Dagur - 11.02.1994, Síða 12
Bautinn til sjávar og sveita
Glæsilegt kjöt- og fiskhlaðborð
föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld
Lambahryggur kryddaður íslenskum jurtum. Kálfasneiðar barbecue
Grísaréttur Creóla. Innbakaður lax að rússneskum hætti
Orly steiktar rækjur með súrsætri sósu. Skelfisksalat.
Kr. 1.290,-
Spilliefnamót-
taka opnuð á
Akureyri
Sorpeyðing Eyjafjarðar,
byggðasamlag, og Enduvinnsl-
an hf. á Akureyri hafa undir-
ritað saming um að Endur-
vinnslan annist mótttöku á
spilliefnum á EyjaQarðarsvæð-
inu og hefst starfsemin nk
mánudag, 14. febrúar. í fram-
tíðinni er áætlað að setja einnig
upp og reka móttökustöðvar
fyrir brotamálma og er þeim
fyrirhugaður staður í Krossa-
nesi.
Utstöðvar til móttöku spilli-
efna verða í framtíðinni á Greni-
vík, Dalvík og Ólafsfirói en þaó
efni sem safnast hér á svæðinu
verður sent Sorpu í Reykjavík til
eyðingar. I samræmi við ákvæði
mengunarvarnareglugerðar hefur
Hollustuvemd ríkisins unnió til-
lögur að starfsleyfi við móttök-
una. GG
Sveinn Jónsson í Kálfsskinni, formaður Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., og Gunnar Garðarsson, verkefnastjóri, við
gám scm geyma mun umhverfisskaðleg spilliefni. Mynd: Robyn
fslandsbankamótið:
Alþjóðlegt skákmót á Akureyri
- Bosmumaðurinn Sokolov og fleiri stórmeistarar mæta
Annað alþjóðlega skákmótið á
Akureyri, Islandsbankamótið,
sem jafnframt er til minningar
um Ara Guðmundsson, hefst
miðvikudaginn 16. febrúar og
stendur til 28. febrúar. Kepp-
endur eru tólf, fimm erlendir og
sjö íslenskir, og eru þekktir
stórmeistar í þeim hópi. Sá
stigahæsti er Ivan Sokolov frá
Bosníu.
Skákfélag Akureyrar stendur
fyrir mótinu en félagið fagnaói 75
ára afmæli sínu sl. fimmtudag og
er mótió lióur í afmælishaldinu.
Að sögn Rúnars Sigurpálssonar,
blaðafulltrúa Skákfélagsins, eru
meðalstig keppenda á alþjóðlega
mótinu 2483 sem þýðir aó mótið
erí 10. styrkleikaflokki.
Eftirtaldir skákmenn mæta til
leiks: Ivan Sokolov, Bosníu (2650
stig), Jóhann Hjartarson (2595),
Loek van Wely, Hollandi (2585),
De Firmian, Bandaríkjunum
(2580), Margeir Pétursson (2550),
Helgi Ólafsson (2535), Henrik
Danielsen, Danmörku (2480),
Þröstur Þórhallsson (2470), Klaus
Berg, Danmörku (2440), Björgvin
Jónsson (2380), Gylfi Þórhallsson
(2295) og Olafur Kristjánsson
(2235).
Líklegt þykir að fjórir stiga-
hæstu skákmennimir verði í topp-
baráttunni og má nefna að Jóhanni
hefur ávallt gengið mjög vel á Ak-
ureyri. Þá er Margeir helsta von
Skákfélags Akureyrar og Helgi er
óstöövandi á góðum degi. Auk
Margeirs tefla Gylfi og Ólafur,
stigalægstu mennirnir, fyrir Skák-
félag Akureyrar og heimamenn
vonast náttúrlega til að þeir standi
í stóru köllunum.
Mótið hefst kl. 17 á miðviku-
daginn og er teflt í Alþýðuhúsinu
við Skipagötu, 4. hæð. Rúnar
sagði að aðstaða væri fyrir áhorf-
endur og skákskýringar í gangi.
Tellt verður á hverjum degi fram
til 28. febrúar og þá um kvöldið
verður lokahóf og verðlaunaaf-
hending. SS
Vaxandi veiði í Mývatni
Alþýðubandalagið á Akureyri:
Sigríður fékk yfír 95%
atkvæða í skoðanakönnun
Flest bendir til þess að í efstu
sætum framboðslista Alþýðu-
bandalagsins á Akureyri fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í
vor verði sama fólk og fyrir síð-
ustu kosningar. Þetta má ráða
af niðurstöðum skoðanakönn-
unar alþýðubandalagsmanna
um röðun á framboðslista
flokksins fyrir kosningarnar í
vor.
Ríflega helmingur alþýðu-
bandalagsmanna á Akureyri tók
þátt í könnuninni, sem ekki er
O VEÐRIÐ
í gær rauk hann upp um há-
degisbil með hvassri sunna-
nátt og gerir Veðurstofan
ráö fyrir að í dag verði áfram
allhvöss sunnanátt. Á morg-
un verður veðrið á hægari
sunnan- og suðvestlægum
nótum með 2-5 stiga hita. Á
sunnudag og mánudag er
spáð úrkomulausri sunna-
nátt og 0-7 stiga hita.
bindandi um skipan efstu sæta
listans. Um 30 manns fengu til-
nefningar í könnuninni.
