Dagur - 22.01.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 22.01.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. janúar 1994 „Mér fínnst alveg hörmung að sjá Ragga. Ef ég er svona asna- legur þá fer maður að hugsa hvort þetta hafi verið rétt!“ Þannig byrjar spjallið þegar við setjumst niður með tveimur hressum Akureyringum, sem brennt hafa utan af sér rúmum 110 kílóum af fítu samanlagt á síðustu misserum. Gunnar Níelsson, starfsmaður í Iþróttahöllinni, er eins konar „stóri pabbi“ í þessu því hann tók af sér yfír 90 kíló en Ragnar Sverrisson, kaupmaður í herrafata- verslun JMJ, kallar sjálfan sig „venjulega manninn“ sem sagði skilið við 20 kíló á nokkrum mánuðum í lok seinasta árs. En það eiga þeir þó sammerkt að hafa gert eitthvað í sínum málum en einmitt það að komast af stað veitist fjöldamörgum sem áhuga hafa á að leggja af hvað erfiðast. Aukakílóin sem gjarnan setjast að um jólin endast oft fram að þeim næstu þannig að vandinn hleðst upp. Megrunin byrjaði eftir háðsglósurnar frá Gunna „Þetta megrunaræói hjá ntér var eiginlega Gunna að kenna eða þakka,“ byrjar Ragnar, „því hann kom einu sinni sem oftar inn í búö- ina til mín í haust og þegar Gunni kemur er alltaf líf og fjör í búðinni og allir starfsmenn- irnir koma fram að spjalla viö kallinn. Svo þegar hann var að máta buxur snéri hann sér allt í einu við og sagði: „Raggi, í hvaða stæró af buxum ert þú?“ „Ha, ég er í 38,“ svaraði ég og þar með gekk Gunni af göflunum því hann var aó máta buxur númer 36. Þar með fékk ég náttúrlega lexíuna frá honum og tómt háð um hvaó ég væri feitur. Mér fannst Gunni því ekki sérstaklega skemmtilegur maður þessar mínútur, fór í flækjur og sagói við hann að ég skyldi vera kominn í buxur númer 32 innan tíðar.. „Og, síðan hefur ríkt hjá honum hungurs- neyð,“ skýtur Gunni glottandi inn í. „Þetta var sem sagt upphafið að mínu megrunarátaki og að ég tók af mér 20 kíló. Þetta byrjaði því allt með háðsglósunum í Gunna,“ lýkur Ragnar útskýringunum. A fullan skáp af bindum og sokkum - Æðið hjá Ragga var semsagt þér að kenna, Gunni? „Já, ég verð að taka þetta allt á mig. En það er náttúrlega ástæða fyrir því að allir af- greiðslumennirnir þyrptust fram í búðina. Eg hef alltaf haft gaman af því aó koma þarna inn því JMJ er ein af fáum búðum í bænum sem hugsar um sérþarfir okkar sem þurftum viðleguútbúnað þegar viö ætluðum að klæóa okkur upp. Eg fór sem sagt oft þangaó og af- leióingin er sú að ég á sjálfsagt 378 bindi og annað eins af sokkum því þetta tvennt var nánast það eina sem ég gat keypt þarna inni iengst af. Síóan þegar ég fór aó renna þá fékk ég „fatamaníu" og það þýddi aó ég varð sí- fellt að kaupa meira af fötum því þetta var svo gaman. Þess vegna ruddust þeir alltaf fram með dollaramerkin í augunum þcgar ég birtist í búðinni!" Fór vikulega að máta Ragnar segir að tíðar heimsóknir Gunnars haustið 1992 hafi ekki verið óvenjulegar en síðan fór afgreiðslumennina að gruna að maðurinn færi minnkandi á þverveginn. „Gunni hafói í gegnum tíóina komið oft inn í búóina og verið aó spyrja hvort hægt væri að útvega sér eitt og annað í fötum því áður en hann fór í mcgrun þá þurl'ti hann föt og jakka númer 66. Það stærsta sem vió átt- um án sérsaums var númer 64. Svo byrjaði hann aó koma einu sinni í viku og máta jakka og spjalla um KA og Þór og svona. Þannig gekk þetta lengi vel þangað til einhver upp- götvaði að Gunni hafói komist í jakka númer 64. Svo eftir einn mánuð kveikti einhver á perunni aó Gunni hafði fariö í jakka númer 62. Við héldum að aukakílóin væru vió- kvæmt mál og kunnum ekki viö aó spyrja en þegar við vorum vissir hvað klukkan sló þá varð stóra sprengingin. Síðan hefur verið gaman að fá Gunna í búðina og í dag er hann korninn í jakka númer 54.