Dagur - 15.10.1993, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 15. október 1993
Þýskir dagar á Bautanum
Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld er boðið upp á
fjölbreytt hlaðborð þýskra rétta. Verð kr. 1.290.
Aðra daga er boðið upp á fjölbreyttan þýskan matseðil.
Tekjur „loðnubæjanna“ aukast umtalsvert
vegna mikils loðnuafla:
í hlut sveitarsjóðs Raufar-
hafnar koma 9 miUjónir
- á móti 3 milljónum á sl. ári
Umtalsverð tekjuaukning hefur
orðið í sumar og haust hjá þeim
sveitarfélögum þar scm loðnu-
bræðslur cru og gctur hún num-
ið um 150 til 160 krónum á
tonnið. I>að byggist á auknum
tckjum hafnarsjóða vegna hafn-
argjalda og vatnsskatts en
þriðji þátturinn, og kannski
ckki sá minnsti, cru vaxandi út-
svarstckjur af starfsmönnum
vcrksmiðjanna vegna meiri
tekna og cr munurinn í mörg-
um tilfcllum vcrulegur.
Aöur fyrr höfðu sveitarfélögin
eimiig tekjur af aukinni starfsemi í
formi aðstöðugjalds en það hefur
nú verið lagt af. Það breytir því
Húsavík:
Fljúgandi hálka
- bílvelta á Tjörnesi
Jcppi valt á Tjörnesi síðdegis á
miðvikudag. Engin slys urðu á
fólki og bflinn er ckki talinn
mikið skcmmdur. Hálka var á
veginuni þar sem óhappið átti
sér stað.
Mikil hálka var á götum Húsa-
víkurbæjar í gær en lögrcglunni
var ekki kunnugt um óhöpp í um-
ferðinni. Ortröð var við dekkja-
verkstæði, en að sögn lögreglu
fóru ökumenn mjög varlega í urn-
ferðinni. IM
Byggðastofmm:
Hlutabréf í fyrir-
tækjum til sölu
Ilyggðastofnun mun nú um
hclgina auglýsa tU sölu hlutafé
stofnunarinnar í nokkrum fyrir-
tækjum. Samtals cr um að ræða
rúmlcga 100 milljóna króna
hlutabréf.
Boðið er hlutíifé í 9 fyrirtækj-
um og verður þaö selt ef viðun-
andi verð fæst að mati stjórnar
stofnunarinnar.
Þrjú af þcssum fyrirtækjum eru
á Norðurlandi. Boðinn cr 15,5
milljóna króna hlutur í Fiskeldi
Eyjafjarðar, 8 milljóna króna hlut-
ur í Foldu hf. á Akureyri og 25
milljóna króna lilutur í Silfur-
stjörnuhni hf. í Oxarfirði. Síðast-
nefndi hluturinn er stærsti einstaki
lúuturinn sem Byggðastofnun
býður. JÓH
VEÐRIÐ
Áfram verður kalt í veðri um
land allt en á laugardag mun
hlýna í veðri, tímabundið. Á
miðunum fyrir Norðurlandi
verður norðlæg átt en annars
gola eða kaldi. Fremur hæg,
breytileg átt verður í dag á
Norðvesturlandi og léttskýj-
að. Á Noróausturlandi veróur
éljagangur víða með morgn-
inum en síðan verður skýjað
með köflum, eða léttskýjað.
hins vegar ekki að tekjur sveitar-
sjóðs, eins og t.d. Raufarhafnar,
hafa aukist verulega umfram þaö
sem var á sama tíma fyrir ári. A
Raufarhöfn hefur verið landað 56
þúsund tonnum og tekjur sveitar-
sjóðs samkvæmt áðurnefndri
þumalputtareglu um 9,0 milljónir
króna. Tekjur Siglufjarðarkaup-
staðar eru samkvæmt þessari reglu
nú 13 milljónir, Akureyrarbæjar
vegna Krossanesverksmiðjunnar
3.5 milljónir og Þórshafnarhrepps
5.5 milljónir. Á sama tíma í fyrra
höfðu 17 þúsund tonn borist til
Raufarhafnar sem hafa gefið
sveitarsjóði samkvæmt núgengi
tæpar 3 milljónir króna; Siglufirði
5 milljónir; Ákureyri 1,5 milljónir
og Þórshöfn aðeins liðlega eina
milljón.
