Dagur - 15.10.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 15.10.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. október 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERD M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMK'VÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sumir eru jafnari en aðrir Jafnaðarhyggjan er sterk í okkur íslendingum. Við er- um fámenn þjóð, lítil fjölskylda á sögufrægri eyju í Atlantshafi og við viljum að þegnarnir búi við sem jöfnust kjör. Þó hafa sumir ávallt verið jafnari en aðrir og vissulega er ekki óréttmætt að menn uppskeri eins og þeir sá. Þegar árferði er erfitt og uppskeru- brestur bitnar á almenningi er hins vegar með öllu ótækt og siðlaust að útvaldir menn dragi til sín korn af minnkandi forða þegnanna til að halda sínum birgðum óskertum. Á þrengingartímum verða allir að leggja sitt af mörkum til að vinna þjóðina út úr vandanum. Viðlíka orð höfum við oft heyrt hrjóta af vörum ráðamanna en þessi söngur jafnaðar og samkenndar verður alltaf rammfalskur þegar ráðherrar, embættismenn og for- stjórar halda áfram að velta sér upp úr fríðindum og hlunnindum á kostnað almennings. í þessu sambandi nægir að tala um launakjör hæstaréttardómara, bíla- fríðindi Seðlabankastjóra og biðlaun ráðherra og ann- arra toppa í þjóðfélaginu. Það vekur ekki síst athygli að annálaðir „jafnaðarmenn" verða skyndilega mun jafnari en almenningur þegar þeir setjast í ráðherra- eða bankastjórastóla. Sultarólarsöngur þessara manna verður aldrei trúverðugur. Fjölmiðlar hafa brugðist rétt við með því að fjalla ít arlega um taktlaus fríðindi forréttindahópanna og er vonandi að þeir haldi áfram á sömu braut. Spillingin verður aldrei upprætt nema hún sé gerð opinber. Skattborgararnir eiga fullan rétt á því að vita hvernig peningum þeirra er varið. Þjóðin á heimtingu á því að forréttindahópar bruðli ekki með almannafé. Því miður virðast þessar umræður um siðlaus fríð- indi og bruðl aðeins vera loftbólur sem fjölmiðlar blása upp með vissu millibili og síðan springa þær og gagnrýnin fjarar út. Þjóðin á langt í land með að til- einka sér raunverulega jafnaðarhyggju. Þeir sem krækja í feita bita vilja ekki sleppa þeim. Einstak- lingshyggjan brýnir menn til að ota sínum tota og kerfið leggur blessun sína yfir siðleysið. Forréttinda- hópar skýla sér bak við lög, en það er ekki bara kerfið sem er rotið heldur einstaklingarnir líka. Siðferðisvit- und þeirra er æði bágborin. Það er engum vafa undirorpið að íslendingar sóa miklum fjármunum í uppsprengd laun fyrirmanna og alls kyns hlunnindi, vinargreiða og fjáraustur úr opin- berum sjóðum. Meðan almenningur tekur á sig aukn- ar byrðar og lepur dauðann úr skel halda fyrirmenn- irnir áfram að stíga dans kringum gullkálfinn í must- eri Mammons. Launamisréttið eykst frekar en hitt og þessi gegndarlausa sóun er plága í flestum stöndug- ari ríkjum heims, eða hvaða vitglóra er í því að for- stjórar, kvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og poppgoð í hinum stóra heimi hali inn laun sem nema hundruð milljónum og allt upp í nokkra milljarða íslenskra króna á ári? Hverslags siðblinda er þetta? Hvaðan koma þessir peningar? Hver er að tala um fátækt? Þótt launakjör á íslandi snúist ekki um svona stjarn- fræðilegar tölur eru grunnþættir misréttisins af sama meiði og auðhyggjan löngu búin að gera okkur að öp- um. SS Lifandi lömbin Á baksíðu Dags þann 30. september síðastliðinn var fyrirferðarmikil frétt um lifandi lömb Kára Þorgrimsson- ar í Garði í Mývatnssveit. Þar vai' Kári bóndi heldur að væla undan þeini stöðu sem hann nú er í: eini sauöfjárbóndimi í landinu sem fjöl- miðlum hefur fundist ástæóa til aó