Dagur - 18.12.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 18.12.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. desember 1993 - DAGUR - 7 HRÆRINCUR STEFAN ÞOR SÆMUNDSSON Hlustað á raus um drykkju yfír ensku knattspymunni „Djöfulsins drykkja er þetta!“ hvein í konunni. Mér svelgdist á og ílýtti mér aö leggja glasið frá mér. Brún- leitur vökvinn skvettist upp úr því og á fina stofuborðið. Níst- andi sektarkennd hríslaðist um mig allan. Auðvitað náði þetta ekki nokkurri átt. Geymslan var orðin full af tómum fiöskum og dósum. „Þetta gengur svona um hverja einustu helgi,“ hélt konan áfram. Rödd hennar var helköld. Hendur mínar titruðu. Mér var ómótt en tókst að kæfa ropa í fæðingu. Eg horfði niður en gaut augunum öðru hverju á sjón- varpið. Mínir menn í Leeds voru að sóla andstæðingana upp úr skónum. Eg reyndi að finna eitt- hvað inér til málsvarnar en gleymdi mér lljótlega við að horfa á fótboltann. „Eg er búin að fá mig full- sadda af þessu,“ emjaði konan og ég hrökk óþyrmilega við. Var hún að setja mér úrslita- kosti? Þetta var nú fullgróft. Það var vissulega satt að ég var að sulla í þessu um hverja helgi og stundum í mióri viku líka, en það gerði engum mein nema sjálfum mér. Vökvinn þandi út kviðinn og neyslan hafði líka aukna hættu á tannskemmdum í för meó sér en það gat varla ver- ið fullgild ástæöa til að heimta skilnaö. Örlítill misskilningur og glæsimark hjá Leeds Ég greip um glasið og leit upp, staðráðinn í því aö svara kon- unni af fullri hörku. Ég hlyti að mega drekka eins mikið og ég vildi. Þá sá ég aó hún var alls ekkert að tala við mig heldur stóð hún mcð nefið límt við gluggarúðuna og góndi út. „Svei mér þá, hann er að skríða heim um miðjan dag í þcssu líka ástandi.“ Púff! Ég lét ropann (lakka og svolgraði kókið. Það lá vió að ég ryki á konuna og kyssti hana. Hún var þá ekki að amast viö kókþambinu í mér heldur brennivínssulli nágrannans. Mér var nákvæmlega sama um hvað blessaður maðurinn lét ofan í sig svo framarlega sem ég fengi að drekka mitt kók í friði og horfa á ensku knattspyrnuna. „...Strachan... Wallacc... og MAAARK! Leeds hefur tekiö forystuna. Rodney Wallace þrumaði boltanum í netið eftir glæsilega sendingu frá Gordon gamla Strachan. Sá kann nú að senda boltann." Arnar Björnsson ærðist í sjónvarpinu og ég steig trylltan dans í stofunni. Við vorum komnir yfir. Ég hljóðaði af inni- legum fögnuði. Við gætum orðið mcistarar nieð þessu áframhaldi. Nú var bara að vona að Unitcd tapaði. „Oj, hann er að æla á stéttina“ Ég náði mér í meira kók með góðri samvisku. Konan stóð enn vió gluggann. „Oj, hann er að æla á stétt- ina,“ sagði hún og sneri sér und- an með viðbjóói. „Aumingja konan hans - og börnin. Það ætti að skjóta svona aumingja," sagói hún hvasst. Nei, svona mátti hún ekki tala um kynbræður mína. Ég ræskti mig. „Vertu ekki meö þessar öfgar, kona. Hvaö með það þótt Silli skvetti aöeins í sig um helg- ar?“ „Aöeins!“ ýlfraði konan hneyksluö. „Hann er alltaf á því, þessi aumingi. Hverja einustu helgi.“ Ég fékk mér sopa af kókinu og horfði á næstu sókn Leeds renna út í sandinn. „Tja, hann stundar sína vinnu og skaffar ágætlega. Ég held að hann nicgi gera sér glaðan dag inn á milli." „Það var þá glaður dagur!" Konan hristi höfuðið. „Mér er alveg sama hvort hann mætir í vinnuna eða ekki. Það er fjöl- skyldan sem líður fyrir drykkju hans. Veistu hvernig hann hagar sér?