Dagur - 30.11.1993, Blaðsíða 7
Þriójudagur 30. nóvember 1993 - DAGUR - 7
JÚdÓ:
Glæsilegur árangur Vernharðs
- glímdi til úrslita á Opna Skandinavíska meistaramótinu
Knattspyrna, Erlingur og Steingrímur þjálfa KA:
Erfitt en spennandi
Júdómaöurinn Vernharð I>or-
leifsson úr KA náði þeim glæsi-
lega árangri um helgina að
glíma til úrslita á Opna Skand-
inavíska meistaramótinu í júdó,
sem fram fór í Stokkhólmi.
Mótið er hið sterkasta á Norð-
urlöndunum ár livert og sýnir
svo ekki verður um villst að
Vernharð er að skipa sér í
fremstu röö á alþjóðlegan mæli-
kvarða.
í úrslitaglímunni átti Vernharð,
sem keppir í -95 kg. flokki, í
höggi við Þjóðverja. Hann var 7
stigum yl’ir (wasari) allt þar til
undir blá lokin að Þjóóverjinn
náði góðu bragói og tryggði sér
sigur. Vcrnharð kcmur því heim
mcö silfrið. Allt fram á síóustu
stundu Icit út l'yrir að hann yrði að
sitja hcima þar sem peningar feng-
ust ekki til fararinnar. Veitinga-
húsið Bing Dao hljóp þá undir
bagga og borgaði ferðina. Vern-
harð cr nýlega kominn heim frá
Hollandi þar sem hann dvali við
æfingar og keppni undir stjórn
hollenska landsliðsþjálfarans. Sú
för hefur sýnilega nýst vel cnda
kappinn í gcysilega góöu formi
um þcssar mundir að sögn Jóns
Oðins Oðinssonar, júdóþjálfara
hjá KA.
Vernharð Þorleifsson stóð sig vel í Stokkhólmi og krækti í silfurverðlaun á
stcrkasta júdómóti, sem haldiðcr á Norðurlöndunum.
Magnús Aðalstcinsson og félagar hans í KA skelltu Stúdcntum í KA-húsinu
á sunnudagskvöldið og hafa nú unnið tvö af bestu liðum deildarinnar hvort
á eftir Öðru. Mynd: Robyn.
Blak, 1. deild karla:
Stúdentar voru KA
auðveld bráð
Veðurguðirnir settu svo sannar-
Iega mark sitt á íþróttir helgar-
innar og röskuðu nokkuð fyrir-
hugaðri dagskrá. M.a. þurfti að
fresta leik KA og ÍS í 1. deild
karla í blaki, sem vera átti á
föstudagskvöld, fram til sunnu-
dagskvölds. Ekki virtist það
hafa fariö vel í topplið Stúdenta
sem náði sér engan veginn á
strik í KA-húsinu í fyrrakvöld
og var því heimamönnum til-
tölulega auðveld bráð. Lokatöl-
ur urðu 3:1.
Ekki ber þó svo að skilja að
sigur KA hall vcriö alvcg án l'yrir-
hafnar. A köllum lcku bæði lið
ágætis blak cn mótspyrna IS, sér-
staklega í tveim fyrstu hrinunum,
var fremur lítil. IS byrjaði þó leik-
inn bctur og hafði yfir framanaf
fyrstu hrinu. KA náði að jafna 7:7,
scig síðan örugglcga l'ramúr og
sigraði 15:8. Liðió hélt síðan upp-
tcknum hætti í næstu hrinu sem
cndaði 15:10 eftir að ÍS halði náð
að klóra í bakkann um miöbik
hcnnar.
Þriðja hrina gekk í nokkrum
sveiflum. KA byrjaói beturcn síð-
an náði IS að jafna. I stööunni 9:8
kom alleitur kalli hjá KA og ÍS
brcytti stöðunni í 14:8 með því að
skora 6 stig í röð. KA vaknaði aft-
uren of seint og IS vann 15:12.
Staðan var nú oröin 2:1 fyrir
KA og í 4. hrinunni var allt í járn-
urn lcngi framanaf. KA náöi síðan
tvcimur góðum leikköilum þar
sem staðan var fyrst 7:4 og síðan
13:7. 1 báðum tilfellum var tckiö
leikhlé sem aðeins sló KA út af
laginu um tíma. Eftir mikinn barn-
ing í stöðunni 13:7 innbyrti KA
síðustu 2 stigin og tryggði sér þar
með sigur í lciknum 3:1. Sigur
KA var sanngjarn og nokkuð ör-
uggur þó hvorugt liðanna hafi náó
að sýna sitt besta.