“ „Já, þetta er alveg rétt,“ segir Gunnar. „Mér nægði ekki vigtin og ég hjálpaði mér með því að fara þarna inn þegar ég var búinn aö vigta mig á fimmtudögum og komast allt- af í nýjar og nýjar stæróir af jökkum. Þetta var meiriháttar gaman. En svo ég snúi mér al- farið að Ragga þá er hann kominn núna í buxur númer 32 og nú þykist ég fullviss hver þaö veróur sem auglýsir fermingarbuxurnar frá JMJ í vor!!!“ Fjöldi fólks berst við 10-20 kílóin Þeir félagar vióurkenna að í þeirra tilfellum hafi kannski verið geyst farið og hraóinn í megruninni verið meiri en venjulegt geti tal- ist. Raggi byrjaði í haust og náði 20 kílóa markinu fyrir jól en Gunni hafói af meiru að taka en byrjaði sumarið 1992 að taka á offitu- vandamálinu og tók af sér 90 kílóin á rúmu ári. Gunnar ítrekar að hann telji þá fyrst og fremst heppna að hafa getað þetta en Raggi segist hafa af litlu að státa miðað við stór- átakió hjá Gunna. „Nei, Raggi þú gerir of lítið úr sjálfum þér. Þú ert miklu nær því aó vera þessi venju- legi maður sem þarf að taka þessi 10-20 kíló af sér. Þú ert þess vegna sennilegra dæmi, fjöldinn er líkari þér en mér. Ef eitthvað ætti aö ýta við fólki þá er það aö sjá að Raggi Sverris gat gert þetta,“ segir Gunnar. „Ég er sammála því aó mitt dæmi er líkara fjöldanum en tel þig nú samt ofurmennið mióað við árangurinn sem þú náöir,“ svarar Ragnar. „Við skulum segja að ég sé óskaplega heppinn maður. Ég fékk stóra vinninginn." Galdurinn er betra fæði og meiri hreyfing - En hvernig í ósköpunum gera menn svona lagað? „Ég sleppti öllu sem mér þótti gott og fór að hreyfa mig,“ segir Gunnar. „Málið er að borða rétt og fara svo rólega af stað í hreyf- ingunni. Menn verða að læra fullkomlega aö ganga áóur en þeir fara að hlaupa og bæta við sig áreynslu. Ég held að það þýði ekkert fyrir fólk sem oróið er eins og ég var að fara strax á fulla ferð. Menn byggja ekki hús á sandi í þessu frekar en öóru, fólk verður að hafa lág- marksþol áöur en farið er í fulla áreynslu. Eg hef ekki skýringu á því af hverju mér datt þetta í hug en ég gerði þetta nú samt. En ég segi þaö enn og aftur að ég var ofsalega heppinn.“ „En Gunni, nú var ég aö tala áðan um skýringuna á því að ég fór af staó en hvernig var með þig. Ýtti eitthvað þér út í þetta?“ spyr Ragnar. „Nei, ég vaknaði bara einn morguninn og ákvað að daginn eftir skyldi ég byrja. En það var ekkert sérstakt sem ýtti mér af stað. Ég hafói byrjað fyrir nokkrum áruni en fór síðan í langt frí frá megrun. Það er nefnilega þann- ig aö það er mjög þægilegt aó liggja bara heima fyrir framan sjónvarpið með skálina fulla af einhverju góðu. En það gengur bara ekki til lengdar þegar maður er orðinn eins og tjald frá Pósti og síma!“ Alfreðsþáttur Gíslasonar og Púlsinn Gunnar leggur áherslu á að þó hann hafi farið af stað fyrir eigin vilja þá hafi fleiri atriói spilað inn í og kannski skipt höfuðmáli. „Þau í Púls 180 eiga auðvitað mikinn þátt í þessari megrun minni. Eftir því sem sagn- fræðingar hafa grafið upp þá mun þaó hafa verið hugmynd vinar míns Alfreðs Gíslason- ar, og ekki síóur Köru konu hans, að ég færi í erobikk en hann bauð mér frítt þriggja mán- aða fríkort ef ég mætti að lágmarki þrisvar í viku. Og þar sem ég er alger Innbæingur, án þess aö þaó sé neitt skot á Einar Svein, þá tímdi ég alls ekki að fara punga út fyrir þessu korti þannig að ég mætti eins og upp var lagt og