Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 6. október 1993 IUIlNNING Sverrir Þórisson Fæddur 15. nóvember 1949 - Dáinn 27. september 1993 í dag fer fram frá Glerárkirkju út- för æskuvinar míns, Sverris Þóris- sonar, sem lést að heimili sínu þann 27. september, eftir hetju- íega baráttu við sjúkdóm sem oft- ast sigrar manninn. Sverrir var fæddur þann 15. nóvember 1949 í Klettaborg 3 hér á Akureyri, sonur hjónanna Þóris Bjömssonar og Huldu Stefáns- dóttur, sem lést síðastliðinn vetur. I Klettaborginni ólumst við upp, við vorum nánast jafnaldrar og miklir vinir frá fyrstu tíð. Bemskuárin okkar í IGettaborg- inni vora yndisleg en allt of fljót að líða, þegar litið er til baka. Það var mjög sérstakt að alast þama upp, mátulega mikið út úr en þó í miðri hringiðu mannlífsins. Við strákamir í Klettaborginni voram svolítið sér á báti, þegar óeirðir geisuðu á milli drengja í hverfum bæjarins. Við vorum ekki Þorpar- ar, ekki Eyrarpúkar, ekki Brekk- usniglar og síst af öllu Innbæingar og því var oft erfitt að skipa sér í rétt lið. Það er margs að minnast frá þessum árum. Drengimir vora alltaf að, Ifá morgni til kvölds og fóru oft ansi geyst. Klifruðu í • klöppunum, óðu í Gleránni og fóra eins og hvítur stormsveipur um Gefjunarverksmiðjumar, þar sem feður þeirra unnu. Þeir tefldu oft á tæpasta vað og skildu ekkert í því þegar foreldrar þeirra urðu hræddir um þá. En við skildum það vel nú á seinni árum þegar við drengimir voram sjálfir orðnir feður og rifjuóum upp atburði bemskuáranna. Fyrr en varði urðu drengimir unglingar og mjög góð ár fóra í hönd. Við æfðum sund af miklum krafti, fóram í keppnisferðalög víða um land og leið vel. Það var alltaf nóg að gera og enn fórum við geyst, líkt og forðum. Þegar Gagnfræðaskólanum lauk skildu leiðir um tíma. Dreng- imir voru að verða fullorðnir. Við fórum báðir í siglingar, hvor á sitt skipið, en höfðum samband hvor við annan þegar færi gafst. Sverrir lauk prófi frá Vélskóla Islands og starfaði sem vélstjóri, fyrst til sjós en síðan m.a. hjá Nið- ursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri. Sverrir giftist Kristínu Þórs- dóttur árið 1973 og eignuðust þau þrjú böm, Þór, Rut og Sif. A þessum áram eram við báðir að byggja okkur heimili og búa í haginn fyrir framtíðina. Fjölskyld- ur okkar hittust þegar færi gafst en það var sjaldnar en við hefðum viljað, því ég bjó þá á Þórshöfn og síðan á Kópaskeri. Fyrir þrem árum fluttist fjöl- skylda mín aftur til Akureyrar og urðu þá tengsl fjölskyldna okkar mjög náin. Það var svo síðastliðið haust, þegar Sverrir og fjölskylda hans komu frá Olympíuleikunum í Bar- selónu, þar sem Sverrir fékk að fylgjast með Rut, dóttur sinni, keppa í sundi og verða þjóð sinni til mikils sóm#, sem veikindi hans uppgötvuðust. Þetta vora váleg tíðindi, sem hann tók með æðra- leysi og stillingu. I endaðan nóvember síðastlið- inn fórum við Sverrir austur í As- byrgi, gistum þar tvær nætur og veiddum rjúpur á daginn. Við ræddum mikið um lífið og tilver- una, rifjuðum upp bemsku- og, unglingsárin, ræddum speki Spá- mannsins og reyndum að ráða í ífamtíðina, sem að sjálfsögðu var mjög óljós. Smátt og smátt fóra veikindin að gera meira vart við sig og þurfti Sverrir að ganga í gegnum erfiðar læknismeðferðir, sem ekki bára árangur. Hann vildi vera heima, ekki að liggja á sjúkrahúsi og heima fékk hann mjög góða umönnun, bæði frá Stínu og hjúkranarfræðingunum Elísabetu Hjörleifsdóttur og Sigrúnu Guð- jónsdóttur, sem eiga miklar þakkir skildar. Þetta erfiða ár höfum við hist flesta daga eða talað saman í síma og aldrei var bilbug að finna á vini mínum. En að lokum sigraði dauðinn. Lífshlaupinu var lokið. Sagt er að lífið sé eins og bók. Þær eru misþykkar, sumar era þykkar og torskildar, aórar era ör- þunnar en hnitmiðaðar. Bók Sverris var ekki mjög þykk en göfug. Það kemur til með að myndast stórt tómarúm hjá fjölskyldu minni, nú þegar Sverrir er fallinn frá. Hann er búinn að vera hluti af mér allt mitt líf og nú síðustu mánuði svo ótrúlega sterkur hluti af okkur Herdísi. Alltaf þegar ég kom heim eða þegar Herdís kom heim var spurt: „Hefurðu hitt Sverri og Stínu í dag?