Dagur - 09.03.1994, Side 11

Dagur - 09.03.1994, Side 11
IÞROTTIR Miðvikudagur 9. mars 1994 - DAGUR -11 HALLDÓR ARINBJARNARSON Verðlaunahafar í svigi kvenna. Fv.: Hallfríður Iliimarsdóttir, Harpa Hauks- dóttir og Harpa D. Hannesdóttir. Svig stúlkna 15-16 ára. Fv.: Auður, Hailfríður og Harpa. Handbolti, 1. deild: liðin dr bikarúrslitunum mætast á ný í kvöld fer fram heil umferð í 1. deild karla í handknattleik. Þetta er 20. umfcrðin og að henni iokinni eru aðeins 2 um- ferðir eftir þar tii úrslita- keppnin hefst. I íþróttahöllinni á Akureyri mætast Þór óg Valur, en liðin úr bikarúrslitununt, FH og KA, mætast í Kaplakrika. Athygli er vakin á því að leikur Þórs og Vals hel'st kl. 20.00 en ekki kl. 20.30 eins og venja er á Akur- eyri. Allir leikir í síðustu 3 um- fcrðum mótsins veróa að hcfjast á sama tíma. Leikur Þórs og Vals er at- hyglisveróur fyrir margra hluta sakir. í liði Vals cru t.d. Axel Stcfánsson, Finnur Jóhannsson og Rúnar Sigtryggsson, sem allir hafa leikið með Þór, Finnur og Rúnar síðast í fyrra og ekki má gleyma KA-manninum Jóni Kristjánssyni. Þjálfari Vals, Þor- björn Jcnsson, lck einnig mcó Þór á árum áður og sagðist hann búast við skemmtilegum og spennandi leik. Valsmenn eru sent kunnugt er núverandi Is- landsmcistarar. íslandsmót fatlaðra: Dalvík, Bikarmót á skíðum: Tvöfalt hjá Hörpu og Páhnari Dalvíkingar héldu eitt af bikar- mótum SKI í alpagreinum um helgina. Keppt var í flokkum 15-16 ára, karla og kvenna. Is- landsmeistarinn í svigi og stór- svigi kvenna, Harpa Hauksdótt- ir frá Akureyri, mætti til leiks eftir nokkurt hlé og vann báðar greinarnar. Hið sama gerði Pálmar Pétursson úr Armanni í karlaflokki. Urslit mótsins fylgja hér á eftir og sem fyrr þá gildir árangur í 15- 16 ára flokki einnig í fullorð- insflokki. Stórsvig kvenna: 1. Harpa Hauksdóttir, Ak. 2:16,19 2. Eva B. Bragadóttir, Dal. 2:21,24 3. Harpa D. Hannesdóttir, KR 2:22,09 Stórsvig stúlkna 15-16 ára: 1. EvaB. Bragadóttir,Dal* 2:21,24 2. Harpa D. Hannesdóttir, KR 2:22,09 3. Ása Bergsdóttir, KR 2:23,51 Svig kvenna: 1. Harpa Hauksdóttir, Ak. 1:23,96 2. Hallfríður Hilmarsdóttir, Ak. 1:30,23 3. Harpa D. Hannesdóttir, KR 1:30,93 Svig stúlkna 15-16 ára: 1. Hallfríður Hilmarsdóttir, Ak. 1:30,23 2. Harpa D. Hannesdóttir, KR 1:30,93 3. AuóurK. Gunnlaugsd., Ak. 1:31,17 Stórsvig karla: 1. Pálmar Pctursson, Árm. 1:55,95 2. Eggcrt Óskarsson, Ól. 1:59,54 3. Ingþór Sveinsson, Nesk. 2:03,91 Stórsvig pilta 15-16 ára: 1. Helgi Indrióason, Dal. 2:07,55 2. Svcinn Bjamason, Hús. 2:09,29 3. Fjalar Úlfarsson, Ak. 2:09,32 Svig karla: 1. Pálmar Pétursson, Árm. 1:40,92 2. Ömólfur Valdimarsson, ÍR 1:41,67 3. Ásþór Sigurósson, Ánn. 1:45,48 Stórsvig pilta 15-16 ára: Fv.: Sveinn, Helgi og Fjalar. Handbolti: Stefán og Rögnvald í hópi 15 bestu Alþjóða handknattleikssam- bandið (IHF) gaf nýlega út lista yfir 15 fremstu dómapör heims fyrir 1994-1995. Á þeim lista eru m.a. íslendingarnir Stefán Arnaldsson og Rögnvald Er- lingsson. Hróður þeirra félaga berst víða og framundan bíða mörg verkefni. Á næstunni munu þeir dænta tvo lciki í úrslitakcppni Evrópu- kcppni meistaraliða í karlaflokki en ekki er algengt að sama dóm- arapar fái tvo lciki í þcssurn úrslit- um. Fyrst cr lcikur Wallau Mass- enheim frá Þýskalandi og austur- ríska liðsins UHK West Wien þann 20. mars og 6. apríl er komið að leik Badel Zagrcb frá Króatíu og ABC Braga frá Portúgal. Dag- ana 27.