Dagur


Dagur - 08.04.1994, Qupperneq 4

Dagur - 08.04.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. apríl 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þjónustan norður Um árabil hafa verið uppi háværar raddir um að stjórnvöld beiti sér fyrir flutningi stofnana út á land. Þessar kröfur eru eðlilegar þar sem margar þjónustustofnanir eru síst verr staðsettar úti á landi en í Reykjavík. Lengi vel virtist umræðan snúast um að þessar kröfur væru bara „lands- byggðarsöngur “ eða minnimáttarkennd gagnvart höfuðborgarsvæðinu en svo fór að menn fóru að skoða kosti og galla við flutning á einstökum stofnunum og jafnvel stíga skrefið til fulls. Umræðan um flutning stofnana þarf að vera fag- leg og vel undirbúin. Þá kröfu verður að gera til stjórnmálamanna og annarra að þeir standi vel að þessum málum, setji fram í umræðuna alla kosti og galla við flutning stofnana og fari yfir hug- myndirnar með yfirmönnum viðkomandi stofnana. Menn mega heldur ekki gleyma því að staðsetn- ingin úti á landi getur gefið stofnunum færi á að veita aðra og betri þjónustu en áður og þannig haft mjög jákvæð áhrif á uppbyggingu þeirra. í dag er eitt skref stigið í þessa átt þegar skrif- stofa Ferðamálaráðs íslands verður opnuð á Akur- eyri og þangað flyst þjónusta við innlenda ferða- þjónustuaðila. Ferðaþjónustan er sífellt vaxandi atvinnugrein og uppbygging hennar hefur ekki síður verið á Norðurlandi en í öðrum landshlutum. Vonandi verður ferðaþjónustuaðilum um allt land góður stuðningur að skrifstofunni á Akureyri og að tilkoma hennar hjálpi til við að nýta endalausa möguleika sem ferðamannalandið ísland býður upp á. Nú er lag Töfralausnir á atvinnuleysisvandanum eru ekki til. Um þetta atriði virðast flestir sammála, ekki bara hér á landi heldur á alþjóðavettvangi. í nýju frétta- bréfi fjármálaráðuneytisins er velt upp hvaða við- horf virðist almennt ríkjandi á alþjóðavettvangi varðandi ráð við atvinnuleysisvandanum. Flest at- riði sem þarna eru nefnd hafa heyrst áður, svo sem áhersla á stöðugt verðlag, jafnvægi í ríkisfjár- málum, menntun og starfsþjálfun atvinnulausra, sem hafi að markmiði að gera atvinnulaust fólk gjaldgengt á vinnumarkaði. Athyglisverðast er þó að lesa í fréttabréfi ráðu- neytisins um samkeppnisstöðu fyrirtækja. Þar seg- ir að lítil og meðalstór fyrirtæki séu á alþjóðavett- vangi talin einn helsti vaxtarbroddur atvinnulífs- ins. Einfalda þurfi reglur um stofnun fyrirtækja og einnig þurfi að auðvelda fyrirtækjum útvegun áhættufjár og aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Afnám viðskiptahindrana og aðlögun skattalög- gjafar bæti samkeppnisstöðu allra fyrirtækja sem og bættar samgöngur og efling rannsókna og vöruþróunar. Það er rétt hjá ráðuneytismönnum að í glímunni við atvinnuleysi hérlendis þarf að skoða reynslu annarra þjóða í slíkri baráttu. Ráðu- neytin og ríkiskerfið ættu því að taka þessar ábendingar til sín og sýna nú í verki að það er hægt að einfalda „kerfið" þannig að þeim sem gera vilja jákvæða hluti í atvinnulífinu fallist ekki hendur frammi fyrir öllum kröfunum og reglu- gerðaflóðinu. Barnaheill á Norðurlandi Forvarnir gegn fíkniefnum Norðausturlandsdeild samtakanna Barnaheilla gerói athugun á hög- um barna og unglinga á Akureyri sl. haust. Tekin voru viðtöl við fólk sem hefur náið samband við börn og unglinga m.a. í starfi sínu. Rætt var við lögreglu, formenn nefnda á vegum bæjarins, lækna, sálfræðinga, foreldra, skólahjúkr- unarfræóinga, starfsfólk á mynd- bandaleigum, kennara, starfsmenn félagsmiðstöðva o.fl. Einnig var rætt við nokkra unglinga. Hvergi í þessum viötölum komu fram upplýsingar sem bentu til þess að fíkniefni þ.e. önnur vímuefni en áfengi væru notuó hér af unglingum. í viðtali við rannsóknarlögreglu hef ég komist að því að slík efni s.s. hass og amfetamín hafa stungið upp koll- inum hér á Akureyri á undanförn- um árum. Margir minnast eflaust þess að eitt slíkt mál kom upp hér fyrir 2-3 árum. Þá er vitað aö tals- vert hefur verið um snefun á líf- rænum leysiefnum á undanförnum árum þó aö minna sé um það nú sem betur fer. Kannski hafði það sín áhrif er fjölmiðlar birtu lýs- ingu á afleiðingum slíkrar iðju hjá ungum manni, sern lamaðist vegna áhrifa lífrænna leysiefna er hann hafði snefað. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur flokkað aó- gerðir, sem beinast gegn fikni- efnaneyslu, niður á eftirfarandi hátt: 1. stigs fyrirbyggjandi aðgerðir: Stuðningur við heimili, skóla, félagsmiðstöðvar og aðra þætti, sem tengjast starfi og lífi ung- linga. 2. stigs fyrirbyggjandi aðgeróir: Leitarstarf ýmis konar til að greina sem fyrst og hefta framþró- un óæskilegs atferlis hjá ungling- um. 3. stigs fyrirbyggjandi aðgerðir: Neyðarúrræði ýmis konar, þar meó taldir vistunarmöguleikar. Vió verðum vör vió þaó aö sí- fellt er verið að leggja hald á ótrú- Geir Friðgeirsson. lega mikið magn af ýmis konar fikniefnum á höfuðborgarsvæðinu og ekki síst í Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli. Fyrir nokkrum árum, að ekki sé talað um fyrir 15-20 ár- um, var slíkt nær óþekkt hérlend- is. Því hljótum vió hér á þessu landshorni að íhuga hvort ekki komi að því að fíkniefni berist í meira mæli hingað heldur en nú er. Og hvernig ætlum vió að berj- ast gegn því að slíkt gerist? Hvernig getum við komió í veg fyrir aó ungmenni hér ánetjist fíkniefnum? Mikilvægast er að gera sér grein fyrir því í hverju hættan er fólgin. í fyrsta lagi þarf að hindra aó heppilegur jarðvegur sé fyrir hendi. Hugarfar þeirra sem ungir eru og óreyndir má ekki undir nokkrum kringumstæðum vera já- kvætt gagnvart fíkniefnum. Nægilegt er að berjast við af- leiðingar áfengisneyslu þótt ekki bætist við barátta gegn hinum margvíslegu og stórhættulegu fíkniefnum. Þau koma sem bein viðbót við áfengisneysluna, hvaö svo sem talsmenn hassnotkunar og annarrar fíkniefnanotkunar segja. Til að ánetjast fíkniefnum þarf viðkomandi að komast í kynni við efnin. Eins og þróunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grannalöndum okkar verðum við jafnvel að gera ráð fyrir að okkar ungmennum geti verið boðið upp á slík efni fyrr eða síóar. Við for- eldrar og allir sem vinna með ung- linga berum því nokkra ábyrgð á að fræða unglinga um hætturnar vió fíkniefnin. (Sjá myndskýringu hér á síóunni). I okkar litla samfélagi virðist svo sem framboðið á fíkniefnum sé lítið, en ef breyting verður á því í framtíðinni þarf að fá einstak- linga og umhverfi þeirra s.s. heim- ili, vinnustaði, félagsbönd til aö hafna öllum slíkum tilboðum fyr- irfram. í því felst forvarnarstarfið. Ungmenni sem veit hvar hættan liggur veit að fíkniefni eins og hass, kókaín, amfetamín, lífræn leysiefni o.fl. eru stórhættuleg og mun því væntanlega hafa vit á því að hafna öllum tilboðum um neyslu á þeim. Hvað geta forcldrar gcrt til aó varna því að þeirra börn geti mögulega lent í aó ánctjast fíkni- efnum? Auk þess að veita börnum sínum ást og sem bestar félagsleg- ar aðstæóur verða foreldrar að gera sér far um aó halda trúnaði barna sinna og fylgjast með þeim eins og kostur er á. Einnig geta foreldrar kynnt sér fræðsluefni um fíkniefni og komið fræðslu á þcim til barna sinna þannig að þau hafi nokkra þekkingu á þcssum vágest- um. Þó ber að hafa í huga að vitað er að fræðsluáróður gegn vímu- gjöl'um getur verkað sem auglýs- ing fyrir þá. Því þarf að fara var- lega viö alla slíka fræðslu. Það bcsta sem við forcldrar getum eflaust gcrt fyrir börn okkar í slíku forvarnarstarfi er að lið- sinna þeim um áhugamál þeirra og að kenna þcim að njóta lífsins án notkunar vímugjafa. Akurcyri 2. apríl 1994. Geir Friðgeirsson. Höfundur er barnalæknir, sljórnarmaður í Barnaheill á NA-landi og var í þverfaglegum samslarfshópi um fikniefnamál unglinga á Ak- ureyri 1983-1985. Myndin sýnir að náin tengsl eru ckki aðeins á milli ávanacfnis cða fíknicfnis (vímugjafa) og tiltckins cinstaklings, hcldur cinnig á milli slíkra cfna og þcss umhverfis, sem hann hrærist í og er hluti af. ingum hér heima og erlendis. Hún hefur einnig haldið einkasýningar heima og erlendis. Sýningin verð- ur opin daglega (nema miðviku- dag) kl. 14-19 til sunnudagsins 24. apríl. Dröfn sýnirí Reykjavík Á morgun, laugardag, kl. 15 opnar Dröfn Friðfínnsdóttir, myndlistar- kona á Akureyri, grafíksýningu í Listasafni ASI við Grensásveg í Reykjavík. Þetta er sjötta einka- sýning Drafnar. Á sýningunni verða 24 verk unnin í tréristu. Stærð ntyndanna er frá 25x35 cm til 100x140 cm. Eintakafjöldi myndanna er mismunandi cða frá einþrykki til tíu eintaka. Oll verk- in eru unnin á árunum 1992-1994. Dröfn hefur tekið þátt í samsýn-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.