Dagur - 16.02.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. febrúar 1994 - DAGUR - 7
Veiði í Mývatni nær þrefaldaðist milli áranna 1992 og 1993:
„Þessi mikla veiði nú staðfestir óverulegan þátt
Kísiliðjunnar í sveiflum í bleikjustofninum“
- segir Hákon Aðalsteinsson, vatnalíífræðingur
Frá Kálfaströnd í Mývatnssveit
Mjög góð veiði hefur verið í Mý-
vatni nú eftir að veiði hófst þar í
byrjun þessa mánaðar en veiði
er ekki leyfð í vatninu frá 1.
október til 1. febrúar. Þessi góða
veiði kemur í beinu framhaldi af
mjög gjöfulu sumri 1993 sem var
ánægjuleg breyting frá því sem
verið hafði mörg undanfarin ár,
raunar mjög mögur ár. A sl.
tveimur áratugum hafa komið
tvö góð ár, þ.e. árin 1976 og
1986, en góð veiði á sl. sumri
kom nokkuð á óvart því sá fisk-
ur sem bændur voru að veiða
klaktist út þegar hrygningar-
stofninn var í mikilli lægð.
Sveiflur í flskistofni Mývatns er
alls ekki ný bóla og má meðal
annars lesa í gömlum skýrslum
að veiði hafi dottið niður í tvo
áratugi eftir Mývatnseldana sem
hófust árið 1724 og því gæti
ástæða lélegrar veiði í Mývatni
undanfarin ár tengst eldsum-
brotum í Leirhnjúk eða Gjá-
stykki rétt eins og hvað annað.
Bieikjan er norðlægur fiskur og
þrífst mjög illa í miklum hitum
en sl. sumar var lofthiti í Mý-
vatnssveit undir meðallagi lengst
af sumars sem og reyndar víða á
Norðurlandi og þar gæti hugsan-
lega verið að leita einhverra
skýringa.
I Mývatni eru þrjár tcgundir
fiska. Tvær (bleikja og hornsíli)
lifa mest á botndýrum og svifdýum
en þriója tegundin (urriói) lifir
einkum á hornsílum. Samband
veiði og stofnstæróar bleikju er
ekki einfalt. Ekki er talið aö stofn-
stærð bleikju eða fjöldi fiska af
veiðanlegri stærð stjórnist af
hrygningarskilyrðum, heldur bend-
ir flcst til þess að stofnstærðin
stjórnist af fæðuframboði á upp-
vaxtarskeiði fiskanna. Þessar upp-
lýsingar koma fram í sérfræðinga-
áliti um Mývatnsrannsóknir sem
fyrst og fremst bcindust að áhrifum
Kísiliðjunnar hf. á lífríki Mývatns.
Dræm bleikjuveiði í Mývatni
flest ár frá 1970 bendir þó til þess
að stofninn hafi minnkað. Dæmi
eru um önnur tímabil dræmrar sil-
ungsveiói í Mývatni. Þannig var
meðalveiði í árunum 1905 til 1915
um 20 þúsund fiskar á ári og svo
veiðin á 18. öld sem áöur er á
minnst.
Það sem einkum er scrkennilegt
viö vciðitölur undanfarinna ára er
hversu lítió veiðist í lágmarksárum
sveiflunnar. Þannig veiddust að-
eins 3.000 fiskar árið 1989, en það
er langminnsta ársveiðin á þessari
öld. Þessi dræma veiði árið 1989
stafar að hluta til af hruni í stofni
bleikju og að hluta til af mun
minni sókn en í öðrum árum; menn
gefast upp við veiói þegar illa
veiðist og því ýkja veiðitölur
sveiflur í stofnstærð. Hrunið í
bleikjustofninum átti sér stað sum-
arið 1988 og stafaði af fæðuskorti
að áliti Guðna Guðbergssonar,
fiskifræðings hjá Veiðimálastofn-
un. Það er því Ijóst að skýringar á
óvenju lélegri veiði í Iágmarksár-
unum er að leita í óvenju djúpum
lægðum í síðustu sveiflum botn-
dýrastofna, svo og að ekki var þá
aðra fæðu að hafa.
Ef kísilgúrnám hefur áhrif á fisk
er líklegt að þau séu helst gegnum
fæðuvefinn, þannig að framleiðsla
fæðudýra minnkar vegna breytinga
á setmynsturskilyrðum. Staðbund-
in áhrif gætu verið fólgin í brott-
námi botngróöurs (skjól fyrir ung-
viði), en athuganir skortir til að
meta gildi botngróóurs fyrir fisk.
