Dagur - 28.10.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 28.10.1993, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 28. október 1993 - DAGUR - 3 Vigfús Skíðdal Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Trévers, um „köfunardeiluna“ í Ólafsfírði: Ekki sömu reglur í lögregluríkinu Ólafsfírði og í Reykjavík Vigfús Skíðdal Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Trévers hf. í Ólafsfirði, gagnrýnir lögregluna í Olafsfirði harðlega fyrir það sem hann kallar „harkalegar aðgerðir hennar“ í máli sem upp hefur risið vegna köfunar í Olafsfjarðarhöfn. Kjartan Þor- kelsson, sýslumaður í OlafsFirði, vísar orðum Vigfúsar á bug. Forsaga málsins eru deilur sem risu upp fyrr í sumar vegna köfun- ar í Olafsfjarðarhöfn. Tréveri var falið að fjarlægja görnlu Stein- bryggjuna svokölluðu. Liöur í því var aö fjarlægja ker undir bryggj- uiuii og til þess þurfti aðstoð kaf- ara og var Einar Kristbjörnsson fenginn til verksins. Siglingamála- stofnun taldi að Einar hefði ekki fullgild kafararéttindi og síðar, eða undir lok september, sendi stofnunin bréf til lögreglumiar í Olafsfirði þar sem óskað var eftir að hún stæði fyrir rannsókn á köf- unimii. I haus bréfsins, sem var dagsett 25. september sl., segir að grunur leiki á að „lög nr. 12/1976 urn kafarastörl' og reglugerð nr. 88/1989 um kal’arastörf hafi verió sýslumaður Ólafsfírðinga vísar orðum Vigfúsar Skíðdals á bug brotin er kafari/kafarar voni að kafa við hafnarmannvirki í Olafs- víkurhöfn undanfarnar vikur.“ Bréf Siglingamálastofnunar I bréfi Siglingamálastol’nunar er vitnað til reglugerðar um kafara- störf þar sem m.a. segir að enginn megi „í atvinnuskyni stunda köfun í árn og vötnurn, við strendur landsins eða frá íslenskum skipum hér við land, nema hann fullnægi þeirn skilyrðum, sem sett eru í lögum þessum.“ Eiimig segir aó „köfunarformaður og öryggiskaf- ari skuli ávallt vera til staðar viö köfun.“ I lok bréfsins er óskað eft- ir lögregluramisókn á nefndri köf- un þegar í stað. Ósáttur við lögregluna Vigfús sagði að áfram hafi verið unnið við verkið urn síðustu helgi og í kjölfarið hafi lögreglan í 01- afsfirói farið offorsi og dregió starfsmenn Trévers upp úr rúrninu síðla kvölds til yfirheyrslna vegna tl /1916 um ^ un)1Su„— Grunut leiknr i ú lö8 m'}2' vafari / kafwat voru að ^ s.ninBamaastofhunw| Sfaraxstörf hafi vik<í Snmkvsmt til heimibsaft —n-Kt-15n j^bahraum 42, Hve» Upphaf bréfs Siglingaiiiálastofnunar til lögreglunnar í ÓlafsFirði uni ineinta köfun. meintrar köfunar. Framgangur lögreglu hafi verið fyrir neðan all- ar hellur og með ólíkindum. Vig- fús segist hafa orö Davíðs Egils- sonar, deildarstjóra hjá Siglinga- málastofnun, fyrir því að stofnun- in hafi aldrci ætlast til svo harka- legra aðgerða af hálfu lögreglunn- ar í Olafsfirði. Ekki djúpköfun Varðandi ákvæði reglugerðar Siglingamálastofnunar um örygg- Bæjarstjórn Sauðárkróks: Harðar deilur um gerð íþróttavallar Harðar deilur urðu á bæjar- stjórnarfundi á Sauðákróki á þriðjudag vegna fyrirhugaðs samnings bæjarins við Ung- mennafélagið Tindastól um framkvæmdir á íþróttavelli, en gert er ráð fyrir um 16,5 millj. kr. kostnaði við verkið. Anna Kr. Gunnarsdóttir (G) kvaðst telja það forkastanleg vinnu- brögð að bjóða verkið ekki út, cn bæjarfulltrúar almennt voru á öðru máli. Var hart deilt á Onnu Kr. fyrir málflutning hennar og hún sökuð um andúð á íþróttum