Dagur - 31.12.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 31.12.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. desember 1993 - DÁGUR - 3 Svipmyndir líðandi árs JL t/ Samantekt: Óskar Þór Halldórsson Árið 1993 er að fjara út. Ár erfiðleika í mörgu tilliti en einnig ár gleði og j sameining sveitarfélaga fékk hroðalega útreið í kosningum, friðarsamning- sigra. Á árinu 1993 samþykktu þingmenn að ísland gangi inn í hið Evr- ar náðust milli Palestínumanna og ísrelsmanna og svo mætti lengi telja. Ár- ópska efnahagssvæði, GATT-samningarnir um heimsviðskipti náðust eftir ið verður ekki gert upp í fáeinum orðum, en hér verða rifjaðir upp með að- margra ára þjark, tilraun var gerð til þess að steypa Jeltsín í Rússlandi, stoð fréttamynda nokkrir eftirminnilegir atburðir af norðlenskum vett- skelfilegar hörmungar gengu yfir íbúa gömlu Júgóslavíu, Kristján Jó- vangi. Að svo mæltu þakkar ritstjórn Dags viðmælendum og lesendum hannsson, óperusöngvari, vann marga glæsta sigra í útlandinu, atvinnu- blaðsins samfylgdina á árinu og óskar þeim farsældar á komandi ári. leysisvofan var í essinu sínu á Fróni, tveir ungkratar settust í ráðherrastóla, I Allir í ígulker Hver man ekki eftir loðdýraæv- intýrinu og síðar fiskeldisævin- týrinu? Spumingin er hvort nýtt slíkt „ævintýri" sé í uppsiglingu. Á liðnu ári hafa margar frcttir verið skrifaóar um ígulkera- vinnslu hér og þar. Sumum finnst þessi nýi atvinnuvegur bera keim af gullgrafaraæói - aðrir eru á annarri skoóun og telja þetta vera fullkomlega raunhæfan kost og vísa í því sambandi á góóan árangur víóa um land, t.d. á Hvammstanga þar sem vinnsla á ígulkerum veiti um 20 manns atvinnu. Þessi mynd var tekin af Kristjáni Hannessyni, trillukarli á Akur- eyri, með ígulker sem hann færði á land á Akureyri í mars. Dýrvitlaust veður á þorra Norðlendingar l'engu heldur betur aö kynnast vetri konungi á þorranum. Þann 12. janúar gerði iðulausa stórhríð og var veðrió svo slæmt að báðir framhaldsskólarnir á Akureyri lögóu niður kennslu. „Ég man varla eftir aó skóla hafi verið aflýst nema rafmagnsleysi hafi fylgt með,“ sagöi Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, af þessu tilefni. ÚAívíking til Þýskalands Upp úr miðjum mars var gengið frá kaupum Utgerðarfélags Akur- eyringa hf. á meirihluta í þýska út- gerðarfyrirtækinu Mecklcnburger Hochseefisherei. „Ég er mjög sátt- ur vió þessa niðurstöðu. Ég held að vió höfum lágmarkað áhættuna og fjárhagsstaða þessa félags er góð. Ég tel að þetta sé skemmti- legt tækifæri og mín tilfinning er sú að með slíku samstarfi opnist ýmsir möguleikar. En ég minni á að allar gerðir mannanna eru háð- ar óvissu,“ sagói Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, um kaupin í Degi 16. mars. En Adam var ekki lcngi í Paradís. Þegar á árið leió kom í ljós að vegna fyrst og l'remst gífurlega erfiðrar birgða- stöðu var afkoma fyrirtækisins mun verri en ráó var fyrir gcrt. Hvort ÚA fer út úr Meckíenburger í byrjun næsta árs á eftir að koma í Ijós, en staóa fyrirtækisins er nú til endurmats. Fyrsti ís- lendingur ársins Fyrsti Islendingur ársins, 17 marka drengur, fæddist á FSA um kl. hálf þrjú á nýársnótt. Foreldrar hans eru Mjöll Matthíasdóttir og Þorgrímur Daníelsson. Mjöll fór um miðnætti upp á fæðingardeild og rúmum tveim tímum síðar var drengurinn kominn í heiminn. Bruni í Búgarði Töluveröar skemmdir uróu þegar eldur kom upp í Búgarði, húsi Búnaó- arsambands Eyjafjarðar, 21. janúar. Slökkviliðsmenn sögðu að miðað við hvað eldurinn var lítill, þá hafi orðið ótrúlega mikið tjón. „Loftárás“ á Margréti Fjórir togarar af Noróurlandi fengu á sig brotsjó aðfaranótt 24. janúar. Margrét EA, sem var aó veiðum í Eyjafjarðarál, varð hvaó verst úti. Átta rúður brotnuóu í brú togarans og öll siglingatæki urðu óvirk. Margrét EA var tekin í slipp í Slippstöðinni og þar var skipt um brú hennar á met- tíma. Þingmenn í íjósið Fulltrúar í landbúnaðarnefnd Alþingis heimsóttu Eyfirðinga 24. febrúar og m.a. fóru þeir í fjós þingmannsins Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar á Óngulsstöðum og kynntu sér hvernig hann býr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.