Dagur - 10.05.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 10.05.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 10. maí 1994 FRÉTTIR Sæplast hf.: Samningur um 1000 ker til Frakklands Sæplast hf. á Dalvík hefur gert samning um sölu á 1000 plast- kerum til Frakklands. Kerin verða sett þar í sjö togara sem verður breytt fyrir útgerðaraðila en sá aðili á fímm skip til viðbót- ar sem mögulegt er að breytt verði í byrjun næsta árs og þá yrði gerður viðbótarsamingur við Sæplast hf. Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf., segir að fyrir tveimur árum hafi fyrir- tækið selt ker í hliðstætt verkefni í Frakklandi og síðan þá hafi um- ræddur útgerðaraðili haft til skoðunar að breyta skipum sínum. Vinna við fyrsta skipið hófst í gær og veröa fyrstu kerin send utan innan fárra daga. Síðustu kerin í samningnum verða afhent í haust. Kristján segir að hér sé um að ræða sem svarar fímm vikna fram- leiðslu af 460 kerum. Verómæti samningsins er á bilinu 15-20 milljónir. Telja verður talsverðar líkur á að næsta vetur verði framhald á verkefninu enda hefur útgerðarað- ilinn skrifað undir viljayfírlýsingu um breytingar á hinum skipunum fimm sem hann gerir út. JOH Bridgefélag Akureyrar 50 ára: Bridgeveisla framundan - íslandsmótið í parakeppni og afmælismót BA Nemendur Síðuskóla voru að hefjast handa við að myndskreyta vegg skól- ans. Verkinu á að vera iokið fyrir stjörnudaginn á fimmtudag og þá verður upplýst hver höfundur þess er og honum veitt verðlaun. Mynd: þi. Síöuskóli 10 ára: Sérstök þemavika og stjörnudagur Bridgefélag Akureyrar heldur upp á 50 ára afmæli sitt á þessu ári og af því tilefni verður bridgeveisla á Akureyri dagana 12.-15. maí eins og flestir bridge- áhugamenn vita. íslandsmótið í parakeppni verður spilað dag- ana 12. og 13. maí og í kjölfarið Þrotabú E. Árnason & Co hf: Lýstar kröfur 46 milljónir króna Upphæð lýstra krafna í þrotabú E. Árnason & Co hf., Kaupangi v/Mýrarveg á Akureyri, nemur 46 milljónum króna en skiptar- fundur var haldinn fyrir skömmu. Skiptastjóri er Björn Jósef Arnviðarson hdl. Þrotabúið á fasteign í Kaupangi auk einhvers af lausafé, en næsta skrefið veróur aö koma eignum í verð, þ.e. selja þær, en líklegt er talió að veðhafar leysi eignina til sín. Stærsti kröfuhafínn í þrotabú- ið er Landsbanki Islands, sem á ríflega 50% krafna, og bankinn er jafnframt stærsti veðhafmn. Skiptalok gætu orðió um mitt næsta sumar ef sala á eignum gengur eftir. GG Skóverksmiðjan Skrefið á Skagaströnd hefur látið útbúa sérstakt spjald sem fest verður á framleiðsluvörur fyrirtækisins til áminningar um mikilvægi ís- Ienskra iðnaðarstarfa. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd prýðir þjóðfáninn framhlið spjaldsins og í grunninum er mynd af höndum með textanum „Islenskar hendur“. verður síðan afmælismót BA. Afmælismótið er haldió með stuðningi Akureyrarbæjar, KEA og Sparisjóös Glæsibæjarhrepps. Spilað veröur í Iþróttahöllinni og hefst spilamennskan kl. 10.30 laugardaginn 14. maí og verða spilaðar tvær umferðir þann dag. Þriðja umferðin verður spiluó sunnudaginn 15. maí og er gert ráð fyrir að verðlaunaafhendingu verði lokið um miðjan dag. Spilað verður um vegleg pen- ingaverðlaun, kr. 150.000,- fyrir fyrsta sæti, kr. 100.000.- fyrir ann- að sæti, kr. 50.000.- fyrir þriðja sæti, kr. 30.000,- fyrir fjórða sæti, kr. 20.000.- fyrir limmta sæti og kr. 10.000,- fyrir sjötta til tíunda sæti. Þátttökugjald er aðeins kr. 3.000,- á spilara. Ekkert liggur ennþá fyrir hvort tekst að endurreisa rekstur Kaldbaks hf. á Grenivík, sem var úrskurðaður gjaldþrota 30. mars sl. Guðný Sverrisdóttir, Pétur Ingjaldur Pétursson, framkvæmdastjóri Skrefsins hf„ segir að merkið sé hannað á HJ Teiknistofu á Akureyri. Kristján Hjartarson, einn af starfsmönnum fyrirtækisins, hefur lagt fyrirtæk- inu til nokkrar lausavísur sem birt- ar verða á bakhlið spjaldsins og snúast þær um mikilvægi þess fyr- ir kaupendur að velja íslenskt. Skráning í mótið stendur yfir þessa dagana og gengur vel. Hægt er að skrá sig hjá Jónínu Pálsdótt- ur, Ormarri Snæbjörnssyni og á skrifstofu Bridgesambandsins. Að loknu afmælismóti BA veróur dregió í fyrstu umferð í Bikarkeppni Bridgesambands Is- lands. Skráningarfrestur er til mið- vikudagsins 11. maí og er tíma- áætlun umferðanna þessi: Fyrstu umferð skal lokið í síóasta lagi 26. júní, annarri umferð í síðasta lagi 24. júlí, þriðju umferð í síóasta lagi 21. ágúst og fjórðu umferð í síðasta lagi 11. september. Eins og áður er keppnisgjaldið, kr. 3.000.