Dagur - 18.12.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 18.12.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 18. desember 1993 F RAMHALDSSACA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Saga Natans og Skáld-Rósu 13. kafli: Upphaf Skáld-Rósu og frá ástum hennar Guðmundur hét maður Rögn- valdsson, Amfinnssonar, Jóns- sonar. Var sú ætt úr Hörgárdal. Guðmundur bjó fyrst á Ásgeirs- stöðum. En árið 1802 fluttist hann að Fornhaga og bjó þar síðan, þar til hann brá búi 1817, sem síðar getur. Kona hans _hét Guðrún, Guð- mundsdóttir ívarssonar. Börn þeirra voru fimm, synir tveir; Snorri og Jón og dætur þrjár; Sigríður, Guðrún, móðir séra Jakobs á Sauðafelli og síðan kona Ólafs bónda í Skjaldarvík, og Rósa, er hér verður sagt frá. Orð er á gert hve Rósa var snemma efnileg. Hún var einkar fríð sýnum, svipurinn fyrirmann- legur og þó góðlegur, vel máli farin, gáfurnar skarpar og fjöl- hæfar, skáldmælt var hún svo vel, að hún orti jafn hratt og hún talaði og þótti þá kveða betur en flestir hagyrðingar um þær mundir. Því var hún kölluð Skáld- Rósa. Lundin var létt og glað- vær. Henni var einkar lagið aö gleðja hvern sem hryggur var. Færði hún og jafnan hvert mál til betri vegar. Hún var elskuð og virt af öllum, er kynntust henni, og kölluð höfðingskonuefni. Þá var Stefán amtmaður Þór- arinsson á Möðruvöllum í Hörg- árdal, höfðingi mikill. Árið 1810 varð Páll Þórðarson frá Melstað skrifari hans. Páll kenndi sig við þann staö og kallaði sig Melsteð. Þá var hann 19 ára, er hann kom að Möðruvöllum. Hann var afbragðs efnilegur, fríður sýnum og manna gjörvileg- astur, bráðgáfaður, hygginn og gætinn, manna stilltastur, fámáll og nokkuð dulur í skapi. Rósa var þá lítt komin yfir fermingar- aldur. Hún átti kirkjusókn að Möðruvöllum og kom þar oft. Fannst þeim Páli mikið hvoru um annð, sem von var. Urðu þau góðkunnug og trúlofuðust sín á milli. Svo sagði Rósa frá síðar og á það bendir vísa þessi er hún kvaó til Páls. Augun mín og augun þín ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. En með því sínu var hvorra forlaga auóið, snerist svo fyrir Páli, aó Anna Sigríóur, dóttir amtmanns, fæddi honum son um haustió 1812. Sá sveinn hét Páll og varð síðan merkilegur maður og frægur fyrir sagnarit sín. Áður hafði Anna Sigríður átt dóttur meó Friðrik verslunarmanni á Akureyri, hún hét Sigríóur Anna og varð síðar kona Símonar pró- fasts Becks á Þingvöllum. Lét amtmaður sér þaó vel líka, aó Anna Sigríður bendlaðist við Pál og vildi fyrir hvern mun, að hann ætti hana. Þó skyldi hann fyrst fara utan með tilstyrk amtmanns og taka próf í lögum, svo hann gæti orðið embættismaöur. Þetta var fýsilegt fyrir Pál, en hitt all ófýsilegt fyrir hann, að setja sig á móti vilja amtmanns, jóar eð hann hafði þó brotið á móti hon- um. Fór Páll utan haustið 1813. Þá er sagt að Rósa hafi kveó- ið honum þessa vísu. Þó er það af sumum ranglega talið: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og ailt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. Sumir eigna Jóni biskup Ví- dalín þessa vísu, hann hafi kveó- ió hana til Sigríðar frúar sinnar á þeim tíma er tilhugalíf hófst á miili þeirra, en eigi eru þó hafðar eftir honum aörar jafn vel kveðn- ar vísur á íslensku. Sömu tví- mæli eru um vísuna: Verði sjórinn vellandi, víða foldin talandi, hellubjörgin hrynjandi, hugsa ég tiiþín stynjandi. Segja