Einnig eru áhrif á hrygningarskil-
yrði mjög óljós. Kísilgúmám í ná-
munda vió rióastöðvar, t.d. við
Geiteyjarströnd, gætu haft áhrif til
bóta á hrygningarskilyrði bleikju
en til tjóns á fæóuskilyrði seiða
fyrst eftir að þau hefja fæóunám.
Ljóst er að vegna kísilgúrdælingar
er marktæk minnkun á framleiðslu
botndýra sem cru aðgengileg fyrir
fugla og fiska og dregur þannig úr
fæðuframboði sem því nemur á
hinu dælda svæði. Þessi áhrif eru
þó ekki talin líkleg til aó sjást í
heildarveiði eða stofnstæró.
Minnsti klakárgangur sem
þekkist
Guðni Guóbergsson, fiskifræðing-
ur hjá Veiðimálastofnun, segir að
veiði hafi verið mjög treg í Mý-
vatni mörg undanfarin ár að unda-
skildu árinu 1986 þegar veióin fór
upp í 45.800 silunga en minnkaði
síóan og árið 1988 dó fiskur í stór-
um stíl, sérstaklega tveggja og
þriggja ára fiskur sem nánast hvarf
alveg. I framhaldi af því kom
veióileysi og árið 1989 var veiðin
aóeins 3000 fiskar.
„Fiskurinn sem veiddist í fyrra
var undan hrygningunni 1989 sem
er úr minnsta klakárgangi sem
þekktur er. Atuástand var mjög
gott á sl. sumri, mikiö af flugu, en
það sem skiptir meira máli eru lítil
botnkrabbadýr sem kallast kornáta
og eins sveifkrabbi sem heitir lang-
halafló. Þessar tegundir voru í
miklu magni í vatninu seinni hluta
sl. sumars. Oðru hverju á sér stað
„leirlos“ í Mývatni, sem er blóma-
þörungur, og þegar hann kemur
upp er minna um fæðu en fáar
krabbategundir lifa á blómaþör-
ungi. Nafnió leirlos er „mýt-
vetnska“ og kemur til vegna þess
Elsa B. Friðfmnsdóttir, hjúkrunar-
fræöingur og lektor vió Háskólann
á Akureyri, heldur fyrirlestur í
Safnaðarhcimili Akureyrarkirkju
annað kvöld, fimmtudaginn 17.
Glsa B. Friðfinnsdóttir.
að þá brákar á vatninu.
Þaó er ánægjulegt hvaó Mý-
vetningar eru duglegir að gera
verómæti úr fiskinum með því m.a.
að taðreykja hann og selja síóan
sem fullunna vöru úr héraói. Mun-
urinn á veióiskap í Mývatnssveit
og víóa annars staðar er sá að þar
þykir jafn sjálfsagt að vitja netja
eins og aó gefa rollunum, þ.e. þaó
er bara eitt af verkunum enda hefur
bleikjuveiðin verið stór hluti af
þeirra framfærslu gegnum tíðina.
Veðráttan skiptir einnig miklu
máli hversum mikil blejkjufram-
leiðslan er úr Mývatni. Arið 1988
þegar mjög heitt var í vatninu og
lítið að éta þá var fiskurinn miklu
viðkvæmari og meiri líkur á ein-
hvers konar hruni í stofninum.
Þegar hitastig er komið upp í 24
gráður fer bleikjan að drepast af
hita einum saman. Ef fiskurinn
hefur nóg að éta þrátt fyrir hita þá
er hann fljótur að umbreyta fæð-
unni í vöóva og vöxt," segir Guðni
Guðbergsson, fiskifræóingur.
Engin útslitaáhrif
„Þessi rnikla veiði nú staðfestir þá
skoóun mína að tilvist Kísiliðjunn-
ar á mjög óverulegan þátt í þeirri
sveiflu sem verður í bleikjustofnin-
um í Mývatni og hefur enginn úr-
slitaáhrif í þá veru,“ segir Hákon
Aðalsteinsson, vatnalíffræðingur
hjá Orkustofnun, sem sæti átti í
sérfræðinganefnd um Mývatns-
rannsóknir.
Setefnin óaðgengileg í
námagryfjum
Árni Einarsson, líffræðingur hjá
Líffræðistofnun Háskólans, segir
að silungsveiðin í Mývatni hafi
febrúar, kl. 20.30 á vegum Sam-
taka um sorg og sorgarviðbrögð.
Fyrirlestur sinn nefnir Elsa
„Stuðningur í sorg og gleði“.
Stuðningur er hugtak sent ntik-
ið er notað í samræðum manna á
milli, þó það hafi persónulega
merkingu í huga hvers og eins.