-, innheimt fyrir hverja umferð. Skráning fer fram á skrifstofu Bridgesambandsins. KK sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að unnið sé markvisst að málinu og ekki hafí enn sem komið er komið bakslag í það. „Það er spurningin hvort og þá hversu langan tíma þetta tekur, en þaó hefur í þaó minnsta ekki kom- ið bakslag. En því er ekki aó neita að manni finnst þetta ganga heldur rólega,“ sagói Guðný í samtali við Ðag. Orlygur Hnefill Jónsson, lög- fræðingur á Húsavík, er skipta- stjóri þrotabúsins og hann hefur þegar auglýst eignir þess til sölu. óþh Sérstök þemavika stendur yfír í Síðuskóla. í stað hefðbundinnar kennslu vinna nemendur ýmis verkefni undir leiðsögn kennara sinna. Mörg verkefna þessarar þemaviku tengist Akureyri, bænum og nánasta umhverfí auk þess sem 10 ára afmælis skólans er minnst. Starf þemavikunnar er byggt upp með ýmsum verkefnum sem tengjast myndmennt á einhvern hátt og vinnur hver bekkur meðal annars eitt myndverk í varanlegu formi sem komið verður fyrir í skólanum. Nentendur sjöunda bekkjar fengu þaó verkefni að myndskreyta einn vegg skólahúss- ins. Efnt var til samkeppni um myndefni og varð mynd eins nem- anda fyrir valinu. Næstkomandi fimmtudag verður sérstakur stjörnudagur í Síóuskóla þar sem 10 ára afmælisins veróur minnst og veróur þá skýrt frá því hver er höfundur myndverksins. Stjörnudagur Síðuskóla hefst stundvíslega kl. 9.30 á fimmtu- dagsmorgun, uppstigningardag, og kl. 10.00 verður lagt upp í skrúðgöngu þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans ganga hring um skólahverfið en Lúórasveit Akureyrar fer fyrir göngunni. Þá veróa flutt stutt ávörp og að þeim loknum hefst fjölbreytt dag- skrá þar sem nemendur skólans annast ýmsar uppákomur. Má þar nefna andlitsmálun og mynda- töku, götubolta, hlutaveltu og skiptimarkað þar sem nemendur geta skipt á ýmsu á borð viö körfu- og fótboltamyndir, lykla- kippur, derhúfur og mörgu fleiru. Þá verður myndlistarhorn opið þar sem tækifæri gefst til að mála sameiginlegt málverk meó þekju- litum og einnig söguhorn þar sem nemendur og foreldrar semja sög- ur saman. Einnig má nefna keppni í karaoke og hjólreiðakeppni og sýningar verða á vinnu nemenda í stofum og á göngum skólans. ÞI Akureyri: Blettaskoöun Krabbameinsfélags- Skóverksmiðjan Skrefið: Ný merki á skóna Þrotabú Kaldbaks hf. á Grenivík: Áfram unnið að því að koma hjólunum af stað Adalfundur Akureyrardeildar hrossaræktarsambands Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna verður haldinn í Skeifunni miðvikudaginn 11. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ins og Heilsugæslustöðvarinnar Félag íslenskra húðlækna, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis og Heilsugæslustöðin á Akureyri sameinast um þjón- ustu við almenning föstudaginn 13. maí næstkomandi. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð, getur komið á Heilsugæslustöð- ina á Akureyri þar sem húðsjúk- dómalæknar skoða blettina og meta hvort ástæða er til nánari rannsókna. Þetta er í fjórða sinn sem þessir aðilar sameinast urn blettaskoóun í sumarbyrjun. Sums staðar er- lendis er hliðstæð þjónusta orðin árviss, enda er reynslan af henni góö og dæmi eru um aó varhuga- veróar breytingar á húó hafi fund- ist tímanlega. Sent kunnugt er hefur tíðni húðkrabbameins aukist síóustu áratugi. Ár hvert eru skráð meira en þrjátíu ný tilfelli af húðkrabba- meini hér á landi. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breyt- ingar á húð, eins og blettir sem stækka, eru óreglulega litir, eða breytast og sár sem ekki gróa. Á flestum heilsugæslustöðvum, í mörgum apótekum og á skrifstofu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 24, 2. hæð, er hægt að fá fræóslurit um sól- böð, sólvörn og húðkrabbamein. í dag og á morgun verður tekið á móti tímapöntunum vegna blettaskoðunarinnar á föstudaginn ísíma 22311. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.