Dagur - 11.02.1994, Page 11

Dagur - 11.02.1994, Page 11
IÞROTTIR Föstudagur 11. febrúar 1994- DAGUR -11 HALLDÓR ARINBiARNARSON Blak, 2. deild karla: Langur leikur á Bjargi A miðvikudagskvöldið áttust iið KA2 og SA/Óðins við í 2. deild karla í blaki. Liðin keppa í Norðurlandsriðli ásamt Snerti frá Kópaskeri og UMSE. Leikið var í íþróttahúsinu á Bjargi og var hart barist. Leikur- inn varð 5 hrinur og tók nærri hálfan 3ja tíma. Lokatölur urðu þær að KA vann 3:2. SA/Óóinn vann fyrstu tvær hrinumar, 15:9 og 17:15 og stóó sú scinni í 30 niínútur. Þá tók úthald að þverra hjá ieikmönnum SA/Óóins, KA gekk á lagið og vann næstu 3 hrinur, 15:13, 15:11 og 15:9. KA er nú með 6 stig og SA/Óð- inn 5 aó loknum tveimur leikj- um. Snörtur og UMSE hafa 2 stig og hafa leikið einn leik. Júdómenn íParís Fjórir íslenskir júdómenn taka um helgina þátt í sterkasta júdó- móti ársins í A-flokki á þessu ári, Paris tournament. Þetta ein Vemharð Þorleifson úr KA, og Ármenningarnir Halldór Haf- steinsson, Eiríkur Ingi Kristins- son og Karel Halldórsson. Mótið er sem fyrr segir þaö sterkasta á þcssu ári og jafnast á við HM og ÓL. Mótið er boðsmót og hafa íslcndingar átt þar fulltrúa sl. 10 ár. Eins og fram hefur komið í Degi er mótió í París hið fyrsta í tveggja mánaða löngu keppnis- fcrðalagi Vemharós Þorleifsson- ar um hin ýmsu lönd Evrópu og er Matsumae cup í Kaupmanna- höfn næst í röðinni að viku lið- inni. Þar keppir einnig KA-mað- urinn Sævar __ Sígursteinsson ásamt 5 öðrum íslendingum. Frjálsar: Meistaramót ís- lands innanhúss Meistaramót íslands innan- húss fer fram um helgina. í kvöld kl. 21.00 fer frani keppni í atrennulausum stökk- um í Kaplakrika og mótið hefst síðan á morgun í Bald- urshaga í Laugardal með spretthlaupum kl. 10.00 og verður fram haldið eftir há- degi í Kaplakrika. Búast má við óvenju spennn- adi kcppni og fjölmargir norð- lenskir keppendur veróa t sviðs- ljósinu. I atrennulausuin stökk- unum verður spennandi að fylgjast með íslandsmeistaran- um og íslandsmethafanum Flosa Jónssyni, sem nú kcppir fyrir UFA. Jón Amar Magnússon úr UMSS verður án efa framarlega í mörgum greinum og ekki þarf að koma á óvart þó Islandsmetin fjúki. Sunna Gestsdóttir, USHA, cr líklcg til afreka í langstökki og Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE, í kúluvarpi. Mótinu lýk- ur síódegis á sunnudag og mótshaldari er FH. Frá ÍBA: A-stigs námskeið - skráningu líkur á mánudag íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir A-stigs námskeiöi fyrir þálfara í íþróttahöllinni dagana 18.-20. febrúar. Skrán- ing er í síma 12098 og rennur skráningarfrestur út nk. mánu- dag. Þjálfarar og iðkendur eru hvattir til þátttöku. Handbolti, 1. deild karla: Stjaman mætír í Höllína Sævar Arnason gaf hvergi cftir þcgar Þórsarar lögðu KR á dögunum og svífur hér í átt að markinu. Mynd: Robyn. Sextánda umferð 1. deildar karla í handknattleik hefst í kvöld og þá leika Þór og Stjarn- an í íþróttahöllinni á Akureyri. Hefst leikurinn kl. 20.30. KA leikur við Víkinga á morgun í Víkinni. Sá leikur hefst kl. 16.30 og verður sýndur í beinni út- sendingu á Stöð 2. Jan Larsen, þjálíári Þórs, sagði menn vera sammála um hvað hefði farið úrskeiðis gegn IR á miðvikudagskvöldið og því væri grundvöllur fyrir að kippa því í liðinn. „Það voru hraðaupphlaupin sent urðu okkur að falli. Viö náð- unt ekki að klára þau og var refsað mcð marki í kjölfarið. Andinn í liöinu er góður og nteðan allir lcikmenn leggja sig 100% fram er ekki viö þá að sakast þó illa gangi. Það cr athyglisvert að nú eru eingöngu leikmenn í liðinu sern aldir hala verið upp hjá Þór, engir aðkeyptir eins og hjá sumum öðr- urn. Eg vill einnig þakka áhorf- endum hversu vcl þcir studdu við bakið á okkur gegn KR og vona að þcir geri það líka í kvöld.“ Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, var hóflega bjart- sýnn. „Miðað við stöðu lióanna í deildinni eigum við að vinna lcik- inn en þaö er ekkert sjálfgefið í handbolta og við tökum þennan leik alvarlega og vanmetum ekki Þórsara." Mikil íþróttahelgi að Laugum í Reykjadal: Gninnskólamót í dag og Bikarglíma íslands á morgun Mikið verður um að vera aö Laugum í Reykjadal um helg- ina. Þar ber hæst tvö stórmót í íþróttum; annars vegar árlegt Grunnskólamót þar sem allir grunnskólar í báðum Þingeyjar- sýslum mæta til leiks og á morg- un verður haldin þar Bikar- glíma íslands. Grunnskólamótiö hefst í dag kl. 10.00. Þar mæta sem fyrr segir keppendur frá öllum grunnskólum í báðum Þingeyjarsýslum og er þctta í fyrsta skipti scm 100% mæting er á mótió. Það eru 7.