sumir að Rósa hafi kveóió hana til Páls, en aðrir aó Jón biskup hafi kveóið hana til Sigríðar. Verður ekkert fullyrt um þetta frekar en hina vísuna. (Ath. Báóar þessar vísur eru í Ijóóa- bréfinu „Vetrarkvíði" sem Sigurð- ur Ólafsson í Katadal sendi konu sinni. Ljóðið er 35 erindi og áóur- nefndar vísur eru númer 24 og 25.) Vorið 1814 fór Rósa aó Möðruvöllum sem vinnukona. Var verk hennar einkum aó þjóna heldra fólkinu. Um vorió 1815 fór hún þó aftur til föður síns. Snemma á því sumri kom Páll út, hafói hann þá tekið próf í lögum og fengið veitingu í Suður- Múlasýslu. Hann setti þegar bú saman á Ketilsstöðum á Völlum. Fékk hann Rósu til að vera fyrir búinu fyrst og fór hún þangað þegar. Sjálfur taldi hann sig þó heimamann á Möðruvöllum til næsta vors 1816 og sat þar löng- um. Það er nú eigi ólíklegt, að mörgum í Rósu sporum hefði þótt auðséð hvernig fara mundi. En ástin hafði svo að segja dá- leitt hana. Hún gat ekki séð nema eina hlið á því máli, þá er hún vildi sjá. (Framhald í næsta helgarblaði) Björn Dúason tók saman. Úr myndasafni Dags Hér er mynd af félögum í Leikklúbbnum Sögu á Akur- eyri, sennilega frá árinu 1982 þegar klúbburinn setti upp Önnu Lísu eftir Helga Má Barðason. Helgi Már er einmitt annar frá vinstri í aftari röö og viö hlið hans Þröstur Guó- bjartsson, leikstjóri, þá Adolf Ingi Erlingsson, nú íþrótta- fréttamaöur hjá RÚV (var hann virkilega svona hávaxinn og spengilegur á þessum árum?) og Guöbjörg Guómunds- dóttir. Margir lesendur ættu aö kannast við hin ungmenn- in, en Magnús Sigurólason er a.m.k. auóþekktur lengst til vinstri. Alfræði Öskubuskusaga: Ævintýri um móðurlaust barn sem á vonda stjúpu. Barnið, yfirleitt stúlka, er lítils metió og er látiö vinna öll verstu verkin en fær að lokum uppreisn æru, oft með hjálp dýra. Frumsvæði öskubuskusagna er í Austurlöndum nær en hún var fyrst skráð í Indókína á 9. öld; þekktist á íslandi á 13. öld. Is- lenska þjóósagan af Mjaðveigu Mánadóttur er afbrigði af ösku- buskusögu. (Islenska alfræöiorða- bókin, Örn og Örlygur 1990) DAOSKRÁ FJÖLMIÐLA SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 09.00 Morgunijinvarp bamanna 11.00 Ljóibrot Úrval úr Dagsljósaþáttum vút- unnar. 12.00 Hlé 12.50 Eldhúslð Úlíar Finnbjömsson sýnir hvernig má matreiða jólarjúpuna. 13.05 í nannlelka sagt 14.10 Syrpan 14.40 Elnn-x-tvelr 14.55 Enska knattspyman Bein útsending frá leik Leeds og Arsenal á EUand Road. 16.50 í|irótta]>átturlnn 17.50 TáknmálsfrétUr 18.00 Draumasteinnlnn 18.25 Jólafindur vikunnar 18.55 Fréttaskeytl 19.00 Væntlngar og vonbrigðl (Catwalk) Bandariskur mynda- flokkur um sex ungmenni í stór- borg, lífsbaráttu þeirra og drauma og framavonir þeirra á sviði tónlistar. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Ævlntýri Indlana Jones (The Young Indiana Jones II) Fjölþjóðlegur myndaflokkurum ævintýrahetjuna Indiana Jones. Aðalhlutverk: Sean Patrick Flan- ery. Þýðandi: Reynir Harðarson. 21.40 Ólsenllðið lætur aldrel bugast (Olsenbanden overgiver sig aldr- ig) Dönsk gamanmynd um kostu- leg uppátæki bófanna í Ólsenlið- inu. Leútstjóri: Erik Balling. 23.20 BUun (Nuts) Bandarisk biómynd frá 1987. Ung kona verður manni að bana. Yfirvöld ætla að láta úr- skurða hana geðveika og koma henni fyrir á hæli en hún hefur þá mikla baráttu til að sýna fram á að hún sé með öllum mjalla. Leik- stjóri: Martin Ritt. Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Richard Drey- fuss, Maureen Stapleton og Eli Wallace. Þýðandi: Ýn Bertels- dóttir. Áður á dagskrá 17. april 1992. KvikmyndaeftiiUt rikls- ins telur myndina ekld hæfa áhorfendum yngrl en 14 ára. 01.00 Útvarpsfréttlr í dagslcrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.40 Hlé 13.00 Fréttakrónlkan 13.30 Siðdegisumræðan Umsjónarmaður er Gísli Marteinn Baldursson. 15.00 Steinaidarmenn og þotu- fólk 17.00 Jóladagatal vlkunnar Endursýndir verða þættir vikunn- ar úr Jóladagatali Sjónvarpsins. 17.50 Táknmólsfréttlr 18.00 Stundln okkar Dregið verður í getraun þáttarins og sýnt leikritið Englar spila ekki á greiðu. Hljómsveit Nýja tónlist- arskólans leikur, Bergþór Pálsson syngur um mánuðina og sýndur verður leikþáttur um ævintýra- ferð Nilla og Bangsa á Snæfells- jökul. 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Fljótakóngar 20.00 Fiéttlr og iþróttir 20.35 Veður 20.45 Jóladagskráin 21.20 Síðasti dans Hljómlistarmaðurinn Árni John- sen úr Vestmannaeyjum syngur og leikur lög aí nýrri plötu sinni. 21.50 Fóiklð í Forsælu 22.15 Flnlaylæknlr 23.05 Handfæraslnfónian Leikin heimildarmynd um smá- bátaútveg þar sem lýst er lifi trillukarls frá vori til haustloka. Brugðið er upp myndum af glím- unni við Ægi og fjallað um afla- samdrátt, kvótaskiptingu og gildi sjávarplássa fyrir afkomu okkar. Handrit skrifuðu Arthúr Bogason og Örn Pálsson. Árni Tryggvason leikur aðalhlutverk, Örn Ámason er þulur og Páll Steingrimsson stjórnaði myndatöku. Áður á dagskrá 30. maí sl. 23.55 Útvarpsfréttlr i dagskrár- lok SJÓNVARPID MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 17.35 Táknmálsfréttlr 17.45 Jóladagatal Sjónvarpsins í fjörunni á eyðieyju má finna margan góðan grip. Edda Heið- rún Backman, Jóhann Sigurðar- son, Kristbjörg Kjeld og Örn Árnason sjá um leúdestur og Pét- ur Hjaltested annast tónlistar- flutning. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 17.55 Jólafðndur í dag búum við tú jólatré. Um- sjón: Guðrún Geirsdóttir. 18.00 Tðfraglugglnn Pála pensúl kynnir teiknimyndir úr ýmsum áttum. Endursýndur þáttur frá miðvikudegi. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 18.25 íþróttahomið Fjaúað er um iþróttaviðburði helgarinnar heima og erlendis og sýndar myndir úr knattspyrnu- leikjum. Umsjón: Arnar Bjöms- son. 18.55 Fréttaikeyti 19.00 Jóladagatal og jólafðnd- ur Endursýndir þættir frá þvi fyrr um daginn. 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 Gangur lifslns (Life Goes On II) Bandariskur myndaflokkur um hjón og þrjú börn þeirra sem styðja hvert ann- að í bliðu og stríðu. Aðaúúutverk: Búl Smitrovich, Patti Lupone, Monique Lanier, Chris Burke og Kellie Martin. Þýðandi: Ýrr Bert- elsdóttir. 21.30 Já, ráðherra 22.35 Herrar Kalahari-eyði- merkurlnnar (Masters of the Kalahari) Sviss- nesk heimúdaimynd um lifnaðar- hætti búskmanna i Botswana. Þýðandi: Matthías Kristiansen. 23.05 Ellefufréttlr og dagskrár- lok STÖÐ2 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 09:00 MeðAfa Hann Afi er hiess að vanda og ætlar að sýna ykkur skemmtileg- ar teiknimyndir með íslensku tali. Handrit: Öm Ámason. Umsjón: Agnes Johansen. Dagskrárgerð: María Maríusdóttir. 10:30 Skot og mark Skemmtileg teiknimynd með ís- lensku tali um Benjamin og fé- laga hans. 11:00 Hvíti úlfur Vönduð teiknimynd með íslensku tali gerð eftir metsölubókinni „White Fang" eftir Jack London. 