Dagur - 21.10.1993, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. október 1993
Sveinbjörn Jónsson:
Opið bréf tíl
dómsmálaráðherra
Dómsmálaráðhcrra, Þorstcinn
Pálsson.
Laugardaginn 2. okt. 1993 gerðust
þau tíðindi að togskipið Hálfdán í
Búð IS hóf togveiðar innan við 12
rnílna landhelgismörkin út af
Vestfjörðum. Að sögn skipstjór-
ans var þetta gert að beiðni sjávar-
útvegsráðuneytisins að fengimú
umsögn Hafrannsóknastofnunar
og með eftirlitsmann Fiskistofu
um borð, og tilgangurinn sá að
kanna aflasamsetningu á svæðinu
með það fyrir augum að heimila
öllum togaraflota landsmaiuta
veiðar á svæðinu.
Þegar undirritaður frétti af
veiðunum hafði harm strax sam-
band við Landhelgisgæslu Islands
og fór fram á að viðkomandi veið-
ar yrðu stöðvaðar samstundis þar
sem þær brytu í bága við lög um
fiskveiðar í landhelgi Islands.
Sanrkvæmt lögunum hefur
sjávarútvegsráðherra einn heimild
til að veita undanþágu til togveiða
skipa yfir 20 m á lengd innan
landhelgiiuiar og þá aðeins ef haf-
ís hamlar veiði á fiskislóðinni eða
ef sækja þarf í vaiuiýttan fiski-
stofn.
Vakthafandi maður á Land-
helgisgæsluiuú tjáði undirrituðum
að hafís hamlaði hvergi veiðum
við Island og verður undirritaður
því að álykta að uppgefin ástæða
undanþáguiuiar, hafi hún verið
veitt, sé sókn í vaiuiýttan fiski-
stofn.
Nú er það svo að flestar nýtan-
legar fisktegundir á viðkomandi
svæði hafa verið settar í kvóta og
hlýtur það að hafa verið gert með
almannaheill í huga enda ákvæði
um athafnafrelsi einstaklinga í
Stjórnarskrá Islands að öðrum
kosti í húfi.
Samkvæmt ofanrituðu getur
undirritaður ekki skilið að fiski-
stofn geti bæði verið kvótabund-
iiui og notaður sem vannýttur
fiskistofn til að heimila undanþág-
ur frá gildandi lögum. Ef einhver
skyldi hafa annan skilning á þessu
atriði vil ég jafnframt benda á að
aðeins er liðiiui eiiui mánuður af
nýbyrjuöu kvótaári og þarf því
slyngari mann en undirritaður hef-
ur enn hitt til að ákveða að fiski-
stofn sé vannýttur sérstaklega ef
um kvótabundna tegund er að
ræða.
Eins og yður ætti aö vera orðið
ljóst er undirritaður þeirrar
skoðunar að íslensk lög hafi verið
brotin bæði í því eina tilviki sem
að ofan greinir og jafnframt í
svipuóum tilvikum undanfarin ár.
Þar sem þér eruð æðsti yfir-
maður dómsmála á Islandi og ber-
ið sem slíkur vissa ábyrgð á að lög
séu í heióri höfð vil ég fara þess á
leit viö yður aö þér látið kaiuia
hvort viðkomandi atburðir sam-
ræmist íslenskum lögum og
stjómarskrá.
Vegna þess að sjávarútvegsráð-
herra var staddur erlendis þegar
umræddur atburður átti sér stað og
vegna þess að vakthafandi hjá
Landhelgisgæslu Islands tjáði mér
aö engin undirrituð heimild um
undanþágu frá gildandi lögum
væri til staðar hjá þeim en aðeins
látin nægja símhringing frá aðila í
sjávarútvegsráðuneytinu, óska ég
eftir að þér látið kaiuia hvort slík
heimild til undanþágu frá íslensk-
um lögum sé til staðar undirrituð
af sjávarútvegsráðherra eöa stað-
gengli hans.
Mér þætti jafnframt vænt um
að heyra álit yðar á því hvort það
geti talist eðlileg viiuiubrögð
framkvæmdaraðila löggjafans, í
þessu tilfelli Landhelgisgæsluiui-
ar, að láta sér nægja símhringingu
frá „heinúldarlausum aðila“ til að
horfa fram hjá slíkum atburðum.
Virðingarfyllst.
Suóureyri, Súgandafiröi,
3. október 1993.
Svcinbjörn Jónsson.
Landssamband Framsóknarkvenna:
Styrkja verður atvinnu-
lífið og lækka vextí
- segir í ályktun 6. landsþings sambandsins
Landssantband Framsóknar-
kvcnna tclur atvinnulcysið vcra
mcsta böl nútímans og á sam-
dráttartímum vcrði að leggja
hiifuðáhcrslu á að styrkja at-
vinnulífíð og jafna kjör lands-
manna. Til þess verði mcðal
annars að lækka raunvcxti.
Þctta cr mcgin kjarninn í álykt-
un 6. landsþings sambandsins cr
Til sölu
Til sölu eru úr þrotabúi Ránar hf. Baader hausari 410,
Oddgeirs hausari, Warlett flökunarvél, Datsun dísellyft-
ari, Land-Rover árg. 1975 og frystitæki.
Örlygur Hnefill Jónsson hdl.
Garðarsbraut 26, 640 Húsavík, sími 96-41305, fax 96-42205.
Hótel Norðurland
Til sölu er fasteignin nr. 7 við Geislagötu á Ak-
ureyri (Hótel Norðurland).
