Dagur - 22.01.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 22.01.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. janúar 1994 - DAGUR - 11 Betri er einn fugl í hendi en tveir í brjóstahaldara! Þannig má snúa út úr máls- hættinum góðkunna. Annar málsháttur segir: „Litlum fuglum lítió hreiður lætur best“ en hvort brjóstahaldarar með skálastærö 42B falla undir þá skilgreiningu er ekki gott að segja. Hitt er víst að ungarnir tveir kunna ágætlega viö sig í fiðurfylltum brjóstahöldur- um í Basildon dýragarðinum skammt frá Lundúnum. Krílin fundust á víðavangi og góðhjörtuö starfsstúlka í dýragaröinum tók aö sér aö búa þeim hreiður og ala þá upp. Að lokum enn einn málsháttur um fugla: „Af hreiöri má hyggja, hver fugl þar býr.“ Þá vit- um viö þaö. Dúettar og eínsöngur Laugardaginn 15. janúar efndu söngkonumar Sigríöur Gröndal, sópran, og Elísabet Waage, mezzósópran, til tónleika á Sal Tónlistarskólans á Akureyri. Undirleikari á píanó var Helga Bryn- dís Magnúsdóttir. Efnisskrá tónleikanna skiptist í þrjá flokka. Söngkonurnar tvær sungu dúetta í upphafi og lok tónieikanna, en einníg hvor um síg eín- söng. Verkín, sem flutt voru, voru eftir Johannes Brahms, Claude De- bussy, Henry Duparc og Feiix Mendeissohn Bart- holdy. Dúettarnir, sem voru eftir Brahms í fyrra flokki og Mendelssohn í síöara flokki, voru aö ýmsu skemmtilega fluttir. Þó gætti þess - ekki síst í fyrri flokknum - aö viss streita var á milli raddanna, svo aö þær féllu ekki svo vel saman sem æski- legt heföí mátt kalla. Víbrató raddanna skapaði óróa, þar sem heita má að það hafi rekist á og einnig kom sérkennilegur málmgjallshljómur í samsöngínn, sem gætti hvaö mest í seinni flokki dúettanna. Elísabet Waage söng Zigeunerlieder op. 103 eftir Brahms. Flutningur söngkonunnar var um flest festulegur og ákveðínn og raddstykur var í góöu lagi, nema á lægstu tónum. Hins vegar skorti nokkuð í túlkun, þannig að alleinhæfur blær var yfir flutningnum í heild tekiö. Þá var fas Elisabetar, fremur líflítið og gaf litlar áherslur. Best tókst Elísabetu Waage í Lieber Gott, du we- isst, en það féll vel aö rödd hennar og flutti hún þaö af tilfinníngu og smekkvísi. Sígríður Gröndal söng flokkinn Quatre Chan- sons de Jeunesse eftir Debussy og þrjú lög eftir Duparc. Henni lét vel að flytja þessa frönsku tón- list og veíta henní blæ, sem var vel víö hæfi. Ein- ungis í fáein skipti brá fýrir tóni, sem ekki var al- veg réttur, eínkum á hæstu nótum, og hún flutti skemmtilega hinar hartnær kóleratúrísku ka- densur, sem koma fyrir í nokkrum Iaga De- bussys, svo sem í Pantomine. Fas Sigríðar var einnig líflegt en þó hóflegt, en þar eru mörk á, sem verður að halda eigi ekki að koma til öfga. Flest lögin söng Sigríöur fallega, en best tókst henni í lögunum Clair de lune og Apparítion eftir Debussy og L'Invitation au Voyage eftir Duparc, sem sköruðu nokkuð fram úr í næmum flutn- ingi og innileika. Undirleikur Helgu Bryndísar Magnúsdóttur var sérlega góður. Hún lék af miklu öryggi, svo að sem næst aldrei kom fyrir hinn minnsti feíll. Tök hennar á stuðningi við söngvarana voru góð og byggði hún til dæm- is vel upp áherslur og önnur blæbrígði flutnings- ins. Einungis má að því finna, að undirleikurinn var litlu einu of sterkur með fyrsta flokki dúett- anna, einkum í fýrstu tveim verkunum Weg der Liebe I og Weg der Liebe II og þá aðallega í því fyrmefnda. Uppröðun sæta í Sal tónlistarskólans var með öömm hætti en veríð hefur. Stólaröðum hafði verið snúiö við og flytjendur voru í suöurhluta salarins. Salurinn virðist rýmri en áöur en þó halda betur að jafnt flytjendum sem áheyrend- um. Tónleikarnir voru vel sóttir og söngkonunum tekíð með ágætum. Þær fluttu aukalag og var það dúettinn Ég sé þig eftir Áskel Jónsson. Hann var fallega sunginn og með því besta, sem fram kom á tónleikunum í flokki dúetta. Lagið var því góður Iokapunktur tónleikanna og skemmtilegt að nýta þetta Ijúfa verk akureyrsks tónskálds í þessu skyni. TONLIST Haukfir Ágústsson skrífar Þorrablót Góöir sveitungar fyrr og nú! Við blótum ærlega þorra í Laugarborg, laugardag- inn 29. janúar kl. 20.30. Blótsgestir komi meó troðin trogin aó vanda. Hljómsveitin Rafael sér um sveifluna. Miðar seldir í Blómaskálanum Vín, mið- vikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. janúar milli kl. 17 og 19 báða dagana. Nefndin. DALVÍKURBÆR Útboð Dalvíkurbær óskar eftir tilboöum í smíði og upp- setningu á loftræsikerfi í sundlaugarbyggingu á Dalvík. Útboðsgögn verða afhent á Arkitekta- stofu Hauks hf., Kaupangi, Akureyri, króna skilatryggingu. Tilboð veróa opnuð í Tæknideild fimmtudaginn 3. febrúar nk. kl. 14.00. og Verkfræði- gegn 10.000,- Dalvíkurbæjar DALVÍKURBÆR. Stýrimaður á frystitogara Annan stýrimann vantar á frystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1 frá Ólafsfirði, þarf að geta leyst af sem fyrsti stýri- maður. Umsóknir sendist til: Magnúsar Gamalíelssonar hf., Hornbrekkuvegi 3, 625 Ólafsfiröi, fax 96-62537. Upplýsingar gefa Svavar og eða Sigurgeir í síma 96- 62337.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.