Dagur - 10.05.1994, Page 9
IÞROTTIR
Þriðjudagur 10. maí 1994 - DAGUR - 9
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Everton slapp á undraverðan hátt
- Chelsea felldi Sheff. Utd. á lokamínútunni - Ipswich nokkrum sek. frá falli
- Oldham fylgdi Swindon og Sheff. Utd. niður
Graham Stuart skoraði tvö af mörkum Everton, sem bjargaði sér frá falli
með æfintýralegum sigri á Wimbledon.
Um helgina var leikin lokaum-
ferðin í Úrvalsdeildinni á Eng-
landi og nú var fallbaráttan í al-
gleymingi þar sem mörg lið
voru í fallhættu fyrir þessa síð-
ustu leiki. Swindon var fallið í 1.
deild, en ekki var útséð um
hvaða tvö lið yrðu að fylgja
þeim niður í 1. deild. Og ekki
vantaði dramatíkina og spenn-
una sem var gífurleg og undir
lok leikjanna voru liðin ýmist
áfram uppi eða fallin niður eftir
því sem staðan breyttist á völl-
unum. En lítum þá á síðustu
umferðina á laugardag.
■ Everton varð aó sigra Wim-
bledon til þess aó hafa raunhæfa
möguleika á aö foróa sér frá falli
og þrátt fyrir aö leika fyrir troð-
fullum heimavelli virtist sem lióið
hefði þegar í upphafi kastaó frá
sér öllum mögulcikum. Strax á 4.
mín. náöi Dean Holdsworth for-
ystu fyrir Wimbledon meö marki
úr vítaspyrnu sem dæmd var á
klaufalega hendi innan teigs hjá
Anders Limpar. Ekki batnaói
ástandió hjá Everton þcgar Gary
Ablctt skoraði sjálfsmark á 20.
mín. er hann reyndi aö bjarga eftir
skot Andy Clarke. En þaó verður
aö segja leikmönnum Everton til
hróss aó ekki gáfust þeir upp og
Graham Stuart lagaói stööuna
með marki úr vítaspyrnu 4 mín.
síöar eftir aö Limpar hafói fiskað
ódýra vítaspyrnu. Síöari hálfleik-
urinn var ævintýri líkastur fyrir
Everton og eftir að Stuart hafði
bjargað á línu fyrir Everton sneri
Úrslit í vikunni
Coventry - Blackburn 2:1
Leeds Utd - Sheffield Wed 2:2
QPR - West Ham 0:0
Oldham - Sheffield Utd 1:1
Man. Utd - Southampton 2:0
Chelsea - Coventry 1:2
Oldham - Tottenham 0:2
1. deild
Grimsby - Nott. For. 0:0
Barnsley - Millwall 0:1
Charlton - Bristol City 3:1
Leicester - Bolton 1:1
Wolves - Sunderland 1:1
Luton - WBA 3:2
Bolton - Luton 2:1
Evrópukeppni bikarhafa
Úrslitaleikur
Arsenal - Parma 1:0
Um helgina Úrvalsdeild
Aston Villa - Liverpool 2:1
Blackburn - Ipswich 0:0
Chelsea - Sheffield Utd 3:2
Everton - Witnbledon 3:2
Newcastle - Arsenal 2:0
Norwich - Oldham 1:1
Sheffield Wed-Man.City 1:1
Swindon - Leeds Utd 0:5
Tottenham - QPR 1:2
West Ilain - Southampton 3:3
Manchester Utd - Coventry 0:0
1. deild Bolton - Barnsley 2:3
Bristol City - Peterborough 4:1
Charlton - Middlesbrough 2:5
Crystal Palace - Watford 0:2
Grimsby - Millwall 0:0
Nott. ham For - Sunderland 2:2
Oxford - Notts County 2:1
Portsmouth - WBA 0:1
Southcnd - Derby 4:3
Stoke City - Luton 2:2
Tranmere - Birmingham 1:2
Wolves - Leicester 1:1
liðið vörn í sókn og Barry Horne
náöi að jafna leikinn með glæsi-
legu langskoti í stöng og inn. Stu-
art skoraði síöan sigurmark Ever-
ton með lúmsku skoti er 9 mín.
voru til leiksloka og glæsilegur,
en óvæntur sigur Everton var í
höfn og Úrvalsdcildarsætinu sem
virtist gengið þeim úr greipum var
bjargaó.