Stig KA: Bjarni Þórhallsson 14,
Magnús Aóalsleinsson 13, Stefán Magn-
ússon 6, Hafsteinn Jakobsson 4, Pétur
Ólafsson 2, Davíð Búi Halldórsson 1,
Haukur Valtýsson I og Áki Thoroddsen
I.
Stig IS: Viggó Sigsteinsson 6, Þor-
varóur Sigfússon 5, Guðmundur Þ. 5,
Zdravko Deminov 5. Jón Bergþórsson 4,
Ólafur Viggósson 3 og Kári Kárason 2.
Um helgina var gengið frá ráðn-
ingu Erlings Kristjánssonar og
Steingríms Birgissonar sem
þjálfara meistaraflokks KA í
knattspyrnu og taka þeir við af
Njáli Eiðssyni. Báðir þekkja vel
til hjá félaginu enda tveir leikja-
hæstu menn þess frá upphafi og
Steingrímur verður áfram í eld-
línunni í sumar. Erlingur lék
um árabil með KA og var fyrir-
Iiði liðsins, m.a. þegar það varð
Islandsmeistari 1989. Hann hef-
ur auk þess þjálfað ýmsa yngri
flokka félagsins í handbolta og
fótbolta í mörg ár.
Erlingur sagði þetta verkefni án
efa verða erfitt. „Sjálfsagt vcrður
hvað erfiðast að eiga við hugarfar-
ið og allar þær sögur sem farið
hafa á kreik aö undanförnu. Okkar
fyrsta verkefni verður að koma
hópnum saman og tclja mönnum
trú um að ýmislegt sc hægt að
gera með þennan cfniviö. Við tók-
Handbolti:
Leikjum frestað
Fresta þurfti Ieik Völsungs og
Selfoss í 16 liða úrslitum bikar-
keppninnar sem vera átti um
heígina. Nú stendur sem kunn-
ugt er fyrir dyrum landsleikur
og því ekki hægt að spila í þess-
ari viku. Stefnt er á að leikurinn
fari fram nk. mánudagskvöld.
Þar scm landsliðið kemur ekki
heim fyrr en á fimmtudag hcfur
þremur lcikjum sem vera áttu á
ÍÖstudaginn veriö frestað til
sunnudagskvölds. Þar á mcðal er
leikur KA og FH í KA-húsinu.
Einnig leikjum ÍBV-Stjörnunnar
og Selfoss-UMFA. Þeir fara fram
á sunnudagskvöld kl. 20.00.
um þctta að okkur því vió töldum
þetta virkilcga spennandi verk-
efni. Fclagið hefur eignast sterkan
yngri kjarna og við verðum að
gera eitthvað með hann. Ef vel
tekst til á framtíóin að geta oróið
björt." Hann sagði ckki í bígerð aó
styrkja liðið eða kaupa mcnn eins
og hann oróaði það. „En ef stcrkir
leikmenn sýna áhuga á að koma
til okkar þiggjum við það að sjálf-
sögðu."
Erlingur er scm kunnugt er á
fullu mcó 1. deildar liði KA í
handknattlcik. Steingrímur mun
því stjórna æfingum meira frarn
eftir vetri en Erlingur síóan taka
nteira við í sumar, enda Stein-
gríntur þá að spila á l'ullu. Erling-
ur kvaðst hins vegar engin áform
hafa um að taka fram skóna að
nýju. Hann hafði einnig tekiö aö
sér yfirumsjón meö allri þjálfun
yngri llokka KA í knattspyrnu og
mun sinna því áfram, a.m.k fyrst
um sinn.
Sem fyrr segir þckkja þeir báð-
ir vel till allra mála hjá KA og
hafa leikið meó þeim strákum sem
nú eru í liðinu. Erlingur sagðist
hal'a veriö að fara í gegnum gamla
pappíra frá árinu 1985 og þá séð
að það ár þjálfaði hann 5. llokk
KA, þar sem m.a. voru ívar Bjark-
lind og Þorvaldur Sigbjömsson,
sem nú eru lykilmenn meistara-
fiokks. Hann hefur því tekiö við
þeim aö nýju eftir nokkurt hlé.
Stcingrímur Birg-^
isson, f'yrirliói og nú
annar af þjálfurum
KA, hampar hér sig-
uriaununum í Akur-
eyrarmótinu sl. sum-
ar. Hann verður sem
fyrr kjölfcsta hins
unga og efnilega KA-
liös.