Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 6. október 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐURINGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Iðngrein í andarslitrum Skipasmíðastöðvar á íslandi hafa barist fyrir lífi sínu á und- anförnum árum. Fyrir sumum þeirra er baráttan töpuð; þær hafa hætt störfum og umfangsmikill atvinnurekstur horfið af sjónarsviðinu. Aðrar berjast áfram, flestar þó upp á von og óvon þar sem fá verkefni eru í sjónmáli þeim til handa. Þeg- ar um svo mikinn samdrátt í tiltekinni atvinnustarfsemi er að ræða hljóta menn að staldra við og hyggja að hvað valdi - ekki síst vegna þess að heildarfjárfesting landsmanna í skipum var um það bil fimm mUljarðar króna á síðasta ári. En af hverju standa þá margar af skipasmíðastöðvum landsmanna auðar og tómar? Svör við því er að finna í þeim viðskiptaháttum sem tíðkast hafa hér á landi hvað skipaiðn- aðinn varðar á undanförnum árum. í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu rakti Ingólfur Sverrirsson, framkvæmdastjóri Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, ástæður þess að við erum að tapa skipaiðnaðinum úr höndum okkar. Hann segir þar berum orðum að undirboð erlendra skipa- smíðastöðva, sem njóti verulegra ríkisstyrkja í viðkomandi löndum, hafi freistað íslenskra útvegsmanna og skipaeig- enda. Á sama tíma njóti hérlendar skipasmíðastöðvar engr- ar fyrirgreiðslu af opinberri hálfu og því ekki búnar til þess að keppa við hinar erlendu stöðvar þrátt fyrir að þær sýni eins góða og jafnvel meiri framleiðni en gerist hjá sambæri- legum fyrirtækjum annarra þjóða. Óeðlileg afskipti stjórn- valda margra landa og oft á tíðum hreinn fjáaustur í óarð- bær skipaiðnaðarfyrirtæki hafi skekkt alla samkeppnisstöðu og hinn alþjóðlegi markaður sé úr jafnvægi. Þótt íslenskur skipaiðnaður hafi búið við mjög óeðlilegar markaðsaðstæður á undanförnum árum hafa stjórnvöld á hverjum tíma ekkert gert til að rétta hlut hans gagnvart hinni erlendu samkeppni. í stað þess stuðla þau með bein- um hætti að því að flytja skipaiðnaðarverkefni úr landi. Fisk- veiðasjóður tekur aðeins tillit til annars aðilans - það er að segja útgerðarinnar - þegar hann ráðstafar fjármagni til ný- smíði og viðgerða á skipum. Ingólfur Sverrirsson bendir í grein sinni á að í Noregi sé þessu allt öðruvísi farið. Norski fiskveiðisjóðurinn - Statens fiskarbank - hafi mótað þá stefnu að veita ekki lán eða styrki til smíðaframkvæmda ut- an heimalandsins. Þarna er komið að kjarna þessa máls. Ingólfur Sverrirsson segir að með því að taka mið af fleiri atriðum en skammtíma hagsmunum útgerðarinnar, hvað byggingu skipa varðar, megi nýta fjármuni Fiskveiðasjóðs til að efla innlendan iðn- að jafnframt því að byggja og viðhalda skipastóli lands- manna. í þessu sambandi vakna spurningar um hvort nokk- urt samhengi sé með þeim málflutningi að efla verði ís- lenskan iðnað og þeirri stjórnsýslu sem viðhöfð er hvað ráð- stöfun fjármuna til skipaiðnaðar varðar. Svo er ekki og sá tvískinnungur sem ríkir í þessu efni er nú að ganga af gró- inni atvinnugTein dauðri. Því miður hefur íslenskur iðnaður ekki náð að þróast og blómstra í samkeppni við erlenda aðila eins og stefnt var að með inngöngu íslands í EFTA á sínum tíma. Viðskiptahættir annarra þjóða eiga þar nokkurn hlut að máli en við verðum einng að líta í eigin barm. Ef heldur fram sem horfir mun ís- land verða að mestu án iðnaðarstarfsemi innan nokkurra ára. Skipaiðnaðurinn er þar aðeins ein grein af mörgum. Hún virðist vera í andarslitrunum og því kominn tími til að forystumenn þjóðarinnar taki þessi mál til alvarlegrar at- hugunar. ÞI Sameínmg sveitarfélaga - undirbúningi stórlega ábótavant Nokkur umræða hefur orðið um sameiningu sveitarfélaga