Dagur - 19.11.1993, Page 4

Dagur - 19.11.1993, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. nóvember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, (ax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Neytum atkvæðisréttarins! Á morgun fara fram kosningar um framkomnar tillögur umdæmanefnda að sameiningu sveitarfé- laga. Tillögur nefndanna eru misróttækar og þar af leiðandi misumdeildar, ekki síst meðal sveitar- stjórnamanna sjálfra. Um ágæti tillagnanna má lengi deila enda ljóst að menn verða aldrei á eitt sáttir um hvernig beri að standa að fækkun sveit- arfélaganna í landinu. Hér er um að ræða mál sem er í senn viðkvæmt og margslungið. Þótt kjördagurinn sé að renna upp má fullyrða að meirihluti landsmanna hefur ekki enn myndað sér skoðun á málinu. Þar fyrir utan eru vafalaust fjölmargir sem hafa ekki í hyggju að neyta at- kvæðisréttar síns sökum takmarkaðs áhuga. Réttilega hefur verið bent á að almenn kynning á sameiningarmálinu hefur verið í lágmarki. í því sambandi er sérstök ástæða til að gagnrýna stærstu fjölmiðla landsins, sem hafa sýnt málinu ótrúlegt áhugaleysi þar til nú, síðustu dagana fyrir kosningar. Þá má ekki síður gagnrýna fyrir- komulag kosninganna sem í hönd fara. í þeim verða íbúar einungis spurðir hvort þeir séu fylgjandi eða andvígir ákveðinni tillögu en þeim gefst hins vegar ekki kostur á að segja hug sinn frekar. Eðlilegra hefði verið að samhliða kosning- unum færi fram skoðanakönnun þar sem fólki gæfist kostur á að velja milli nokkurra möguleika, sem fælu í sér mismunandi stór skref í átt til sam- einingar sveitarfélaga. Ef sameiningartillögurnar verða felldar í kosningunum á morgun, eru sveit- arstjórnamenn því sem næst komnir á byrjunar- reitinn aftur. Þá vita þeir reyndar að meirihluti þeirra, sem greiddu atkvæði, er mótfallinn ákveð- inni tillögu en á hinn bóginn hafa þeir ekki hug- mynd um hvert framhaldið á að verða. Hvað sem allri gagnrýni líður, munu kosningarnar á morgun væntanlega verða til þess að hraða óumflýjan- legri þróun. Flestum er ljós nauðsyn þess að sveitarfélögin verði færri, stærri og sterkari en nú er. Þar með yrðu þau betur í stakk búin til að sinna margþættu hlutverki sínu í þágu íbúanna. Reynslan hefur sýnt að einungis stór sveitarfélög hafa bolmagn til að annast ýmsa viðameiri rekstrar- og þjónustuþætti, sem nú eru í höndum ríkisins en væru betur komnir í höndum heima- manna. Þess vegna er fækkun sveitarfélaga frá því sem nú er óumflýjanleg. Hvort sem landsmenn eru fylgjandi eða and- vígir framkomnum hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga, ættu þeir skilyrðislaust að neyta at- kvæðisréttar síns í kosningunum á morgun. Framtíðarskipan sveitarstjórnamála snertir tví- mælalaust alla landsmenn, hvai í flokki sem þeir standa. Sá sem vill mótmæla því hvernig að kosn- ingunum er staðið, eða aðdraganda þeirra, gerir það best með því að mæta á kjörstað og skila auðu. Hinir segja hug sinn með því að krossa við „já“ eða „nei“. Það að sitja heima ber hins vegar vott um sinnuleysi eða skort á framtakssemi. Því hvetur Dagur landsmenn til að segja hug sinn í verki og taka þátt í kosningunum. BB. Atkvæðagreiðslan 20. nóvember Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir sérstöku átaki til sameiningar sveitarfélaga með breytingum á sveitarstjórnarlögum í vor var upphafið að þeim kosn- ingum sem ilestir landsmenn ganga til þann 20. nóvember. Fulltrúar sveitarfélaga ákváðu, í samráði við stjórnvöld, að kosn- ingar um tillögur umdæmanefnda skyldu fara frarn um allt land á sama tíma. Framkomnar tillögur um það hvaóa sveitarfélög sam- einist eru alfarió tillögur fulltrúa viðkomandi sveitarfélaga, sem til- nefndir voru til þess verks af landshlutasamtökum viðkomandi svæðis.Hér er því verið að kjósa um tillögur sem unnar eru af heimamönnum viðkomandi svæóa en ekki inótaóar af