Dagur - 21.12.1993, Blaðsíða 13
Þriójudagur 21. desember 1993 - DAGUR - 13
Örlygur Hálfdánarson um Akureyri
- höfuðborg hins bjarta norðurs:
Mjög stoltur af
þessari útgáfu
Síðastliðinn föstudag gaf bókaút-
gáfan Örn og Örlygur út bókina
Akureyri - höfuðborg hins bjarta
norðurs eftir Steindór Steindórs-
son, fyrrverandi skólameistara.
I þessari nýju glæsilegu bók,
sem er hátt í 300 blaðsíður, er gerð
grein fyrir hverri götu á Akureyri,
einstökum húsum sem eiga sér sér-
stæða sögu og því mannlífi sem þar
þreifst, sögufrægum húsum og ör-
nefnum. Bókina prýðir fjöldi nýrra
og gamalla ljósmynda, málverk,
teikningar, kort og uppdrættir. Þá
er mikill fengur að 25 ömefnakort-
um af öllu bæjarlandinu, en nafn-
setningu þeirra og fjallahringsins
annaðist Hörður Kristinsson, for-
stöðumaður Náttúrufræðistofnunar
Norðurlands.
Skiptist í fjóra aðalkafla
Efni bókarinnar má skipta í fjóra
aöalkafla. Fremst er söguágrip Ak-
ureyrar, þá tekur við fyrirferðar-
mesti hlutinn, sem fjallar í stafrófs-
röð um allar götur, hús og ömefni.
Þá taka við ömefnakort og að síð-
ustu ítarlegar skrár yfir staða- og
mannanöfn.
Ritstjóri texta var Einar S. Am-
aids en Ivar Gissurarson ritstýrði
myndefni. Gísli Jónsson, fyrrv.
menntaskólakennari, og Örlygur
Hálfdánarson, bókaútgefandi,
fyigja bókinni úr hlaði.
Ein af glæsilegri bókum
Arnar og Órlygs
Örlygur Háifdánarson, bókaútgef-
andi, sagðist vera mjög ánægður
mcð útgáfuna. Af öörum bókum
ólöstuðum, sem Öm og Örlygur
hafa gefið út, væri þetta ein af allra
glæsilegustu bókum útgáfunnar til
þessa.
„Fyrir nokkrum árum hóf ég út-
gál'u á bókaflokki um Reykjavík,
sem urðu fjögur bindi. Þá strax bað
ég Steindór að skrifa sambærilega
bók um Akureyri. Hins vegar dróst
útgáfan m.a. vegna þcss að Öm og
Örlygur hafa staðið í stórræðum og
einnig sömdum við Jón Hjaltason,
sagnfræðingur, um að þessi bók og
Sagíi Akureyrar rækjust ekki á.
Astæðan fyrir því að ég réðst í
að gefa þessa bók út er cinfaldlega
sú að sagan og landið heilla mig.
Það form sern er á bókinni cr að
mínu mati aðgengilegra og auð-
veldara fyrir hinn venjulcga mann,
án þcss þó aö ég sé á nokkum hátt
að kasta rýrð á venjulegar fræði-
bækur. Þctta er einfaldlega önnur
leið að efninu.
Það rifjaðist upp fyrir mér í
fiugvélinni á leiðinni noröur að
fyrsta Reykjavíkurbókin kont út 17.
desembcr. Þessi dagur er sömulcið-
is fæðingardagur föður míns, sem
starfaði hér sem veitingamaður á
sínum yngri árum á Hótel Akur-
eyri."
Starfsfólk Braunsvcrslunar 1945. Frá vinstri: Elsa Jóhanncsdóttir, Jóhanna
Pálniadóttir, Haraldur Sigurgcirsson, Anns S. Arnadóttir og Bergrós Jó-
hanncsdóttir.
Opnunartími matvöruverslana
4^- Akureyri í desember
utan hefðbundins opnunartíma
Texta bókarinnar segir Örlygur
að Steindór Steindórsson hafi skrif-
að fyrir 6-7 árum síðan á meðan
hann hafði sjón til skrifta. „Því
miður hafði Steindór misst sjónina
þegar kom að því að velja myndir í
bókina, en við það verk nutum við
fyrirgreiðslu kunnugra manna hér á
Akureyri.“
40 bækur að baki
Á útgáfudaginn, sl. föstudag, var
bókin kynnt fyrir fréttamönnum og
fleimm á heimili Steindórs Stein-
dórssonar á Akureyri. Við það
tækifæri sagóist Steindór vera
þakklátur öllum þeim sem að þcssu
verki hefðu komið. Hins vegar
sagði hann að sjóndepran kæmi í
veg fyrir að hann gæti notið þess að
fletta bókinni. Steindór sagðist
þakklátur forsjóninni fyrir að geta
lagt þetta verk fram til sögu Akur-
eyrarbæjar. Með þessari bók væri
hans rithöfundaferii lokið, en allt í
allt, að þýðingum meötöldum, hafi
hann ritað 40 bækur.
