Dagur - 28.10.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 28.10.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 28. október 1993 Akureyringur meðal þátttakenda í Camel-Trophy: Keppendur þurfa m.a. að búa yfir færni í akstri, líkainlegu þoli, tækniþekkingu og vera glaðsinna vcga og þá venjulega á algjömm vegleysum, líkamlegs þols, stað- góðrar þekkingar á tæknibúnaði og nokkuirar fæmi í bílaviðgerðum, hjálp í viðlögum, kunnáttu til að rata eftir ábendingum (vísbending- um), vera glaðlyndir og síðast en ekki síst, búa yfir hæfni til aö vinna meö öðrum en keppendur vinna tveir og tveir saman á einum bíl. Keppnin fer eingöngu fram á Land- Rover jeppum og liefur svo verið frá upphafi keppnimiar fyrir 14 árum. Frumkvöðlar keppninnar voiu nokkrir Þjóðverjar sem voru fullir af ævintýraþrá og fengu tóbaksfyrir- tækið Camel til að styrkja keppnina. Camel var styrktaraðili kcppninnar allt þar til fyrir fimm árum en nafn- iö var þá orðið það þekkt að for- ráðamenn keppninnar ákváöu að breyta í engu þar um. Hópvinna en ekki einstaklingskeppni Norðurlöndin senda nú í fyrsta skipti lið í þessa keppni og er það sameiginlegt frá öllum löndunum. Finmi þúsund umsóknir bárnst um það að fá að vera fulltrúi Norður- landaima í Camel-Trophy 1994, þar af munu umsóknir frá Islandi vera liðlega 2 þúsund. Af Jx-ssum 5 þús- und umsækjendum vom 48 valdir til aö keppa um næstu helgi í Strángnás í Svíþjóó um réttinn til að keppa fyrir hönd Norðurlandamia í Camel-Trophy á næsta ári. I þessum hópi em fjórar Islendingar; Reyk- víkingamir Olafur Öm Olafsson, sem sl. sumar gekk yfir Grænlands- jökul, og Guðbergur Guðbergsson, á efri hæð á eldri húsgögnum og útlitsgölluðum Stórafsláttur Stendur aðeins í nokkra daga HÚSGAGNAVERSLUN Strandgata 7, símar 21690 og 21790 íslcndingar hafa löngum haft ánægju af því að flengjast um Qöll og firnindi, ýmist gangandi, hjól- andi cða á vclknúnum farartækj- um eins og jcppuin eða snjósleð- um. Hérlendis hefur þó ekki verið keppt í því að fcrðast um óbyggð- ir nema ef vera skyldi þegar snjó- sleðamenn hittast í Mývatnssveit. Erlendis nýtur kcppni í óbyggða- akstri við frumstæðastar aðstæð- ur vaxandi vinsælda. Ein af þeim, og sú sem cinna mesta athygli hef- ur hlotið, er Camel Trophy sem er alþjóðleg keppni scm fram fer við frumstæðar aðstæður víðs vegar um heiminn eins og t.d. í frum- skógum Suður-Ameríku. Augljóst er því aö af keppendum veröur aö krefjast fæmi í akstri utan Herrakvöld Þórs verður haldið í Hamri iaugardaginn 30. október nk. Húsið opnað kl. 19.00 en borðhald hefst kl 20.00. Ræðumaður kvöldsins: Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. Strákar, nú mætum við allir! Miðaverð kr. 2.000 Miðasala í Hamri Sími12080 Vilhelm Vilhclmsson og Laiid-Roverinn hans hafa farið víða vegna undirbúnings Vilhelms fyrir kcppnina í Svíþjóð um næstu helgi. Mynd: Robyn. sem er þekktur snjósleðamaður, Björgvin Filippusson útivistarmaður frá Akranesi og Vilhelm Vilhelms- son frá Akureyri. „Keppnin fer fram í Paiaguay, Argentínu, Brasilíu og Chile en reynt er aö halda hana vítt og breitt um heimimi. I fyira fór hún fram í Malasíu, og var sögð ein erfiðasta keppnin til þessa en árið 1989 fór hún fram á freðmýrum Síberíu. Þetta verður í fyrsta skipti sem Norðurlandabúar eru meðal þátttak- enda og keppa sem eitt lið, þ.e. fjór- ir keppendur á tveimur bílum, en þetta byggist allt upp á hópvinnu en það eru tveir keppendur á hverjum bíl. Þetta er því ekki keppni milli einstakra bíla heldur hópvinna innan liðsheildarinnar," segir Villielm Vil- helmsson, 26 áia gamall Akureyr- ingur, sem yrði rneöal yngstu kepp- enda ef haiui yrði valinn. Undankeppni í Tyrklandi Vilhelm vai' spurður að því hvaö við tæki ef hami yrði valimi í Norður- landaliðiö. „I janúar eru fyrirhugaðar æf- ingabúðir um eina helgi hjá Land- Rover verksmiðjunum í Bretlandi, MINNINO og síöan tekur viö keppni í Tyrk- landi þar sem þátt taka lið frá 19 löndum. Tveir af Norðurlandakepp- endunum fara síðan í aðalkeppnina í Suður-Ameríku en hinir verða vara- menn. Sú keppni fer fram í maímán- uði og stendur í 16 daga. Það