fjalla um; eins konar gælufrcttaefni sjónvaipsstöðvanna og stóni dag- blaðanna og efni í leiðara þeiira. Mafíósar í bændastétt Þessi umfjöllun virðist hafa stigið Kára bónda allnokkuð til höfuös og finnst honum nú sem hami geti farið að segja öllum öðrum bændum í landinu til. Sérlega þeirn sem hami kallar stórbændur, þeir cni mafíósar ásamt bændaforystumii, að honum finnst. Nú vill svo einkennilega til aó aðalforystumaðurimi, Haukur Hail- dórsson, og Kári í Garði eru skoð- anabræður. „Yfir-maíiósinn“ og Kári eru sammála um að sauðfjár- búskap skuli stunda á smáum búum meó amiani viimu, til dæmis vöru- bílaakstri, til þess að framfleyta kjötframleiðslunni. Þeir sem hingað til hafa lifaö á sauófjárbúskap eru mafíósai', að mati Kára. Eg vissi ekki fyrr aó heimilisfólk mitt væri það og margir fleiri Bárðdælir: í Svartárkoti, Víðikeri, Stóiutungu, Mýri og Lundarbrekku og á lleiri bæjum. Svona er maður nú ókunn- ugur í simú sveit! Mafíósar hjá K.Þ. Nú svo eru það þeir sem stjóma sláturhúsi Kaupféíags Þingeyinga. Þeir eru líka mafíósar að mati Kára, en að okkar mati em þeir bara venjulegir stjómendur sem hafa fjámiálavit. Það hlýtur að skipta öllu máli að sláturhús K.Þ. sé rekið með hagnaði. Það er staóreynd að bændur geta fengið heimaslátrunar- fé sínu fargað á lægra veröi en sölu- fé, fyrir því ern ríkar ástæður. Það getur því ekki talist eólilegt aö sá sem hefur óhefta framleiðslu, og selur kjöt sitt á mai'kaðstorgi höfuó- borgarinnar í beimti samkeppni vió kjötsölu K.Þ. og annarra sláturleyf- ishafa, fái ódýrari slátmn en þeir bændur sem framleiða innan bú- vömsanmingsins. Dilkakjöt sem útflutningsvara Ennfremur ætlar K.Þ. aö farga fyrir bændur gegn lægra gjaldi því fé sem fer til útfiutnings. Kári telur aö fyrir það fé fáist smánarverö og talar um lög í því sambandi. Þetta þykir mér afar merkilegt, að maðurinn sem ekki vill hlíta sannúngi bænda viö ríkiö, vilji eða haldi að einhver laga- setning mundi hækka verðið á út- flutningi. Ég vil bjóða Kára bónda vclkom- imi í þann hóp bænda, er hyggst afla þjóðinni gjaldeyris og vinnu með Jón Aðalsteinn Hcrniannsson. framleiðslu og útflutningi á dilka- kjöti. Þeir bændur sem það gera em að ryðja leiðina, opna möguleika sem seinna meir geta skipt öllu máli. Þama eru lægii sláturlaun okkur mjög mikilvæg, og eiimiitt nú er staöa bænda góð til að láta kjöt í útflutning, sem gefur þó lítið þetta árið, vegna meiri vænleika sauðfjár í haust en nokkur gat búist við. Ráðunautarnir og sjálfstraustið Kári talar mður til þeirra bænda, sem nota sér ráðunautaþjónustu viö ræktun á sauðfé sínu. Aratugum sarnan hafa ráðunautar Búnaöar- sambands Suður-Þingeyinga, þeir Skapti Benediktsson og Ari Teits- son, veitt okkur lið og nú síðast með nýju tæki Omsjá sem veldur í raun byltingu í vali lífhrúta. Alltaf höfurn við valió í þá átt að aukið kjötmagn væri á móti beinum og nú síðasta áratugiim ræktað fyrir miimi fitu. Hvemig sem á því stendur þá reynd- ust aðeins þrír dilkar af 474 frá Hlíðskógum vera of fcitir (C-flokk- ur). Ég skal auðvitað yiöurkeima að það að nýta sér þjónustu ráðunauta bendirtil viss skoits á sjálfstrausti. Til glöggvunar skal tekið fram að þessi sífelda barátta við að auka kjötmagn skilar sér beint til neyt- enda en skiptir katmski bændur nútma máli, nema ef vera skyldi aö ræktumn opnaói okkur erlendan gæðamarkað. Gæðamarkaður er sá eim markaður sem á aö koma til greina fyrir framleiðslu okkar. Is- lenskt dilkakjöt á ekki að bjóöa nema sem vöiti í hæsta gæðaflokki, dýra og ómengaða, lausa viö horm- óna og/eða sýklalyf. Stórbændum fækkar Nú er þaö auðvitað staðreynd aó fáir eða engir bændur eru ánægðir með þaim búvörusanming sem í gildi er nú