Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 1
Suður-Þingeyj arsýsla: Flestir bændur hafa náð nægu fóðri - september bjargaði miklu, segir Sigtryggur Vagnsson í Hriflu scptember hefur „Tíðarfarið bjargað miklu. Eg tel að flestum bændum hér um slóðir hafi tek- ist að afla sér nægilegra heyja og fóðurs fyrir veturinn,“ sagði Sigtryggur Vagnsson, bóndi í Hriflu, er hann var inntur eftir heyskap, en undir lok ágúst- mánaðar horfði mjög illa með alla fóðuröflun í Þingeyjarsýsl- um vegna mikils kals í túnum og einnig vegna langvarandi óþurrka í sumar. Sigtryggur sagði aö grænfóður hafi sprottið mjög vel í hinni góðu tíð septembermánaðar og bændur hafi verið að hiröa grænfóður allt til þessa. Einkum væri góð upp- skera af fóðurkáli. Þá heföi náöst að ljúka heyskap en tæpast hafi verið hægt að tala um verulegan þurrk eða samfellda heyskapartíð fyrr en eftir 3. september síðast- liðinn. Vegna mikils kals í túnum leit mjög illa út með sprettu á mörg- um bæjum í Þingeyjarsýslum. Sig- tryggur Vagnsson sagði að í sínu nágrenni hafi flest hinna skemmdu túna náð að gróa nokk- uö upp. Að vísu væri um misjafn- an gróður að ræóa - arfi og aðrar miður góðar gróðurtegundir kæmu upp úr kalsárunum og væru áber- andi fyrst í stað. Flest þessara túna hefðu þó verið slegin nú í haust og með rúllutækninni mætti nýta þetta hey til fóðurs. Gera mætti ráð fyrir að túnin jöfnuðu sig og gréru upp aftur ef ekki yrðu mikil svellalög í vetur sem dræpu hinn nýja gróður. Sáð var í nokkuð af túnum í Hriflu með nýrri raðsán- ingarvél, sem er í umsjá Tilrauna- stöðvar RALA á Möðruvöllum í Hörgárdal og kvað Sigtryggur ár- angurinn nokkuð misjafnan. Sum- staöar hefði sáningin tekið vel við sér en minna komið upp á öðrum svæðum. Mismunandi jarðvegur gæti átt einhvem þátt í því en hafa verði í huga að fullkomin reynsla fáist ekki á einu sumri hvað þetta varðar. Ef raðsáningin takist vel þá sé komin hagkvæm leið til aö ná grasvexti á strik að nýju í kal- skemmdum túnum. Sigtryggur kvaðst ekki vita hvar bændur stæðu hefði þessi góða tíð ekki komið í september- mánuði. „Eg held að margir hefðu þá staðið frammi fyrir fóðurskorti og svo er langvarandi ótíð og að- gerðarleysi af hennar völdum ætíð niðurdrepandi. Þessar haustvikur hafa gert okkur mjög gott,“ sagði Sigtryggur Vagnsson að lokum. ÞI Vetur konungur vakti Norðlendinga í gœrmorgun. Mynd: Robyn. Aðalfundur Útvegsmannafélags Norðurlands: Sjálfsagt og eðlilegt að sækja í Smuguna Norðlenskir útgerðarmenn leggja áherslu á að Smugan sé alþjóðlegt hafsvæði og því se Landsvirkiun: Norðlensku fyrirtækm vilja ótryggt rafmagn Hitaveita Akureyrar, Mjólkur- samlag KEA, Fiskimjölsverk- smiðja Krossaness hf., Víking- brugg hf. og Steinullarverk- smiðjan á Sauðárkróki, eru þau fyrirtæki sem samið hafa við Landsvirkjun um kaup á ótryggðu rafmagni á afsláttar- kjörum. Stjórn Landsvirkjunar sam- þykkti að veita 50% afslátt af verði ótryggðs rafmagns til fiski- mjölsverksmiöja og annars at- viiuiureksturs til að gera slíkum aöilum fjárhagslega kleift að taka upp notkun rafmagns í stað olíu og nemur salan um 60 GWst á ári. Þá hefur að undanfömu staðið yfir markaðsátak með tilliti til um- framrafmagns þess sem er fyrir hendi í raforkukerfi fyrirtækisins. Þannig samþykkti stjórn fyrirtæk- isins á sínum tíma að veita afslátt sem næmi einni krónu á kWst af verði forgangsrafmagns í árlegum rafmagnskaupum, eins og segir í frétt frá Landsvirkjun. Arangur þessarar markaðssóknar er sá að gerðir hafa verið samningar um Krossanesverksmiðjan. sölu á allt að 6 GWst á ári af for- gangsrafmagni með fyrmefndum afslætti, einkum til aðila á sviði ylræktar, fiskvinnslu og mjólkur- vinnslu. Miðað viö núverandi gjaldskrá Landsvirkjunar getur umrætt markaðsátak til þessa aukið tekjur fyrirtækisins um rúmlega 30 millj. á ársgmndvelli. Gert er ráð fyrir að þeim aðilum fari fjölgandi sem leita samninga um kaup á raf- magni meö umræddum afsláttar- kjömm og er einkum horft til fiskimjölsverksmiðja í því efni. KK bæði eðlilcgt og sjálfsagt, ckki síst í Ijósi samdráttar í afla- heimildum á Islandsmiðum, að skipin sæki á þessi mið. Þetta kom fram á aðalfundi Ut- vegsmannafélags Norðurlands á Akureyri sl. mánudag. Töluverðar umræður spunnust um veiðar á fjarlægum hafsvæðum og vom Smugan, Flæmski hatturinn og Rockall-svæöið nefnd