stjórnvöldum, eins og margur hefur álitið. Tillögurnar taka mið af þeim sjónarmiöum sem fram komu í suntar þegar viðhorf sveitar- stjómamanna voru könnuð með þaó í huga að finna þá möguleika sem væru til fækkunar og stækk- unar sveitarfélaga. Sveitarfélög í landinu eru tæp tvö hundruð þar af eru tæplega hundraó og fjörutíu meó íbúatölu innan vió fjögur hundruö. Þetta eru nokkur grund- vallaratriði sern hafa verið í um- ræðunni að undanförnu sem vert er að ítreka nú þegar að kosning- um er komió. Ég hef orðið var við að fjöl- margar spurningar vakna hjá landsmönnum í tengslum við þcssar komandi kosningar og ætla að reyna að fara yfír nokkrar þeirra og þau svör sem ég hef gef- ið í umræðunni í þeirri von að slíkt megi auövelda lesendum að átta sig á verkefninu og auðveldaó þeim að taka ákvöróun í komandi kosningu. Hvað vinnst með fækkun og stækkun sveitarfélaga ? Megin markmiöið meó stækkun sveitarfélaga er að gera þau öfl- ugri til að geta tekið við nýjum verkefnum og veitt íbúum sínum öflugri þjónustu. Mcð stækkun sveitarfélaga er mögulegt að auka hlutdeild sveitarfélaga í opinberri þjónustu og draga úr opinberri þjónustu ríkisins aö sama skapi. Hin rnikla miðstýring valds hefur leitt til mikillar valdstýringar á höfuborgarsvæðinu á meðan land- byggðin hcfur átt i vök að verjast. A hinum Norðurlöndunum hafa sveitarstjórnir mun fjölþættari verkefni, sem gerir starfsemi heima í héraði öflugri og ákvarð- anir eru teknar meö tilliti til staó- hátta og aðstæðna á hverjum stað. Er ljóst hvaða verkefni ríkið lætur af hendi og er vissa fyr- ir því að tekjustofnar fylgi ? A þessu stigi málsins er ekki Ijóst hvaða ný verkefni sveitarstjórnir fá að glíma við á komandi árum. Það er þó Ijóst að vilji er til að færa grunnskólana alfarið til sveit- arfélaga. Það sama gildir um heilsugæsluna, þjónustu við aldr- aða og málefni fatlaðra. Þetta eru verkefni sem gætu oróið í verka- hring sveitarfélaga á komandi ár- um. Sveitarstjórnir hafa lagt ríka áherslu á aukið sjálfstæði í meó- ferö ýmissa mála og það er von sveitarstjórnamanna að slíkt sjálf- stæöi verði aukió mcó stækkun sveitarfélaga. Engin vissa er fyrir því að sveitarfélögum verði tryggóir nægjanlega öflugir tekjustofnar til að mæta útgjöldum af nýjum verkefnum. Verkefnatilfærsla milli ríkis og sveitarfélaga verður ekki geró nema í fullu samstarfí beggja aðila og því ljóst að full- trúar sveitarfélaga vcróa aö standa Sigurður J. Sigurðsson. vel aó sínu til að tryggja eólilega fjármagnstilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga í tengslum við slíkar breytingar. Þeim mun öflugri sem sveitarfélögin eru þeim mun meiri líkur eru til að þau fái aukin verk- efni með réttlátri tilfærslu fjár- rnuna. Tekjustofnar sveitarfélaga hafa verið í miklu uppnámi að undan- förnu. Stjórnvöld ákváðu að leggja af aðstöðugjald, sem var einn af viðameiri tekjustofnum sveitarfélaga. Enn hcfur sveitar- stjórnum ekki verið markaður nýr tekjustofn þess í stað, en unnið er að því máli. Þannig hal'a mál þró- ast á undanförum árurn, að sveitarstjórnir hafa nánast verið í uppnámi við gerð sinna fjárhags- áætlana ár hvert, vegna aðgerða stjórnvalda. Eru stjórnvöld að þvinga sveitarfélög til samruna? Stjórnvöld eru ekki að þvinga sveitarstjórnir til samruna. Það hefur verið yfírlýst stefna sveitar- stjórnamanna í þrjá áratugi að efla bæri sveitarstjórnastigið. Mark- miðin hafa verið ljós en ekki leið- irnar. Heimamenn lcggja sjálfir fram tillögur og íbúar samþykkja þær eóa hafna. Nú er komió að því að taka ákvarðnir, sent teknar eru án valdboðs, ákvarðanir sem margir hafa barist fyrir í mörg ár. Er kynning þessara mála ekki nóg? A undanförnum vikum og mánuó- um hefur farió fram víðtæk kynn- ing á sveitarstjórnamálum. Að þeirri kynningu hafa margir kom- ið. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir, greinar skrifaðar og kynn- ingarbæklingar gefnir út. Þá hala fjölmiðlar haldið uppi mikilli urn- fjöllun um sveitarstjórnamál. Jafn víðtæk umfjöllun urn sveitar- stjórnamál hefur ekki farið fram í annan tíma. Mikill tjöldi fólks hefur tekió þátt í sveitarstjórnamálum og gerir sér glögga grein fyrir því hvert er stefnt. Þaó má að sjálfsögóu lengi bera því við að frekari kynningar sé þörf og fólk þurfí að vera betur upplýst. Þaö er mitt mat að fátt nýtt kæmi fram þó svo að við hefóum hálft ár til viðbótar til frekari kynningar. Var ekki hægt að ákveða breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og skipulag nýrra sveitarfé- laga áður en til atkvæða- greiðslu kom? Þetta er áleitin spurning og menn eru ekki á eitt sáitir um svar. Það hefói verið hægt að ákveða tii- færslu verkefna til sveitarfélaga óháð samruna, en cf til vill hefóu menn litið slíkar aógerðir þeim augum að óbeint væri verió að fela sveitarfélögum ný verkcfni sem væri aðeins á færi stærri sveitarfélaganna aó sinna og á þann hátt neyddu íbúa til aó sam- einast í stærri heildir. Skipulag nýrra sveitarfélaga er hins vegar flóknara mál. Svo getur farið að sum sveitarfélög santein- ist á þeim svæðum sern nú eru gerðar tillögur um sameiningu á, en önnur kjósi að standa utan sameiningar. Ibúar þeirra sveitarfélaga, þar sem sameiningartillagan verður samþykkt, geta ákveðið aó sam- einast enda þótt tillagan hljóti ekki samþykki í öllum sveitarfélögum. Slíkt miðast aó sjálfsögðu við að landfræðilega sé slíkt mögulegt. Sveitarstjórnir viðkomandi sveit- arfélaga taka þá upp vióræður sín í milli um skipulag og fleira. Það er því ekki sjálfgefið að hugmynd- ir um skipulag alls svæðisins ráói þeirri niðurstöðu. Skiptir máli hvort ég greiði atkvæði? Mikilvægt er að sent flestir taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Niður- staðan ræðst einvörðungu af því hvort fleiri segja já eóa nei. Fjöldi þeirra sem mætir á kjörstað skiptir þar ekki rnáli. Þannig getur lítill hluti íbúa viókomandi sveitarfé- lags mótað vilja sveitarlelagsins. Það er því mikilvægt aó allir íbúar mæti til leiks og taki þátt í mörkun þeirrar stefnu í sveitarstjórnamál- um sem nú er gerð tillaga urn, svo vilji þeirra sé Ijós. Er ekki hægt að taka við nýj- um verkefnum og leysa þau með samstarfi sveitarfélaga? A undanförnum árurn hefur sam- starf sveitarfélaga vaxið. Astæða þess er einfaldlega sú að mörg verkefni eru þess eðlis að þau verða ekki leyst hjá minni sveitar- félögum meó öðrunt hætti. Stjórn- un samstarfsverkefna hefur gengið vel, en hins vegar er sveitarfélög- unt í sjálfsvald sett hvort þau taka þátt í slíku eða ekki. Þannig konta sumar sveitarstjórnir sér hjá sam- starfsverkefnum, en njóta þeirra jafnvel engu að síður. Með aukn- um samstarfsverkefnum verður sveitarstjórnakerfíð llóknara cn ástæóa er til og myndar ósjállrátt nýtt stjórnunarstig, scm er algjör- lega óþarft. Að lokum Fækkun og stækkun sveitarfélaga hefur verið nefnt stærsta byggóa- mál síóari tíma. Hvaó sem þeirri fullyrðingu líður þá er Ijóst að hér er um mikió mál að ræða. Fjöldi sveitarfélaga er nær óbrcyttur í þrjú hundruó ár, þrátt fyrir miklar breytingar í samgöngumálum og búsetu. Það virðast flestir vera þeirrar skoðunar aö skynsamlegt sé að fækka sveitarfélögum, cn þegar þaó kemur að þeirra cigin, vandast málið. Þaó virðist nefni- lega vera auðvelt að bcnda öðrum á að sameinast, en crfiðlcikum bundið aó sjá sömu kosti í eigin sveit. Það er von mín að sá hluti þjóðarinnar, sem nú hefur rétt til þess að taka þátt í þcssum kosn- ingurn, mæti á kjörstað og grciði atkvæói og láti á þann hátt í ljós vilja sinn til breytinga á sveitar- stjórnastiginu í þessu landi. Af- staóan í þessum kosningum mun miklu ráða um næstu framtíð í þeim málum. Sigurður J. Sigurðsson. Höfundur er bæjurfulllrúi og forseti Bæjar- stjómar Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.