Dagur - 31.12.1993, Blaðsíða 7
SVIPMYNDIR LIÐANDI ARS
Föstudagur 31. desember 1993 - DAGUFt - 7
Mjáhár á Húsavík
Stórmerkilegt mál var í fréttum
Dags þann 1. apríl. Nokkrir hug-
vitsmenn höfðu, samkvæmt frétt-
inni, tekið sig til og stofnað fyrir-
tæki um framleiðslu á skalla-
plástrum með hárvaxtaráburði. A
myndinni eru forsvarsmenn hluta-
félagsins, sem fékk nafnið
Mjáhár. Frá vinstri Hlífar Karls-
son, mjólkursamlagsstjóri, Jón B.
Gunnarsson, grásleppukarl, Stefán
Jónsson, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Þingeyinga og
Páll Þór Jónsson, markaðsstjóri
Mjáhárs.
PS. Þetta var l.apríl-frétt!!.
Frábær árangur Siglfirðinga
Briddsfjölskyldan eina og sanna á Sigiufirði náói þeim frábæra árangri um páskana að ná Islandsmeistaratitli í
sveitakeppni í bridds. I sigursveitinni voru bræóurnir Ásgrímur, Bogi, Anton og Jón Sigurbjömssynir og synir
Jóns þeir Olafur og Steinar. Á myndinni er Helgi Jóhannsson, forseti Bridgesambands Islands, meó þeim
Steinari, Olafi, Jóni og Ásgrími.
Teygjustökksæði
Það var um mitt sumar sem bissnessmenn að sunnan buðu landsmönnum
upp á nýjung sem átti eftir aó slá í gegn. Eins og venjulega, þegar fólki
stendur eitthvað nýtt og óþekkt til boða, greip um sig teygjustökksæði á
Akureyri jafnt sem annars staðar á landinu. En dýrt var Drottins orðið!!
Eitt stykki teygjustökk, með. eða án dýfu, kostaði heilar 3900 krónur.
Var einhver að tala um efnahagsþrengingar?
Áskell
borgaði
Eftir langt stríð við kerfið gekk
Áskell Jónsson, söngstjóri á Akur-
eyri, á fund innheimtudeildar
sýslumanns 17. maí og greiddi
fullan skatt af 100 þús. krónum
sem hann fékk sem vióurkenningu
frá Menningarsjóði Akureyrar i
apríl 1991 fyrir ómælt framlag
hans til menningar og lista á Ak-
ureyri. Kerfió tók ekki til greina
að um væri að ræóa viðurkenn-
ingu og krafðist fulls skatts af
upphæðinni. Áskell gaf 50 þús. af
þeim 60 þús. sem cftir stóðu í org-
elsjóð Glerárkirkju.
Áhugasamar konur
Kvennahlaupið 1993 var haldió á 13 stöðum á Norðurlandi á kvennadaginn 19. júní og er skotið á aó um 2 þús-
und konur hafi tekið þátt. Á landinu öllu hlupu um 13 þús. konur, sem er nálægt því að vera tvöföldun frá fyrra
ári.
Hversdags-
sigur
Akureyringa
Akurcyringar sigruöu íbúa Ashk-
elon í Israel með miklum yfir-
burðum í keppni bæjanna um þátt-
töku í íþróttum og útivist 26. maí.
Þátttaka í Hversdagsleikunum á
Akureyri var almennari en bjart-
sýnustu nienn þoróu að vona og
kannski átti einstök veðurblíða þar
einhvern hlut aö máli.
Rekstur einangr-
unarstöðvar
í Hrísey
Hér með er óskað eftir tilboði í rekstur Einangrun-
arstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey, frá og með 1.
febrúar1994.
Upplýsingar um starfsemi stöóvarinnar veitir sóttvarna-
dýraiæknir stöðvarinnar. Sími 96-61781.
Tilboóum skal skila til yfirdýralæknis, Rauðárstíg 25,
150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk.
Landbúnaðarráðuneytið,
27. desember 1993.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Starfsdeild við Löngumýri
Námskeið í starfsdeild
á nýju ári
Á vorönn 1994 er hægt áð bæta viö nemendum í
starfsdeild og hefst kennsla 10. janúar.
Margvíslegar námsgreinar eru í boði, s.s.:
- Matreiðsla/hússtjórn - Saumar og hannyrðir - Líkamsrækt
-- Nytjalist; leður; málmsmíði; leirbrennsla
- Myndlist - Smíðar - Tölvunámskeið
- íslenska - Hagnýt stærðfræði
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif-
stofu skólans á Eyrarlandsholti, sími 11710 og í
Löngumýri 15, sími 26780.
INNRITUN FER FRAM 4.-7. JANÚAR.
Deildarstjóri.