11:30 Brakúla greifl Það gengur á ýmsu í kastalanum hans Brakúla greifa. 12:00 Evrópski vinsældalistinn (MTV -The European Top 20) Skemmtilegur tónlistarþáttur þar sem tuttugu vinsælustu lög Evr- ópu em kynnt. 13:05 Fasteignaþjónusta Stöðvar 2 Algengustu’spumingum um fast- eignaviðskipti er velt upp og þeim svarað á einfaldan máta. Einnig verða sýnd sýnishorn af því helsta sem er í boði á fast- eignamarkaðinum í dag. 13:35 Jólatöfrar (One Magic Christmas) Jólatöfrar er falleg mynd frá Walt Disney um yndislega litla stúlku og æv- intýrin sem hún ratar í þegar hún reynir að endurvekja trú móður sinnar á boðskap jólanna. Ginnie, móðir stúlkunnar trúir ekki á jóla- sveininn, vinnur mikið og litur á hátíðirnar sem eintóma óþarfa fyrirhöfn. Dóttir Ginnie kennir í brjósti um hana og fær jólasvein- inn til að hjálpa sér við að kveikja von, hlýju og fögnuð í brjósti móður sinnar. Aðalhlutvek: Mary Steenburgen, Gary Basaraba, Harry Dean Stanton, Arthur Hill og Elisabeth Harnois. Leikstjóri: Phillip Borsos. 1985. 15:00 3-BÍÓ Curly Sue 16:45 SJónvarpsmarkaðurinn 17:10 HótelMarlinBay 18:00 Popp og kók Kvikmyndaumfjöllun, bestu myndböndin og meira til í þess- um hressilega tónlistarþætti. Stjóm upptöku: Rafn Rafnsson. Framleiðandi: Saga film hf. Stöð 2 og Coca Cola 1993. 19:1919:19 20:05 ImbakasBÍnn 20:45 Á norðurslóðum (Northern Exposure) Vandaður og skemmtilegur frarahalds- myndaflokkur sem gerist í smá- bæ í Alaska. Þetta er sjöundi þáttur af tuttugu og fimm. 21:50 Jackson f jölskyldan (The Jackson Family Honours) Jackson fjölskyldan hélt góðgerð- artónleika þann ellefta þessa mánaðar í Atlantic City og Stöð 2 sýnir tónleikana í heild sinni í kvöld. Þessi merka tónlistarfjöl- skylda hefur ekki komið saman í 22 ár og þetta verða því sannköll- uð hátíðarhöld. Systkinin taka saman lagið, þar á meðal Michael og Janet, en auk þess ætla ýmsar stórstjörnur að stíga á stokk með þeim. í því sambandi hafa verið nefndir tónlistarmenn á borð við Arethu Franklin, Diönu Ross, Smokey Robinson, Paul Simon, Elton John og Bruce Springsteen. 00:00 Prestsvig (To Kill a Priest) Spennumynd sem gerist í Póllandi á níunda áratugnum þegar verkalýðshreyf- ingunni Samstöðu óx fiskur um hrygg. Herforingjastjórnin reyndi alla tíð að brjóta Samstöðu á bak aftur og árið 1984 var klerkurinn Jerzy Popieluszko hnepptur í varðhald fyrir að rægja stjórn- völd. Presturinn var frelsishetja pólskrar alþýðu og síðar verndar- dýrlingur Samstöðu. Aðalhlut- verk: Ed Harris, Christopher Lambert, David Suchet og Joss Ackland. Leikstjóri: Agnieska Holland. 1988. Stranglega bönnuð börnum. 02:00 Hugur hr. Soames (The Mind of Mr. Soames) John Soames hefur legið í dauðadái frá fæðingu, eða í hartnær 30 ár. Hann vaknar til lífsins eftir að Dr. Michael Bergen framkvæmir á honum heilaskurðaðgerð en John hefur huga ungabarns í fullorðn- um líkama. Bönnuð börnum. 03:40 Dagskrárlok Stöðvar 2 STÖÐ2 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 09:00 Sóði Sniðug teiknimynd fyrir alla ald- urshópa. 09:10 Dynkur Falleg teiknimynd með íslensku tali um litlu risaeðluna Dynk. 09:20 í vinaskógi 09:45 Vesalingamir Vandaður teiknimyndaflokkur um Kósettu litlu og vini hennar. 