Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 06.10.1993, Blaðsíða 3
.Miðvikudagur 6. október 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Frumvarp til fjárlaga 1994 Fréttir úr ljárlaga- frumvarpi Rekstiarframlag til Háskólans á Akureyri liækkar um 6,7 milljónir milli ára og verður 150 milljónir árið 1994. Raunhækk- un er þó meiri þar sem leigu- greiðslur falla niður með til- komu eigin húsnæðis skólans. Hækkun rekstrargjalda er vegna nýrrar kennaradeildar, aukins kostnaðar vegna rannsókn- arstarfa og aukiima útgjalda við rekstur skrifstofu. I fjáilaga- frumvarpinu segir að miðaö sé við að jafnvægi verði komið á rekstur skólans skólaárið 1995- 1996. Framlag til stofnkostnaðar og viðhalds verður á næsta ári 15. mkr. Framlag til Myndlistarskólans í Reykjavík er óbreytt milli ára en hækkar til Myndlistar- skólans á Akureyri um tvær miiljónir króna vegna nýrrar grafikdeildar. Gcrt er ráð fyrir 100 milljón lítra greiðslumaiki í mjólk- urframleiðslunni á næsta ári, líkt og í ár. Beinar greiðslur til bænda eru áællaðar 2.460 millj- ónir króna vegna tólf mánaða samanborið við 2.446 milljóna króna framlags á yfirstandandi ári vegna ellefu mánaða tíma- bils. Til eldis sjáva p'k- issjóður á ik 9 milljónum. Þetta er ra .ar- verkefni semhófst áiið 1991 og er áformað að standi í alls sex ár. Hér er um að ræða tilraunir með lúðuklak hjá Fiskeldi Eyja- fjarðar og að Stað í Grindavík en á Dalvík fara fram klaktil- raunir á lúðu, þorski og hlýra. Það er samstarfsverkefn: ■ , styrkt er af Norræna iðþróuuar- sjóðnum. Kuimgerð em í fjárlagafrum- varpinu áform í dómsmála- ráðuneytinu um sameiningu héraðsdómanna á Norðurlandi í einn, Hétaðsdóm Norðurlands, sem staðsettur yrði á Akureyri. Jafnframt að bætt verði við störfum við dóminn. Héraðs- dómur Norðurlands lær sam- kvæmt frumvarpinu 27 milljón- ir á næsta ári. Meðal þeina sýslumamis- embælta sem lögð verða niður um áramót er embættið í Ólafsfirði. Það verður samemað embættinu á Akureyri. Saman- burður á kostnaði á hvem íbúa sýnir, skv. fjárlagafrumvarpinu, að hann lækkar við þessa breyt- ingu um 300 kr. á hvem íbúa. Sú stefna er uppi hvað sjúkra- húsin varöar að halda því sem næst óbreyttri staifsemi á þeim sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akureyri sem reka fjöl- þælta starfsemi. Fjórðungs- sjúkraliúsinu á Akureyri er þannig hlíft við lækkun á fram- lagi til sjúkrastofnana á lands- byggðimii en henni er skipt milli annarra sjúkrahúsa utau Reykjavíkur. JÓH „Dagskrárstríð“ á Akureyri: Iifsmark kviknar í kvöld - POB hellir sér út í samkeppnina Það er skammt stórra högga á milli á Akureyri. Fyrst var það flatbökustríð hjá veitingahúsum og nú er að hefjast dagskrár- stríð hjá prentsmiðjum. Ako- plast/POB hf. er að hefja útgáfu á nýrri sjónvarpsdagskrá eða vikubiaði með auglýsingum og lesefni og lítur fyrsta eintakið dagsins ljós í kvöld. Að sögn Eyþórs Jósepssonar, sölustjóra hjá Ako-plasti/POB, heitir afkvæmið Lífsmark og er í rauninni vikublað. Ritstjóri er Þröstur Haraldsson og auglýs- ingastjóri Valdimar Grímsson. Blaðinu verður dreift á Akureyri á miðvikudagskvöldum og á fimmtudögum fer það til Dalvík- ur, Ólafsfjarðar, Grenivíkur og í Eyjafjarðarsveit og stefnan hefur Pizza 67 kannar opnun pizza-staðar áAkureyri Guðjón Gísluson, einn forráða- manna Pizza 67 í Reykjavík, staðfestir að unnið sé að athug- un á því að opna veitingastað í nafni Pizza 67 á Akureyri. Guðjón sagði að memi norðan heiða hafi sýnt áliuga á samstarfi við Pizza 67 um að opna veitinga- stað í nafni Pizza 67 á Akureyri. Málinu hafi verið vel tekið og nú sé verið að kanna ýmislegt í sam- bandi við opnun staðarins, þar á meðal húsnæðismál, en m.a. hafi verið skoðað húsnæöi við Glerár- götu. Ef af opnun staðarins ver> ur sagði Guðjón að áhersla yröi lögð á pizzur, bæði væri hug- myndin að hafa heimsendingu og einnig að bjóða upp á þær í veit- ingasal. Eiimig sagði hann að aðr- ir réttir yröu á