■ Ipswich var eitt þeirra liða sem
voru í bráðri fallhættu áður en
leikir laugardagsins hófust og
þeirra bcið hið erfióa verkefni að
sækja Blackburn heim og aó
minnsta kosti jafntefli úr leiknum.
Það tókst, liðin gerðu marka- laust
jafntefli í mjög opnum leik sem
var fullur af marktækifærum, en
jafnteflió sennilega réttlát úrslit.
Það kom síðan í ljós eftir að flaut-
að hafði verið til leiksloka í öðr-
um leikjum að jafnteflið hafói
dugað Ipswich til áframhaldandi
veru í deildinni, en naumt var það.
■ Sheffield Utd. hefur bjargað sér
á síðustu stundu frá falli undanfar-
in ár og margt benti til þess að sú
yrði raunin nú. Liðið mætti
Chelsea á útivelli, en þar sem
Chelsea er að búa sig undir úr-
slitaleik FA-bikarsins um næstu
helgi voru möguleikar Sheff. Utd.
til þess að ná stigi taldir góðir. Jo-
stein Flo náði síðan forystu fyrir
Sheff. Utd. með góðu skoti
snemma leiks og allt leit vel út.
Jakob Kjeldbjerg jafnaði þó í síð-
ari hálfleik með skalla fyrir Chels-
ea, en Glyn Hodges náði forystu
fyrir Sheff. Utd. að nýju 2 mín.
síðar er hann slapp í gegn um vörn
Chelsea. Mark Stein náði að jafna
fyrir Chelsea á nýjan leik er 13
mín. voru til leiksloka og á síðustu
mín. leiksins skoraói Stein síðan
sigurmark Chelsea eftir sendingu
frá Dennis Wise og sendi þar með
Sheffield lióió niður í 1. deild.
■ Danny Williamson náði forystu
fyrir West Ham á 11. mín. í leik
liðsins gegn Southampton sem
ekki var sloppið vió falldrauginn.
Matthew Le Tissier náði aö jafna
með glæsilegu marki úr auka-
spyrnu á síðustu mín. fyrri hálf-
leiks og síóan lagði hann upp
mark fyrir Neil Maddison og
Southampton þar með komið yfir.
Martin Allen jafnaði í 2-2 fyrir
West Ham, en Le Tissier náði að
nýju forystu fyrir Southampton
mcö marki úr vítaspyrnu eftir að
Iain Dowie hafði verið hindraður í
teignum. Undir lokin varð Kcn
Monkou miðverði Southampton
það á að skalla boltann í eigið
mark aðþrengdur af Lee Chapman
og leiknum lauk því með jafntefli
3-3, en stigið dugði Southampton
til að halda sæti sínu í deildinni.
■ Sean McCarthy skoraði fyrir
Oldham á útivelli gegn Norwich
með góðu skoti strax á 14. mín. og
gaf liði sínu von um aó halda sæti
í deildinni. Heimamenn höfðu þó
undirtökin í leiknum og voru
óheppnir aó skora ekki fyrr en á
72. mín. að Robert Ullathorne
afgreiddi sendingu frá Neil Ad-
ams í netið. Adams var keyptur
frá Oldham fyrr í vetur og þetta
mark sem hann lagði upp fyrir
Norwich varó til þess að fella
Oldham niður í 1. deild. Þrátt fyrir
að bæði lió fengju góð færi undir
lokin lauk leiknum með jafntefli
og það dugði ekki Oldham.