“ Elsku Stína mín og bömin, við Herdís og bömin okkar vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum þess að algóður Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Þegar þú erí sorgmœddur, skoðaðu þá aflur huga þim, og þú munt sjá, að þú grœtur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þinn vinur, Tryggvi Aðalsteinsson. Lífið er margbreytilegt og kemur við okkur mennina með margvís- legum hætti. Það kemur í hugann nú, þegar bekkjarbróðir minn Sverrir Þórisson hefur verið kvaddur til lengri ferðar á besta aldri. Við höfðum ekki hist oft síð- ustu 25 árin, við Sverrir, en þegar við hittumgt var eins og tíminn skrúfaðist til baka. Sverrir var allt- af jafn hlýr og einlægur. Alltaf sami glaðlegi, góði drengurinn ffá því í gamla daga. Alltaf jafn strákslegur - einn af þeim sem ekkert breyttist. Argangurinn okkar var mjög samheldur og framkvæmdasamur og hefur nú mörg hin síðari ár not- að hvert tækifæri til að hittast og halda upp á hin ýmsu afmæli. Það hefur sífellt orðið styttra á milli samkoma en því miður verður Sverrir ekki á meðal okkar næst. Þess mun ég sakna. Síðastliðið vor, í maímánuði, héldum við upp á 30 ára ferming- arafmæli okkar. Þá óraði mig ekki fyrir því að það yrði í síðasta skipti sem ég hitti Sverri. Hann brosti sínu hlýja brosi eins og áó- ur, en sorg mátti lesa úr andliti hans, þótt hann reyndi að sýnast glaður. Margt var breytt frá því vorið 1991, er við hittumst á 25 ára gagnfræðaafmæli okkar. Þetta kvöld í vor heilsaði ég einnig upp á konu hans Kristínu og dáðist ég að því að þau skyldu vera með okkur þama, þar sem gleði og glaumur ríkti, en skuggi veikinda hans hvíldi yfir samkom- unni. Mér fannst erfitt aö vera glöð þetta kvöld og ég vildi óska að við Sverrir hefðum getað spjallað lengur saman. Nú geymi ég minningar um góðan dreng og óska honum góðrar ferðar. Missir manna á besta aldri er ætíð harmafregn og vita má Krist- ín, eiginkona hans, böm þeirra, foreldrar systkini og aðrir þeir er voru honum nánir, að til þeirra hugsa margir með samúð og góð- um óskum. í þeim hópi vil ég vera. „Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. “ (Einar. Ben.) Blessuð sé minning Sverris Þórissonar. Gullý Ragnars. „Þegar vinur þinn talar þá andmœlir þú honum óttalaus eða erl honum samþykk- ur afheilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. ERUM FLUTT Lögmannsstofa Ólafs Birgis Árnasonar, hrl. er flutt í Geislagötu 5, 3. hæð (í Búnaðarbankann) Attn bllaða PFAFF saumavél? Viðgerðarmenn frá PFAFF verða á staðnum föstudag kl. 9-18 og laugardag kl. 10-16 og gera við eða yfirfara saumavélina þina samdægurs € KAUPLAND HE Kaupangi v/ Mýrarveg • 600 Akureyri Sími 96-23565 • Fax 96-11829 Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vœnst um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af slétt- unni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar ein- hvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfisk- ar.“ Ur Spámanninum. Þegar góður vinur okkar og fé- lagi er kallaður til starfa í annarri tilvist, þá koma fram í hugann myndir liðinna ára. Við ung og áhyggjulaus og vissum lítið hvað framtíðin bæri í skauti sér, enda óralangur vegur framundan, en drauma áttum við öll, eins og gengur, mismunandi stóra. Sumir rætast en aðrir ekki. En þessi óralangi vegur er ekki alltaf svo óralangur þegar litið er til baka. Vorið 1966 gekk út úr Gagn- fræðaskóla Akureyrar stór og glaðbeittur hópur ungs fólks sem staðráðinn var í því að takast á við tilverana eins og hún var. Eins og gengur þá dreifðist þessi hópur. Margir fóra beint út í atvinnulífið, aðrir héldu áfram námi og enn aðrir stofnuðu fjöl- skyldu, þótt ungir væra. Það voru sterk bönd sem héldu þessum hópi saman. Tilefnin voru mörg til að hittast, þaö vora skóla- afmæli, hópurinn okkar varð fer- tugur og síðast en ekki síst 30 ára fermingarafmæli nú á nýliðnu vori og auðvitað mætti Sverrir. Þessi stóri