Dagur - 09.03.1994, Side 6

Dagur - 09.03.1994, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 9. mars 1994 Hestamannafélagið Funi Aðalfundur verður haldinn í Laugarborg föstudaginn 11. mars n.k. kl. 21.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mikilvægt að félagsmenn mæti á fundinn og leggi sitt af mörkum sem þarf til blómlegs fé- lagsstarfs. Mikilvæg málefni framundan. Stjórnin. KA-heimilið v/ Dalsbraut, sími 23482. Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar fer fram í KA-heimilinu föstudaginn 18. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. KA-FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ. Stjórnin. Hamlet Leíkklúbburinn Saga hefur veriö að sýna „Litla Hamlet" undanfarið. Þetta er skemmtileikur, sem byggir að nokkru á hinum fræga harmleik Shakespeares, en fjallar um Danaprinsínn á nokkuð öðru aldurskeiði. Hann er einungis átta ára, þegar Ieikurinn gerist. Hann Ieikur sér sem önnur böm, en inn í leik hans blandast vitneskja um launráð við föður hans. Honum tekst að koma í veg fýrir að þau vélabrögö nái fram að ganga, bjarga lífi kon- ungs og knésetja undir- ferlismennina tvo. Leíkstjóri uppsetningar Leikklúbbsins Sögu á „Litla Hamlef er Skúli Gautason. Hann hefur unniö verk sitt vel. Leikurinn fer vel á hinu smáa sviði í Dynheimum, þar sem hann er sýndur. Það gefur ekki kost á mikilli eða stórfelldri hreyfmgu, en er nýtt svo sem kostur er á. Leikstjóranum tekst vel að nýta það til ýmissa skoplegra tilbrigða, svo sem í glímu varðanna í fýrsta atriði leiksins og skilminga- atriði Hamlets litla og Kládíusar, fööurbróður hans. Þá þjónar sviðsmyndin vel í nokkmm brúðu- leiksatriðum, sem koma inn sem leikur Hamlets og Ófelíu, en em jafnframt aðferð bamanna til þess að opinbera það ráðabmgg, sem er í gangí. Lýsing sviðsins er góð. Hún er mjög dempuð en gefur skemmtilegan blæ ævintýris og fellur þanníg vel að þeirri sögu, sem sögð er. Hið sama gildir um búninga, sem em til þess að gera einfaldír að gerð, en gera góð skil þeim persónum, sem í hlut eiga. Hlutverk Hamlets er í höndum Söndm Hlífar Ocaresar. Hún fer lipurlega með hlutverk sitt, sem reyndar gefur ekki mikil tilefni til stórra átaka í leik. Hið sama á við um hlutverk Ófelíu, sem Alma Rut Kristjánsdóttir hefur með höndum. Hún gerir sinni persónu eínnig vel viðundandi skil. Segja má, að höfuðpersónur verksins séu undir- ferlismennimír tveir, Kládíus, sem leikínn er af Katr- ínu Guðmundsdóttur, og Poloníus, sem er í hönd- um Sunnu Aspar Bjarka- dóttur. Báðar eiga þær skemmtilega kafla í hlut- verkum sínum. Sérlega skondið er, hve Katrínu tekst að gera rödd sína stórkarlalega í hlutverkínu og hve vel þeim báðum tekst iðulega að túlka þau vélabrögð, sem í gangi em, meö fasi sínu og raddblæ. Kóngurinn er leikinn af Kjartani Höskuldssyni. Önnur hlutverk em Fransiskó, leikinn af Önnu Guð- rúnu Jónsdóttur, Bernardó, leikínn af Kolbrúnu Sveinsdóttur, Bjöminn, leikínn af Pálí Tómasi Finns- syni, og varðmaður, sem Ieikinn er af Inga Þóri Tryggvasyni. ÖII komast þau vel frá hlutverkum sín- um. Hamlet í uppfærslu Leikklúbbsins Sögu er ekki löng sýning, en hún er skemmtileg. Iðulega liðu hláturrokur um salinn vegna hnyttilegra orða, sem flugu Ieikenda á milli eða vegna þeirra kátlegu til- þrifa, sem sjá mátti á sviðinu. Verkið er góður áfangí á eftirtektarverðum ferlí Leikklúbbsins Sögu. Klúbburinn er greinílega enn við góða heilsu og á vonandi iðulega eftir að gleöja eym og augu áhorf- enda um ókomin ár. Hestamenn Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Fundur verður haldinn að Hótel KEA um hrossaræktarmál sunnudaginn 13. mars kl. 20.30. Hrossaræktarráðunautarnir Kristinn Hugason og Víkingur Gunnarsson veróa frummælendur fundar- ins. Allir velkomnir Stjórn Hrossaræktarsambands Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna. r Viltu lifa heilbrigðara lífi? Náttúrulækningafélag Akureyrar boðar til námskeiða um holla lífshætti, mataræði o. fl. í Verkmenntaskólanum á Akureyri. ----10. mars------- Svæðameðferð sem heilsubót Kristján Jóhannesson. Aðgangseyrir er kr. 400. Te, kaffi og meðlæti innifalið. Námskeiðið hefst kl. 20.00. Allir velkomnir f 24222 BÆKUR Akureyrar-gersemi „Akureyri. Höfuðborg hins bjarta norðurs“. Höfundur: Steindór Steindórsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Reykjavík 