Dagur - 10.05.1994, Side 8

Dagur - 10.05.1994, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 10. maí 1994 ÍÞRÓTTIR HALLDÓR ARINBJARNARSON Greifatorfæran haldin í 4. sinn: Einar vann Greifa- bikarinn til eignar Þýska knattspyrnan: Bayern Miinchen meistari - mál Eyjólfs Sverrissonar skýrast næstu daga Fyrsti hluti íslandsmótsins í tor- færu, Greifatorfæran, fór fram í malargrúsunum ofan Akureyrar sl. laugardag. Það er Bflaklúbb- ur Akureyrar sem heldur mótið og í 4. sinn með stuðningi veit- ingahússins Greifans. Þriðja árið í röð sigraði Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson í útbúnum flokki, nú á bfl sínum, Norð- dekk-Drekinn og fyrsti Greifa- meistarinn, Helgi Schiöth á Frissa fríska, varð í 2. sæti. Ein- ar er frá Akureyri og Helgi Eyja- fjarðarsveit og því tvöfaldur norðlenskur sigur að þessu sinni. í götubflaflokki sigraði Ragnar Skúlason. Einar keyrói Norðdekk-Drek- ann af miklu öryggi alla keppnina. Hann hlaut fuilt hús stiga úr fyrstu þraut, náði síðan forystunni eftir 4. þraut, hlaut flest stig keppenda úr 5. þrautinni og síðustu þrautina, sem var tímabraut, ók hann af skynsemi og lauk keppni með 1505 stig. Hann náði því í 20 stig í baráttunni um Islandsmeistaratit- ilinn. Helgi Schiöth á Frissa fríska var allan tímann í toppbaráttunni og tryggði sér 2. sætið með góð- um akstri í tímabrautinni. Hann hlaut einnig tilþrifaverðlaunin fyr- ir glæsilegt stökk í 5. þraut og sýndi einnig í heildina mest tilþrif kcppenda. Helgi hlaut 1425 stig alls í keppninni og 15 stig til Is- landsmeistara. Islandsmeistarinn í götubíla- llokknum frá síðasta ári, Þorsteinn Einarsson, keppti nú í útbúna llokknum og stóð sig mjög vel. Hann varð jafn Helga að stigum fyrir tímabrautina en varó að sætta sig við 3. sætið meó 1375 stig. Sigurður Axelsson á Fríðu Grace var í 2. sæti á eftir Einari áöur en lagt var í síðustu þraut en bíllinn bilaði í næst síóustu þrautinni og hann gat því ekki verið meira með og datt nióur í 5. sætið. Islandsmeistari síðasta árs, Gísli G. Jónsson á Kókómjólk- inni, byrjaói vel og hafði forystu eftir 3 þrautir. I 4. og 5. þraut gekk honum hins vegar afleitlega og varð aó sætta sig við 6. sætið. Þórir Schiöth á Jaxlinum varð fyr- ir bilun í 1. þraut, missti af þremur næstu og þrátt fyrir að vera fljót- astur í tímabrautinni varð hann að gera sér næst síóasta sætið að góðu. Afföll hjá götubílum Aðeins 4 keppcndur mættu til leiks í götubílaflokki og keppnin stóð milli Ragnars Skúlasonar og Kjartans Guðbrandssonar. Ragnar hafði forystu allt frá upphafí og sigraói með 1515 stig en Kjartan hlaut 1260. Mikil afföll uróu í þessum flokki. Vélin í bíl Guómundar Sigvaldasonar hrundi daginn fyrir keppni, Raf'n H. Guðmundsson varð að keyra á framdrifmu nær alla keppnina eftir að hafa brotið drifskaft í 1. þraut og smávægileg bilun varð til þess að Siguróur Þ. Jónsson missti af þremur fyrsu þrautunum. Hann er á bíl sem gaman verður að fylgjast með í sumar og á án efa eftir aö blanda sér í toppbaráttuna. Svíþjóðarferð Á morgun fara nokkrir af bestu bílunum og ökumönnunum til Svíþjóðar og taka þátt í Noróur- landakeppni ásamt Svíum, Norð- mönnum og Finnum. Keppt verð- ur ytra 21. og 28. maí. Seinna í sumar koma síðan frændur okkar hingað til lands og þá lýkur Norð- urlandamótinu. Mánuður er í næstu torfærukeppni hérlendis sem verður á Hellu. Greinilegt var á laugardaginn að menn voru að spara bíla sína fyrir þessa ferð enda ekkert gam- anmál að lenda í veltu og þurfa að smíða bílinn upp á nýtt á þremur dögum. Keppnin á laugardaginn gekk afar vel og var mótshöldur- um til sóma á 20 ára afmælisári