Dagur - 08.04.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 08.04.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 8. apríl 1994 - DAGUR - 3 Ýsuveiðar sunnan Surtseyjar stöðvaðar með skyndilokunum: Norðlenskir togarar eiga enn óveidd 74% af útMutuðum ýsukvóta Togarinn Júlíus Havstccn ÞH hefur aðcins veitt um 8% af úthlutuðum ýsu- kvóta. Allgóð ýsuveiði hefur að undan- förnu verið fyrir sunnan land, aðallega suður af Reykjanesi og hefur afli togara verið með mesta móti, en ýsan nokkuð smá. Tveir stórir árgangar frá 1989 og 1990 eru nú að koma inn í veiðistofninn sem fer stækkandi en samanstendur að miklu leyti af ungum fiski. Framreikningar Hafrannsókna- stofnunar á stærð ýsustofnsins bentu til þess að í ársbyrjun 1994 hafi stofninn verið 270 þúsund tonn og hrygningar- stofninn 145 þúsund tonn og þarf að fara langt aftur til að finna hliðstæður í stofnstærð. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær voru teknar fyrir bókanir frá fundi byggingancfndar 16. mars sl. þar scm ncfndin vísaði ákvörðun um gjaldtöku vcgna uppsetningar vegvísa til bæjar- ráðs. Bæjarráð samþykkti í gær að leggja til að falliö verði frá þessari gjaldtöku. ■ Tckió var fyrir crindi frá Gilfélaginu þar scm ítrekuð er fyrri krafa um úrbætur í um- ferðarmálum í Grófargili og umhverfi gilsins verði fegraó og lagað. Bæjarráð vísaói er- indinu til tæknidcildar og skipulagsdeildar. ■ Lagt var fram bréf frá Félagi stúdenta við Háskóiann á Ak- ureyri þar sem andmælt er til- lögum sem fram koma í úttekt á starfscmi, markmiöi og rckstri dagvistadcildar Akur- cyrarbæjar. þess efnis að ekki verði veittur afsláttur af vist- gjaldi bams námsmanns þegar foreldrar eru í sambúó og að- eins annað stundar nárn. ■ Á bæjarráðsfundi í gær var lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá fimm eigendum hússins Strandgata 37, þar sem þeir mótmæla rckstri veitingastaóar á 1. hæð hússins. Telja bréfrit- arar sig vcrða fyrir verulegum óþægindum vegna ófullnægj- andi loftræstibúnaðar veitinga- staóarins og starfsemin sam- rýrnist engan vcginn annarri nýtingu hússins. Vcgna þessa erindis hafa heilbrigðisfulltrúi, byggingafulltrúi og slökkvi- liðsstjóri tekið saman greinar- geröir um máliö. Heilbrigðis- nefnd hefur einnig tjallaó um málið á fundi 23. mars sl. og sctt ciganda veitingastaðarins frest til úrbóta á loftræstibún- aðinum. Bæjarráó vísaói í framlagðar greinargerðir og íu-ekaði að uppfyllt verói þau skilyrði sem sett hafa verið fyr- ir starfsleyfi vcitingastaóarins. ■ Félagsmálastjóri gerði bæj- arráði í gær grein fyrir könnun sem hefur fariö fram á húsnæói fyrir félags- og fræðslusvió og hvcrra kosta sé völ. ■ í tilefni af auglýsingu frá KEA um sölu á húseigninni Kaupvangssu-æti 17 lagói bæj- arritari iram drög að bréfi á bæjarráðsfundi í gær, sem hann hcfur ritað til KEA, þar scm gcrð er grcin fyrir athugasentd vió auglýsinguna. í tillögum Hafrannsóknastofn- unar fyrir yfirstandandi fiskveiði- tímabil er lagt til að ýsuaflinn fari ekki yfir 65 þúsund tonn vegna þess að tiltölulega