Guðmundur Guðmundsson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, segir
þetta miima á hvað þessi sveitar-
félög búi við sveiflukennda tekju-
stofna en þetta komi sér vel nú á
tímum samdráttar í sjávarútvegi
vegna minnkandi bolfiskafla. GG
Súlan landaði í Krossanesi í gær um 700 tonnum, en um sl. helgi landaði
Albert í Krossancsi. Bræðsia hófst í gærkvöld. Mynd: Robyn
Sameining sveitarfélaga:
Atkvæða-
greiðsla utan
kjörstaða hefst
25. október
Utankjörstaðaatkvæðagi'ciðsla
vegna kosninganna um sam-
einingu sveitarfélaga hefst
25. októbcr nk., cn sjálf
kosningin fer fram 20. nóv-
embcr í flcstöllum sveitarfé-
Iögum landsins.
Kjörskrá vegna kosning-
aima mun liggja frammi frá 27.
október og verður kærufrestur
til viðkomandi sveitarstjómar
til ó.nóvember.
Samkvæmt upplýsingum
Sesselju Ámadóttur í félags-
málaráóuneytinu verður nú í
fyrsta skipti kosið eftir lögum
um kosningu til Alþingis, sem
tóku gildi síðla árs 1991. í
þeim eru nokkur ný ákvæði.
Þar á meðal er ákvæði um að
kjörfundi skuli lokió eigi síðar
en kl. 22 á kjördag. Hhis vegar
er kjörstjómum heimilt að
slíta kjörfundi l'yrr ef ástæða
þykir til. Atkvæði í hverju
sveitarfélagi verða talin sér
cins og um sveitarstjómarkosn-
ingar væri að ræða. óþh
Skagstrendingur hf.:
Hefldartap 187 mflljónir fyrstu 9 mánuðina
- þar af 172 millj. kr. gengistap
Tap af rcglulegri starfsemi
Skagstrendings hf. á Skaga-
strönd fyrstu 9 mánuði ársins
voru 15 millj. kr., en gengistap
var 172 milljónir. Þessar tölur
lækka væntanlcga citthvað í lok
ársins, að sögn Svcins Ingólfs-
sonar, framkvæmdastjóra
Skagstrcndings, en fyrstu 4
mánuðir ársins voru fyrirtæk-
inu þungir í skauti vcgna lélegr-
ar veiði og lagfæringa á nýja
frystitogaranum, Arnari HU-1.
Talsvcrðar aðhaldsaðgerðir cru
í gangi hjá fyrirtækinu.
Sveinn segir að gera mcgi ráð
fyrir að tap af reglulegri starfsemi
verði 10 milljómr í árslok, en á ár-
inu 1992 nam það 38 millj. kr.
Gera má ráð fyrir að niðurstaða
ársins verói um 170 millj. kr.
gengistap, að sögn Sveins. Þess
ber þó að geta að þar er um að
ræða langtímalán, allt upp í 18 ár.
Gengistapið er mun meira cn áætl-
aö var og það eina sem kemur á
óvart í niðurstöðum fyrstu 9 mán-
aðanna, að sögn Sveins.
Rekstrartekjur fyrstu 9 mánuð-
ina voru 817 milljónir, sem er
42,8% hækkun milli ára. Hagnað-
ur fyrir afskriftir og fjármagns-
kostnaö nam 236 millj. kr. og af-
skriftir námu 177 milljónum. Af-
skriftir eru mjög háar og skýrast
að miklum hluta af afskriflum
veiðiréttinda sem Skagstrendingur
hefur keypt á undanfömum árum.