Sigríður Stefánsdóttir, bæjar-
fulltrúi, hlaut afgerandi stuóning í
fyrsta sætið, yfir 95% greiddra at-
kvæða. Sigrún Sveinbjörnsdóttir,
sálfræðingur og formaður félags-
málaráðs, hlaut yfir 75% atkvæóa
og nánast sama stuðning fékk
Heimir Ingimarsson, bæjarfulltrúi.
Sigrún fékk einu atkvæði meira en
Heimir. I fjórða sæti Ienti Þröstur
Ásmundsson, kennari og formað-
ur menningarmálanefndar. Hann
fékk yfir 55% atkvæða. Hilmir
Helgason, formaður uppstillinga-
nefndar Alþýðubandalagsins, lenti
í fimmta sæti meö yfir 40 % at-
kvæóa og Kristín Sigfúsdóttir,
kennari og formaður Alþýóu-
bandalagsfélagsins á Akureyri,
lenti í því sjötta með yfir 40% at-
kvæða.
Kristín sagði í samtali við Dag
að könnunin væri ekki bindandi
um skipan efstu sæta, en hins veg-
ar væri ljóst að hún yrði mjög
lciðandi við endanlegt val á lista
flokksins. Kristín sagði ákveðið
að listinn myndi líta dagsins ljós
fyrir næstu mánaöamót. óþh
Ágæt veiði hefur verið í Mý-
vatni nú eftir áramótin og til
muna líflegri en mörg undan-
farin ár. Ágæt veiði var einnig í
Mývatni síðla síðasta sumars og
haust og svo virðist sem meira
hafi komist upp af fiski nú en
oft áður. Góð veiði er því rök-
rétt framhald af því. Fiskurinn
er frekar smár en mjög bragð-
góður.
Héðinn Sverrisson á Geiteyjar-
strönd segir að töluveró ásókn sé í
Mývatnssilunginn víða að af land-
inu. M.a. hafi töluvert verið selt til
Vestmannaeyja og eru það fyrst
og fremst verslanir sem eru að út-
vega sínum vióskiptavinum sil-
unginn, bæði reyktan og ferskan.
Vaxandi áhugi er fyrir því að
koma austur að Mývatni og veiða
jegnum ísinn, þ.e. stunda dorg-
veiðar, en ekki hafa verið skipu-
lagðar fcróir austur í því skyni.
Það var reynt fyrir 1970 en dagaði
uppi í kjölfar þess aó veiðin datt
þá niður og hefur ekki verið reynt
aftur.
Veiði er stunduð frá mörgum
bæjum við Mývatn og selja bænd-
ur afurðirnar bæði reyktar og fer-
skar og geta þessar veiðar gefið
sæmilega af sér í aðra hönd þegar
vel veióist. Héðinn segir að fyrir
1970 hafi veióin verið umtalsverð
búbót fyrir mývetnska bændur og
því hafi það komið illa við marga
að veiðin skyldi bregðast á sama
tíma og samdrátturinn í landbún-
aði jókst hröðum skrefum. GG
Þessi mynd var að visu ekki tekin í Mývatnssveit. Hún sýnir Matthías
Matthíasson að dorgveiðum á dögunum skammt frá Lciruncsti við Akurcyri.
Sigluprðnr og
Fljótahreppur:
Sameming
í biðstöðu
- stóru spurningunum
ósvarað
Engin hreyfing er komin á sam-
einingarhugmyndir Siglfirðinga
og Fljótamanna og telur Björn
Valdimarsson, bæjarstjóri á
Siglufirði, allt eins víst að málið
verði saltað fram yfir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor.
Bæjarstjórn Siglufjaröar sam-
þykkti í desembermánuði sl. að
fela bæjarráði að skoða möguleika
á sameiningu Siglufjaröar og
Fljótahrepps. Samþykkt bæjar-
stjórnar fylgdu þau skilyrði aó
svör við nokkrum grundvallar-
spurningum þyrftu að liggja fyrir
áður en farió yrði út í sameining-
arviðræður.
I þessu sambandi var talað um
verkefnatilflutning frá ríki til
sveitarfélaga og hvaða tekjustofn-
ar myndu fylgja með, nánari út-
færslu á því hvernig Jöfnunarsjóð-
ur verði nýttur til tekju- og þjón-
ustujöfnunar og hvort og þá
hvernig sjóðurinn verði notaður til
að hafa áhrif á sameiningu sveitar-
félaga.
„Við höfum ekki fengið nein
svör við stóru spurningunum enn-
þá og ég hef ekki heyrt að þeirra
sé að vænta á næstunni. Mér skilst
líka á Fljótamönnum aó þeir séu
ekki á þeim buxunum að vinna í
svona máli núna og þaö verður
sennilega látið bíóa fram yfir
sveitarstjórnarkosningar. En við
höldum öllu opnu með þessari
samþykkt," sagði Bjöm. SS
TILBOÐ
ÞVOTTAVÉL 800 SN. VINDA
14 ÞVOTTAKERFI SP.ROFI
TILBOÐSVERÐ KR. 53.580 STGR
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565