Dagur - 30.11.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 30.11.1993, Blaðsíða 9
Þriójudagur 30. nóvember 1993 - DAGUR - 9 HALLDÓR ARINBJARNARSON í ÞRÓTTI R HM 95 á íslandi: Fundað um fram- kvæmd keppninnar S, hélt Framkvænida- I “SSu míto oE -.“hmSs i handk-tak | *«**»,* , skip»l»gr»ng» keonninnar. Svanur Vageirsson, blaöamaður Dags í Reö'kjavjk, sat fundinn og greinir her a Mð unni frá því markveróasta sem fram kom. um keppnma. nefnd HM n.6pi ng*- urra starfsfunda sem haldm veróa með regiulegu ntd bd' hrr til að keppnmm kcmur. Markmiðió var að upplýsa hand- Á annað hundrað sjálfboða- liðar á hverjum keppnisstað - ótrúlegur flöldi smáatriða sem huga þarf að Það má öllum Ijóst vera að eitt stykki Heimsmeistarakeppni í handbolta verður ekki hrist fram úr erminni í einu vetfangi. Otrúlegur fjöldi smáatriða þarf að vera á hreinu til þess að regl- um IHF sé framfylgt og er talað um að á hverjum keppnisstað þurfi hátt á annað hundrað sjálfboðaliða til þess að allt geti gengið snurðulaust fyrir sig. Þau cru mörg atriðin sem huga þarf að á hverjum keppnisstaó. Gera þarf ráð fyrir sérstakri stúku til handa IHF-aðlinum og blaóa- menn, sem eiga eflaust eftir að skipta hundruðum, þurfa sitt pláss. Þá þarl' að vera sjúkraherbergi í hvcrju húsi til þcss aó sinna bráðaþjónustu og að auki sér hcr- bergi þar sem einungis vcrður lyfjapröfað. Þess má gcta aó ekki Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari: Markmiðið að vera á meðal fimm efstu Á kynningarfundinum sem framkvæmdanefnd HM '95 hélt sl. fimmtudagskvöld sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari, frá því hvernig undir- búningur liðsins gengi og hvern- ig honum yrði háttað. Hann sagði Ijóst að koma yrði til móts við strákana varðandi vinnutap og bað menn að huga að því með hvaða móti það mætti verða gert. Markmiðiö sagði hann vera að lenda á meðal fimm efstu. Á fundinum kom l'ram aö rúmir 520 dagar eru til stefnu og sagðist Þorbcrgur hafa tckió það saman að landsliðsmennimir ættu eftir að verja 142 dögum í undirbúning fyrir kcppnina IVá og mcö 1. dcs- crnber. Hann sagði að c.t.v. l'ynd- ist mönnum þetta mikiö cn l'ull- vissaói þá sömu um að undirbún- ingurinn væri cngu að síður í lág- marki, mióaó við þaö sem þyrl'ti. Hann sagði undirbúninginn þýóa aö strákarnir í liöinu yróu fyrir gríðarlegu vinnutapi og Ijóst mætti vcra að það yrði að bæta þcim það upp, mcð hvaöa hætti svo sem þaó yrði gert. „Ég hcf vcrið aó rcyna aö sctja þetta niður i'yrir mcr undanfarna daga og mér sýnist að rcikna mcgi mcð 4 þúsund krónum í dagpcn- inga á niann og því verða þctta um 12 milljónir króna í það heila. Ég rcikna ckki meó að þctta verði bcinn útlagður kostnaður hjá HSI því e.t.v. verður hægt að scmja við vinnuvcitcndur einhvcrra og fá ríkislýrirtæki til að ráöa skóla- strákana og borga þcim fyrir að æl'a og spila. Þaö eitt er a.m.k. ljóst að enginn árangur næst cl' mcnn þurfa að hafa fjárhags- áhyggjur mcóan á þcssi stcndur," sagöi Þorbergur Aöalstcinsson, landsliósþjálfari. Aðspurður um markmiö liðsins í kcppninni sagói hann þaö fara eftir þcirri umgjörð scm því yrði skapað. Raunverulcgt markmið væri að vcra meðal átta cfstu cn cf allur aðbúnaður vcrði cins og best veröur á kosiö vcrði stcfnan sctt á citt af fimm cfstu sætunum." SV cr hægt að framkvæma slíkt próf hér á landi og er gert ráð fyrir að þaö verði gert í Kaupmannahöfn. Niðurstöður prófanna þurfa að liggja fyrir innan sólarhrings. Breyta þarf keppnisvöllum þannig að aðeins línur handboltavallar séu á gólilnu. I fyrsta sinn verða 24 lið á HM ’95 og það kallar á a.m.k. 16 dóm- arapör. Fyrir utan dómarana er gert ráð fyrir sex starfsmönnum við tímavarðaborðið á hverjum leik; Öryggisgæsla veróur að sjálf- sögðu mjög mikil í kringum mótið til þcss að koma í veg fyrir óæski- lega atburði. Mesta hættan stafar af fóiki sem á við geðræn vanda- mál aó stríða, fólki meó hryðju- verk í huga og vímuefnaneytend- um, auk þess sem huga þarf að l'orvörnum varðandi slys, þjófnaði og skemmdarverk. Blaðamannamiðstöð þari' við hvcrt íþróttahús þar sem blaða- mcnn gcta unnið fréttir og sent þær vítt og brcitt um heiminn. Á Akureyri hafa nokkur hús veriö ncfnd scm þjónað gætu slíku hlut- verki; Gagnfræðaskólinn. Iþrótta- húsið viö Laugargötu og Hús- mæðraskólinn. Hér hcfur aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra atriða sem nienn þurfa að fara að undirbúa áður cn HM ’95 hefst og er eitt stærsta máliö ónefnt, nióttaka keppcnda og gesta. Það kann að viróast nægur tími til stcfnu en mánuðir líða