Dagur - 13.04.1994, Blaðsíða 12
,11 ■■■
REGNgOGA
FRAMKOLLUN
Hafnarstræti 106 • Sími 27422
Fulltrúar á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar hlýða á
skýrslu formanns. Á innfclldu myndinni cr Pétur Hclgason, bóndi á
Hranastöðum og formaður búnaðarsambandsins í ræðustól.
Myndir: ÞI
Hrísey:
Fjórar gyltur hafa
gotið alls 42 grísum
Fjórar gyltur hafa gotið í Ein-
angrunarstöð Svínaræktarfélags
Islands í Hrísey sem tók til
starfa fyrr í vetur. Fluttar voru
inn 10 gyltur frá Noregi sem
komu í tveimur ferðum og á að-
eins ein gylta úr fyrri ferðinni
eftir að gjóta. Fyrsta gyltan gaut
24. mars. sl. en reiknað er með
goti hjá þeirri fimmtu í dag.
Næsta got er fært til bókar 24.
apríl nk. en fjórar þær síóustu
gjóta ekki fyrr en kringum 25. maí
nk.
Kristinn Arnason, fram-
kvæmdastjóri Einangrunarstöðv-
arinnar, segist vera þokkalega
ánægóur mcó frjósemina en sam-
tals eru grísirnir orönir 42 talsins.
Kristinn segir aó á got sem eru
Aðalfundur Búnaðarsambands EyjaQarðar haldinn í gær:
Bændur vita ekki hvort þeir eru
aðilar að afleysingaþjónustunni
Aðalfundur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar var haldinn í
Gamla skólahúsinu á Grenivík í
gær. í máli Péturs Helgasonar,
formanns sambandsins, kom
meðal annars fram að ekki hafi
verið gerð úttekt á hagkvæmni
þess að leggja afleysingaþjón-
ustu bænda niður en skorað var
á stjórn Búnaðarsambandsins
að láta slíka könnun fara fram á
síðasta aðalfundi.
A hinn bóginn hafi málefni af-
leysingaþjónustunnar veriö mjög
til umræðu á árinu og mjólkur-
framleiöendur fengiö bréf á síö-
asta hausti þar sem þeim hafi ver-
ið gefinn kostur á aö segja sig frá
þessari þjónustu og yrði gjaldtöku
þá hætt hjá viðkomandi bændum.
Sigurgeir Hreinsson sagöi aö
margir bændur væru í óvissu um
hvort þeir væru enn aóilar aö af-
leysingaþjónustunni þar sem þeir
hafi svaraö bréfinu og sagt sig frá
þátttöku í henni en þrátt fyrir þaö
væru gjöld vegna hennar enn inn-
heimthjá viðkomandi aöilum.
Þá hefur Búnaðarsamband
Eyjafjarðar aö undanförnu unniö
Hrísey - Grímsey:
Áætlun Sæfara óbreytt í sumar
Ferjuferðir tóku við rekstri
eyjaferjunnar Sæfara 19. apríl
1993 en þá var gerður samning-
ur til tveggja ára um rekstur
ferjunnar við Eystein Þ. Yngva-
son, eiganda Ferjuferða. Ferjan
er í áætlun milli Akureyrar,
Hríseyjar, Dalvíkur og Gríms-
eyjar. Reksturinn er að taka á
sig nokkuð fasta mynd en útbúa
þurfti m.a. nýtt innheimtukerfi
en innheimta þarf vörugjöld þar
sem ekki reiknast vörugjöld of-
an á og til þess hefur fyrirtækið
orðið að koma upp sérstöku
tölvukerfi.
Ekki veróur bryddaö upp á
neinum nýjungum í sumaráætlun
ferjunnar og Ijóst að Arncs, ferja í
VEÐRIÐ
Norðan áttin stóð skammt við
að þessu sinni því með
morgninum á að snúast til
suðlægra átta á Norðurlandi.
Spáð er hlýnandi veðri og í
dag verður úrkomulítió um
vestanverðan landshlutann og
skýjaó með köflum. Á Norður-
landi eystra má sömuleiðis
reikna með sunnan átt í dag
og mildu veóri en þó kann að
rigna lítið eitt síðdegis.
eigu Eysteins Yngvasonar, verður
ekki í Eyjafiröi á sumri komandi
til skemmtisiglingaleigu. Flestir
þeir ferðamenn sem fara um Ak-
ureyri eru meö fastmótaöa ferða-
áætlun svo miklu lengri aðdrag-
anda þarf til þess aö byggja upp
skemmtisiglingaáætlun eöa leigu
sem höfóar til feröamanna, sér-
staklega þeirra sem koma á Norö-
urland með fastmótaöa feróaáætl-
un frá feróaskrifstofu upp á vas-
ann.
Sæfari mun fara tveir ferðir í
viku til Grímseyjar en utan fast-
mótaðra áætlana vcröur hægt aó
taka skipið á leigu svipaö og var
sl. sumar en þá var nokkuð um aö
farió var til Grímscyjar með stærri
hópa.
„Mcr er sagt að ég getí verið
bjartsýnn á aö ferðamannastraum-
urinn veröi þyngri í sumar en í
fyrra enda var þaó sumar með ein-
dæmum kalt og votviórasamt,"
sagði Eysteinn Þ. Yngvason. GG
Smásagnasamkeppni Dags og Menor:
Alls bárust 15 sögur
Skilafrestur í smásagnasam-
keppni Dags og Menningarsam-
taka Norðlendinga er liðinn og
bárust 15 smásögur til for-
manns dómnefndar, Sigríðar
Steinbjörnsdóttur, íslensku-
kennara í MA.
Undanfarin ár hafa Dagur og
Menor staðið fyrir ljóða- og smá-
sagnasamkeppni, til skiptis ár
hvert, og oítlega hafa borist um
eða yfir 100 verk til dómnefndar.
Starf dómnefndar vcröur ekki eins
viðamikió aö þessu sinni en segja
má að samkeppnin hafi oft verið
auglýst betur og cflaust margir
sem uggóu ekki að sér þcgar
skilafrestur rann út 7. apríl sl.
Dómncfnd hefur tekið til starfa
og mun hún væntanlega komast
að nióurstöðu um næstu helgi og
fljótlega eftir það verða úrslitin
kynnt. Höfundur sögunnar sem
dómnefnd metur besta, hlýtur aó
launum „Islenskan söguatlas“ í
þremur bindum ásamt sögukorti
og höfundur sögunnar sem dóm-
nefnd metur næst besta, fær í sinn
hlut ritverkið „Jónas Hallgrímsson
- kvæði og laust mál“. Utgefandi
verkanna er Iðunn. Verðlaunasög-
urnar verða birtar í Degi. SS
að því að áburður verði fluttur
heim til bænda fyrr á vorin og hef-
ur Vegagerðin einnig lagt mikla
áherslu á að slíkt næðist fram
vegna hættu á skemmdum af aur-
bleytu í vegum þegar jörð tekur að
þiðna. I máli Péturs Hclgasonar
kom fram aó þessar hugmyndir
hafi engar undirtektir hlotið hjá
deildarstjóra fóðurvörudeildar
KEA cn stjórn félagsins hafi verið
sent crindi þctta ásamt deildar-
stjóranum.
Þá ræddi formaður Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar um hluta-
fjáreign sambandsins í fyrirtækj-
unum Foldu og Skinnaiónaði hf.
Vegna gjaldþrots Islensks skinna-
iðnaðar á síðasta sumri hafi verið
óskaó cftir því að Búnaðarsam-
band Eyjafjarðar legði fram hluta-
fé í nýtt fyrirtæki, Skinnaiðnað hf.
Oskað hafi veriö eftir tveimur
milljónum króna í hlutafé en lagt
var fram andvirói 1,5 milljóna
króna þar sem Framleiönisjóður
landbúnaðarins lagöi til cina millj-
ón af þeirri upphæó. I máli Péturs
Helgasonar kom fram að rekstur
hins nýja fyrirtækis lofi nú góðu
og áætlanir hvað hann varðar hafi
staðist.
I lok ræðu sinnar fjallaði Pétur
Helgason nokkuð um skipulag og
starf búnaðarsambandsins og
sagöi athugandi hvort brjóta ætti
starfshætti þess citthvað upp meö
þaó fyrir augum að gcra búvís-
indamönnum auðvcldara að sinna
virku leiöbeiningastaril á mcðal
bænda cn þeir þurfi nú aó vinna
ýmsa pappírsvinnu scm bindi þá
inni á skrifstofum meira en góðu
hófi gegni. Þetta megi gera mcó
því að ráða annað fólk til þeirra
starfa cn það kosti eólilcga nokkra
fjármuni. Spurning sé þó um hvort
slíkir fjármunir myndu ckki skila
sér vegna þess hversu nauðsynlegt
sé að veita bændum einstaklings-
bundna leiðbeiningaþjónustu á
tímum þcgar hagræðingar sé hvar-
vetna þörf. Þ1
stærri en 10 grísir megi líta á sem
vissan bónus.
Engin veikindi eða önnur áföll
hafa komið upp í stöðinni og lofar
þessi byrjun því góðu en tilgang-
urinn með innllutningnum er m.a.
að auka frjóscmi stofnsins sem
fyrir er í landinu. GG
220 þúsiuid kr.
sekt vegna fisk-
veiðibrots
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt Gylfa Þ.
Gunnarsson, skipstjóra í Grínis-
ey, til þess að greiða 220 þúsund
króna sekt í Landhelgissjóð
vegna fiskveiðibrots. Auk þess
er honum gert að greiöa sakar-
kostnað.
I ákæruskjali embættis ríkis-
saksóknara er Gylfa gefió að sök
að hafa að kvöldi 5. ágúst 1993
verið að rækjuveiðum á Þorleifi
EA-88 innan viðmiðunarlínu á
Oxarfirði, á svæói þar sem rækju-
veiðar eru óhcimilar.
Við meðferð málsins fyrir
dómi vióurkenndi Gylfi sakargiftir
og staðfesti gögn málsins þ.á m.
staóarákvaröanir Landhelgisgæsl-
unnar, en hafói uppi athugasemdir
við orðalag í ákæruskjali um að
fjórir rækjuveiðibátar hafi haft
veiðileyfi innan nefndrar viðmiö-
unarlínu.
Olafur Olafsson, héraðsdómari,
kvað upp dóminn. óþh
tökum vel á
móti ykkur
alla daga
til kl. 22.00
Byggðavegi 98
FERMINGARTILBOÐ
PFAFF
SAUMAVEL 6085
HEIMILISVÉL 20 SPOR
VERD KR. 39.995
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565