stór hluti veiði- stofnsins er ungur fiskur. Á þriðjudag og miðvikudag voru tilkynntar þrjár skyndilokanir á svæðinu sunnan og vestan við Surtsey og gilda þær í eina viku. Ástæða lokunar er að í afia togar- anna mældist allt frá 60 upp í 83% af afianum smáýsa undir 48 cm að stærð sem eru viómiðunarmörkin. Þetta er þriðja skyndilokunin á þcssu svæði síðan fyrri hluta marsmánaðar svo hugsanlega verður svæðinu lokað til lengri tima með svokallaðri reglugerðar- lokun, sem staðið gæti um mánaó- artíma. Hluti þess svæðis sem nú hefur vcrið lokað fellur undir hrygning- arstoppið, sem stendur frá 11. til 26. apríl nk. Togari Hríseyinga, Súlnafell EA-840, hefur veriö á ýsuveióum fyrir sunnan og afiað vcl. Súlna- fellið landar í Reykjavík, en aflan- um er ekið norður á bíl. Ari Þ. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KEA í Hrísey, segir að stór hluti fiotans sé á ýsuveiðum vegna þcss aó þorskkvótinn sé á þrotum en í gær hafi bestu veiðisvæðunum verið lokað, en allt að helmingur afia sumra skipanna sem austast voru var smáýsa. Frosti ÞH-229 er cinnig á ýsuveiðum en hann hefur landað í Hrísey aö undanförnu. „Það er alltaf verið að auka við ýsukvótann og margir ná ckki að vciða úthlutaðan kvóta. Nú þegar búið er að loka bestu veiöisvæð- unum sunnan við Surtsey eru stjórnvöld líklcg til að auka við ýsukvótann til að réttlæta þorsk- Átján gefa kost á sér í prófkjöri E-listans í Eyjafjaröarsveit, sem frant fer laugardaginn 16. apríl í Sólgarði og Ganila barnaskól- anum á Hrafnagili. Þátttakcndur í prófkjörinu eru Arnbjörg Jóhannsdóttir Kvistási, Bcnjamín Baldursson Ytri-Tjörn- um, Birgir Þórðarson Öngulsstöð- um, Bryndís Símonardóttir Björk, Dýrleif Jónsdóttir Litla-Garði, Einar G. Jóhannsson Eyrarlandi, kvótaskerðinguna en við það verður heildarskerðingin í pró- sentvís ekki eins mikil. Þcgar ýsan finnst cr lokað á vciðarnar þrátt fyrir aó nóg sé cftir af kvótanum. Menn væru himinlilándi cf tækist aö veiða þessa ýsu án þcss að veiða kviðpokaseióin, en þessar aðgerðir nú eru eintómt rugl," segir Ari Þ. Þorsteinsson. Þegar fiskveiðitímabilið var hálfnaó höfðu togarar Skagstrcnd- ings hf. veitt 26% af 1.506 tonna ýsukvóta sem þeim var úthlutað. Togarar Skagfirðings hf. höföu veitt 46% af 872 tonna kvóta; Togaranir Stálvík, Sigluvík og Siglfiröingur á Siglufirði höfðu aðeins vcitt 2%__ af 779 tonna ýsu- kvóta; togarar Ólafsfiröinga höfðu veitt 17% af 1.068 tonna kvóta; Súlnafcll EA í Hrísey hafði vcitt 28% af 304 tonna kvóta; Dalvík- urtogararnir höfðu vcitt 29% af 433 tonna kvóta; togarar Samhcrja hf. og Útgerðarlclags Akureyringa hf. höfóu vcitt 33% af 4.262 tonna kvóta; Frosti ÞH á Grenivík hafði Eiríkur Hrciðarsson Grísará, Gunnar Jónasson Rilkelsstöðum, Helgi Örlygsson Þórustöðum 7, Hólmgeir Karlsson Dvcrgsstöð- urn, Jón Jónsson Stckkjarfiötum, Kristjana Kristjánsdóttir Steinhól- um, Nícls Hclgason Torfum, Ólaf- ur G. Vagnsson Hlébcrgi, Pétur Helgason Hranastöðunt, Ragn- hciður Gunnbjörnsdótlir Ártröð 1, Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir Kálfagerði og Þorvaldur Hallsson Ysta-Gerði. óþh veitt tæp 10% af 32þ. tonna kvóta; Júlíus Havsteen ÞH og Kolbcins- ey ÞH á Húsavík höfðu veitt 8% af úthlutuöum kvóta, 436 tonnum; Rauðinúpur ÞH á Raufarhöfn hafði vcitt 28% af 187 tonna kvóta og Stakfell ÞH á Þórshöfn hafói aðeins veitt liðlega 1% af 117 tonna ýsukvóta. Alls höfðu norólenskir togarar veitt 2.709 tonn af ýsu fyrri helm- ing fiskvciðiársins en heildarýsu- kvótinn til þeirra er 10.291 tonn og því á enn eftir aó vciða 74% af ýsukvótanum. GG Fréttapunktar: Heimti fjórar ær íSvartárdal Guðmundur Valtýsson, bóndi á Eiríksstööum í Svartárdal, fékk óvæntan glaöning daginn fyrir skírdag, þegar fjórar ær frá hon- um fundust í fjallsbrúninni viö bæinn Hvamm I Svartárdai. Ærnar, sem eru komnar fast aö buröi, eru mjög vel á sig komn- ar. Þetta kemur fram í Feyki. Jónas efstur hjá íhaldlnu á Króknum í frétt í Feyki, segir aö kvisast hafi út að Jónas Snæbjörns- son, umdæmisverkfræðingur Vegageröarinnar, skipi efsta sætiö á lista Sjálfstæöisflokks- ins á Sauöárkróki fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Blaöiö hefur ekki fengiö þessa fregn staðfesta en segir hana trausta. Vörusklptln víö útlönd hagstæö í febrúarmánuöi sl. voru fluttar út vörur fyrir 7,6 milljaröa kr. og inn fyrir 6,4 milljarða kr. fob. Vöruskiptin I febrúar voru því hagstæö um 1,2 milljarð kr. en í febrúar 1993 voru þær I járn- um. Fyrstu tvo mánuöi ársins voru fluttar út vörur fyrir 14,8 milljarða en inn fyrir 11,5 millj- arða. Vöruskiptin voru því hag- stæð um 3,3 milljaröa en voru hagstæð um 1,5 milljarö á sama tíma í fyrra. Albert Guðmundsson látinn Albert Sigurður Guðmunds- son, fyrrverandi fjármála- og iðnaðarráðherra, lést í Reykjavík í gær á 71. aldurs- ári. Albert Guómundsson var einn aflitríkari stjórnmálamönn- um síðustu áratuga. Hann átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árun- um 1970-1986, þar af forseti borgarstjórnar 1982-1983. Þing- maður Sjálfstæðisflokksins var hann á árunum 1974-1987 og 1987-1989 sat hann á þingi fyrir Borgarafiokkinn, sem hann stofnaði áriö 1987. Albcrt Guðmundsson gegndi cmbætti fjármálaráðherra á ár- unum 1983-1985 og iönaðarráó- hcrra var hann frá 1985 til 1987. Árió 1989 var hann skipaóur í cmbætti sendihcrra Islands í París. Albert Guðmundsson var frá- bær knattspyrnumaður á sínum yngri áruni og var hann atvinnu- maður í knattspyrnu á árunum 1947-1956. Eftirlifandi eiginkona hans er Brynhildur Hjördís Jóhannsdótt- ir. Börn þeirra cru Helena Þóra, framkvæmdastjóri, Ingi Björn, alþingismaður, og Jóhann Hall- dór, lögfræðingur. óþh lr A - listinn Akureyri Opið hús í Gránufélagsgötu 4 á þriðjudögum og föstudögum kl. 17-19. Jafnaðarmenn komiö og ræðið bæjar- málin. Sími skrifstofunnar er 24399. ifv' Eyjólfur Kristjánsson föstudag og laugardag Opió mánud. þriójud. og miövikud. kl. 20 - 01 fimmtud. og sunnud. kl. 15 - 01 föstud. of laugard. kl. 15 - 03. Kaffi og kökur alla daga. , Eyjafjarðarsveit: Atján gefa kost á sér hjá E-listanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.