er mjög mismunandi hversu langt er ekið á hverju ári, en í keppninni í Síberíu vai' ckiö mjög langt, langar dagleiðir, en í Malasíu var allt miklu torfaniara en þar þurftu kepp- endur að byggja þrjár af þeim sjö brúni sem aka þurfti yfir. I Svíþjóö verða umsækjendur prófaðir í skyndihjálp, hversu færir þeir eru aö aka Land-Rover, þekk- ingu í viðgerðum og hversu hæfir þeir eni í hópvinnu. Tekió verður tillit til skapgerðarinnar og hversu jákvæðir þeir eiu þrátt fyrir að á móti blási. Þetta er eiginlega líkara skátamóti en einhvem rallíkeppni," segii' Vilhelm Villielmsson. Mega þeir sem komast alla leiö til Paraguay ekki búast viö ýmsum óvæntum verkefnum? ,Jú, svo sannarlega. I fyira þurftu keppendur m.a. aö ganga dagleið gegnum skóglendi en þar var búiö aö koma fyrir efni í hús sem reisa þurfti. Það tók 26 tíma að Ijúka því sem síðan hefur verið not- að sem raimsóknarstöð fyrir vís- indamemi. Ætli þetta sé ekki í anda skátahreyfingarinnar, þ.e. að láta eitt góðverk af sér leiða í hverri keppni. Eftir að ég frétti að ég kæmist í keppnina í Strángnás hef ég reynt að undirbúa mig eftir bestu getu og hef farið upp á Vaðlaheiði, fram í Eyja- fjörð og hef fengið með mér memi sem hafa þekkingu á ýmsum þeim vandamálum sem glíma þarf við.“, Hrein ævintýramennska Hvaö fær meirn til að taka þátt í svona keppni? „Ætli það sé ekki hrein ævintýra- memiska, en þeir sem hafa tekið þátt í þessu segja að þetta hafi verið mesta ævintýri lífs þeina. Þaö væri hægt aö koma á keppm hérlendis sem líktist þessu. Við eigum miðhá- lendið, fjöllin, ámar og ekki síst jöklana til þess að gera slíka keppni áliugaverða. Engiim kostnaður fylg- ir þátttökuimi, greitt er fyrir okkur fiugfariö út og uppihald og okkur lagöii' til bílar en líklega er best að hafa með sér eigin svefnpoka." GG ^ Sóley Tryggvadóttir |J Fædd 24. september 1920 - Dáin 12. október 1993 Manima er búin að fá frið og konún til síns eilífðarhúss. Hún rennur sam- an við haf orkunnar, þaðan sem hún og við öll erum upprunnin. Hún skil- aói sínu, skuldaði engum neitt og stóó við það sem hún sagði en það er aftur annað mál hvort hún átti ekki betra skilið. Mín skoðun er sú að hefði Sóley Tryggvadóttir farið mennlaveginn væri hún að núnnsta kosti forstjóri Tryggingastofnunar í dag. Nóg um það. Sóley var allra manna hressust á mannamótum, hún sló sér á læri og hláturinn kom i gus- um. „Jéeeee, ja ég skal seg’ykkur það!” Eins átti hún til aó scgja: „Guð núnn almáttugur, Tryggvi!” eða, „ég var búin að segja ykkur þetta í 20 ár og enginn hcfur hlustað á núg.” Nú, einhvcrn tímann rániar núg í aö hún hafi sagt: „Tryggvi núnn, hvenær ætlar þú að læra aó taka ábyrgó?“ Þessar setningar og mörg þúsund aðr- ar kann ég og hef ég inni í núnum orðaforða. Mamma er eina manneskj- an sem nokkum tímann gat gert núg brjálaðan með einni yfirvegaðri at- hugasemd. Sóley Tryggvadóttir var Ijónskýr í hugsun og hjartað var sterkt og gott. Þessi setning er mér núnnistæð: „Tryggvi núnn, ég er nú þaó sem ég sýnist og vel þaó.“ Vissulega var niamma núklu meiri en hún sýndist. Hún var fyrst og frenist móóir sem vildi börnum sínum vel. Hún er inni í mér og okkur öllum sem streymdu með henni í tíma og blóói. Eins og tónlistin sem fyllti khkj- una þegar viö kvöddum lífsljós Sól- eyjar í hjarta okkar; eins og tónlistin og ljóðin í laginu „Til eru fræ“ efth Davíð hljóma aö eilífu og streyma frá fiðlunni og endalaust út frá upphafs- punkti hljóðöldunnar, þá mun Sóley aldrei gleymast, núnningin og veran eru alltaf á sínum staó í þessum und- arlega og glundroðakennda heinii sem við upplifum nú og þó svo stór- kostlegum. En móóh nún sáði ekki í grýttan jarðveg, viö eruni mörg sem konium frá henni og okkar ást er hennar ást. En „Til eru fræ“ texti Davíðs Stef- ánssonar, sem Sóley hafði núklar mætur á er hugsjón móður núnnar. Hún stóó alltaf meö þcim sem núnna mega sín. Hún lifir inn’ra meó okkur. Þess vegna get ég talað vió þig og pabba og Hansa með því einu að hugsa til ykkar. Og ég hugsa til ykkar með ást og virðingu og með söknuði. Tryggvi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.