hafði gaman af þessu. Fæðið sem ég var á var fyrst og fremst hefilspænirinn, eins og ég kalla pastað, og Sólar-grænmeti. Mér fannst þetta alveg rosa- lega gott en ég svelti mig aldrei. í fyrstu korn fyrir aö ég væri svangur en þá borðaói ég gallsúran greip-ávöxt sem slær vel á hungur- tillfinningu. Það skiptir miklu máli að vera aldrei svangur því annars er ekki spurning hvort þú fellur á megruninni heldur hvenær. I mínu tilfelli hafói ég auðvitað líka miklu að brenna 'enda erum við að tala um mann sem veigraði sér ekki við að hesthúsa 6 brauð- sneiðar meó tilheyrandi í morgunmat. En ég sver fyrir það að ég varð aldrei slappur af hungri. Þaó þakka ég reyndar pastanu niínu og grænmetinu. En mér fannst alltaf jafn gaman að þessu og mesta spennan var að sjá nálina detta niður á vigtinni.“ - En þú ert væntanlega farinn að auka fjöl- breytnina altur í mataræóinu frá því sem var þegar megrunin var stíf? „Já, helsti gallinn er hvað ég er lítió lyrir fiskinn en ég er farinn að borða aftur mcira kjöt og þess háttar. Ég sleppi þó sósum og slíku og mér er grikkur geróur ef ég fæ smjör Félagarnir Ragnar og Gunnar í erobikktíma ► í Vaxtaræktinni í íþróttahöliinni. Þeir hafa þó ekki stundað sína líkamsrækt hjá sömu stöðinni heidur hefur Gunnar púlað hjá Púls 180 í KA- heimilinu. En báðir hafa náð góðum ár- angri....yfir 110 kíló fokin. Myndir: Robyn ofan á brauð. Þaó get ég bara ekki boróað lengur.“ Fyrstu eróbikk-vikuna hurfu yfir 7 kíló - Hvað var hraðinn mikill á þessu þegar best lét? „Sjálfur hafði ég ekki ofsalega rnikla trú á eróbikkinu í Púlsinum og sagði við Alla Gísla aó ég skyldi prufa þetta og ef þaó gæfi mér sama rennsli og ég hafði verið á sjálfur með hlaupum yfir Eyjatjarðarbrýrnar þá héldi ég áfram, annars ekki. Fyrstu vikuna í Púlsin- um fóru 7,2 kíló og ég ætlaói ekki að trúa vigtinni. Reyndar fann ég ekki nema eina vigt sem raunverulega tók mig, þ.e. gamla kjötskrokkavigtin í íþróttahöllinni og á henni vigtaði ég mig alltaf með því að setja þyngd- ina sem ég var í síðast og sjá þannig hvað mörg kíló voru farin. En ég varð hissa þegar ég var komin í 7,2 kíló þegar hún loks náói jafnvægi. Reyndar hefur þetta að miklum hluta verið vökvatap því ég svitnaði á við fjóra, og geri raunar ennþá, en samt sem áóur var þetta mikið. En svo voru þaó 3-4 kíló sem fóru að jafnaði á viku." Kann ekki á kaloríuspekina - Þú hefur semsagt ekki farið út í mikla kalor- íureikninga og fiókna matseðla? „Nei,“ svarar Gunnar um hæl, „ég kann ekkert cnnþá að reikna þessar kaloríur út og nenni því ekki. Ég þurfti ckkert að fiækja þetta. Sumir vigta ofan í sig cn það gerði ég aldrei heldur borðaöi bara minna og hollar og hreyfði mig mikið. Én svo er spéhræðsla ákveóinn þröskuldur aö yfirvinna. Ég veit aö Raggi hefur aldrei þurh að glíma við hana svona gleiður maóur að cðlisfari en fiestir eiga erfitt með að vinna á spéhræðslunni," og nú fær félagi Ragnar háðskt augnaráó. „Manni finnst maður alltaf vera sá versti og ég var þaó auðvitað," heldur Gunnar áfram, „en það var ekki til í dæminu að nokk- ur væri að glotta. Ég var þannig tckinn hárrétt í fyrstu tímunum í Púlsinum því það var eins og ég væri ekki þarna. Þegar ég fór í fyrsta tímann þá reyndi ég að klæða mig eins hlut- laust eins og ég gat þannig að cngan grunaói „Ég slcppti öllu sem mér þótti gott og fór að hreyfa mig,“ segir Gunnar „Þctta mcgrunaræði hjá mér var eiginlega Gunna að kenna cða þakka,“ um grundvallarskýringuna á því að hann hefur nú tekið af sér um 90 segir Ragnar. kíló.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.