Bílaklúbbs Akureyrar. verkusen, Frankfurt og Dort- mund sér UEFA- sæti. Á Ólympíulcikvanginum í Munchen voru 63 þús. áhorfendur saman komnir til að sjá sína menn tryggja sér meistaratitilinn. Fyrri hálfleikur var markalaus. I upp- hall síöari hálfleiks skoraði ný- kjörinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi, Lothar Matthaus. Brotið var á honum rétt utan víta- teigs. Hann tók spyrnuna sjállúr og skoraöi af öryggi. Tíu mínútum síðar tryggði Jorginho Bæjurum cndanlega meistaratitilinn með glæsilegu marki. Ljóst er að lið Bayern kemur sterkt til leiks næsta vetur með nýjan þjálfara, Trapattoni, sem áður þjálfaði Ju- ventus og franska snillingin Papin, sem kemur frá AC Milan. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Stuttgart enduðu tímabilið meó öruggum sigri á Dresdcn, 3:0. Eyjólfur kom inn á þegar rúmur hálftími var liðinn og átti góðan dag cins og allt liðið. I stuttu spjalli við Dag eftir leikinn sagði hann að sín mál kæmust á hreint alla næstu daga en hann er nú að skoða tilboð frá nokkrum liðum, Frissi fríski á flugi. Helgi Schiöth fékk tilþrifavcrðlaunin fyrir þetta glæsi- lega stökk og ekki að ástæðulausu. Kókómjólkin er vel fallin til siglinga. Það sýndi íslandsmeistarinn Gísli G. Jónsson áþrcifanlcga í tímabrautinni. Myndir: Halldór. Arsþing Körfuknattleikssambandsins: Dregið í riðla - samþykkt að fjölga í úrvalsdeildinni □□ —_ □□ ’□“ □^'^ 'iÆ: Q D D Munib ódýru morgun- tímunu frú kl. 9-14 Abeins kr. 270 Sólbabsstofan Hamri sími 12080. Ársþing KKÍ var haldið um helgina. Þar var samþykkt að fjölga liðum í deildinni úr 10 í 12 og einnig breytt fyrirkomulag á úrslitakeppninni. Þá var dregið í riðla í úrvalsdeildinni fyrir næsta vetur. Saman í riðli eru annars vegar: Njarðvík, ÍA, Haukar, Snæfell, Borgarnes og Þór. Hins vegar: ÍBK, Grindavík, KR, Tindastóll, Valur og ÍR. Leikin cr fjórföld umferð innan hvors rióils og tvö- föld milli rióla. Fyrirkomulag úrslitakeppninn- ar er þannig að 3 efstu lió hvors riðils komast áfram auk tveggja stigahæstu liöa þar á eftir, samtals 8 lió. Með þcssu ættu alltaf sterk- ustu lióin að komast áfram þó riðlar verói missterkir. Neðsta lió deildarinnar fellur. I 8-lióa úrslit- um þarf tvo unna leiki til að kom- ast áfram, þrjá í undanúrslitum og 4 í úrslitum. Því gætu liðin tvö sem leika um Islandsmeistaratitil- inn þurft að eigast 7 sinnum við. Norðdekk-Drekinn klifrar hér upp eina brekkuna. Greifameistarinn 1992- 1994, Einar Gunnlaugsson, situr við stýrið. Lokaumferð þýsku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu fór fram á laugardaginn. Með sigri Bayern á Schalke tryggði liðið sér meist- aratitilinn í 13. sinn. Aðeins stigi á eftir meisturunum endaði lið Kaiserslautern gott tímabil með góðum sigri á Hamborg. Auk þessara tveggja Iiða tryggðu Le- m.a. í Þýskalandi og Frakklandi. Árni Hermannsson, Þýskalandi. Lokastaðan Werder-Gladbach Leipzig-Lcverkusen Duisburg-Frciburg Baycrn-Schalke Wattenscheid-Karlsruhc Dortmund-Niirnberg HSV-Kaiserslautern Köln-Frankfurt Stuttgart-Dresden Baycrn 34 1710 7 68:37 44 Kaisersl. 34 18 7 9 64:3643 Leverkusen 34 14 11 9 60:47 39 Dortmund 34 15 9 10 49:45 39 Frankfurt 3415 8 11 57:41 38 Karlsruhc 34 14 10 10 38:30 38 Stuttgart 34 13 11 10 51:43 37 Bremen 34 13 10 11 51:44 36 Duisburg 3414 8 12 41:52 36 Gladbach 34 14 7 13 65:59 35 Köln 34 14 6 14 49:51 34 HSV 34 13 8 13 48:52 34 Dresdcn 34 10 14 10 33:44 30 Schalke 3410 9 15 38:50 29 Frciburg 34 10 8 16 54:57 28 Niirnberg 34 10 8 16 41:55 28 Wattenschcid 34 6 11 17 48:70 23 Leipzig 34 311 20 32:69 17

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.