og á Tindastóli. Mál- inu var vísað til bæjarráðs með 8 atkv., Anna Kr. sat hjá. Um er að ræða malarvöll sem lítt hcfur verið lagfærður um langt skeið. Til stóð að gcra tvo gras- velli í stað malarvallarins, cn nú- verandi tillaga gerir ráó l'yrir að skipta vellinum upp í malarvöll og tvískiptan grasvöll og rninnka rými bílastæða. Það var Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri, sem kynnti /nálið á bæjarstjómarfund- inum. I máli hans kom m.a. fram að völlurinn væri talimi ónýtur eins og liann er nú, það væri langt aó fara til æfinga á grasvelli fyrir bömin og nroldrok af vellinum væri til vandræða. Haim sagði jafnframt að til stæði að greiða verkið á nokkrum árurn, 4-5 ár væri æskilegt. Kostnaöur yrði greiddur meö því að draga af fjár- veitingu til annan'a verkefna. Anna Kr. Gunnarsdóttir var harðorð í gagnrým sinni á málið. Hún lagöi fram svohljóðandi bók- un: „Undirrituð mótmælir harð- lega þeim forkastanlegu virniu- brögðum sem viðhöfð hafa vcrið við undirbúning á gerð nýs vallar- svæóis á aðalíþróttasvæði bæjar- ins. Urn er að ræða verk upp á tæpa tvo tugi milljóna sem af- henda á íþróttafélaginu Tindastóli til framkvæmdar, þrátt fyrir að verkið sé ekki á fjárhagsáætlun og ekki á þriggja ára áætlun. Jafn- framt mirnú ég á að á síðasta bæj- arstjómarfundi voru allir bæjar- fulltrúar sammála um að kosta skyldi kapps um að bjóða út öll verk á vegum bæjarins. Eimiig minni ég á að vanda í dagvistunar- málum hefur veriö ýtt út al’ borð- inu í mörg ár vegna kostnaðar við úrlausn málsins. Því vekur þaö enn frekari furðu og hneykslan að hrista cigi 16,5 núlljónir fram úr enninni til að leysa skuldastöðu Ungmennafélagsins Tindastóls." Anna Kr. taldi að með samningn- um væri verið að bjarga fjárhags- vanda Tindastóls, en aö hennar mati ættu íþróttafélögin að taka ábyrgð á fjármálum sínum. Hún vildi jafnframt aó málinu yrði vís- aö til gerðar þriggja ára áætlunar. Bókun og málflutningur Onnu Kr. vakti hörð viðbrögð ýmissa bæjarfulltrúa. Knútur Aadnegard (D), forseti bæjarstjómar, sagði m.a. að það væri „nánast útilokað“ að ræða íþróttamál við Onnu Kr. og kvaðst vona aó hún væri ekki cinn af þeim sem hefði „ógeó“ á íþróltum. Hami benti á aö það vió- gengist víða að sveitarfélög gerðu slíka samninga við íþróttafélög og nefndi Þór og KA á Akureyri senr dæmi. Svipuð rök komu fram hjá öðrum bæjarfulltrúum, m.a. Bimi Sigurbjömssyni (A). Hann minnt- ist m.a. á fjárfreka starfsemi Tindastóls og kvað það sjálfsagt og eðlilegt að bæjarfélagið tæki á með félaginu „til þess að rétta hag þcirra". Knútur og Stefán L. Har- aldsson (B) gagnrýndu bókun Onnu Kr. og töldu að í hemii væru bæði rangfærslur og dylgjur. Stef- án benti og á að þriggja ára áætlun væri enn óafgreidd og því ekki hægt að vísa til hennar. Bæði Stef- án og Bjöm Björnsson (D) tóku undir meó Knúti um andúó Önnu Kr. á íþróttum og Tindastóli. Að lokum var málið algreitt þannig að þessum lið var vísað til bæjarráðs með 8 atkvæðum, en Anna Kr. Gunnarsdóttir sat hjá við afgreiðsluna. sþ Vöruhús KEA: Sknsöfnnnhi gengur vel Söfnun á notuðum skóm í skó- deild Vöruhúss KEA á Akureyri hefur gengið vel, en skórnir eiga að koma sárfaittum Afríkubú- um í góðar þarFir. Það er skó- verslun Steinars Waage í Reykjavík sem hefur fruinkvæði að söfnuninni. Að sögn Jóhönnu Hartmanns- dóttur í skódeild KEA hafa margir lagt málefninu lið og komió með