Dagur - 26.08.1993, Síða 16

Dagur - 26.08.1993, Síða 16
Akureyri, fimmtudagur 26. ágúst 1993 Skipagötu 6 600 Akureyri Sími 96-12626 Fax 96-11073 ALHLIÐA UÓSRITUNARÞJÓNUSTA OG STIMPLAGERÐ LJÓSRITUN • SKÝRSLUGERÐ • ÚTBOÐSGÖGN OG FL. STIMPLAGERÐ • PLASTHÚÐUN • GORMABINDINGAR LITLJÓSRITUN • TEIKNINGALJÓSRITUN Breytingar fyrirhugaðar á Björgvini EA Fer á rækjufrystingu Fyrirhugað er að setja rækju- vinnslubúnað í togarann Björg- vin EA-311 frá Dalvík og að sögn Valdimars Bragasonar út- gerðarstjóra er niðursetning tækjanna fyrirhugið í nóvemb- ermánuði nk. Verið er að ganga frá kaupum á nauðsynlegum VEÐRIÐ I dag verður ágætisveður, hæg suðlæg átt, hlýtt og bjart. í kvöld þykknar upp og blæs lítils háttar af suðaustri, en ekki er búist við rigningu. Á föstudag lítur út fyrir hæga austlæga átt og hlýtt veður, hugsanlega koma tíu regn- dropar eða svo. Um helgina verður hæg breytileg átt eða norðaustan gola, köflótt skýjafar og hlýtt sem fyrr. tækjum en fyrir eru um borð plötufrystar en hins vegar þarf að setja niður lausfrysti sem er nokkuð fyrirferðamikill og flokkunarvélar. Einnig þarf að koma fyrir færiböndum og pökkunarbúnaði. Þessar breytingar á skipinu kosta um 30 milljónir króna en hins vegar á eftir að bjóða út nið- ursetninguna á tækjunum og því gæti kostnaðarupphæðin breyst. Vinna við breytingamar gæti stað- ið í allt að þrjár vikur en stefnt er að því að togarinn nái einum rækjutúr fyrir jól, en túrinn tekur um þrjár vikur. Björgvin er á karfa- og grá- lúðuveiðum austur í Rósagarði sem er veiðisvæði austur af Stokksnesi. Skipið verður á fryst- ingu fram að því að breytingamar verða gerðar á því en möguleikar eru einnig á því að senda skipið á ísfiskerí. GG „Ein frostnótt getur eyðilagt allt“ hefði valdið verðbólgu. Hann sagði einnig að þó að Islendingar væru fáir þá gætu þeir kennt Kín- verjum margt, enda væri efna- hagslífið á íslandi mjög þróað. IS Akureyri skartaði sínu fegursta þegar sendinefnd frá Hebeifylki í Kína kom til Akureyrar í gær. Með þeim á mynd- inni eru Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, og Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt. Mynd: Robyn Sendinefnd frá Kína á Akureyri: Kannar griindvöll fyrir sam- starfi á sviði atvmnumála í gær kom til Akureyrar sendi- nefnd frá Hebeifylki í Kína. Á inóti henni tóku þeir Halldór Jóhannsson, sem hefur stundað viðskipti í Kína, og Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjar- ráðs Akureyrar. Kínverjarnir munu heimsækja fyrirtæki í bænum og ræða við menn í at- vinnulífinu. Halldór Jóhannsson sagði að það væri þekking okkar og tækni á ýmsum sviðum sem vekti áhuga Kínverjanna. Þeir hefðu einkum áhuga á samstarfi á sviði fisk- vinnslu, sjávarútvegs, landbúnað- ar og vegagerð. Hann sagði einnig að Kínverjamir vildu frekar hafa samstarf við minni þjóðir og að héðan færi sendinefndin til ír- lands. Hebei er í norðaustur Kína, liggur að Gulahafi og er því ekki langt frá Kóreu og Japan. Fylkið er mjög iðnvætt og þar búa nærri 63 milljónir manna. Beijing eða Peking, eins og borgin hefur oft verið nefnd, er ein stærsta borg fylkisins. Guo Shi Chang, aðstoð- arfylkisstjóri Hebei, sagði í sam- tali við Dag að erindi sendinefnd- arinnar væri að kom á vináttusam- bandi milli Akureyringa og íbúa Hebeifylkis. „Við viljum kynna okkur fallegan bæ, en við erum einnig héma til þess að hafa sam- starf við Akureyringa á sviði efna- hags- og menningarmála.