Dagur - 09.03.1994, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 9. mars 1994
FRÉTTIR
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Samdráttur ekki fyrirsjáanlegur
- rekstrartap um 47 milljónir, sem rekja má til gengisbreytinga á síðasta ári
„Ég hefði gjarnan viijað geta
sýnt betri afkoniu,“ sagði Einar
Einarsson, framkvæmdastjóri
SteinuIIarverksmiðjunnar á
Sauðárkróki, í samtali við Dag
en rekstrartap verksmiðjunnar
varð um 47 milljónir króna á
síðasta ári. Borið saman við árið
á undan er rekstrarafkoma fyr-
ir fjármagnskostnað og afskrift-
ir um það bil 6,5 milljónum
króna betri en á síðasta ári en
árvissar gengisfellingar vega að
sögn Einars þungt í fjármagns-
kostnaði fyrirtækisins og gengis-
tap vegna erlendra langtíma-
lána varð um 47 milljónir
króna, sem jafngildir nákvæm-
lega tapi ársins. Hefðu gengis-
breytingar ekki komið til hefði
rekstur fyrirtækisins staðið á
núlli.
|
Heildarsala Steinullarverk-
smiðjunnar var rúm 5200 tonn á
síðasta ári, sem er um 2,7%
aukning frá árinu áður. Tekjur
fyrirtækisins jukust úr 367,9
milljónum í 378 milljónir eða
um 2,8% á milli ára. Söluverðmæti
afurða á innanlandsmarkaói var um
248 milljónir en 240 milljónir á ár-
inu 1992. Útflutningsverðmæti
nam 126 milljónum, sem er um 4%
aukning frá árinu áöur. Eignir
verksmiðjunnar nema nú 775,7
milljónum og skuldir eru 630
milljónir. Eigið fé samkvæmt
uppgjöri er því 145,6 milljónir
króna. Einar Einarson sagöi að
þróun rekstrarins á síðasta ári hafi
verið með þeim hætti að afkoman
sé jákvæð síðari hluta ársins.
Einnig sé um jákvæða afkomu aó
ræða fyrstu tvo mánuði þessa árs
og framhaldið lofi góðu verði ekki
um gengisfellingar eða sveiflur í
verðlagi að ræða, en vegna er-
lendra skulda sé fyrirtækið mjög
viðkvæmt fyrir slíkum breytingum.
Helstu vióskiptalönd Steinullar-
verksmiðjunnar eru Bretland, Hol-
land og Þýskaland en fyrirtækið
hefur einnig selt talsvert af fram-
ieiðslu sinni til Færeyja. Að sögn
Einars Einarssonar, framkvæmda-
stjóra, hefur sá markaður nú að
mestu tapast vegna efnahags-
ástands á eyjunum. Þrátt fyrir það
séu sæmilegar horfur hvað útflutn-
ing varðar á þessu ári.
Nú vinna 43 starfsmenn í Stein-
ullarverksmiðjunni í 40,5 stöðu-
gildum. I dag er unnið á þrískipt-
um vöktum, átta tímar hvcr vakt,
en áður var unnið á tveimur tólf
tíma vöktum. „Eg geri ráð l'yrir að
við höldum þessu vaktafyrirkomu-
lagi áfram. Ekki er fyrirsjáanlegur
samdráttur í framleiðslunni né
fækkun starfsfólks og ef verðlag
verður stöðugt megum við vænta
betri afkomu fyrir þetta ár en það
síðasta," sagði Einar Einarsson,
framkvæmdastjóri. ÞI
austan Eyjafjarðar
Okkur hefur verið falið að selja fasteignina
EKRU í landi Ytri-Varðgjár.
Húsíö er timburhús á steyptri neðri hæö, ásamt bílskúr
um 190 fm. Vönduð eign, ekki alveg fullgerð. 7000 fm.
leigulóð. Skipti á eign á Akureyri koma til greina.
