stig 4.-5. Ólafur Búi Gunnlaugss. 33/6,5 stig Karlar án forgjafar: 1. Öm Amarson 35/12 stig 2. Egill Orri Hólmsteinsson 39/10 stig 3. -5. Haraldur Ringsted 40/7 stig 3.-5. Haraldur Júlíusson 40/7 stig 3.-5. Aðalsteinn P. Eiríksson 40/7 stig Konur með forgjöf: 1. Erla Adolfsdóttir 33/12 stig 2. Jónína Pálsdóttir 34/10 stig 3. María Daníelsdóttir 36/10 stig 4. Halla Sif Svavarsdóttir 37/7 stig Að lokum fylgir staðan ásamt fjölda móta hjá hverjum og ein- unt. Karlar með forgjöf: 1. Ólafur Búi Gunnlaugsson 32,83/5 2. Númi Friðriksson 20,25/6 3. Guðbjöm Garðarsson 20.00/4 Karlar án forgjafar: 1. ÖmAmarson 50/5 2. Egill Orri Hólmsteinsson 31/4 3. Sverrir Þorvaldsson 22,50/4 Konur með forgjöf: 1. María Daníelsdóttir 46,50/6 2. Jónína Pálsdóttir 40,00/5 3. Hulda Vilhjámsdóttir 39,00/4 Blak, stúlknalandslið U-18: Leíkið á Ilúsavík og Akiireyri Stúlknalandslið íslands og Fær- eyja í blaki leika 3 leiki á Norð- urhtndi um helgina. Fyrst þann 29. á Húsavík kl. 13.00 og kl. 20.00 á Akureyri. Síðan kl. 14.00 á Húsavfk daginn eftir. Bergljót Borg, Elísabet Jóns- dóttir og Jóna E. Jóhannsdóttir úr KA eru í liðinu og Bjami Þórhallsson þjálfar. Liðin búa sig nú undir Norðurlandamótið. Tennisnámskeiðin í KA-húsinu vel heppnuð: Komum aftur næsta sumar - segja þau Ragnheiður Sverrisdóttir og Luigi Bartolozzi Ragnheiður Sverrisdóttir og Luigi Bartolozzi eru ónægð með útkomuna á fyrsta tennisnámskeiðinu í KA-húsinu og stefna á framhald að ári.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.