boðstólum. Guðjón sagði að þrátt fyrir harðan slag á pizza- markaðnum á Akureyri væri engin ástæða til að leggja niður vopnin. Forráðamenn Pizza 67 væru sannfæröir um að þeir gætu boðið upp á betri vöru en aðrir, botnarnir væru matar- meiri og meira sett á pizzumar en samkeppnisaðilarnir gerðu. Góðar viðtökur á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Akranesi staðfestu að pizzurnar frá Pizza 67 ættu fullt erindi á pizza-markaðinn á Akur- eyri. Eins og fram hefur komið í Degi er hafið mikið verðstríð á pizza-markaðnum á Akureyri. Pizza 99 opnaði í síðustu viku og bauð lægra verð en þeir staðir sem fyrir vom. I kjölfarið lækkaöi Greifimi verð á sínum pizzum niður fyrir verð Pizza 99 og fleiri pizzu-salar lækkuðu einnig verð á pizzunum. óþh Sonja Sveins- : dóttír til Ólafsíjarðar Sonja Sveinsdóttir hefur tekið við starfi hjúkrunarforstjóra á Horn- brekku í Ólafsfirði. Sonja er hjúkrunarfræðingur að mennt og auk þess hefur hún viðbótamám í stjómun og fjölskyldumeðferð. Sonja vann á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri í 12 ár og sl. vetur starfaði hún á sjúkrahúsi á Grænlandi. Múli í Ólafsfirði greindi frá þessu. veriö sett austur til Húsavíkur. Fyrsta Lífsmarkið verður 32 síður og upplagið 8.000 eintök. „Þetta er ekki sjónvarpsdagskrá þó ég búist við aö við verðum í samkeppni á þeim markaði," sagði Eyþór og vísar þar til þess að fyrir em á Akureyri þrjár sjónvarps- dagskrár sem byggja á auglýsing- um og Asprent, Petit og Gagn og gaman gefa út. „Við getum boðið upp á mjög mikla litamöguleika, helmingurinn verður í fjórlit og hinn helmingurinn í tvílit. Við- tökumar hafa verið mjög góðar og ég reikna með að þessi nýi fjöl- miðill eigi eftir að festa sig í sessi,“ sagði Eyþór. Meðal efnis í Lífsmarki má nefna íþróttir, neytendamál, vísur, ættfræði, pistil frá lesendum, um- fjöllun um það sem er á seyði hverju sinni, sjónvarpsdagskrá og jafnvel fréttaskýringar. Eyþór sagði að þessir efnisflokkar yrðu ekki allir í hverju blaði en áhersla yrði lögð á að gera Lífsmark að lifandi og skemmtilegu blaði. SS Háskólinn á Akureyri HÁSKáUNIM ItðlÍð - Endurreisnartíminn 1400-1600 - Listasaga, hugmyndasaga og samfélagsgerð Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í heim endurreisnarinnar á (talíu og þýðingu hennar fyrir okk- ar samtíð. Efnið er endurreisnartíminn á Ítalíu 1400- 1600. Fjallað verður um tengsl formgerðar í myndlist °g byggingarlist við samfélagsgerð og hugmyndasögu. Hugmyndaheimur endurreisnarinnar og 20. öldin borin saman. Leiðbeinandi: Ólafur Gíslason, blaðamaður og list- gagnrýnandi. Tími og verð: Laugardagur 23.. október og 30. okt- óber kl. 10.00-17.00. Þátttökugjald er kr. 8.000. Staður: Háskólinn á Akureyri v/Þingvallastræti. Þátttakendum gefst kostur á að kaupa lesefni tengt námskeiðinu, óski þeir þess. Efnið er bæði hægt að kaupa fyrirfram í afgreiðslu skólans við Þingvallastræti (kl. 09-14) eða á staðnum. Skráning fer fram í síma 11770 til og með 19. okt- óber kl. 09.00-14.00. Nánari upplýsingar eru veittar í sama síma eða í síma 11780 hjá endurmenntunar- nefnd. Námskeiðið íslenska fyrir útlendinga hefst þriðjudag- inn 12. október í húsnæði skólans við Þingvallastræti kl. 20.00. Kennt verður í stofu 16. Enn er hægt að bæta við nokkrum þátttakendum. Skráning fer fram í síma 11770 kl. 09.00-14.00. í’ ERTU A LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR í vetur höldum við upp á 30 ára afmæli okkar og bjóðum Norðlendingum af þvi tilefni gistingu á afbragðs kjörum. Stutt er í óperuna, sinfóníuna, leikhúsin, kvik- myndahúsin, barina, kaffihúsin og veitingahúsin frá HÓTEL ÓÐINSVÉ Ferðir til og frá flugvellinum eru á okkar vegum. BSR sér um flutninginn. Við ætlum að sjá til þess að þið hafið það svo notalegt meðan á dvölinni stendur, að Hótel Óðinsvé verði umtalað í bænum. Hafið samband og kannið málið, síminn er 91-25640 ÓÐINSVÉ • í 30 ÁR •

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.