10:15 Sesam opnist þú Vinsæll leikbrúðumyndaflokkur með íslensku tali. 10:45 Skrifað í skýin Ævintýralegur teiknimyndaflokk- ur með íslensku tali. 11:00 Staðfasti tindátinn (The Tin Soldier) Þessi skemmti- legi ballett er gerður eftir ævin- týri Hans Christians Andersen og hefst í afmælisveislu hjá litlum dreng sem fær óvenjulegan tin- dáta að gjöf. 12:00 Á slaginu Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Kl. 12:10 hefjast umræður í sjón- varpssal Stöðvar 2 um málefni liðinnar viku. Meðal umsjónar- manna eru Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Páll Magnússon útvarpsstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins. Þáttur- inn er samsendur á Bylgjunni. ÍÞRÓTTIR Á SUNNUDEGI 13:00 NISSAN defldbi íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgj- unnar fylgist með gangi mála í 1. deild í handknattleik. Umsjón: Geir Magnússon. 13:25 ítalski boltinn Spennandi leikur í fyrstu deild ítalska boltans í beinni útsend- ingu í boði Vátryggingafélags ís- lands. 15:15 NBA körfuboltinn Myllan býður áskrifendum Stöðv- ar 2 upp á hörkugóðan leik í NBA deildinni. Að þessu sinni verður annaðhvort sýnt frá viðureign New Jersey Nets og Boston Celt- ics eða leik Detroit Pistons og Milwaukee Ducks. Hvorn leikinn við sýnum verður auglýst síðar. 16:30 Imbakas8inn Endurtekinn fyndrænn spéþáttur frá því í gær. 17:00 Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) Skemmtilegur og hugljúfur myndaflokkur um hina einu sönnu Ingalls fjölskyldu. 18:00 60 mínútur Vandaður bandarískur fréttaskýr- ingaþáttur. 18:45 Mörk dagsins Nú verða sýndir valdir kaflar úr leikjum ítölsku fyrstu deildarinn- ar og valið mark dagsins. 19:1919:19 20:05 Hve glöð er vor æska Nýr íslenskur þáttur þar sem rætt er við nokkra unglinga um ung- linga og margt fleira. Sjá nánari umfjöllun annars staðar í blaðinu. 20:45 Lagakrókar 21:45 Warburg: Maður áhrifa (Warburg, Un Homme D’Influ- ence) Sannsöguleg frönsk fram- haldsmynd í þremur hlutum um fjármálamanninn Siegmund War- burg sem fékk fjármálavit í vöggugjöf. í þessari mynd er reynt að varpa ljósi á þau öfl sem ráku þennan óvenjulega mann áfram og hvað það var sem lá að baki ákvörðunum hans sem hafa áhrif á hagkerfi þjóða enn þann dag í dag. Annar hlut er á dag- skrá annað kvöld og þriðji og síð- asti hluti þriðjudagskvöldið 21. desember. Sjá nánari umfjöllun annars staðar í blaðinu. Aðalhlut- verk: Sam Waterston, Dominique Sanda, Alexandra Stewart og Je- an-Pierre Cassel. Leikstjóri: Mos- hé Mizrahi. 23:25 í sviðsljósinu (Entertainment This Week) Skemmtilegur bandarískur þáttur um allt það helsta sem er að ger- ast í kvikmynda- og skemmtana- iðnaðinum. 00:15 Sekur eða saklaus (Reversal of Fortune) Þessi vand- aða kvikmynd segir sögu eins umdeildasta sakamáls aldarinn- ar. Greifynjan Sunny von Bulow liggur í dauðadái á sjúkrahúsi. Eiginmaður hennar, Claus von Bulow, er sakaður um að hafa gefið henni of stóran skammt af insúlíni, með þeim afleiðingum að hún vakni aldrei aftur. Aðal- hlutverk: Jeremy Irons, Glenn Close og Ron Silver. Leikstjóri: Barbet Schroeder. 1991. Lokasýn- ing. 02:05 Dagskrárlok Stöðvar 2 STÖÐ2 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 16:15 Sjónvarpsmarkaðurinn 16:45 Nágrannar 17:30 Á skotskónum (Kickers) Fjörug teiknimynd um stráka sem vita ekkert skemmti- legra en að spila fótbolta. 17:50 í sumarbúðum Skemmtilegur teiknimyndaflokk- ur um hressa krakka í sumarbúð- um. 18:15 Popp og kók

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.