í því sam- bandi. Hvað Smuguna og Flæmska hattinn varðaði töldu út- gerðarmennirnir að um væri að ræða hafsvæði þar sem óumdeilt væri að íslensk skip mættu stunda veiðar. Hins vegar þyrfti að fara vel ofan í saumana á rétti Islend- inga til veiða á Rockall-svæðinu. A aðalfundi Utvegsmannafé- lagsins urðu miklar umræður um skerðingu aflaheimilda á yfir- standandi fiskveiðiári, enda mun láta nærri að skerðingin í þorski nemi 24% hjá útgerðarfyrirtækj- um á Norðurlandi. Sverrir Leós- son, formaður Utvegsmannafé- lagsins, segir að meðaltalsskerð- ingin í þorski á togara á Noröur- landi á undanfömum ámm sé um 1150 tonn, sem skjóta má á að þýði um 6 milljarða króna tekju- samdrátt. „Það er hætt við að þessi samdráttur komi einhvers staðar fram,“ sagði Sverrir. Hann nefndi í þessu sambandi að komið hafi greinilega fram á aðalfundin- um á mánudag að raunvaxtastigið í landinu væri aö drepa útgerðina, engin útgerð gæti staðið undir svo fádæma miklum fjármagnskostn- aði. Þá sagði Sverrir að útgerðin leitaði allra leiða til þess að ná niður kostnaði og í því sambandi væri m.a. horft til olíukostnaðar- ins. Memi teldu að með beinum innflutningi samtaka útvegs- manna á olíuvörum fyrir útgerðina mætti spara umtalsverðar upp- hæöir. Stjóm Utvegsmannafélags Norðurlands var endurkjörin. Hana skipa: Sverrir Leósson, Ak- ureyri, Valdimar Kjartansson, Hauganesi, Kristján Asgeirsson, Húsavík, Sveinn Ingólfsson, Skagaströnd, og Svavar Magnús- son, Ólafsfirði. óþh Akureyri: Ekið á gangandi stúlkuígær Fyrstu umferðaróhöppin á þessu hausti sem rekja má til hálku á götum Akureyrar urðu í gær. Ekið var á 14 ára stúlku á Hörgárbraut rétt hjá strætis- vagnabiðstöðinni í brekkunni og var hún flutt með sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahúsið. Lögreglumii var ekki kunnugt um meiðsl stúlkunnar en óhappið mátti rekja til hálkunnar sem var á götum Akureyrar í gærmorgun. Tveir smávægilegir árekstrar uróu að auki í hálkunni í gær og vill lögreglan brýna fyrir öku- mönnum að fara varlega við slíkar aöstæður. A mánudaginn vom þrír öku- menn teknir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ógætilegan akstur. SS Bæjarstjórn Akureyrar: Skiptar skoðanir um Giljahverfi 4 Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær að heimila aug- lýsingu lóða í fjórða áfanga Giljahverfis. A bæjarstjómarfundinum í gær komu fram skiptar skoð- anir um ágæti Giljahverfis sem byggingarsvæðis. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði að staðreyndin væri sú að í þess- um áfanga hvcrfisins væri ekki gert ráð fyrir einbýlishúsum á einni hæð, en það væru einnútt slík hús sem margir spyröu eftir. Gísli Bragi sagðist telja aö slíkt byggingarsvæói yrði aó vera unnt að bjóða upp á og bcnti haiui í því sambandi á svæðið sunnan Hjarðarlundar og ofan Verkmenntaskólans. Heinúr Ingimarsson (G), fomiaður bygginganefndar, tók undir þaó með Gísla Braga að ástæða væri til að fara að huga að byggingu lít- illa cinbýlishúsa á Syðri- Brekkunni. Sigfríóur Þor- steinsdóttir (B) sagði hins veg- ar ckkert vit í því að hlaupa frá hálfbyggðu Giljahverfi og byggja upp nýtt hverfi á Syðri- Brekkunni. óþh Júragarðurinn í Borgarbíói: Aðsókn slær öll raet Stórmyndin Júragarðurinn í leikstjórn Stevens Spielbergs virðist ætla að slá öll aðsóknar- met í Borgarbíói á Akureyri. Eftir að myndin hefur verið sýnd í eina og hálfa viku eru áhorfendur komnir á fimmta þúsund og fyrstu helgina sáu tvö þúsund manns þessa ævintýra- legu mynd, sem er einsdæmi. Jóhann Norðfjörð, sýningar- stjóri Borgarbíós, sagði ljóst að Júragarðurinn væri að fá metað- sókn. Ognareðli dró að sér ríflega fjögur þúsund áhorfendur á helm- ingi lengri tíma og um þrjú þús- und manns sáu Karlakórimi Heklu. Júragarðurimi verður í Borgar- bíói í 1-2 vikur í viðbót en nú verða fleiri myndir teknar með og von er á öðmm stórmyndum, s.s. Sliver með Sharon Stone, Last Action Hero með Arnold Schwarzenegger og I skotlínu með Clint Eastwood. Sem kunnugt er fjallar Júra- garðurinn um risaeðlur og þykja skepnumar einstaklega raunvem- legar og myndin áhrifarík. Jóhann sagði það útbreiddan misskilmng að myndin væri fyrir börn, hún væri mjög ógnvekjandi og krakk- ar allt upp í 13 ára hefðu skjögrað snjóhvítir og skjálfandi út úr saln- um. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.