hratt þegar annar eins vió- burður og heil heimsmeistar- keppni stendur fyrir dyruni. SV Hér verður allt tfl reiðu - sagði Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Júlíus Jónasson verður væntanlega í lykilstöðu á HM '95 þegar íslendingar etja kappi við bcstu handboltaþjóðir hcims á heimavelii. Mynd: Robyn. Verkefnið skili flár- hagslegum hagnaði - segir Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri HM ’95 Ilákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM ’95, segir upphafið að keppninni á Islandi niegi rekja allt aftur að Ólymp- íuleikunum í Seoul 1988. Sumir æðstu manna hjá IHF hafi síðan þá verið á móti því að keppnin yrði haldin hér á landi en þrátt fyrir það og það að enn sé ekki búið að skrifa undir samning við IHF fari kcppnin fram hér á landi vorið 1995. Stcfnt cr að þrcmur grundvall- armarkmióum varðandi keppnina að sögn Hákonar: I fyrsta lagi að auka vcg og viróingu handknatt- lciks á Islandi og styrkja ímynd hans hér heima og crlendis; í öðru lagi að verkefnið skili fjárhagslcg- unt hagnaði og renni þar meö stoöum undir framtíö handknatt- lciks hér á landi; og í þriðja lagi að aðrir aðilar í íþróttahreyfingu og atvinnulífi njóti góðs af þeirri alþjóðlegu umfjöllun og vonandi sterkari ímynd Islands út á viö. Hvað varðar tekjuhliðina á dæm- inu er búið að semja við sviss- neskt fyrirtæki um sjónvarpsrétt sem gaf um 65 milljónir króna. Bæjarfclögin fjögur, sem halda keppnina, hafa þcgar lagt 16,5 milljónir í vcrkefnið. Fyrir utan þctta koma svo ýmsir styrktaraðil- ar og sala á miðurn á lcikina. Von- ast er til þess að uppselt verði a.m.k. á alla lciki íslenska liósins og að auki takist að selja góðan tjölda mióa á aðra leiki. Hvaó markaðssetningu keppn- innar varðar verður lögð áhcrsla á öðruvísi og skcmmtilegri HM cn nokkru sinni. Landió hefur sér- ■ stöðu og tíminn er nýr, scni og keppnisfyrirkomulagið. SV Gunnar Jónsson, formaður Iþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrarbæjar, flutti fram- kvæmdancfnd HM ’95 kveðju Akureyrarbæjar og lýsti yfir ánægju manna á Akureyri með það einn riðill hcimsmeistara- keppninnar skyldi fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Gunnar sagðist sannfærður um að þar yrði staðið að fram- kvæmdinni með miklum sóina. Gunnar Jónsson sagði að skyn- samlegt hafi vcrið að velja cinn lcikstað á Noröurlandi í staó þess að dreifa leikjunum á nokkur hús eins og cinhverjir hafi viljaó noró- an hciða. Hann sagði lorsvars- mcnn Akureyrarbæjar hafa skiln- ing á umfangi keppni af þcssum toga og að menn væru ákveðnir í að leggja sitt af mörkum svo tak- ast mætti sem best að halda HM ’95 á íslandi. „Við nrunum koma til með að geta boðið upp á nægjanlegt gisti- rými þcgar þar að keniur. Við er- um mcð fjölda hótela og gistihúsa í bænunr og að auki nokkur sum- arhótel í næsta nágrenni Akureyr- arbæjar. Ekki verður okkur heldur skotaskuld úr því að leysa vanda- mál varðandi ællngahúsnæði fyrir liðin því að á Þelamörk cr nýtt og glæsilegt hús, KA-húsið veróur að sjálfsögðu notað og ckki nrá gleyma íþrótthúsi á Hrafnagili. Ef Gunnar Jónsson. til kcmur vcrður væntanlega á þessunr tírna cinnig búió aó opna nýtt íþróttahús í Olafsfirði. 011 aðstaða verður til reiðu í Iþróttahöllinni og næsta nágrcnni og ég er sannfærður um aó séð veröur fyrir því að keppendur og aðrir gestir, sem e.t.v. gætu komió til mcó að skipta þúsundum, muni ckki fara úr iandinu án þcss að verða rnun fróðari um íslenska og ekki síst norðlenska náttúru og annað það scm landið hefur upp á að bjóðasagði Gunnar Jónsson, á fundi mcð framkvæmdanefnd HM ’95 á íslandi. SV EM í handknattleik: Leikið við Króata - liðið fór Á morgun leika íslendingar og Króatar síðari leik sinn í Evr- ópukeppni landsiiða. Að þessu sinni verður leikið ytra en ís- lendingar unnu frækinn sigur á liðinu á heimavelli eins og flestum er eflaust enn í fersku minni. Liðið kemur aftur til íslands á fímmtudagskvöld. Þetta er síðasti útileikur ís- lands í riölinum. Eftir eru tveir heimaleikir við Hvít- Rússa, 7. og 9, janúar og við Finna 16. janúar. utan í gær Liðið sem leikur við Króata er þannig skipað: Markveróir eru Guðmundur Hrafnkelsson Val og Bergsveinn Bergsveins- son FH. Aðrir lcikmcnn: Konráð Olavsson Stjöniunni, Patrekur Jóhannesson Stjðmunni, Gunnar Beinteinsson FH, Geir Sveins- son Valencia, Gústaf Bjamason Sclfossi, Valdimar Grímsson KA, Júlíus Jónasson Valencia, Einar G. Sigurðsson Selfossi, Dagur Sigurðsson Val og Guð- jón Ámason FH.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.