Dagur - 31.12.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 31.12.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. desember 1993 - DAGUR - 13 Eldvamagetraun bamsins Landssamband slökkviliðs- manna hefur sent Degi „Eld- varnagetraun barnsins“, sem er liður í brunavarnaátaki lands- sambandsins 1993. Getraunin er 6 spurningar og fylgja vísbend- ingar með, sem beina eiga þátt- takendum Ieið að réttu svari. Vísbending við 1. spurningu Neyðarsímanúmer A neyðarstund er mikilvægt að símanúmer neyðarþjónustu sé ein- falt og auðvelt að muna. Hvernig er neyðarsímsvörun nú háttaó í landinu? Núverandi kerfi er þann- ig að lögreglan hel'ur síma 0112 í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mos- fellsbæ og slökkvilið og sjúkra- flutningar 11100, til vara 0112, og Almannavarnir 22040 eða 11150. Vitaó er að í landinu eru tugir símanúmera, sumir segja jafnvel 170, sem þjóna því hlutverki að vera neyðarnúmer. I brennandi húsnæði eða við önnur neyðartil- vik, t.d. líkamsárás, er öruggara að hafa eitt númer, stutt og einfalt, sem auðvelt er að muna. Hvað skal gera ef eldur vcrður laus? Varið alla við... Eldur er laus, sjáið urn aó allir fari út. Hringið í neyðarnúmer slökkviliðs. Tilkynnið hvar er aö brenna, takið á móti slökkviliðinu er það kemur á staðinn og gefið nánari upplýsingar ef þær eru fyrir hendi. Notið slökkvitæki á staónum til að hefta útbreiðslu cldsins þar til slökkviliðió kemur. Ef tími leyfir, lokið hurðum og gluggum til aö hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkviliðið kemur. Foreldrar athugió: Skiljið lítil börn aldrei ein eftir. Setjió límmiða á símtæki á heimilinu með neyðarsímanúmeri lögreglu og siökkviliðs. Kennið börnum og unglingum hvernig og hvenær á að hringja í neyóarsímanúmer sem á við í ykkar heimabyggð. Vísbending við 2. spurningu Leikur að eldfærum Börn undir fímm ára aldri eru í verulegri lífshættu vegna eldsvoða sem verða í heimahúsum. Of margir eldar verða vegna leiks barna meó eldspýtur og vindlinga- kveikjara sem freista þeirra yngstu, vegna þess meðal annars hve litskrúðugir þeir eru. Eru eldspýtur og vindlinga- kveikjarar geymdir, þar sem börn ná ekki til á þínu heimili? Vísbending við 3. spurningu Eldsvoðar vegna matargerðar Eldamennska er algengasta ástæða fyrir eldsvoðum í heimahúsum ekki síst ef verið er aó nota feiti við matargerð. Temjið ykkur eftir- farandi: Farið ekki úr eldhúsinu meðan á eldamennsku stendur. Staðsetjið ekki auðbrennanleg efni fyrir ofan eldavélina. Komi upp eldur í potti eða pönnu á elda- vélinni, þá rjúfið strauminn að hcllunni og rcnnið loki yfir pott- inn eða pönnuna til að kæfa eld- inn. Hringið í slökkviliðið. Hellið aldrei vatni á feiticld. Algengasta orsök bruna er vegna mannlegra mistaka frekar en að eldavélar og rafmagnstæki bili og valdi íkveikju. Vísbending við 4. spurningu Þekktu til útgönguleiða á þínu heimili Eldsvoðar á heimilum eru algeng- astir eldsvoða og flestir þeirra sem farast í eldsvoða veröa fyrir því á heimilum. Reykingar í rúmi eöa annars staðar á heimilinu eru al- gengasta orsök eldsvoða sem hef- ur dauöa í för meó sér. Of margir l'arast í þessum elds- voðum. Flestir þessara elda kvikna í stofum, skálum og svefn- herbergjum vegna þess að glóð fellur í sófa eóa rúmföt. Reykur- inn er í flestum tilvikum hættu- lcgri en eldurinn. Þeir sem reykja eru raunveru- lega að leika sér meó eldinn. Með því að vera varkár í meóhöndlun á vindlum, vindlingum og eldspýt- um er meiri möguleiki á að þið getið varast eldsvoða vegna þeirra. Þetta eru dauóir hlutir, þeir valda ekki eldsvoða, þaó eruð þiö, fólkið sem notar þessa hluti, sem eruð upphafið aó eldinum. Verið varkár. Vísbending við 5. spurningu Reykskynjarar Reykskynjarar hafa stundum verið kallaöir ódýrasta líftrygging sem fólk getur keypt. Meira en helm- ingur allra elda í heimahúsum kviknar að nóttu þegar íölk er í fasta svefni. Ef eldur kemur upp þegar fjölskyldan er sofandi, vek- ur reykskynjarinn þig. Reykskynj- ari gctur skilið á milli lífs og dauða í eldsvoóa. Prófið reyk- skynjara einu sinni í mánuði. Ef hann virkar ekki, skiptið þá um rafhlöóu. Ef það dugar ekki er skynjarinn að öllum líkindum ónýtur. Kaupið þá nýjan og setjið hann upp strax. Ath! Gott er að hafa fyrir reglu að skipta um ralblöðu í reykskynj- aranum t.d. í desember ár hvert. Vísbending við 6. spurningu Augnslys barna og unglinga um áramót A undanförnum árunt hafa augn- áverkar al' völdum flugelda orðió alvarlegri en áður. Algengast er mar á auga, yfirleitt með blæðing- um inni í auganu. Oft er um var- anlega skemmd að ræða með sjónskerðingu. Samfara þessu geta fylgt brot í andliti og í verstu tilfellum hefur þurft aó fjarlægja augaó. 