Aó sögn Sveins verður þessum af-
skriftum nánast lokið eftir tvö ár.
Eigið fé nam 395 millj. og eigin-
fjárhlutfall 18,3%, en veltufjár-
hlutfall 1,30, sem er mjög gott
hlutfall að sögn Sveins. Það var
1,68 í lok síðasta ;írs. Næsta ár
veröur erfilt, en ckki óyfirstígan-
lega, að sögn Sveins, m.a. vegna
þess að Fiskvciðisjóður frestar af-
borgunum og það léttir grcióslu-
byróina. Áætlamr gera ráð l’yrir 30
millj. kr. hagnaði árið 1995 og 80
milljónum árið 1996.
Gripió hefur verið til strangra
aðhaldsaðgeröa hjá fyrirtækinu,
sem m.a. felast í því að yfirborg-
anir til starfsfólks luifa verið tekn-
ar af, innkaup verið endurskoðuð,
birgðir mimikaðar og ekki var ráó-
ið í starf útgerðarstjóra þegar hann
lét af störl'um í sumar. Engar upp-
Tilraunaútflutnmgur að
hefjast á irnnu lambakjöti
Útflutningsmögulcikar á laniba-
kjöti gætu vcrið að aukast því
fyrirtækið Catco í Reykjavík
mun innan tíðar scnda prufu-
scndingu af fullunninni kjöt-
vöru úr lambakjöti á markað í
Bandaríkjunum. I>arna er um
tilraunasendingu að ræða cn að-
stcndcndur fyrirtækisins hafa
unnið að undirbúningi þessa út-
flutnings í tvö ár.
Tómas Ragnarsson, hjá Catco,
sagði í samtali viö Dag að hér
væri um fullumia vöru að ræöa
scm færi bcint á neytendamarkaó.
Kjötið væri unnió samkvæmt
þeim stöólum sem kaupandimi
gerði kröfur um. Það væri sérstak-
lega skorið og til að byrja með
yrði allt að 65% af hverjum kjöt-
skrokki nýtt til þessarar vinnslu
eða allir hlutar skrokksins nema
framparturinn. Ef útflutmngurinn
gengi vel þá væri ætlunin að vimta
alla hluta hans í neytendaumbúðir
samkvæmt umbeðnum stöðlum í
framtíðinni. Tómas sagði aó
væntanlegir kaupendur gcróu
ákveðnar kröfur og þeim yrði að
fylgja mjög nákvæmlega ef takast
eigi að selja á þennann markað til
frambúðar.
Ef þcssi kjötsending líkar vel
þá er ætlunin, að sögn Tómasar
Ragnarssonar, að um vaxandi út-
flutning verði að ræða á næstunni.
ÞI
sagnir hafa vcriö vegna aðhalds-
aðgcröanna. Sveinn sagði að
áhafnir skipiuuia hefðu sýnt góðan
skilning á aðgerðunúm og bent
stjórn fyrirtækisins á margt sem
bctur mætti fara til sparnaðar.
Veiði l'yrstu 4 mánuðina var lé-
leg og það tók nokkurn líma að ná
upp afla á nýja frystitogaranum,
Arnari HU-1, vegna lagfæringa og
breytinga á honum fyrstu mánuó-
ina. Hann var í 12. sæti með afla-
verðmæti á úthaldsdag skv. tog-
araskýrslu LIÚ eftir fyrstu 4 mán-
uðina, en var kominn í 2. sæti eftir
8 mánuði. Arnar er kvótahæsti
togari landsins með 3531 þorsk-
ígildistonn, en Orvar er með 2265
tonn. Afli togaranna l'yrstu 9 mán-
uðina var 5700 toiui, 14 toiui á út-
haldsdag hjá Amari og 10,5 tonn
hjá Orvari.
sþ
Opið til
kl. 22
alla daga
Munið heim-
sendingarþjónustuna
Byggðavegi 98