Dagur - 21.12.1993, Blaðsíða 9
IÞROTTIR
Þriójudagur 21. desember 1993 - DAGUR - 9
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Lesendur Dags velja
íþróttamann Norðurlands
- glæsileg verðlaun í boði fyrir þá sem skila inn atkvæðaseðli
Samkvæmt venju mun Dagur
standa fyrir valinu á íþrótta-
manni Norðurlands í samvinnu
við lesendur blaðsins. Formið er
með sama hætti og undanfarin
ár. Lesendur fylla út seðilinn
hér til hliðar, klippa hann út og
póstsenda hann eða skila á af-
greiðslu blaðsins. Seðillinn mun
birtast næstu daga. I>eir lesend-
ur sem þátt taka í valinu geta
unnið til glæsilegra verðlauna
frá versluninni Radíónaust,
Geislagötu 14, Akureyri, en þau
verða nánar kynnt á morgun.
Lesendur skrifa nöfn 5 íþrótta-
manna á seðilinn ásamt þeirri
íþróttagrein sem viðkomandi
stundar. Gjaldgengir í kjörinu eru
íþróttamenn sem stunda íþrótt sína
á Norðurlandi og Norðlcndingar
sem stunda íþrótt sína annars stað-
ar. Lesendur merkja seðilinn með
nafni sínu, heimilisfangi og síma
og þar meó er tryggt aö þeir verða
með í pottinum þegar dregið vcrð-
ur út. Skilafrestur er til 7. janúar
1994 og vcrður kjörinu væntan-
lcga lýst helgina þar á el'tir.
Þetta er í 9. sinn scm Dagur
stcndur l'yrir þcssu kjöri. Síðast
varð júdómaðurinn Frcyr Gauti
Sigmundsson úr KA l’yrir valinu
og þar á undan Eyjólfur Sverris-
son knattspyrnumaður frá Sauöár-
Handbolti:
króki. Aðrir sem hlotið hafa nafn-
bótina eru: Guðmundur Bene-
diktsson, Þorvaldur Orlygsson,
Guðrún H. Kristjánsdóttir, Halldór
Askelsson, Daníel Hilmarsson og
Kári Elísson.
Ljóst cr að lescndum cr vandi á
höndum og margir sem koma til
greina sem íþróttamenn Norður-
lands 1993. Fólk ætti þó að bregð-
ast fljótt við og senda scðilinn inn
sem fyrst og vera þannig með í
pottinum þegar vcrðlaunin vera
dregin út. Sem lýrr er þaö verslun-
in Radíónaust sem tekur þátt í
kjörinu og gcfur verðlaunin, en
þau veröa kynnt á morgun.
Stjörnulið gegn landsliðinu
- almenningur tekur þátt í vali stjörnuliðsins
HSÍ og Samtök íþróttafrétta-
nianna gangast fyrir stjörnulcik
í handbolta í Kaplakrika 29.
desember. I>ar mætast landslið-
ið og stjörnulið sem lesendur
taka þátt í að velja. Velja skal
einn mann í hverja stöðu og
setja seðilinn í póst til HSI fyrir
jól. Leikurinn er síðasti leikur
landsliðsins fyrir leikina við
Hvít-Rússa sem fram fara hér á
landi 7. og 9. janúar.
Þorbergur Aðalstcinsson hcfur
þegar valió landsliðið en áhuga-
fólki um handknattleik gefst síðan
kostur á að taka þátt í vali Stjörnu-
liðsins. Þorbcrgur hefur valiö eft-
irtalda í landsliöshópinn: Guð-
mundur Hrafnkclsson, Val, Berg-
svcinn Bergsvcinsson, FH, Geir
Sveinsson, Avidcsa, Gústaf
Bjarnason, Sclfossi, Gunnar Bcin-
teinsson, FH, Valdimar Grímsson,
KA, Hcöinn Gilsson, Dusscldorf,
Júlíus Jónasson, Avidesa, Dagur
Sigurðsson, Val, Guójón Arnason,
FH, Olafur Stcfánsson, Val og
Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni.
Verðlaunaafliending fyrir Desem-
bermót íþróttafélagsins Akurs
Sl. laugardag fór fram verð-
launaafhending fyrir Desember-
mót Iþróttafélagsins Akurs á
Akureyri. Akureyrarhöfn gaf
verðlaun á mótið sem lauk með
fjölmennu kaffisamsæti á
Bjargi. Veittir voru fjórir far-
andbikarar fyrir keppni í boccia
auk bikara fyrir bogfimi og
borðtennis.
Þorsteinn Williamsson hlaut
Öólingabikarinn í boccia. Hall-
dóra Sigríður Þórarinsdóttir Val-
kyrjubikarinn, Helga Helgadóttir
Stúlknabikarinn og Stclán Thorar-
ensen Piltabikarinn. Gunnlaugur
Björnsson hlaut 1. vcrólaun í bog-
fimi og Janus Þór Valdimarsson
reyndist sterkastur í borðtcnnis.
Einnig voru Arni Þorláksson,
Stella Sigurgeirsdóttir og Frcyja
Jónsdóttir heiðruð en þau áttu öll
stórafmæli á árinu.
íþróttamaður
Norðurlands 1993
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1.
2.
3.
4.
5.
Nafn:Sími:
Heimilisfang:
Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1993
B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri
Skilafrestur er til 7. janúar 1994
ATKVÆÐASEÐILL - STJÖKNULIÐ
Handknattleíksunnendur velja sína menn gegn landslíðínu
Markvörður:.......................................
Línumaður:........................................
Vinstrí homamaður:................................
Hægri hornamaður:.................................
Skytta hægra megin:...............................
Skytta vinstra megin:.............................
Leíkstjómandi:....................................
Sendandi:.........................................
Heimilisfang:.....................................
■ Seðillinn sendist til HSÍ, Iþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykja-
vik, íyrir jól. Einnig má faxa seðilinn til HSÍ í 91-689829
Þorsteinn Williamsson og Tryggvi Gunnarsson urðu í efstu
tvcimur sætunum í öðlingallokki í boccia.
Ilalldóra S. Þórarinsdóttir vann Valkyrjubikarinn í boccia cn
Margrct Kristjánsdóttir og Oddný Rósa Stelánsdóttir urðu í 2.
og 3. sæti.
Stefán Thorarensen vann piltabikarinn, bróðir hans Elvar kom
næstur og síðan Gunnlaugur Hjörnsson.
Gunnlaugur Björnsson sigraði í bogfímikcppninni nieð 516
stig, næstur kom Ragnar Hauksson mcð 491 og 3. varð I’álmi
Geir Jónsson með 445.
Stúlknabikarinn í boccia vann Ilclga Helgadóttir og næstar
komu Svava Vilhjálmsdóttir og Arnfríður Stcfánsdóttir.
Janus Þór Valdimarsson var bcstur í borðtcnnis cn á cftir hon-
um kornu Gauti Gunnarsson og Guðmundur Ó. Hcrmannsson.