Um er að ræða húseign á 3 hæðum, steinsteypta
ásamt lóðarleiguréttindum og auk þess innbú.
í fasteigninni eru 28 2ja manna herbergi, lítill fundar-
salur og veitingasalur fyrir 60 manns ásamt bar.
Óskað er tilboðs í eignir þessar þar sem komi fram
sundurliðun m/v fasteign annars vegar og innbú hins
vegar.
Eignir þessar eru til sýnis í samráói við undirritaðan í
síma 96-11542 eða hótelstjóra í síma 96-22600.
Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 12.00 föstudaginn 29.
október nk. til undirritaðs á skrifstofu hans í Gránufé-
lagsgötu 4, Akureyri, eða í pósthólf 53, 602 Akureyri.
Hreinn Pálsson, hrl.
skiptastjóri.
haldið var á Hallormsstað ný-
vcrið.
I ályktun landsþingsins kemur
fram að endurskoða verói þaö
form sem nú sé á stuóningi við at-
vinnuláusa. Auknum hluta bóta
veröi aó veita til átaksverkefna og
til endurmenntunar og starfsþjálf-
unar. Þingið lýsir þungum áhyggj-
um yfir ómarkvissum og fálm-
kenndum mðurskurði á velferöar-
kerfinu er komi verst niður á þeim
sem núnnst mega sín. Þingið legg-
ur einnig áherslu á vellcró fjöl-
skyldunnar en í ákyktun þess segir
aó hvarvetna megi sjá þess rnerki
hvemig farið geti ef molnar úr
grunni hennar og þar með uppeldi
bama í landinu og væntir þingið
þess að Ar fjöldkylduimar, sem
bráðlega fari í hönd, verði notað
til að móta stefnu í málefnum
heirnar. Þingið benti á það breikk-
andi bil scm nú þróist á núlli efn-
aðra og þeirra er númia hafi handa
á nrilli. Fjármagn llytjist til og
launabil breikki. Nú sé svo komið
að 20% launþega, þeir sem hæstar
tekjur hafi, fái um 44% af heildar-
vimiutekjum í landinu og hvetur
þingið verkalýðshreyfmguna til
átaka gegn slíkum ójöfnuöi og
óréttlæti.
Kristjana Bergsdóttir var kjörin
formaður Landsambands fram-
sóknarkvenna til næstu tveggja
ára og aórar í stjórn samtakanna
eru; Þóra Einarsdóttir, Sigríður
Jósefsdóttir, Hulda Björg Rósars-
dóttir, Hansína Björgvinsdóttir og
í varastjórn sitja Siv Friðleifsdóttir
og Oddný Valgeirsdóttir. ÞI
F.v.: Eva Sigurjónsdóttir, íris Tryggvadóttir, Guðbjörg Arnardóttir og
Guðjón Tryggvason. A myndina vantar Hrafn Stefánsson.
D anshópurinn Kj arni:
Þátttakandi í
barnadanshátíð
í Svíþjóð
Danshópurinn „Kjarni“ á Ak-
urcyri mun taka þátt í nor-
rænni barnadanshátíð, scm
haldin vcrður í Svíþjóð dag-
ana 5.-7. nóvember nk.
A sýningumú koma fram auk
íslensku þátttakendanna, dansar-
ar frá Finnlandi, Svíþjóð og
Noregi. Stjórnandi hópsins er
Guðbjörg Arnardóttir, sem
keimir ballett hjá Fimleikafélagi
Akureyrar.
Guöbjörg hefur kennt ballett í
mörg ár og auk þess dansaó sjálf
í 20 ár, og í tengslum við sýn-
inguna erlendis mun hún ílytja
fyrirlestur. I tilefni af utanför-
iiuú mun danshópuriiui sýna list-
ir sínar í verslunarmiðstöðimú í
Suiuiuhlíð föstudagimi 22. októ-
bernk. millikl. 17og 18. GG
SKÁK
Áskell Örn al-
þjóðlegur meist-
ari í bréfskák
Skákfclag Akurcyrar var að
eignast alþjóðlcgan skákmcist-
ara á dögunum. Askcll Örn
Kárason var þá útnefndur al-
þjóðlegur meistari í brcfskák.
Bréfskák hefur ckki verið áber-
andi keppnisgrein hér á landi en
áhuginn mun þó hafa farið vax-
andi. Askell Öm hefur lagt stund á
þetta form skáklistar um árabil og
m.a. keppt fyrir íslands hönd í
landskeppnum með þessum góða
árangri. SS
Haustmótið í
fulliim gangi
Haustmót Skákfclags Akurcyr-
ar stcndur nú yfir. Þremur um-
fcrðum cr lokið í opnum flokki
cn staðan cr óljós, m.a. vcgna
yfirsetu.
Sveinbjöm Sigurðsson er mcó
2 vinmnga el'tir 2 skákir og þeir
Júlíus Bjömsson og Smári Rafn
Teitsson eru með 1,5 v. sömulcið-
is eltir 2 skákir.
Keppendur cru í yngri kantin-
um að þessu siimi. Stigaliæstu
skákmeim SA cru fjarri góðu
gamni og ljóst að nýr haustmeist-
ari verður krýndur. Mótinu lýkur
um mánaðamótin. SS
Skákfélag Akureyrar:
Tíu mínútna
mót í kvöld
Skákfclag Akurcyrar hcldur 10
niínútna mót í kvöld, fímmtu-
dagskvöld, og hcfst það kl. 20.
Teflt verður í skákheimilinu
Þingvallastræti 18 og er mótið öll-
um opið. SS