-10. bekkur sem þarna keppa í fót- bolta, körfubolta, sundi, frjálsunt, glímu og skák. Keppcndur veróa urn 400 talsins. Það er íþróttabraut Framhaldsskólans á Lauguni sem sér um mótshaldió og er þetta lið- ur í þjálfun nemenda. Engir verð- launapcningar verða vcittir á mót- inu og engin stig reiknuð heldur lögð áhersla á léttan anda og heið- arlcgan lcik. Mótinu lýkur meó kvöldvöku og diskótcki í kvöld. Bikarglínia Islands er eitt stærsta glímumót vctrarins og bú- ast rná við öllum sterkustu glírnu- mönnum landsins. Mótiö hefst kl. 14.00 á laugardag og vcrður keppt í nokkrum aldursflokkum. Heima- mcnn í HSÞ mæta sterkir til leiks aó vanda og cru 18 kcppendur skráðir til leiks frá sambandinu, nær allir úr Mývatnssveit. Skíðaganga: Bikar- og punktamót í Hlíðarfjalli um hclgina Annað bikarmót vetrarins í skíðagöngu fer fram á morgun í Hlíðarfjalli. Til leiks eru skráðir allir sterkustu göngumenn okk- ar að undanskildum ólympíu- förunum og því má búast við spennandi keppni. Á sunnudag- inn verður síðan punktamót. AIls eru tæplega 40 keppendur skráðir til leiks í bæði mótin. Á bikarmótinu á morgun er gengið með hefðbundinni aðferö og verður fyrsti flokkur ræstur kl. 13.00. Drengir 13-14 ára ganga 5 km og þar eru 11 keppcndur skráöir til leiks. I stúlknaflokki, 13-15 ára, cru 6 keppendur á skrá og þar má búast við Olafsfirðing- unum Lísebet Hauksdóttur og Svövu Jónsdóttur sterkum. Stclp- unar ganga 3,5 krn. I piltaflokki, 15-16 ára, er vitað aö Þóroddur Ingvarsson er í góðu formi en fær án efa harða keppni. Keppcndur í llokknum cru 6 og ganga þeir 7,5 km. Olafsfirðingurinn Kristján Hauksson sigraði á síðasta bikar- móti í flokki 17-19 ára. Nú mæta hins vegar ísfirðingar til lciks og munu sækja fast að honuni. Þar fara frcmstir Árni Freyr Elíasson og Gísli Einar Árnason. Piltarnir, sem cru 6 talsins, munu ganga 15 km. Sigurgeir Svavarsson og Haukur Eiríksson munu að öllum líkindum bítast um sigurinn í full- orðinsllokki. Sigurgeir hafði bctur síðast en el'tir er að sjá hvað gerist nú. Karalarnir ganga 30 km og eru keppendur 7 talsins. Á punktamótinu á sunnudag eru sömu keppendur skráðir til leiks. Þá veröur hins vegar gengið með frjálsri aðferð og vegalengd- irnar eru styttri. Einnig vcrður kcppt í flokkum 11-12 ára. Punktamótið hefst kl. 11.00. Körfubolti, 1. deild karla: Þór gegn Reyni Þórsarar spila einn lcik um hclgina í 1. deild karla í körfu- bolta. Þá koma Reynismenn í heimsókn og hefst viðureign lióanna kl. 14.00 á morgun í íþróttahöllinni. Gengi liðanna í deildinni hcfur verið meó nokkuó ólíkum hætti í vetur. Þórsarar eru á toppi A-riðils og hafa aóeins tapað þremur leikj- um þaó sem af er vetrar meðan Reynismenn hafa unnið einn og hlotið 2 stig. Næsm hclgi veróur hins vegar stórleikur í Höliinni þegar topplió riðl- anna, ÍR og Þór, eigast við. íþróttir helgarinnar Blak: 1. deild karla: Laugardagur. Stjaman-KA kl. 15.30 Sunnudagur: Þróttur R-KA kl. 15:15 Handbolti Föstudagur: L deild karla: Þór-Stjaman kl. 20.30 Laugardagur: 1. deild karla: Víkingur-KA kl. 16.30 Íshokkí: Laugardagur SA-SR kl. 17.00 Körfubolti: Föstudagur: L deild kvenna: ÍS-Tindastóll kl. 20.00 Laugardagur: 1. deild karla: Þór-Reynir kl. 14.00 Sunnudagur: L deild kvenna: ÍBK-Tindastóll kl. 14.00 Skíði: Laugardagur Hlíðarfjall: Bikarmót í göngu. Akureyrarmót í svigi: 13-14 ára stúlkur og drengir. Sunnudagur: Akureyrarmót í svigi: 15-16 ára og karlar og konur. Punktamót í göngu. Þorrablót Þórs Þorrablót Þórs veröur haldió í Hamri laugardagínn 12. febrúar kl. 19.30. Mióasala í Hamri, símí 12080. Miðaverö kr. 1.200,- Ball að loknu borðhaldi. Opíð hús eftir að borð-haldí lýkur. Sækjum gesti ef óskað er. íþróttafélagið Þór K.A. heimilið v/Dalsbraut, sími 23482. Innanhússmót í knattspyrnu fyrir 35 ára og eldri fer fram í íþróttahúsi KA 25.-26. febrúar nk. Öllum félögum og áhugamannahópum heimil þátttaka. Upplýsingar og skráning fer fram í KA-húsinu til 15. febrúar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.