Bæjarstjórinn fckk eintak
Steindór afhenti Halldóri Jónssyni,
bæjarstjóra, eintak af nýju bókinni
á fréttamannafundinum sl. föstu-
dag. Halldór sagði viö það tækifæri
að sér væri það mikill heiður að
taka við bókinni fyrir hönd Akur-
eyrarbæjar. Af þessari bók væri
vissulega mikill fengur og vonandi
ættu sern flestir eftir að njóta henn-
ar.
Þess má að lokum gcta að Akur-
eyri - höfuðborg hins bjarta noröurs
kostar kr. 7.900. óþh
Höfundurinn, Stcindór Stcindórsson, og bókaútgcfandinn, Örlygur Hálf-
dánarson, halda hcr á afrakstri þrotlausrar vinnu. Mynd: Robyn.
Steindór hélt skcmmtilcga ræðu á frcttamannafundinum sl. fóstudag og m.a.
afhcnti hann Halldóri Jónssyni, bæjarstjóra, cintak af bókinni. Mynd: Robyn.
Margar myndanna í hókinni cr^^
ekki hægt aö meta til fjár. Á þcssari
mynd er Jakoh V. Havsteen fyrir
framan hús sitt, Strandgötu 35.
Ekki er vitað hver konan á tröpp-
unum er né maðurinn með derhúf-
una. Á vinstri jaðri myndarinnar
sést á gafl Olafsbauks, Strandgötu
33. Myndin er tckin nokkru fyrir
aldamótin 1900. Mynd: AS.
Mikill fjöldi ljósmynda
„Eg cr mjög stoltur af þessari út-
gáfu og þetta er cin glæsilcgasta
bók sem ég hef gefið út og það hcf-
ur ekkcrt verið til sparað. Ákurcyri
er feikilega söguríkur bær og það
hefur verið sérstaklcga ánægjulegt
að vinna bók um bæinn.“
Örlygur sagði að um margt væri
þessi bók sérstæð. Ömefnakortin
skapi ákveðna sérstöðu og þá hafi
mikil áhersla verið lögð á þátt
myndarinnar. „Það hcfur verið lögð
óhemjuleg vinna í að safna mynd-
um og þar höfum við notið dyggi-
legrar aöstoðar Harðar Geirssonar á
Minjasafninu hér á Akureyri og
hann á miklar þakkir skildar."
HRÍSALUNDUR BYGGÐAVEGUR SUNNUHLÍÐ NETTÓ
Mióvikud. 22. des. 10.00-22.00 9.00-22.00 9.00-22.00 12.00-22.00
Fimmtud. 23. des. 10.00-23.00 9.00-23.00 9.00-23.00 12.00-23.00
Aófangadagur 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00
Sunnud. 26. des. Lokað 13.00-18.00 Lokaó Lokað
Mánud. 27. des. Lokað 10.00-22.00 Lokað Lokaó
Gamlársdagur 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00
Geymið auglýsinguna.
Nóvember 20,50%
Desember 18,00%
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabr. lán nóvember Alm. skuldabr. lán desember Verðtryggð lán nóvember Verðtryggð lán desember 16,90% 13,20% 9,40% 7,50%
LÁNSKJARAVÍSITALA
Nóvember 3347
Desember 3347
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS
Tegund K gengi K áv.kr.
90/1D5 1,5352 4,90%
91/1D5 1,3639 5,00%
92/1D5 1,2067 5,00%
93/1D5 1,1230 5,00%
93/2 D5 1,0606 5,00%
HÚSBRÉF
Flokkur K gengi K áv.kr.
92/4 1,1492 5,45%
93/1 1,1156 5,45%
93/2 1,0864 5,45%
93/3 0,9644 5,45%
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Avöitunl.janumfr.
verðbólgu siðustu: (%J
Kaupg. Sölug. 6 mán. 12 mán.
Fjárfestingarfélagið Skandia ht.
Kjarabrél 5,008 5,162 11,7 17,8
Tekjubréf 1,572 1,620 10,6 15,6
Markbrél 2,674 2,756 14,5 18,30
Skyndibréf 2,040 2,040 5,3 5,10
Fjölþjóðasjóður 1,450 1,495
Kaupþing hf.