hópur sem gekk út í vorið 1966 þakkar Sverri, drengn- um með hláturmildu augun, fyrir samferðina. Einhvem tímann og einhvers staðar hittumst við aftur og geram okkur glaðan dag og þá verður ör- ugglega vor. Við sendum eiginkonu og bömum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Félagar úr Gagnfræðaskóla Akureyrar 1966. Góður vinur okkar og félagi, Sverrir Þórisson, er látinn og fer útför hans fram frá Glerárkirkju í dag. Sverrir lést á heimili sínu þann 27. september, eftir harða baráttu vió erfiðan sjúkdóm. Sverrir gekk í Lionsklúbbinn Hæng á Akureyri í byrjun október árið 1990 og starfaði af miklum áhuga í þann allt of stutta tíma sem hann var í okkar félagsskap. Starfið í Lionshreyfingunni átti vel við Sverri og hann lagði sig allan fram. Eftir að sjúkdómsins varð vart fyrir um ári, fór ferðum Sverris á fundi fækkandi en hann var aldrei langt undan og við fé- lagarnir fylgdumst vel með hetju- legri baráttu hans við hinn erfiða sjúkdóm, sem þó sigraði að lok- um. Sverrir fæddist á Akureyri þann 15. nóvember 1949 og hann var því í blóma lífsins þegar kallið kom. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er en þegar ungur maður er kallaður burt frá fjölskyldu og vinum, er ekki laust við að ýmsar spumingar vakni um lífið og til- veruna. Sverrir kvæntist Kristínu Þórs- dóttur árið 1973 og stóð hún sem klettur við hlið manns síns allt til enda, sem og börnin þeirra þrjú, Þór, Rut og Sif. Kæra vinir, við sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og vonum að Guð veiti ykkur styrk í söknuði ykkar. Félagar í Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri. Sameining sveitarfélaga á Norðurlandi eystra: Búið að ákveða átta kymiingarfimdi Umdæmisnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að efna til átta kynningarfunda um og eft- ir mánaðamótin október-nóv- ember. Búið er að ákveða staö og stund fundanna og verða þeir sem hér segir: Lau. 30. okt. kl. 14 - Víkurröst, Dalvík Lau. 30. okt. kl. 14 - Hótel Húsavík Mid 3. nóv. kl. 21 - Mið. 3. nóv. kl. 21 - Lau. 6. nóv. kl. 14 - Lau. 6. nóv. kl. 14 - Sun. 7. nóv. kl. 16 - Sun. 7. nóv. kl. 16 - Laugarborg, Eyjafjarðarsveit Skúlagarður, Öxarfirði Breiðamýri, Reykjadal Hnitbjörg, Raufarhófn Þórsver, Þórshöfn Alþýðuhúsið, Skipag. 14, Akuteyri Að sögn Hjalta Jóhannessonar, starfsmanns umdæmisnefndar, munu fulltrúar nefndarinnar mæta á þessa fundi og leitast við að svara spurningum fundarmanna. Áður en til þessara kynningar- funda kemur mun kynningar- bæklingur um sameiningarmálið berast inn um bréfalúgur allra heimila á Norðurlandi eystra. Sameiningarmálið hefur tölu- vert verið rætt á meðal sveitar- stjórnarmanna á síðustu dögum, enda er gert ráð fyrir að sveitar- stjómir taki málið til tveggja um- ræðna áður en til kosninganna kemur20. nóvembernk. Sameiningarnefnd Héraðs- nefndar Eyjafjarðar hitti fulltrúa í Héraðsráði Eyjafjarðar í síðustu viku og ræddi framhaldið. Einn nefndarmanna, Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjómar Ak- ureyrar, segir að því stefnt að ein- hvern tímann eftir miðjan október verði kallaður saman fundur sveit- arstjórnarmanna þeirra fimmtán sveitarfélaga í Eyjafirði sem um- dæmisnefnd gerir tillögu um að sameinist. óþh „Kaloríutaflan“ - veggspjald fyrir almenning Fyrir nokkru kom út hjá mat- vælatækni, „Kalóríutaflan“, sem er veggspjald fyrir almenn- ing. Spjaldið er kostað að fullu af auglýsendum og er því ókeyp- is til neytenda. Spjaldið hefur að geyma upp- lýsingar um orkuinnihald um 500 algengra matvælategunda. Þannig má lesa úr töflunni kalóríuinni- hald í algengum skammtastærðum og era upplýsingamar því mjög auðlesnar og hagnýtar fyrir þá sem vilja vita hvað þeir era að láta ofan í sig. „Kalóríutöflunni“ hefur nú ver- ið dreift á helstu líkamsræktar- stöðvamar á höfuðborgarsvæðinu og á líkamsræktarstaði og sund- laugar hringinn í kringum landið. Hún er fáanleg hjá útgefanda, Matvælatækni, Lágmúla 5, Reykjavík, meðan upplag, 20.000 eintök, endist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.