Dagur - 08.04.1994, Side 11

Dagur - 08.04.1994, Side 11
IÞROTTIR Föstudagur 8. apríl 1994 - DAGUR - 11 HALLDÓR ARINBJARNARSON Akureyrarmót í handbolta: KA meistari í meistaraflokki W T\ 'Ld iWNF 'yrmfmn \ KA varð í fyrrakvöld Akureyrarmeistari í handbulta í meistaraflokki karla þegar liöið bar sigurorð af Þór með 22 mörkum gegn 20 í síðari leik liðanna. Félögin áttust einnig við í fyrri leik í old-boys flokki og þar sigraöi KA cinnig, 13:9.1.cikur meistaraflokksliðanna var ekki mikið fyrir augað og helst að góð markvarsla beggja mcgin yljaði áhorf- endum. Á myndinni má sjá Akureyrarmeistarana 1994. Efri röð f.v.: Árni Stefánsson, liðsstjóri, Erlendur Stefáns- son, Þorvaldur Þorvaldsson, Erlingur Kristjánsson, fyrirliði, Arnar Sveinsson, Helgi Arason, Lcó Örn Þorleifsson og Atli Þór Samúelsson. Neðri röð f.v.: Valur Arnarson, Valdimar Grímsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Björn Björns- son, Ármann Sigurvinsson, Óskar B. Óskarsson og Jóhann G. Jóhannsson. Mynd: Haiidór. Úrslitakeppnin í blaki: KAúrleik Karla- og kvennalið KA í blaki hafa bæði lokið þátttöku sinni á íslandsmótinu á þcssum vetri. Liðin töpuðu lcikjum sínum í fyrrakvöld og höfðu þar með bæði tapaö tvívegis. Karlamir spiluðu við HK í Digranesi og töpuðu 3:0 og sömu tölur voru í leik KA og Víkings í kvcnnaflokki. Um íslandsmcist- aratitilinn í karlaflokki leika HK og Þróttur Reykjavtk en Víking- ur og ÍS eða Þróttur Nes. í kvennaflokki. Knattspyrna, 1. deild: Breyting á mótaskrá Útlit er fyrir breytingar á dag- setningu fyrstu umferðar 1. deildar karla í knattspyrnu í vor. Skv. mótaskrá átti keppni að hefjast fimmtudaginn 19. maí en nú hefur verið ákveðið að leika vináttulandsleik við Bóliv- íu á Laugardalsvelli þennan dag. Geir Þorsteinsson, hjá móta- nefnd KSI, sagði unnið að því þessa dagana að finna lausn og bjóst við aö hún lægi fyrir öðru hvcrju við helgina. Spurningin er því ckki hvort breytingar verða geróar á mótaskrá heldur hverjar þær verða. Meóal þess sem rætt hefur verið um er að mótinu seinki um eina umferð þ.e. að 1. umferð hefjist mánudaginn 23. maí þcgar 2. umferð átti að fara fram. Hlíðaríjall um helgina: Opna Pro Kennex mótið í badminton: Öruggt hjá Ólöfu - þrefaldur sigur Sigfúsar í öðlingaflokki í síðustu viku var greint frá úr- slitum í meistaraflokki á Opna , Pro Kennex mótinu í badmin- ton, sem fram fór í íþróttahöll- inni á Akureyri helgina fyrir páska. Eins og þar kom fram þá tókst mótið afar vel og fjöldi að- komufólks hefur aldrei verið meiri, þau 5 skipti sem mótið hefur verið haldið. Að sögn mótshaldara, Einars Jóns Ein- arssonar, þá mættu heimamenn hins vegar vera duglegri við að taka þátt. Bróðurpartur vinningshafa kom úr TBR cnda keppnissveit fclags- ins bæði fjölmenn og öflug. Ein gullverölaun komu í hlut Akureyr- inga en þau vann Olöf G. Ólafs- dóttir í einliðalcik kvenna í B- flokki. Hún sigraði mjög örugg- lega og í úrslitaviðureigninni vann hún andstæðing sinn m.a. 11:0. Hér á cftir fylgja úrslit í A-, B- og öólingallokki. A-flokkur: I cinlióaleik sigraði Svcinn Logi Sölvason, TBR, fólaga sinn Har- ald Guðmundsson 15:11 og 15:7. Hjá konunum sigraði Birna Guö- bjartsdóttir, ÍA, Margréti Dan Þór- isdóttur, TBR, í úrslitum 11:7 og 11:8. Erla Hafsteinsdóttir og Magnea Magnúsdóttir, TBR sigr- uóu Birnu Guöbjartsdóttur og Ir- cnu Óskarsdóttur, ÍA, 15:13 og 15:5 í úrslitum tvíliðaleiks kvenna og hjá körlunum reyndust sterk- astir þcir Andri Stefánsson, Vík- ingi, og Steinar Petersen TBR. Þeir sigruöu Björn Jónsson og Svein Loga Sölvason , TBR, 15:5 og 15:11. í tvenndarleiknum lögóu Magnea og Andri þau Mar- gréti Dan og Harald Guðmunds- Son, 15:6 og 18:15 eftir að Mar- grét og Haraldur höföu unnið eina lotu 15:10. B-flokkur: John Grant, UMFK, þurlti lítió að hafa lyrir sigrinum í einliðaleik. í úrslitum átti hann að keppa vió Þorkel Mána Pétursson, TBA, sem gaf leikinn. I kvennaflokki sigraði Ólöf G. Ólafsdóttir, TBA, scm l'yrr segir í úrslitum. Hún lagði Hrund Guðmundsdóttur, TBR, 11:0 og 11:7. Hrund náði í gull í tvíliðalcik ásamt Hclgu B. Björnsdóttur, TBR, cn þær sigr- uðu Gunnhildi Stcfánsdóttur og Sigríði Rut Siguróardóttur, 15:0 og 15:5. Helga var aftur á ferð í tvenndarleiknunr þar scm hún, ásamt Gunnari Kristjánssyni, TBR, sigraói Ólöfu G. Ólafsdóttur og Einar Jón Einarsson, TBA, 15:2 og 15:11. í tvíliðaleik karla sigruðu Agúst Eiríksson og Karl Tómasson, TBR, Gunnar Krist- jánsson og Kjartan Birgisson, TBR, 15:6 og 15:7. Öölingaflokkur: I öðlingaflokki, 40 ára og eldri, var aðeins kcppt í karlaflokki en til stcndur að kcppa cinnig í kvennafiokki á næsta ári. Raunar var kcppt í tvenndarleik í þctta sinn og þar koma konur að sjálf- spgðu viö sögu. Sigfús Ægir Árnason, TBR, vann Gunnar. Bollason, TBR, í úrslitum cinliða- leiksins, 15; 12 og 15:8. Þeir kepptu saman í tvcnndarleik og sigruðu Hauk Jóhannsson og Svein B. Sveinsson, TBA, í úrslit- um, 15:4 og 15:2. Sigfús varenná fcrð í tvcnndarlciknum og náði í 3. gullverðlaun sín, í þctta sinn ásamt Vildísi K. Guðmundsdóttur cr þau sigruðu Gunnar Bollason og Sigríði M. Jónsdóttur, 15:11 og 15:9, en þau síðarncfndu unnu eina lotu 15:7. Mótinu var slitið meó vcglegu lokahófi í golfskálanum aó Jaðri þar sem margt var til garnans gert. Tvö göngumót Um hclgina fara fram tvö skíöagöngumót á vegum SRA við Gönguhúsiö í Hlíðarfjalli. Á morg- un, laugardag, vcrður Akurcyrar- mót í öllum flokkum. Gengið er með hcfóbundinni aðferð og hefja 12 ára og yngri keppni kl. 13.00 og 13 ára og cldri klukkustund síðar. Á sunnudag fcr fram Þórsmót í göngu. Keppt verður í öllum ald- ursflokkum og er mótió ölium op- ið. Gengið er með frjálsri aðferð. Fyrirkomulag er hið sama og dag- inn áður, 12 ára o.y. byrja kl. 13.00 og 13 ára o.e. kl. 14.00. Verðlauna- afhcnding veröur að móti loknu. Hlíðarfjall, skíði 12 ára og yngri: Brynjumót í stórsvigi Á morgun, Iaugardag, fer fram árlegt Brynjumót í Hlíðarfjaili. Um er að ræða stórsvigsmót hjá 12 ára og yngri og er þetta næst fjölmennasta skíöamót ársins í Hlíðarfjalli, næst á eftir Andrés- ar Andar leikunum. Keppendur verða um 300 talsins. Það er kl. 11.00 á morgun sem fyrsti kcppandi vcrður ræstur og síðan hver af öðrum. Keppt er í þrcmur flokkum, 8 ára og yngri, 9-10 ára og 11-12 ára. Kcppcndur koma frá Akurcyri, Dalvík, Olafs- firði, Húsavík og Kópavogi. Mót- ið hefur nú verið haldió í nokkur ár og cr ágætis „generalprufa" fyr- ir Andrésar Andar Icikana, sem fram fara 20.-23. þessa mánaðar. Verslunin Brynja gefur verðlaun á mótið. Alþjóðleg skíðamót á Akureyri og Dalvík: Einn sterkasti stórsvigs- maður heims í Hlíðarfjalli - flest okkar besta skíðafólk einnig með Nú standa fyrir dyrum alþjóð- leg skíðamót hérlendis, svo- kölluð Fis-mót. Upphaflega átti að keppa t Reykjavík, á fsa- firði og Akureyri, en eftir hina hörmulegu atburði á ísafirði var að sjálfsögðu ekki hægt að keppa þar. Þess í stað verður keppt á Dalvík. Meðal þátttak- enda á tveimur stórsvigsmót- um á Akureyri að viku liðinni verður einn sterkasti stórsvigs- maður heims, Fredrik Nyberg. Mótaröóin hefst í Bláfjöllum um þessa helgi og þar veröur keppt í svigi. Síðan var á áætlun að keppa á ísafirói um miðja næstu viku cn þcss í stað verður keppt á Dalvík. Síðdegis í gær lá ckki fyrir hvort kcppt vcrður í svigi eða stórsvigi en um cr aó ræða eitt mót, scm fram fer nk. miðvikudag, 13. apríl. Mótaröð- inni lýkur á Akureyri að viku lió- inni með tveimur stórsvigsmót- um á föstudag og laugardag. Þar vcröur meðal þátttakenda Fredrik Nyberg frá Svíðþjóð. Nyberg er meöal sterkustu stórsvigsmanna heims, 25 ára gamall frá Sundsvall. Á þessum vcu-i sigraði hann á tvcimur Heimsbikarmótum í stórsvigi og endaói í 4. sæti í Heimsbikar- keppninni samanlagt. Hann er með 0,4 Fis-styrkleikastig í stór- svigi og með þátttöku hans verð- ur mótið í Hlíðaíjalli mun sterk- ara. Nyberg kemur hingað vegna kunningsskapar við Olov Vik- berg, skíóaþjálfara hjá KR, sem í fyrra var á Dalvík og með stuðn- ingi SRA og flciri aðila varð þátttaka hans að vcrulcika. Flest okkar besta skíðafólk vcróur mcðal þátttakenda á þcss- um mótum. Ovissa er að vísu meö Ástu Halldósdóttur, en Vil- helm Þorsteinsson frá Akureyri vcrður mcð og þrcfaldur íslands- meistari í alpagreinum, Kristinn Bjömsson frá Ólafsfirði, kemur til landsins og tekur þátt í stór- svigsmótunum i Hlíóarfjalli. íþróttir helgarinnar HANDBOLTI: Laugardagur: Akureyrarmót kv. í KA-húsinu SKÍÐI - Hlíðarfjall: Alpagreinar: Laugardagur: Brynjuniót í stórsvigi kl. 11.00 Ganga: Laugadargur: Akureyrarmót kl. 13.00og 14.00 Sunnudagur: Þórsmót (opið) kl. 13.00 og 14.00 Tröppuþrek Ný námskeið hefjast mánudaginn 11. apríl. Lokaðir kvenna og karlatímar. Nýir pallar. 4 vikna námskeið kr. 3.000. + 10 tíma ljósakort kr. 4.500. Hamar Sími 12080.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.