1993. Fyrir jólin síðustu komu út margar fallegar bækur. Ein bar þó af aö mínu mati en þaó var bók Stein- dórs Steindórssonar, hins aldna höfuösnillings, um Akureyri, höf- uðborg hins bjarta norðurs. Fyrsta orðið er laust ofan í huga mér þeg- ar ég opnaði bókina var gersemi. Ég hef reyndar lengi verið þeirrar trúar að Örlygur Hálfdánarson væri ekki einhamur bókaútgef- andi. Af óbilandi kjarki og trú á bókaþjóðinni hefur hann verió að gefa út verk er margir hefóu vart þorað aó prenta handa milljóna- þjóðum. „Akureyri. Höfuðborg hins bjarta norðurs“ er ein þessara bóka er sýnir og sannar aö Örlyg- ur stendur í fremstu röð bókaút- gefenda þessarar þjóðar. Vand- virknin er slík og nostursemin við stórt og smátt að ekki verður viö neitt jafnaö og ber ritstjórum bók- arinnar, þeim Einari S. Arnalds (ritstjóra texta) og Ivari Gissurar- syni (ritstjóra myndefnis), fagurt vitni. Ég hef stundum verið spurður aö því hvort þessi bók Steindórs Stcindór Steindórsson. komi ekki í bága við sögu Akur- eyrar sem ég sit viö að skrifa. Það tel ég af og frá. Þvert á móti bæta þær hvora aöra upp. Gildi Akur- cyrarbókar Steindórs liggur ekki síst í knöppum og hnitmiðuðum skýringartexta og frábærum Ijós- ntyndum er fylgja. Þetta er bók sem Akureyringar verða að eiga viö hlió sögu bæjarins. „Akureyri. Höfuðborg hins bjarta noróurs“.er uppflettirit þar sem finna má upp- lýsingar um nánast hvert hús í bænum, einstaka bæjarhluta, gilin, Lystigarðinn og hverjir sátu I bæj- arstjórn hverju sinni svo eitthvað sé talið. Og víst cr að einhverjum mun finnast mikill fengur í ör- nefnakortunum er l'ylgja með og hinn ágæti vísindamaður Hörður Kristinsson vann ntcð teiknurun- um. Ég sc það alveg fyrir ntér að menningarlegt vcrðmæti þessarar bókar á eftir aó vaxa og vaxa eftir því sem árin líða. Fyrir nú utan allan fróólcik er þar cr að finna í texta þá cr það ómetanlegt fyrir bæjarsamfélag að fá heimkynni sín svo aö scgja kortlögð rneð ara- grúa fallegra ljósmynda cins og gert er í þcssari bók Stcindórs. Það væri ekki ónýtt í dag að ciga slíkt safn fallegra Ijósmynda á cin- um stað er sýndu bæinn cins og hann var 1975, nú eða 1955, svo ég nel'ni einhver ártöl. Ég cr strax farinn að hlakka til þess aö gefa barnabörnum rnínum þessa bók. „Sjáið“, ntun ég segja, „svona var bærinn þegar ég var yngri; falleg- ur, ckki satt?" Jón Hjaltason. Ný spá Þjóðhagsstofnunar: Bæði jákvæðar og neikvæðar hiiðar Að mati Þjóðhagsstofnunar virð- ist þjóðarbúskapurinn um margt í góðu horfi unt þessar mundir. Verðlag er stöðugt, viðskipta- jöfnuður er hagstæður, erlendar skuldir fara lækkandi og viðun- andi jafnvægi ríkir í peninga- og gengismálum. Stofnunin telur að allt verði með kyrrum kjörum áfram á þessum sviðum en hins vegar beri skugga á þessa hag- stæðu mynd að ásættanlegur hagvöxtur sé ekki í sjónmáli og atvinnuleysi hafi farið vaxandi. Þjóðhagsstofnun kynnti á dög- unum nýja þjóóhagsspá. Þar kem- ur fram að vcrðlag hefur nær ekk- ert hækkað síðastliðna sex mánuöi og stefnir í aó verðbólgan verói unt 2% á þcssu ári. Vióskipti við útlönd voru í jafnvægi á árinu 1993 í fyrsta skipti frá árinu 1986. Ekki er búist viö breytingum hvað þaó varóar í ár. Þessi verðstöðuglciki og hag- stæö þróun utanríkisviðskipta seg- ir Þjóðhagsstofnun að hafi skapað skilyrði til aó slaka á taumum í peningamálum og stuöla að lækk- un vaxta. Verði lánsfjárþörf hins opinbera haldið í skefjum í ár geti raunvextir lækkaö enn meira en orðió er. Þegar kemur að atvinnuástand- inu er spá Þjóðhagsstofnunar ckki eins jákvæð. „Atvinnuhorfur cru dökkar. Búast má við aó skerðing aflaheimilda og stöðnun í þjóðar- búskapnunt lciði til þcss að at- vinnulcysi aukist frá því í fyrra. A móti þcssu vega þó aö hluta lægri vcxtir en í fyrra, lágt raungengi og atvinnuátaksvcrkefni stjórnvalda. Þjóðhagsstofnun áætlar að skráð atvinnuleysi á þessu ári verói aö meðaltali um 5,5% af mannafla. Til santanburðar var atvinnuleysió 4,3% í fyrra,“ segir í þjóðhags- spánni. Samandregið telur Þjóðhags- stofnun að helsta vandantál efna- hagsntálanna á árinu sé hagvaxtar^ leysið scnt og atvinnuástandið. I aðalatriðum hal'i ekki verið hag- vöxtur á Islandi síðustu sjö árin og það setji sitt mark á cfnahagslífið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.