■ Aston Villa sigraði Liverpool á
Villa Park 2-1 þrátt fyrir að
Robbie Fowler næði forystunni
fyrir Liverpool í leiknum. Þaö var
Dwight Yorke sem svaraði með
tveim mörkum fyrir Villa og
tryggði liði sínu sigurinn í lcikn-
um.
■ Newcastle sigraði nýbakaða
Evrópubikarmeistara Arsenal með
2-0 sigri á heimavelli. Andy Cole
og Peter Beardsley úr vítaspyrnu
skoruðu mörkin fyrir Newcastle.
■ Sheffield Wed. og Manchester
City gerðu 1-1 jafntefli í leik sín-
um þar sem Gordon Watson náði
forystunni fyrir ShelT. Wed., en
Uwe Rosler náði síðan að jafna
fyrir City.
■ Swindon kvaddi Úrvalsdeildina
meó 5-0 ósigri á heimavelli gegn
Leeds Utd. Brian Deane skoraði
tvívegis fyrir Leeds Utd. og þeir
David White, Chris Fairclough og
Rodney Wallace sitt markió hver.
■ Tottenham tapaði enn einum
leiknum á heimavelli, nú fyrir
Q.P.R., þar sem Teddy Shering-
ham skoraði mark Tottenham í
leiknum. Trevor Sinclair skoraði
hins vegar tvö mörk fyrir lió sitt
Q.P.R. og þar með tryggði hann
liðinu öll þrjú stig leiksins.
■ A sunnudag mættust lið Manc-
hester Utd. og Coventry á Old
Trafford í Manchester í hálfgerð-
um sýningarleik þar sem úrslit
leiksins skiptu ekki rnáli. Fjörug-
um leik liðanna lauk mcð marka-
lausu jafntefli, cn þessa leiks
verður einna helst minnst sem síð-
asta deildarleiks Bryan Robson
með Man. Utd. Hann hefur um
árabil verið einn albesti leikmaður
liðsins og raunar um langt árabil
besti leikmaður deildarinnar.
Hann hefur nú ákveðið að leika
ckki áfram með félaginu að leik-
tímabilinu loknu.
1. deild
Síðasta umferð 1. deildarinnar var
leikin á sunnudag og því er nú
ljóst hvernig mál hafa skipast í
þeim herbúóum að mestu leyti.
Crystal Palace og Nottingham
For. hafa tryggt sér sæti í Úrvals-
deildinni að ári, en þriðja liðið
kemur úr hópi Millwall, Leicester,
Tranmere og Derby en þau munu
leika úrslitakeppni um lausa sætið.
Peterborough, Oxford og Birm-
ingham féllu hins vegar niður í 2.
deild og var mjög mjótt á munum,
þar sem markatala skildi að Birm-
ingham og W.B.A.
Þ.L.A.
Pat Nevin og fclagar í Tranmere
fara nii í úrslitakcppnina um laust
sæti í úrvalsdcild.
Lokastaðan
Úrvalsdeild:
Man. Utd 42 27 11 4 80: 38 92
Blackburn 42 25 9 8 63: 36 84
Newcastle 4223 8 11 82: 41 77
Arsenal 421817 753: 28 71
Leeds 42 18 16 8 65: 39 70
Wimbledon 42 18 11 13 56: 53 65
Sheff.Wed 42 16 16 10 76: 54 64
Liverpool 4217 916 59: 5560
QPR 42 16 J214 62: 61 60
Aston Villa 42 15121546: 5057
Coventry 42 14 14 14 43: 4556
Norwich 42 12 17 13 65: 61 53
West Harn 42 13 13 16 47: 58 52
Chelsea 42 13 1217 49: 53 51
Tottenhain 4211 12 19 54: 5945
Manch. City 42 9 181538: 4945
Everton 42 12 8 22 42: 6344
Southampton 4212 7 2349: 6643
Ipswich 42 9 16 17 35: 5843
Sheff. Utd 42 8 181642: 6042
Oldham 42 9 13 2042: 6840
Swindon 42 5 15 22 47:10030
1. deild:
Crystal Pal. 46 27 9 10 73:4690
Nott. