Dagur - 13.04.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 13.04.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 13. apríl 1994 LEIÐARI ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIRA. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐURINGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sagð- ist í viðtölum við fjölmiðla á dögunum, sjá teikn á lofti um betri tíð í efnahagsmálum þjóðarinn- ar og líklega væru að skapast skilyrði fyrir frek- ari vaxtalækkun. Þessi ummæli bankastjórans voru ánægjuleg og vonandi er eitthvað að marka þau. Atvinnulífíð í landinu hefur verið hálf bæklað á undanförnum misserum og stjórnendur fjölda fyrirtækja hafa haft það eitt að leiðarljósi að lifa til morguns. Ekki hefur verið grundvöllur til langtíma stefnumörkunar, eins og vissulega er bráðnauðsynlegt í fyrirtækjarekstri, og óvissan hefur verið allsráðandi. í þessu ástandi hafa fjárfestingar atvinnulífsins verið í lágmarki sem aftur hefur leitt til fjöldaatvinnuleysis, þess raesta sem þjóðin hefur staðið andspænis í ára- tugi. Hið gífurlega atvinnuleysi, sem þjóðin glírair nú við, er mesta böl sem hún hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Atvinnuleysi er mörgum óþekkt vandamál, fólk veit eðlilega ekki hvernig eigi að bregðast við ástandinu og taka á vandanum. Atvinnuleysið er sálinni þungbært og það hefur í för með tekjuskerð- ingu með ólýsanlegri örbirgð. í fjölda tilvika er fjárhagslegri stoð kippt undan heimilunum. Það er siðferðileg skylda ríkisstjórnar og stjórnenda sveitarfélaga að leggja allt undir til þess að bæta atvinnuástandið. Auðvitað hljóta sveitarstjórnarkosningarnar í lok næsta mánað- ar að snúast öðru fremur um atvinnumálin, annað væri óeðlilegt. Atvinnuleysið er ekki komið til þess að vera, heldur þvert á móti, eins og Bubbi Morthens orðar það í nýjura dægur- lagatexta, „atvinnuleysi er komið til að fara". Vonandi eru orð bankastjóra íslandsbanka um helgina sönn. Óskandi er að botni efna- hagslægðarinnar sé náð og landsmenn fari að sjá til sólar á nýjan leik. En til þess að snúa blaðinu við þarf atvinnulífið duglega vitamín- sprautu. Það verður með öllum tiltækum ráðum að örva fjárfestingar þess á nýjan leik. LESENDAHORNIÐ Svolítíð meira um hjátrú Mikill fjöldi hrafna er í bænum núna og er gaman að sjá til þeirra því þeir eru uppátektarsamir mjög. Ég óttast að farið verði af stað með útrýmingu á þeim og ótt- ast afleiðingarnar af því bæói fyrir hrafninn og bæjarfélagið. Ekki er einleikið hversu illa er komió fyrir bæjarbúunt í atvinnumálum og hversu okkur búnast illa á mörg- um sviðum. Mikil útrýming á þessum skemmtilega fugli hefur farið fram á undanfömum árum á vegum Akureyrarbæjar sam- kvæmt heilbrigðisreglugerð. Óráð Á árum áóur þótti mjög óráólegt aó bekkjast við hrafninn og var eftir því tekið hversu bændurn sem það gerðu búnaðist illa og hvað algengt var aó þeir yrðu fyrir búsifjum ýmisskonar. Þessari merkilegu nútíó þykir trúlega lítið til slíkrar speki koma og leggja lítinn trúnað á kenningar þessar. Þegar þannig þenkjandi menn komast til valda í bæjarfélaginu er nokkur hætta á að reynsla horf- inna kynslóða sé ekki virt sem skyldi. Afleióingarnar geta oróið eins og raun ber vitni um hér í bænum. Ég legg til að prófaö verói að gefa hrafninum grið í nokkur ár og sjá til hvort ekki lag- ast þetta félagsbú okkar sem vió köllum Akureyrarkaupstað. Mér er sagt að Náttúrufræðistofnun sé á móti þeirri aóferð sem beitt er hér á Akureyri, aó egna fyrir hrafninn meó svefnlyfjum og drepa hann þegar hann næst. Stofnunin vill láta fæðuframboð ráða stofnstærðinni eins og gerist í náttúrunni. Hún vill líka að komið verði í veg fyrir að hrafninn kom- ist í æti svo sem úrgang ýmiss- konar. Það er æti i náttúrunni sem fellur til á eðlilegan hátt og af því á stofnstærð að ákvarðast. Mönnum þykir trúlega skrítið hvaó ég er iðinn viö þessa kenn- ingu um hrafninn. * Ur öðrum heimi Þegar ég var aó alast upp var hió daglega líf fólks með öðrum hætti en nú er. Mikil tími gafst mönnum til þess aó líta í kringum sig og hyggja aó því sem var aó gerast í tilverunni. Ur þessari tilveru eru þessar kenningar komnar og þær sönnuðu sig gjarnan mjög oft og Breytingar hjá Degi Tjörn 10. apríl 1994. Mér brá ónotalega hér á dögun- unt þegar fréttamaður Utvarpsins greindi frá því að öllu starfsfólki Dagsprents hefði verið sagt upp starfi frá og með 1. apríl og yrði „rekstur fyrirtækisins endurskipu- lagður“. Jafnframt var tekiö fram að Bragi Bergmann, sem ritstýrt hefur dagblaðinu Degi mörg und- anfarin ár, óskaði ekki eftir endur- ráðningu og væri þar með horfinn frá blaðinu. Þetta voru ískyggilegar fréttir fyrir okkur, sem berum hag hinnar dreifðu íslensku landsbyggðar fyr- ir brjósti almennt séð og teljum að í því sambandi sé útgáfa dagblaðs ómetanleg til að rödd dreifbýlisins heyrist í þeirri háværu þjóðfélags- legu umræðu, sem fram fer, ekki síst í hinum volduga blaóakosti höfuðborgarinnar. Síðan hefur það gerst, að blað- stjórn Dags hefur ráóið sem rit- stjóra bræður tvo úr Svarfaöardal: Óskar Þór, f. 1961, og Jóhann Ól- af, f. 1964, Halldórssyni frá Jarð- brú. Þeir hafa báðir starfað við út- gáfu Dags í mörg ár. Þessi grein er rituó í tvennum tilgangi: Að þakka Braga Berg- mann, fráfarandi ritstjóra, fyrir ágæta stjóm blaðsins, þar sem frjálslyndi og víðsýni hefur verió leiðarljósið en flokkspólitísk sjón- armió látin lönd og leið. Eins og raunar áóur hefur Dagur fyrst og fremst helgað sig velferðarmálum landsbyggðarinnar. Það talar sínu máli, að útbreiðsla blaðsins á Eyjafjaróarsvæðinu hefur verið álíka mikil hlutfallslega eins og útbreiðsla Morgunblaósins er á Reykjavíkursvæðinu. Jafnframt er það erindi þessarar greinar að árna nýju ritstjórunum allra heilla í nýja starfinu og láta í ljós þá von, að þeim og samstarfs- mönnum þeirra megi auónast að leiða Dag, málgagn landsbyggðar- innar, út úr núverandi rekstrar- vanda og halda ótrauðir markaðri stefnu frameftir vegi frjálslyndis og víðsýni í stjórnmálaumræð- unni. Hjörtur E. Þórarinsson. mönnum gafst tóm til þess aó taka eftir því. Eins og menn lifa í dag í þessum mikla hraöa er ekki von til þess að þeir geti ræktað með sér slíka eftirtekt sem til þarf. Ég les stundum í blöðum frásagnir manna af einum degi í lífi þeirra. Frásagnir þessar ganga út á það sem þeir þurfa að koma í verk á einum degi og er það meö ólíkind- um. Ein slík var í Dagblaðinu Vísi 26. mars af degi í lífi Ara Trausta, jarðfræðings og veðurfréttamanns á Stöð 2. Ég tel slíkar sögur góða sönnun þess að menn eru hrein- lega óhæfir til þess að beita at- hyglisgáfunni eins og áður var. Því eru menn í dag ekki í neinni aðstöðu til þess að gera lítið úr því sem þeir kalla hjátrú og hindur- vitni. Slysamunstur Ég hef látió mér detta í hug að þessi flýtir sem hrjáir mannfólkið sé hluti af því slysamunstri sem er í umferðinni. Þar deyr og slasast mikil fjöldi „Mér cr sagt að Náttúrufrseðistofnun sé á móti þeirri aðferð sem beitt er hér á Akureyri, að egna fyrir hrafninn með svefnlyfjum og drepa hann þcgar hann næst,“ segir greinarhöfundur. fólks og mætti hugsanlega minnka það hörmulega tjón með því að líta yllr verkefnalista þessara bráónauðsynlegu manna og breyta honum. Ef menn taka ekki eftir því sem stórt er, t.d. heilum bílum eöa fólki, er lítil von til þess aó margt lítið grípi athygli þeirra. Skrítið cr að í þjóðfélagi sem er þjáð af at- vinnuleysi skuli vera l'ólk sem lifir í þessum hraóa vegna of mikilla verkefna. Brynjólfur Brynjólfsson. Löglegt en siðlaust Lesandi góður! Ég vil með þessum skrifum mínum vekja athygli þína á sam- skiptum mínum fyrir skemmstu við að því er ég taldi ágæta versl- un hér í bæ. Verslun þessi er stað- sett innarlega í Skipagötunni. Málsatvik eru þau, að í nóvem- berbyrjun s.l. keypti ég þar skyrtu ætlaöa til annars en daglegs brúks. Merkið er IMAGIO og við nánari eftirgrennslan hér í bæ er sam- svarandi flík ekki aö finna í öðr- um tískuverslunum. Aóstæður höguðu því þó svo til, að ég tók hana ekki mér til handargagns fyrr en nú fyrir skemmstu. Hef ég þann háttinn á varðandi nýja flík, að ég handþvæ hana áður en ég fer í hana. Nú máttu ekki skilja orð mín svo, að ég standi í stór- þvotti nýrra flíka, en þó er ég sæmilega vön að meðhöndla fiík- ur sem þessa. Við þvottinn hljóp skyrtan þannig, að báðar ermarnar skruppu saman, önnur þó öllu meira. Við þetta gat ég ekki unað og fór með flíkina, sern kostaði um 3000 krónur, til baka og sýndi viðkomandi. Viðbrögðin urðu á einn veg: Ekki viðlit aó bæta mér gallaða vöruna, jafnvel þótt við- komandi í afgreiðslunni taldi sig muna eftir mér frá lyrri tíma. Hún krafði mig um kassakvittun, og vitnaði þar í fyrirkomulag almcnnt viðhaft í öðrum samsvarandi verslunum. Sem fyrrvcrandi starfsmaóur í Hagkaupum veit ég aó vel má hliðra til í málum sem þessum. Þetta er því fyrst og fremst spurning urn tilhliðrun og fyrirgrciðslu í sérstöku tilviki sem þessu, sér í lagi þar sem viðkom- andi rnan eftir mér í versluninni í nóvember, en þar á þeim tíma skráði hún mig niður í ninnisbók sína vegna heimaláns sömu fiíkur. Rétturinn er vissulega hinum megin afgreiðsluborðsins, en sið- laust er það eigi aó síóur. Af samskiptum mínum vió við- komandi verslun er það annars að segja, að skoðanaskipti voru við- höfó af festu þarna á staðnum og var að sjá sem þarna gilti ekki sú alntenna kurteisisregla, að vió- skiptavininum séu virt vafaatriði til vegs. Þandi sú er mig afgreiddi raddböndin svo á leið minni út úr versluninni, að vel hefði mátt merkja orðaskil úti á götu. Kæmi mér ekki á óvart að starfsfólk nær- liggjandi stofnunar hafi greint gnýinn. Orðavalið á ekki heima á síðum þessa ágæta blaðs. Um af- drif mannsins meó skjalatöskuna, sem þarna var staddur, er mér ckki kunnugt. Vert er aó rninna hlutað- eiganda á, aö styrkleiki verslunar er háður cftirspurn. Hver og cinn viðskiptavinur skiptir máli á sama hátt og þúsundkallinn byggir á mætti einstakrar krónu. Draga ntá af þessu vissan lær- dóm: Gcymdu kassakvittanir þínar í eitt ár þcgar þú festir kaup á flík, a.m.k. í téðri verslun. Vera kann að þú þurfiir að grípa til hennar á tímabilinu. Án hennar verður þú greinilega frá að hverfa. Ágæti lcsandi. Mér er ekki kunnugt um hverjar viótökur þú hefur fengiö í umræddri Kærleiks- kompu. Mér er þó til efs, að slíkt viðmót þjóni hagsmunum verslun- arstéttarinnar sem slíkrar. Ég tel rétt að vekja athygli þína á því viðmóti sem þarna virðist ríkja, þannig aó þú hafir það í huga í verslunarferðum þínum hér í bæ. María Stefánsdóttir, fyrrv. viðsk.vinur. Bjarkarstíg 5, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.