upp á síðkastið, aðallega hefur sú um- ræða þó verið á vettvangi embætt- ismanna og stjómmálamanna. Það athyglisverða við þessa umræðu er innihaldsleysi umræðunnar. Nýlega var dreift bæklingi frá samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga sem ætlað er það hlutverk að hvetja menn til að greiða atkvæói um mótun síns samfélags. Erfitt er að sjá tilgang með útgáfu bæklingsins annan en þann að tilkynna að samráðs- nefndin sé til og koma á framfæri auglýsingu um kjördag. Þá er og látið að því liggja að meðal aðal- atriða í sameiningarumræðunni sé hvað sveitarstjómarmenn verði margir og hvað króginn eigi að heita eftir sameiningu. Ég sakna upplýsinga um það hvort frum- varp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, um að gera tekju- stofna sveitarfélaga jafn réttháa tekjustofnum ríkisins, verði lagt fram. Þeim er vorkunn sem hafa verið valdir í nefndir til þess að gera tillögur um breytta stjóm- skipan landsins því stjómvöld vantar vilja til að breyta stjóm- kerfinu svo réttlæti, skilvirkni og eða jöfnuður aukist ásamt tiltrú al- mennings á stjórnvöldum. Jafna atkvæðisréttinn og gjörbreyta stjórnskipan ríkisins Við hverjar alþingiskosningar vaknar upp umræða um mismun- andi vægi atkvæða og er það eng- in furóa þegar atkvæði okkar Vestfirðinga hafa margfalt, nærri fjórfalt meira, vægi en atkvæði þeirra sem óhagstæðast vægi hafa. Þetta er gjarnan réttlætt með því að á landsbyggðinni sé erfiðara að hafa áhrif á stjómsýsluna, en það er málinu óviðkomandi. Við sem búum á strjálbýlli hlutum landsins verðum að skilja að við getum ekki krafst óréttlátra kosninga- reglna í sárabætur því að óréttlæt- ið bitnar líka á almenningi á Suð- vesturlandi. Það er staðföst trú mín að jafna eigi atkvæðisréttinn og reyndar gjörbreyta stjómskipan rikisins. Ekki má þó grípa til gamalkunnra ráóa eins og þeirra að fjölga þing- mönnum til að ná jafnræði í þing- mannatölu kjördæmanna. Þing- mönnum á að fækka um leið og kjör þeirra yrðu bætt og liggur því beinast við að fækka þingmönnum í fámennustu kjördæmunum, þá er um leið nauðsynlegt að efla svo nýtt stjómsýslustig að það geti tekið við megninu af þeirri þjón- ustu sem ríkið nú veitir í húsnæð- ismálum, samgöngumálum, um- hverfismálum, heilbrigðismálum og skólamálum. Heiðar Guðbrandsson. Ríkisstofnanir eins og Fast- eignamat, Bmnamálastofnun, Húsnæðisstofnum og Byggða- stofnun verði lagðar niður í núver- andi mynd og málefnum þeirra komið fyrir í nýju stjómsýslustigi sem annað hvort verði stóreflt sveitarstjómarstig, þar sem lág- marks íbúatala yrði miðuö við að minnsta sveitarfélagið veröi aldrei minna en sem nemur tíundahluta þess stærsta, eða stofnað verði til þriðja stjómsýslustigsins. Víðast í Evrópu em stjómsýslustigin þrjú og hefur þaö gefist vel, en það segir ekki að við þurfum að hafa þau þrjú ef við getum fundió aðrar aðferðir sem duga jafn vel eða betur. Spumingar sem mig og marga aðra vantar að fá svör við eru um aðalatriói sem nú brenna á al- menningi þegar landsstjómin virð- ist ráóvillt og rúin trausti nagandi rotvarin kalkúnabein. Sömu annmarkar munu koma í veg fyrir verkefnaflutning Gagnstætt því sem stendur á for- síðu snepilsins sem samráðsnefnd- in lét útbúa er mér eða öðmm ekki gefinn kostur á að segja álit sitt á neinum tillögum á kjörstað 20. nóvember næstkomandi nema þá þeim að strika út línur á landakorti og þá kannski bara af því að það er svo langt síðan þær vom dregn- ar. Mér er meira að segja leyfilegt að kenna mig við Súðavíkurhrepp eftir að búið er að leggja hann nið- ur. Er þörf að stækka öll sveitarfé- lög á landsbyggðinni eða verður því með réttu haldið fram að lítið sé verra en stórt án þess að rök- styðja það frekar, sem reyndar verður erfitt, því svo dæmi