Dagur


Dagur - 11.02.1994, Qupperneq 3

Dagur - 11.02.1994, Qupperneq 3
FRETTIR Föstudagur 11. febrúar 1994 - DAGUR - 3 Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar tekið í notkun: Aukin samtenging hverfa og enda- stöð á Ráðhústorgi á meðal „Upphaf þessara breytinga, sem nú er verið að gera á leiðakerf- inu, má fyrst og fremst rekja til vaxandi byggðar í Glerárhverfi. Nauðsynlegt var orðið að tengja yngsta hverfið, Giljahverfi, við leiðakerfið til þess að auka þjón- ustu vagnanna við íbúa þess. Þá hafa ýmsar breytingar orðið við Óseyri og nærligggjandi götur; mörg þjónustufyrirtæki eru nú staðsett í því hverfi sem áður var að mestu byggt iðnfyr- irtækjum og kalla þær breyting- ar á auknar mannaferðir og þjónustu almenningsvagna við fólk sem þangaö þarf að sækja. Með breytingunum tengist Norðurbrekkan einnig betur við ferðir strætisvagnanna því nú aka þeir inn í hverfið í stað þess að áður þurftu íbúar þess að ná þeim í flestum tilvikum við Þingvallastræti,“ sagði Stefán Baldursson, framkvæmdastjóri Strætisvagna Akureyrar, um hið nýja leiðakerfi sem nú er verið að taka í notkun. Stcfán sagði að þegar athugað hafi verið hvcrjar breytingaþarlir á Ieiðakerfinu væru hati komið í ljós aó hentugra væri að skipuleggja kcrfið að nýju frá grunni í staó þcss aó gcra cinstak- ar staðbundnar brcytingar á því. Ein megin breytingin sem hið nýja kerfi fæli í sér væri aukin tcnging á milli Glerárhvcrfis og þess hluta bæjarins er væri fyrir innan Glcrá og byggðist það á þeirri nýjung sem akstur vagnanna um Hlíðar- braut og efstu brúna á Glerá er. Þá hafi verið leitast við að byggja hiö nýja leiðakerfi upp meö tilliti til vinnustaða og skóla. Erfitt væri þó aó fylgja skóla- tíma fyllilega eftir, því nokkuð misjafnt væri hversu snemma kennsla hæfist á morgnana - það gæti hlaupið á allt að 30 mínútum á tímanum á milli klukkan 8.00 og 8.30 á milli skóla og jafnvet ein- stakra deilda. Því gætu sumir ncmendur, sem notfærðu sér þjón- ustu vagnanna, oróið að fara 10 eða jafnvel 15 mínútum fyrr af stað að heiman cn skólatími þeirra segði til um. Um vinnustaðina sagði Stcfán aó l'arið væri lcngst niður á Odd- cyri í fyrstu átta feróunum á morgnana. Það sé gcrt vegna þcss að nokkuó margt fólk vinni ncöst á cyrinni og miðist þessar feróir fyrst og fremst við upphaf vinnu- tíma þess. Stefán sagói að á morgnana og einnig á kvöldin verði tvcir vagnar í umferð cn um miðjan daginn verði þrír vagnar í akstri þannig að ferðatíðni breytist úr ferðum á 30 mínútna fresti í akstur á 20 mínútna frcsti. Með hinu nýja leiðakerfi breytast enda- stöðvar skólavagnsins á morgn- ana. Hann fer af stað frá Strand- götu, ekur um Oddeyrina, þaóan um Glerárhverfi norður að Bugðu- síðu og til baka um Þórunnar- stræti. Stefán Baldursson sagði aó þægilegra veröi fyrir skólanema úr Glerárhverfi, norðan Bugðu- síóu að nota almenna hringleið vagnanna um hverfið, þaö er leið VIB, sem færi norðar um hverfið á sama tíma. Endastöð frá Þórunnar- stræti að Ráðhústorgi Með nýja leiðakerfinu mun enda- stöð Strætisvagna Akureyrar