“ Hún byrjaði á svæsnum lýs- ingum á drykkjulátum nágrann- ans, framhjáhaldi, slagsmálum, ölvunarakstri, fangelsis- og sjúkrahússögu og lýsti jafnvel því sem fram fór innan veggja heimilisins. Ég leit stóreygur á hana en mundi þá að það hafði verið saumaklúbbur í fyrrakvöld og rakti uppsprettu heimildanna þangaö. „Óþarflega hastarlegt að skjóta hann“ Leikurinn var orðinn þófkennd- ur. Ég geispaði og leiddi hugann aó því sem konan hafði sagt um Silla. Svona gat ekki nokkur ábyrgur heimilisfaðir hagað sér. Þetta var stjórnlaust, sjúklegt. Hann gat ekki verið meö sjálfum sér. „Tja, sennilega er þaó rétt, drykkjan hcfur aukist hjá hon- um,“ sagði ég við konuna sem nú var sest í sófann með hann- yrðirnar. „Mér íinnst samt óþarf- lega hastarlegt að skjóta hann. Maóurinn ætti að leita sér hjálp- ar, drífa sig í meðfcrð." Arnar Björnsson hækkaði róminn og ég spenntist upp. „...kominn í færi og... glæsilega varið." Ég andaói léttar. And- stæóingarnir voru næstum búnir að skora. „...kastar út til Tony Dorigo. Það er sótt að honuni og Dorigo sendir... Æ, æ! Sjálfsmark. Tony Dorigo hefur skorað sjálfs- mark.“ Ég spratt upp vitstola af bræði. „Djöfulsins aumingi er þetta! Af hverju sparkaði hann boltanum ekki út af? Það ætti að skjóta svona lúsablesa!" Konan ræskti sig. Ég leit snöggt á hana. „Hver var að tala um öfgar?" spurði hún ísmeygilega. „Erekki mannlegt að gera mistök? Öllum getur orðið fótaskortur á svell- inu.“ Hvað var hún að skipta sér af þessu? Hún hafói ekki hundsvit á fótbolta. Svo skildi ég sneiðina og sótroðnaði. Best að vera ekk- ert að tala um Silla í næsta húsi. Konan mátti skammast eins og hún vildi. Fyrr cða síðar hlyti maðurinn að rckast á vegg, eða honum yrói stillt upp við hann. Þetta var ekki mitt mál. Við vor- um ekki í Svíþjóð. Vandamál nágrannanna voru ekki mín vandamál. Hins vegar hafði ég þungar áhyggjur af Leeds. Þeir voru að klúðra leiknum. Ég hellti aftur í glasið og and- varpaði. Opið mánud.-föftud. 17.00-21.00 Lauvard.-funnud. 11.00-17.00 Goffbúð Davíðf Jaðri • Jími 22974 Bændur! Smákálfaslátrun fer fram fimmtudaginn 23. des- ember og fimmtudaginn 30. desember. Sláturhús KEA BOLUMARKAÐUR 5i Stærsti markaður norðan heiða Furuvöllum 13 (SKAPTI). Opið laugardag 18. desember frá kl. 11-18 og sunnudaginn 19. desember frá kl. 12-17. Fjölbreytt úrval: Snyrtivörur, fatnaður, skartgripir, gjafavörur, jólakort, laufabrauð og margt fleira. Góð markaðsstemmning. Gott verð. Næg bílastæði. ff................................. ......■■■=a ■ Hjálpræðisherinn: Opið hús á aðfangadagskvöld Eins og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn á Akureyri með opið hús á aðfangadags- kvöld. Hjálpræðisherinn býður öllum, sem þcss óska, að konta kl. I8 á aófangadagskvöld, boröa hátíóar- mat og eiga saman ánægjulega kvöldstund. Aðgangur er ókeypis, en vegna matarundirbúningsins er fólk beð- ið að tilkynna þátttöku eigi síðar en nk. þriöjudag, 21. desember, í síma 24406 eða í símsvara 11299. Hjálpræöisherinn býður lölki upp á keyrslu, ef þaó á erlltt með að komast sjálft. Jólamarkaður í Gilinu Jólamarkaður Giifélaga verður í Deiglunni Kaupvangsstræti 23 í dag, laugardaginn 18. desem- ber, frá kl. 10 til 22. Boðið verður upp á ýmiskonar listmuni, kerti stcypt á staónum, grafikpressa verður í gangi, lifandi tónlist, veitingar o.ll. Jólamarkaðurinn veróur einnig opinn á Þorláksmessu, 23. descm- bcr, kl 10-23. Vinnustofan Grófin verður op- in á verslunartíma eftir hádegi og Gallerí AllraHanda er opið á verslunartíma í desembcr. (Fréttatilkynning) Við drögum í dag, laugardaginn 18. desemher, í KEA Hrísalundi Kl. 16.30: Strengjakvartett frá Tónlistarskóla Akureyrar leikur létt lög í versluninni. Kl. 17.00: Dregið í jólagetrauninni. Þá kemur í ljós hvaða tíu þátttakendur hljóta vöruúttekt i KEA Hrísalundi að verðmæti frá kr. 5.000 til kr. 30.000. Kl. 17.15: Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja létt jólalög að loknum útdrætti. t/eO& ye(komi» IUHI HRÍSALUNDI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.