“ Kín- verjamir munu ekki aðeins heim- sækja atvinnufyrirtæki heldur verður Háskólinn á Akureyri einnig sóttur heim. Þegar Chang var spurður um efnahagsþróun í Kína sagði hann að hún væri eðlileg í dag, en að hún hefði verið of hröð og það segir Óskar Kristjánsson, kornræktar- bóndi í Grænuhlíð í Eyjaíjarðarsveit Kornvöxtur fór vel af stað í Eyjafirði í vor en hefur síðan þróast í nokkuð góðu samræmi við það sem veðurguðirnir hafa haft upp á að bjóða. Oskar Kristjánsson, kornræktarbóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, segist ekki vera búinn að gefa upp alla von um að eitthvað komi til með að lifa af korninu. Fáist eitt- hvert korn í ár sé alltaf hægt að rækta það hér. „Eg fékk tilraunastjóra á Möðruvöllum til þess að kanna komið fyrir mig í vikunni og hann sagði að það væri að einhverju leyti lifandi. Ég reikna með að til þess að úr rætist þurfi ég gott haust. Annars veit maður aldrei hvað gerist. Ein frostnótt getur eyðilegt þetta allt saman fyrir manni,“ sagði Óskar Kristjánsson í Grænuhlíð. Hann sagði suma bændur vera fama að rúlla komið og hugsanlegt væri að hann gerði slíkt hið sama að einhverju leyti. Á liðnu hausti var Óskar með um 14 hektara lands í komrækt en í ár eru þeir 21. „Ætli þetta hafí ekki verið um tvö og hálft tonn á hektara í fyrra en skellurinn verður stærri í ár. Það hefur oft verið miðað við það að hægt sé að rækta korn þar sent kartöflurækt er möguleg. Nú er orðið útséð með að hún verður eitthvað í minni kantinum en ég er ekki búinn að gefa upp vonina með komið ennþá. Eitt er a.m.k. ljóst og það er að ef hægt, er að rækta korn í ár, miðað við hvernig veðráttan hefur verið, þá er það alltaf hægt,“ sagði Óskar og bætti við að líklega væri uppskeran mánuði seinna á ferðinni en í fyrra. SV Öxaríjörður: Stúlka slasað- ist í bflveltu Stúlka slasaðist og var flutt með sjúkraflugi frá Kópaskeri til Reykjavíkur í gærmorgun. Slysið varð er lítill fólksbíll valt við Lund í Öxarfirði um klukkan 10. Tvennt var í bílnum og var ökumaður fluttur með sjúkrabíl til Kópaskers og síðan með flugi suður. Farþega sakaði ekki en bæði voru með bílbelti sem munu hafa bjargað miklu. Bifreiðin er ónýt.IM Þingeyjarsýslur: Sláturfé fækkar frá síðasta ári - í ár er slátrað fjögur þúsund færri kindum en í fyrra Harður árekstur varð á Norður- landsvegi skammt frá Lónsbrú laust eftir klukkan tvö í gær. Málavextir voru þeir að bíll ók út af planinu við Byggingavörudeild KEA og keyrði í veg fyrir annan. Töluverðar skemmdir urðu á bíl- unum og þurfti kranabfll að draga þá af vettvangi. Engin slys urðu á fólki. IS Alls verður slátrað um 37 þús- und fjár hjá Kaupfélagi Þingey- inga á Húsavík í komandi slát- urtíð. Er það um þrjú þúsund færra en slátrað var á síðasta hausti. Hjá Fjallalambi á Kópa- skeri verður slátrað um 24.500 fjár eða um eitt þúsund kindum færra en í fyrra. Páll Arnar, sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga, sagði í samtali við Dag að mesta fækkun sláturfjár væri í Mývatnssveit eða um 300 fjár. Þá væri einnig um nokkra fækkun að ræða í Reykja- dal en að öðru leyti skiptist fækk- unin nokkuð jafnt eftir svæðum. Á móti fækkuninni kæmi að Bárð- dælingar lofuðu nú um 650 fleiri kindum en á síðasta ári. Því væri heildarfækkun sláturfjár á félags- svæðinu minni en fækkun á ein- stökum svæðum. Garðar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs á Kóa- skeri, sagði að fækkunin skiptist nokkuð jafnt eftir sveitum og væri í hlutfalli við skerðingu fram- leiðsluheimilda. Nokkru fleira sláturfé kæmi nú úr Þistilfirði vegna þess að bændur þar hefðu selt mikil af líflömbum á síðasta hausti - einkum til bænda sem verið hefðu að byggja upp fjár- stofn eftir riðuniðurskurð. Slátrun mun hefjast á Kópaskeri 8. sept- ember næstkomandi. Þ1 Byggðavegi 98 Hunfc ekki bara tómatsósa Opið til kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.