notaða skó til að gefa bágstödd- um. Hún sagöi að búið væri að fylla 20-30 svarta ruslapoka meö notuóum skóm og ekki yrði hætt að safna l'yrr en búið væri að fylla heilan gám. Aóspurð sagði Jóhanna að söfnunin á vegum Kauplélags Ey- firðinga væri aðeins í skódeildinni á Akureyri, ckki í útibúunum, en fólk utan Akureyrar gæti sent skó eða tekið þá meö sér í næstu bæj- arferð og komið með þá í skó- deildina. Alls konar skór koma til greina, svo framarlega sem þeir eru ekki handónýtir. Frá Akureyri veróa skórnir sendir suður til Steinars Waage, þaðan til Þýskalands og loks til bágstaddra í Afríku. SS iskafara segir Vigfús aö hún sé fyrir neðan allar hellur. I þessu til- felli í Ólafsfjarðarhöfn hafi ekki verið urn að ræða djúpköfun og því hafi engin ástæóa verið til þess að hafa öryggiskafara. Hins vegar hafi hann farið að kröfum Siglingamálastofnunar og fengið annan kafara frá Akureyri og hann hafi einungis þurft að sitja í bíln- um sínum og fylgjast með. „Eg hef hins vegar fengið það staðfest að við hafnarframkvæmdir í Reykjavíkurhöfn samþykkti Sigl- ingamálastofnun að þurfi aðeins einn kafara með réttindi. S;mr- kvæmt þessu gilda allt aðr;n regl- ur í lögregluríkinu Ólafsfirði. Eg er furðu lostinn yfir vinnu- brögðum Si gl i ngamál astofnunar. Vinnubrögð hennar eru ekki vand- aðri en svo að í haus kærubréfs, sem hún sendi lögreglunni í Ól- afsfirði, er tekið fram að um sé að ræða köfun vió hafnarmannvirki í Ólafsvík en ekki í Ólafsfirði. Einnig er sagt að köfunin hafi tek- ið margar vikur, en sannleikurinn cr sá að hún tók nokkra klukku- tíma. I>etta virðist sýslumaóurinn í Ólafsfirði og lögreglan ekki hafa lesiö, því hafi þeir gert það, þá hefðu þeir gert athugasemdir við Siglingamálastofnun eða sent kæruna til Ólafsvíkur. Ég er ekki síóur óánægöur með hlut lögregl- unnar í Ólafsfirði í málinu, sem hélt því lram við núg að Einar Kristbjörnsson, sem hefur lull réttindi til köfunar, hafi verið rétt- indalaus. Vil ég í því sambandi vísa til kæru Siglingamálastofnun- ar. Þaó getur vel farið svo að ég kæri lögregluna fyrir að ráðast með þessum hætti að starfsmömi- um mínum.“ Sýslumaður vísar á bug Kjartan Þorkelsson, sýslumaður í Ólafsfirði og yfirmaður lögregl- umiar á staðnum, vísar því alfarið á bug að vinnubrögó lögreglunnar hafi verið óeðlileg í þessu máli. Hiuin sagði að það eina sem lög- reglan hafi gert, hafi einfaldlega verió það að farið yrði að settum reglum Siglingamálastofnunar. Kjartan kvaðst ekki kannast við að starfsmenn Trévers hafi verið dregnir upp úr rúnúnu til yfir- heyrslu. „Það var engiiui handtek- inn í þessu rnáli. Ég hygg að tekn- ar hafi verið vitnaskýrslur af mönnum á núlli kl. iúu og tíu urn kvöldið. Það var enginn þvingaður til þess að koma og öllum kyiuit sín réttarstaða í rnálinu. Ef meiui telja aó við höfum eitthvað brotið á þeim, þá finnst mér sjálfsagt aó þeir sæki sinn rétt.“ óþh Þvottavél 800 sn. vinda, tromla og pottar úr ryöfríu stáli. 14 þvottakerfi, eitt f/ull. Sparnaöarrofi. Verð kr. 53.580. Gæöi, góö þiónusta. □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Föstudagskvöld Sjallabráín Dískótek á efstu hæð Aðgangur ókeypis Laugardagskvöld Rabbí og co Dískótek á efstu hæð Kjallarínn Fímmttidagur Íslandsmótíö í karaoke Skráníng í síma 22770 Leíkur KA og Víkíngs sýndur kl. 21.00 fimmtudagskvöld SmÍNN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.