Allar nánari upplýsingar veitir
FASTEIGNA & M
SKIPASAuSK
NORÐURLANDSO
Ráöhústorgi 5, 2. hæð
gengið inn frá Skipagötu
Opið virka daga
frákl. 9.30-11.30 og 13.15-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: -
Benedikt Ólafsson hdl. IT
Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs:
Fjárframlög til félaganna
Enn er hœgt
að gera reyfarakaup
þar sem geísladiskar eru gersemi
Hafnarstræti 98 • 000 Akureyri • Sími 12241
og íþróttahús í brennidepli
Á aðalfundi íþróttafélagsins
Þórs í síðustu viku var Aðal-
steinn Sigurgeirsson endurkjör-
inn formaður félagsins. Aðrir í
stjórn eru Rúnar Antonsson,
varaformaður, Friðrik Adolfs-
son, ritari, Einar Sveinn Olafs-
son, gjaldkeri, og Gunnþór Há-
konarson, spjaldskrárritari.
Varamenn voru kjörnir Bene-
dikt Guðmundsson, Kristinn Sig-
urharðarson __ og Gunnar Bill
Björnsson. Á fundinum var rætt
vítt og breitt um hin ýmsu hags-
munamál félagsins en ekki var
gefin út nein ályktun.
Aðspurður sagói Aóalsteinn
Sigurgeirsson að vissulega hefði
bygging íþróttahúss á félagssvæói
Þórs borið á góma, enda eitt af
helstu málum sem vinna þyrfti að
í framtíðinni. Hann vildi hins veg-
ar ekki staðfesta þaó að Þórsarar
hefðu verið að bera víurnar í for-
svarsmenn stjórnmálaflokkanna
sem bjóða fram til bæjarstjórnar-
kosninganna í vor en útilokaði þó
ekki aukinn þrýsting þegar fram
lióu stundir.
„Fyrst viljum við fá svar við
bréfi okkar til bæjaryfírvalda
varðandi úttektina á peningamál-
um Þórs og KA, en við verðum
væntanlega kallaðir fyrir bæjarráð
á fimmtudaginn. Eg held að við
ættum að ljúka því máli fyrst áður
en við snúum okkur að íþróttahús-
inu," sagði Aöalsteinn, en draum-
ur Þórsara er aó konia upp cigin
íþróttahúsi mcó tengingu við fé-
lagsheimilið Hamar. SS
Kirkjuvika í Akureyrarkirkju:
Helguð imgmeimum
og íjölskylduiuii
Kirkjuvika í Akureyrarkirkju
stendur nú yfir og er að þessu
sinni haldin undir einkunnarorð-
unum „Ár fjölskyldunnar í kirkj-
unni". Öllum tólf ára börnum er
boðið í heimsókn í kirkjuna þar
sem þau skoða kirkju og safnað-
arheimili og þiggja veitingar. Að
sögn Þórhalls Höskuldssonar,
sóknarprests, er hugmyndin með
þessari nýbreytni í starfsemi
kirkjuvikunnar að ná til sem
llcstra ungmenna og vekja þau
til umhugsunar um gildi íjöl-
skyldunnar. Öllum tólf ára börn-
um hafi verið boðið í heimsókn í
kirkjuna og rætt við þau um
hvers virði góð og samhent fjöl-
skylda sé. Þá segir Þórhallur
einnig ákveðið aó heimsækja
alla framhaldsskólana og ræöa
um gildi fjölskyldunnar við
nemendur þeirra. ÞI
• STORI
Blómahúsinu, Hafnarstræti 26-30 Akureyri,
sími 96-22351
BOKAMARKAÐURINN
»
Þúsundir maiuia og kvenna
komu um sfðusti helgi.
Og allir ánægðir.
5DAGAR
OPIÐ:
MÁNUD. TIL LAUGARD. KL. 10:00-19:00
SUNNUD. KL. 13:00-19:00
FYRST Á AKUREYRI
áður en hann er settur
upp í Reykjavík