Einingabréf 1 6,973 7,101 52 52
Einingabréf2 3,994 4,014 11,6 10,7
Einingabréf 3 4,579 4,663 5,5 5,6
Skammtímabrél 2,443 2,443 9,3 8,8
Einingabréf 6. 1,146 1,181 34,1
Verðbréfam. Islandsbanka hf.
Sj. 1 Vaxtarsj. 3,409 3,426 4,8 5,4
Sj.2Tekjusj. 1,998 2,038 9,10 8,3
Sj. 3 Skammt. 2,348
Sj. 4 Langt.sj. 1,615
Sj.5Bgnask.lrj. 1,481 1,525 9,1 8,6
Sj. 6 island 868 911 •152 49,9
Sj. 7 Þýsk hlbr. 1,578 1,625 68,4 28,8
Sj. 10 Evr.hlbr. 1,606
Vaxtarbr. 2,4023 4,8 5,4
Valbr. 22518 4,8 5,4
Landsbrét ht.
islandsbrét 1,504 1,532 8,3 7,6
Fjórðungsbréf 1,197 1,214 8,5 82
Þingbrét 1,631 1,652 16,6 15,6
Öndvegisbréf 1,538 1,558 9,8 10,0
Sýslubréf 1,324 1,342 0,5 •2,1
Reiðubréf 1,470 1,470 7,6 7,3
Launabrél 1,070 1,086 9,5 9,1
Heimsbréf 1,500 1,545 32,7 212
HLUTABREF
Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands:
Hagsl tilboð
Lokaverð Kaup Sala
Eimskip 4,46 4,46 4,50
Rugleiðir 1,20 1,13 1.21
Grandi hf. 1,99 1,92 1,98
Íslandsbankí hf. 0,87 0,80 0,87
Olis 2.02 2,01 2,02
Útgerðarfélag Ak. 3,23 3,00 3,20
Hlutabréfasj. VÍB 1,16 1,10 1,16
ísl. hlutabréfasj. 1,15 1,06 1,15
Auðlindarbréf 1,12 1,06 1,12
Jarðboranir hf. 1,87 1,81 1,87
Hampiðjan 1,42 1,35 1,42
Hlutabréfas|óð. 1,10 1,05 1,15
Kaupfélag Eyf. 2,30 2,20 2,30
Marel hf. 2,60 2,50 2,66
Skagstrendingur hl. 3,00 2,80
Sæplast 3,10 2,83 3,08
Þormóður rammi hl. 2,10 2,10 2,14
Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum:
Alm. hlutabr.sj. hf. 0,88 0,88 0,90
Ármannsfell hl. 1,20
Árnes hl. 1,85
Bifreiðaskoðun ísl. 2,15 1,60 2,40
Eignfél. Alþýðub. 1,20 1,15
Faxamarkaðurinn hf. 225
Fiskmarkaðurinn 0,80
Hafðrninn 1,00
Haraldur Bððv. 2,50 1,00 2,49
Hlutabréfasj. Norðurl. 1,20 1,15 1,20
isl. útvarpsfél. 2,90 2,36 2,90
Kögun hf. 4,00
Olíufélagið hf. 5,70 5,72 5,80
Samskip hf. 1,12
Samein. verktakar hl. 6,90 6,80 7,48
Sildarvinnslan hf. 3,00 2,70 2,90
Sjóvá-Almennar hf. 5,05 4,70 5,90
Skeljungur hf. 4,40 4,30 4,40
Softis hl. 6,50 6,50
Tollvörug. hf. 1.25 1,25
Tryggingarmiðst. hf. 4,60
Tæknivalhf. 1,00
Tölvusamskipti hf. 6,75 3,0 4,50
Þróunarfélag islands hf. 1,30 1,20
CENGIÐ
Gengisskráning nr. 380
20. desember 1993
Kaup Sala
Dollari 71,95000 72,16000
Sterlingspund 106,86200 107,18200
Kanadadollar 53,66400 53,89400
Dönsk kr. 10,71820 10,75420
Norsk kr. 9,67860 9,71260
Sænsk kr. 8,54640 8,57840
Finnskt mark 12,41250 12,45550
Franskur franki 12,30830 12,35130
Belg. (ranki 2,01490 2,02290
Svissneskur franki 49,14310 49,31310
Hollenskt gyllini 37,47000 37,60000
Þýskt mark 41,97690 42,10690
ítölsk lira 0,04260 0,04279
Austurr. sch. 5,96680 5,98980
Port. escudo 0,41060 0,41270
Spá. peseti 0,51070 0,51330
Japanskt yen 0,65087 0,65297
irskt pund 101,61200 102,02200
SDR 99,37900 99,71900
ECU, Evr.mynt 81,06680 81,36680