Stuðningur er almennt talið já-
kvætt afl sem virkjað er á erfióum
stundum í lífi fólks. En er stuðn-
ingur alltaf til góðs og hvaó er það
sem kallað er stuðningur? Þarf
fólk ekki stuðning á gleðistundum
lífsins? Af hverju hikar fólk við
að leita eftir stuðningi eða veita
stuðning? Hvernig styðjum við
hvert annað í sorg og gleði? I er-
indinu verður leitað svara við
þessum spurningum og stuðningur
skoðaður frá ýmsum sjónarhorn-
um. (Fréttalilkynning)
farið eftir ætinu í vatninu og engu
öðru. Áta fyrir fiskinn er nú meiri
en oft áður en engin sýnileg bata-
mcrki viróast vera fyrir fuglinn.
„Veióin undanfarin ár hefur
verið algjör hörmung og má segja
aö ríkt hafi hnignunartímabil síðan
árió 1972 að undanskildu árinu
1986 þegar veiðin var tæplega 46
þúsund fiskar en þá hafði veiðin
ckki verið jafn góð síðan árið
1959. Það er enginn aðdragandi að
þessari góðu veiði nú og ekki von
á neinum bata. Ef við horfurn á
langtímatilhneiginguna þá er hún
nióur á við og sagan gefur ekki til-
efni til bjartsýni. Eg býst þó við að
þessi góða veiói haldi áfram á
þessu ári.
Áhrif kísilgúrdælingar hefur
ekki áhrif á fiskinn sjálfan heldur á
lífsskilyrði í vatninu og þau breyt-
ast jafnt og þétt meðan verið er að
dæla, og þetta eru varanlegar
breytingar, sérstaklega á fersku seti
eóa setefni, sem er aðalundirstaðan
undir fæðukeðjunni í Mývatni, sem
sópast ofan í námugryfjurnar og
verður ekki eins aðgengilegt og áð-
ur,“ sagði Ámi Einarsson, líffræó-
ingur.
Árið 1989 fór veiðin niður í
3.000 fiska eins og áður er getið.
Árið 1991 var veióin 5.962 fiskar;
árið 1992 var hún 8.288 fiskar og
árió 1993 er hún áætluó liðlega
20.000 vænir fiskar í góðum hold-
um. Skýrslur hafa ekki enn borist
frá öllum veiðiréttarhöfum sem eru
36, en skýrslunar verða um 20 tals-
ins þar sem nokkrir stunda veið-
amar í félagi. GG
Fullvirðisréttur
í mjólk
Til sölu er fullvirðisréttur í mjólk ca. 120.000 lítrar.
Tilboðum, þar sem fram kemur verð, magn og
greiðslufyrirkomulag sendist til Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, Óseyri 2 603 Akureyri fyrir 3. mars n.k.
merkt: Mjólk 94.
Fiskeldi
Fundur um fiskeldi verður haldinn í Grunn-
skólanum á Grenivík laugardaginn 19.
febrúar kl. 13.30.
Erindi flytja;
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Ólafur Halldórsson forstöðumaður Fiskeldis Eyjafjarðar.
Björn Benediktsson framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar.
Jón Örn Pálsson deildarstjóri Norðurlandsdeildar Veiði-
málastofnunar.
Panelumræður.
Fundarstjóri Ásgeir Magnússon.
Átaksverkefnið VAKI.
Dægurlaga-
keppni
Undirbúningsnefnd Sumarsæluviku Skagfirðinga
gengst fyrir dægurlagakeppni í tengslum við fjöl-
skylduhátíð sumarið 1994.
Lögum skal skilað á nótum, (hljómsettum með laglínu) og
sungnum eða spiluðum inn á hljóðsnældu. Textinn skal
fjalla um Skagafjörð. Skilið snældunum undir dulnefni, en
látió fullt nafn og símanúmer fylgja með í merktu lokuðu
umslagi.
Hilmar Sverrisson tónlistarmaður á Sauðárkróki mun veita
aðstoð við útsetningar og upptökur til endanlegs flutnings,
ef óskað er, en hann rekur hljóðver á Sauðárkróki. Upplýs-
ingar í síma 95- 35090.
Dómnefnd mun velja 10 lög sem keppa síóan til verðlauna
úrslitakvöldið 14. apríl.
Lögin verða flutt af hljómsveit sem stofnsett veröur sérstak-
lega af þessu tilefni.
Lögunum skal skila eigi síðar en 20. mars til dómnefndar
Stjórnsýsluhúsinu Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkrók-
ur.
Vegleg verðlaun verða í boði, auk þess sem lagið verður not-
að sem kynningarlag fyrir hátíðina og gert við það mynd-
band.
Undirbúningsnefnd.
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð:
Fyrirlestur um stuðn-
ing í sorg og gleði