sé tek- ið þá geta Súðvíkingar leyst sín sorpmál einir sér ódýrar en, reynslan sýnir að, sum stærri sveitarfélögin geta gert. Skólahald verður ekki ódýrara í Súðavík viö það að sameinast og líklega tekst Súðvíkingum að afla neysluvatns fyrir plássið með minni kostnaði og minna brambolti en sumum stærri sveitarfélögum. Þannig get- ur minni eining sýnt hagkvæmni fram yfir þá stóru þó því verði heldur ekki á móti mælt að til aö sveitarfélögin verði í stakk búin til að taka við megninu af þjónustu ríkisins þá þarf að stækka þau og efla. En tillögur sem sveitarfélaga- nefnd lét frá sér fara em of mót- sagnakenndar til að nokkur mað- ur, sem lagt hefur sig niður við að hugsa um þessi mál, taki þær al- varlega hvað varöar breytta verka- skiptingu á milli ríkis og sveitarfé- laga eða eflingu sveitarstjómar- stigsins þar sem sömu annmarkar munu koma í veg fyrir verkefna- flutning eftir sameiningu sveitar- félaga og standa í veginum nú: Sum sveitarfélögin verða of lítil, stærðarmunur yrði 200-faldur, samkvæmt tillögum Sveitarfélaga- nefndar en mætti varla vera meira en 10-faldur aö mínu áliti. Vara við stórauknum af- skiptum jöfnunarsjóða Umdæmanefnd á Vestfjörðum leggur fram lítt rökstuddar tillög- ur, án samráðs við sveitastjómim- ar, en leggur því meir upp úr því að gera gagnrýnendur tillagnanna tortryggilega áður en tillögurnar eru lagðar fram. Það stendur til að kjósa um það að færa þjónustuna frá fólkinu sem býr á fámennari svæðunum. Beðiö er með tillögur um að leggja niður fámennari skóla. Ætl- ar ríkið einu sinni enn að fela sveitarfélögunum í landinu verk- efni án þess að tekjur til að standa undir kotstnaðinum fylgi með? Væri ekki rétt að kanna vilja kjós- enda til þriðja stjórnsýslustigsins? Umræðan snýst, að því er virð- ist, um aukaatriði tilfinningalegs eðlis og ef spurt er um hverjar hugmyndir séu uppi um nýja verkaskiptingu milli ríkisins og sveitarfélag nna þá eru svörin á þann veg, að litiu eða engu þyrfti að breyta, tii að gera þá verka- skiptingu að veruleika, ööm en verkaskiptalögunum. I lokin vil ég vara menn við til- lögum um að stórauka afskipti jöfnunarsjóða að málefnum sam- félagsins. Reynslan sem við höf- um ætti að veröa okkur víti til vamaðar í þeim efnum. Eólilegast er að tekjujöfnunin eigi sér stað í skattkerfinu en aldrei má ganga svo langt í tekjujöfnun að hag- kvæmni njóti sín ekki og eða óljóst sé hvar fjármálaleg ábyrgð liggi í samfélaginu. Súðavík, 30. september 1993. Heiðar Guðbrandsson. Höfundur er sveitarstjómarmaður í Súðavík. „Láttu skóna ganga aftur“: Vöruhús KEA gengst fyrír skósöfnun - markmiðið að koma notuðum skóm í umferð í einhverju þróunarlandi Á næstu vikum mun Vöruhús KEA gangast fyrir skósöfnun undir nafninu; „Láttu skóna ganga aftur“ í samstarfi við Skóverslun Steinars Waage í Reykjavík. Tilgangur þessarar söfnunar er að gefa fólki tæki- færi að koma notuðum og hall- ærislegum skónum, sem það er löngu hætt að nota, í umferð í einhverju þróunarlandi. Þörfin á skóm er gífurleg í van- þróuðum löndum, bæði getur ver- ið um að ræða skó sem vöm gegn kulda en einnig eru skór mikil- vægir til að vernda fætur gegn sýkingum ýmis konar sem geta verið banvænar þar sem nauðsyn- leg sýklalyf em ekki viö hendina. - Alls kyns skófatnaður kemur til greina, þó er mikil þörf á barna- skóm ýmis konar. Skórnir þurfa ekki að vera óslitnir heldur mega þeir vera í allavega ástandi þar sem fólk í þróunarlöndunum getur gert við skóna á mjög hagkvæm- an hátt. Markmiðið með skósöfnuninni er tvíþætt: Að hjálpa Norðlend- ingum að taka hressilega til í skápunum hjá sér fyrir jólin og að fylla einn gám af skóm frá Eyja- fjarðarsvæðinu og koma því til leiðar að „skómir gangi aftur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.