-29. maí vcrða þeir félagar síðan staddir í Þýskalandi og dæma á sterku 4 landa móti karla, þar sem þátt taka, auk hcima- manna, lið Dana. Frakka og Hvít- Rússa. Svig pilta 15-16 ára: 1. Egill Birgisson, KR 1:48,93 2. Elmar Hauksson, Vík. 1:52,02 3. Hclgi Indrióason, Dal. 1:53,38 Um næstu helgi halda Dalvík- ingar bikarmót í llokki 13-14ára. Skvass: Pro-Kennex mót VMA Sl. laugardag stóðu nemendur í VMA fyrir skvassmóti á Bjargi. Dágóður hópur nemenda hefur stundað íþróttina í vetur og er stefnt á að mótin verði fleiri. Það voru 10 kcppcndur sem mættu til lciks snemma á laugar- dagsmorgun og var lcikið mcð út- sláttarfyrirkomulagi þar til 3 stóðu eftir. Þcir léku síóan innbyröis og til úrslita léku Sigurður Sigurðs- son og Ingi Ingólfsson. Leikurinn var jafn og spcnnandi og sigraöi Sigurður loks í oddahrinu, 9:7. Stcfán Torfi Höskuldsson varð í 3. sæti. Mótið um helgina var haldið með stuðningi Pro-Kennex um- boösins á Akurcyri og vildu for- svarsmenn mótsins koma á fram- færi þakklæti til umboðsins og cinnig til Bjargs. Islandsmetin fuku íslandsmót íþróttasambands fatlaðra var haldið í Reykjavík um helgina. Keppt var í sundi, borötennis, bogfimi, iyftingum og sveitakeppni í boccia. AIIs voru 9 íslandsmct sett á mótinu, þar af 5 í sundgreinum. Norð- lendingar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa og alls voru 6 félög af Norðurlandi meðal þátttakenda. Þetta voru Akur, Eik og Sundfé- Iagið Óðinn frá Akureyri, Völs- ungur frá Ilúsavík, Snerpa frá Akstursíþróttaklúbburinn Start á Egilsstöðum gekkst um síð- ustu helgi fyrir vélsleðakeppni á Fjarðarheiði. Keppt var í sam- hliðabraut, snjókrossi og tor- færu. Torfærukeppni á vélsleð- um er nýjung og er fyrirkomu- lagið svipað og þekkist úr jeppa- keppnum. Áhorfendur, sem voru á annað hundrað, skemmtu sér konunglcga við að horfa á keppnina. Sérstaka athygli vakti frammistaða Jóhann- Siglufirði og Gróska frá Sauðár- króki. Sigurrós Karlsdóttir úr Akri vann til tvcnnra gullverðlauna í borðtennis. Hún sigraði í standandi llokki hreyfihamlaðra kvcnna og í tvíliðalcik ásamt Huldu Pétursdóttur. Stefán Thor- arenscn úr Akri hlaut silfurverð- laun í bortennis í Hokki þroska- hel'tra karla og 3. vcrðlaun í opn- um flokki karla. I tvílióalcik karla náði Jón Stefánsson úr Akri csar Reykjalín í torfærukeppninni. Þótti hann sýna ótrúlcg tilþrif og sigraði í flokki sleða 551 cc og stærri, þrátt l'yrir að velta slcða sínum. Annar í þcim llokki varó Sveinn Sigtryggsson og Birgir Guðnason 3. I flokki sleða 550 cc og nrinni sigraði Vilhelm Vil- hclmsson, Marinó Svcinsson og Freyr Aðalgeirsson urður jafnir í 2.-3. sæti en Freyr vann á hlut- kesti. Aðeins var um æfingamót að ræða og telur það ckki til ís- landsmeistara. bronsverðlaunum ásamt Erni Ómarssyni. Bocciakcppnin var að venju fyrirferðarmikil, cn scm lýrr segir var kcppt í svcitakcppni. Al' ár- angri Norölendinga bar hæst sigur D-svcitar Akurs í 2. dcild cn sveit- ina skipuóu Halldóra S. Þórarins- dóttir, Tryggvi Haraldsson og Svava Vilhjálmsdóttir. E-svcit Völsungs varö 4. í 2. deild. í 1. deild varó A-sveit Snerpu í 3. sæti og A-sveit Eikar í því 4. Sveitir frá Grósku uröu í tveimur cl'stu sætunum í U-flokki og Gróska sigraði cinnig í Sérflokki, þar sent kcppa mikið fatlaðir. I bogftmi hlutu Norðlcndingar cin verölaun þcgar Gunnlaugur Björnsson varð annar í opnum llokki með 1028 stig. Sigurvcgar- inn, Þröstur Stcindórsson, IFR, hlaut 1035. Norðlcnskt sundfólk vann til tveggja verölauna. Anna Rún Kristjánsdóttir, Akri, sigraði í 50 m sundi mcó frjálsri aðlcrð (11. 7- 88) og Rökkvi Sigurlaugsson úr Grósku varð 2. í 100 m skiósundi (fl. S9-S10). Næsta stórmót fatlaðra hér inn- anlands er hið árlega Hængsmót á Akureyri, sem fram fer unt mán- aðamótin apríl-maí. Vélsleðakeppni á Egilsstöðum: ’niþrif Jóhannesar Sigurður Sigurðsson tryggði sér sig- ur á skvassmóti sem VMA stóð fyr- ir. Mynd: Robyn. Dósa- og flöskusöfnun í kvöld söfnum við dósum og fiöskum í Clerárhverfi. Einnig móttaka í Hamri frá kl. 18-20. Foreldrafélag unglinga- ráðs handknattlefks- deildar Þórs. Þór-valur kl. 20 i kvöltl Firma- og félagakeppni Þórs í innanhússknattspyrnu verður haldin í Skemmunni laugardaginn 12. mars ’94. 1 i Skráning fer fram í Hamri í síma 12080 fyrir kl. 18 föstudaginn 11. mars. Þátttökugjald á lið kr. 10.000.- afsláttur á fleiri en eitt lið. Leikið verður með fjóra í liði. Upplýsingar í Hamri og hjá Agli Áskelssyni í hs. 25796 og vs. 12000.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.