fiytjast frá Þórunnarstræti fyrir of- an Fjórðungssjúkrahúsið og niður á Ráðhústorg þar sem vagnarnir munu standa á meðan biðtími stendur yllr í framtíóinni. Stefán sagði aö þessi breyting ætti ekki að hafa teljandi óþægindi í för með sér fyrir farþega, þó gæti komið fyrir að farþegar úr Glerár- hverfi cr ætluðu sér upp á brckku þyrftu aö bíða citthvað þar til vió- komandi vagn færi af staó að nýju eóa þá að taka annan vagn er færi fyrr af stað frá torginu. Með tilkomu endastöðvar nýjunga strætisvagnanna við Ráðhústorg þrengdist um bílastæði þar sem vagnarnir munu staðnæmast fyrir framan hús Nýja bíós og bifreiða- stöður á eyjunni fyrir framan hús- ið verða að hverfa. Stefán sagði að mikilvægt væri aó ökumenn virtu þetta nýja umráðasvæði strætis- vagnanna og fyndu bílum sínum önnur stæði. Kerfið reynt til mánaðamóta Stefán Baldursson sagði að í flest- um tilvikum ætti hið nýja kerfi að koma betur út - þjóna bæjarbúum bctur. Þó gætu alltaf einhverjar undantekingar komið fram og brcytingar scm þessar væru við- kvæmar fyrir sumt fólk. í fyrsta lagi þyrfti fólk að læra nýtt leiða- kerfi og þegar einstaklingar væru búnir að aðlaga sig einhverju föstu kerfi og móta sér daglcgar venjur út frá því þá ættu þcir stundum erfitt meó að sætta sig við breyt- ingar. Ætlunin væri aö rcyna kcrtló það sem eftir væri af þessum niánuði en þá yrði það tekiö til end- urskoðunar mcð tilliti til ágalla og hvcrnig unnt verði að brcgðast við þeim. Að því loknu yrði gclln út leiðabók fyrir vetraráætlun Stræt- isvagnanna og sumaráætlunin yrði síðan kynnt meó vorinu. ÞI Græna hjólið: Búvélamiðlun í Víðigerði Búvélamiðlun, sem gengið hefur undir nafninu GRÆNA HJÓLIÐ, hefur verið starfrækt undanfarin ár í Vestur-Húnavatnsssýslu af Búnaðarsambandi héraðs- ins en flytur nú um set að Víðigerði í Þorkelshóls- hreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu en þar er starfrækt verkstæði og þjónusta af ýmsu tagi fyrir bændur auk þess sem bíleigendum, sem íeið eiga um Húnavatnssýsl- ur, hefur staðið þjónusta verkstæðisins í Víðigerði til boða. Þessi þjónusta býður upp á skráningu tækja, verkfæra og búnaðar ýmiss konar sem bændur vilja selja og er greitt fyrir það ákveðið gjald. Síóan er hægt að leita til þeirra í Víðigerói ef viðkomandi van- hagar um eitthvað sérstakt og eru þá gefnar upplýsingar um það hvar viðkomandi hlut eða tæki er að finna. Gegnun Græna hjólió hafa ólíklegustu hlutir verið seldir, allt frá raf- magnsgiröingum og upp í stór- ar gröfur. Þessi þjónusta er ckki bundin við norðlenska bændur, og m.a. hafa bændur á Suðurlandi nokkuó leitað til þessar upplýsingamiðlunar. Þetta er eina upplýsingamiðl- unin sem sérhæfir sig í þjón- ustu við bændur en einnig hef- ur verið hægt að fá álíka upp- lýsingar gegnum Gulu línuna. GG Þre s Takid Ilorkurjininsursalu lú bjóóum TÍÓ 30% aiilíaafslált í sérTÖrudeild ofau á útsöluveró sem var 40"S0°/o afsláttiir HAGKAUP Grœói • Irval • Þjónusta Allir krakltar fá ókeypis íspinna frá Enimess í dag frá kl. 16

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.