1 rannsókn, sem augnlæknarnir Haraldur Sigurösson, Guðmundur Viggósson og Friðbcrt Jónasson gerðu og birt var í Læknablaðinu desemberhefti 1991, kemur fram að algengasta orsök augnáverka um áramót voru flugeldar. Tívolí- bombur, bl'ys og hvellhettur dcildu öðru sæti. Flestir hinna slösuðu voru börn og unglingar. Flest slysanna urðu um áramót- in 1987-1988 í kjölfar notkun öfl- ugra skotelda, svokallaóra tívolí- bomba. Þá slösuðust fimm ein- staklingar alvarlega á auga, þar af þrír vegna tívolíbomba. Töluverð- ar umræður og blaðaskrif urðu þá um hættuna af notkun flugelda og í framhaldi af því voru tívolí- bombur bannaðar. Foreldrar! Látum lítil böm aldrei bera eld að flugeldum og blysurn. Minnispunktar: Landssambandið segir að lokum að aldrei verði of brýnt fyrir for- eldrum að fylgjast vel með börn- um, bæði með þeim sem sjálf eru að verki og hinum sem nærstödd eru þegar farið sé með flugelda, blys eða sprengjur. Má í því sambandi einnig benda á nokkrar grundvallarreglur sem hafa ber í huga við upphaf nýs árs. Fyrst er að nefna að aldrei skal haldið á blysum nema leið- beiningar segi að þaó sé í lagi. Standið þá þannig að vindurinn sé í bakið og beinið blysinu frá ykk- ur. Gætið að því að enginn verði fyrir neistaflugi eða eldkúlum sern koma úr blysum og notið hanska. Þá skal minnt á aó skjóta flugeld- um jafnan úr stöðugri undirstöðu og víkja vel frá. Beygió ykkur ekki yfir skoteld sem þið ætíið að kveikja í. Verið til hliðar og víkió vel frá. Þegar búið er að brenna út garnla árið er sjálfsagt að taka til og kasta í ruslið öllum umbúðum og óbrunnum hlutum. Geymiö llugelda á öruggunt stað og þar sem börn ná ekki til. Flugelda á ekki að geyma á rnilli ára. Ef ykk- ur tekst ekki að skjóta öllu upp um áramótin, ljúkið því þá á þrettánd- anum. Sjá getraun bls. 16 Athugið að póstleggja þarf svörin fyrir miðnætti 31. desember H ÉR OC ÞAR Hamfarir bresku konungsflölskyldunnar: Díana ætlar sér drottningarsætíð - skilnaðurinn við Karl verður að nafninu til afturkallaður Slúðurpressan. hefur nú rétt einu sinni beint kastljósinu aó Díönu Bretaprinsessu. Nú er því haldið stíft og stöðugt fram að Díana hafi ákveðió að snúa aftur, ef svo má segja. Hún hafi tilkynnt Karli prins að skilnaður þeirra sé úr sögunni en í raun verði þau áfrarn aðskilin. Samkvæmt öllum reglum þá getur Díana orðið drottning í Bret- landi ef hún er gilt Karli lögform- lega þegar hann tekur við konung- dómi. Kunnugir segja skýringuna á „heimför“ prinsessunnar vera fyrst og fremst þá að hún ætli sér aö hafa hönd í bagga með uppeldi sona þeirra Karls og sjá til þess að þegar William tekur við krúnunni þá verði hann fulltrúi nýrra við- horfa hjá bresku konungstjöl- skyldunni. „Ég ætla að sjá til þess að hann verði nútímakonungur sem þekki til lífs fólksins í land- inu. Þannig viti hann hvað það er sem fólkið vill,“ á Díana að hafa sagt viö kunningja sinn. Á sínum tíma virtist Díana heillum horfin í nálægð Karls prins en þegar frá leið þá mun hún hafa áttað sig á því að hún geti eftir sem áður orðið drottning og afturkall á skilnaðinum sé þess virði, þó ekki væri nema til að bjarga uppeldi drengjanna. Karl prins krafðist þess á sínum tíma að þeir yrðu aldir upp innan kon- ungsfjölskyldunnar en Díana þverneitaði því. Niðurstaðan varð Karl og Díana hafa ekki verið brosmild þcgar þau hafa komið fram saman. Þó skilnaður þeirra verði að nafninu til úr sögunni þá verður hjónabandið í raun sýndarmennska. Díana ætlar sér að hafa áhrif á uppeldi sonanna, sérstak- lega að búa William undir að taka við krúnunni i framtíðinni. því að þau yróu áfrant gift, að nafninu til. Karl er sagður vel sætta sig við þá niðurstöðu enda þurfi hann á öllum vinsældum Dí- önu að halda þegar hann tekur við stjórnartaumunum í konungsfjöl- skyldunni. Hvað Díönu varóar verður ekki um ástríðufullt hjónaband þeirra að ræða heldur fyrst og fremst skylduhjónaband. „Síðustu fimm árin sem við Karl vorum gift þá var ekki um neitt kynlíf að ræða. Ég get enst mun lengur en það,“ mun hún hafa sagt vinum sínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.