um tírna, hvaö sem nú hægt cr að segja um stórbænduma. Það er mjög greiiúlegt að mat maiuia á því hvaó em stórbændur er mjög misjafnt, en ég fullyrði að Kári getur veriö ánægður, þeir veröa mjög fáir eftir þegar 9% viðbótarskerðingin geng- ur í gildi á næsta ári. Niðurgreiðslur á landbúnaðaraf- urðum eru ekkeit séríslenskt fyrir- bæri, heldur eittlivað sem er alls staðar í gangi í okkar heimshluta. Vextir eru til dæmis mðurgreiddir, hvaö þá annað, og svokallaöar „grænar“ greiðslur. Eg býst við aö greiðslur eins og hjá Evrópubanda- laginu, sem greiðir á ásetta gripi en ekki framleiðsluna, verki sem hvati á að hver gripur skili sem mestum afurðum. Skerðing samkvæmt samningi Hins vegar eru Islendingar á undan öðnim þjóóum að hætta með mður- greiðslur á útflutning. Sú skeröing sem yfir okkur gengur er samkvæmt sannúngi, en við geró sanmingsins hafa memi trúlega ekki gengið út frá þeirri þjóðfélagsmynd sem við bú- um nú við. Þá var geit ráð fyrir aö búskapur gæti þróast á hverri jörð. Hvaö gerist? Aukið atvinnuleysi gerir það að verkum aó hversu mik- iö sem búin minnka, virðist fólk samt ætla að halda áfrarn búskap á jörðunum vegna þess að ekkeit virðist aimað geta tekið viö. Þama hafa aðstæður breyst en ekki bú- vörusamningurinn. Tilraunabóndinn Til að taka af öll tvímæli þá er ég andvígur þeirri skoðun Hauks Hall- dórssonar og Kára í Garói að sauð- fjárbúskap beri að stunda á framfæri amiarra starfa. Ég trúi ekki að í þeim búskap sé okkar framtíð. Ég neita að tnía því að sauðfjárbúskap- ur verði ekki atvinnugrein á Islandi framtíðariimai'. Ég vil taka þaó fram að ég öf- unda Kára ekkeit af athygli fjöl- miðlanna, sem er tilkonún vegna leyfis þess sem Halldór Blöndal landbúnaðan'áöheiTa veitti Kára haustið 1992, aö framleiða óheft dilkakjöt án beingreiðslna. Ég lít svo á að landbúnaðiTáðuneytið hafi Kára sem eins konar tilraunabónda, vilji sjá hvað gerist, vilji sjá hvað hann verður stór. Slæmt fordæmi Nú þykir mér að þama hafi verið gefið slæmt fordænú. Almenningur gctur aldrei þolað að notkun lands- ins tú beitar verði óheft og stjóm- laus. Ég vil ekki aó upprekstur Mý- vetninga á afrétt sína verói frétta- og myndefm sjónvarpsstöðvamia næstu vorin eins og verið hefur síöastliðin tvö vor. Við skulum atliuga aö alltaf em fleiri og fleii'i sem hafa áliuga á umhverfi sínu og okkar. Ég tiúi því að vel flestum þyki þaö falleg sjón aö sjá sauófé á beit í á vel grónu landi. Jón Aðalsteinn Hermannsson. Höfundur er þátttakandi í sauðfjárbúskap á Hlíð- skógum. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar: Svavar Ottesen endurkjörinn fomiaður Aðalfundur Framsóknarfclags Akureyrar var haldinn nýlega. Fundurinn var mjög fjölsóttur og mikill hugur í fundarmönn- um að vinna vel að undirbún- ingi sveitarstjórnarkosning- anna, sem fram fara á næsta ári. Svavar Ottesen var cndur- kjörinn formaður félagsins og aðrir í stjórn eru þau Valgerður Jónsdóttir, Sigurlaug Þ. Gunn- arsdóttir, Einar Hjartarson og Einar Sveinn Olafsson. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa var undirbúningur sveitar- stjómarkosninga á komandi vori aðalumræðuefni fundarins auk þess sem sameiningarmál svcitar- félagá voru nokkuð reifuð. Kosnir voru fulltrúar á kjör- dæmisþing framsóknarmanna, sem fer frarn nk. laugardag að Stórutjörnum í S.-Þing. Jóhamies Geir Sigurgeirsson, alþingismaður, mætti á fundinn og ræddi þar meðal annars um störl' Alþingis í þingbyrjun og kymiti þingsályktunartillögu sem hami hefur lagt fram ásarnt Finiú Ing- ólfssyni um að skipuð verði nefnd til að kamia kosti og galla þess að gcra landið að einu kjördæmi í al- þingiskosningum. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.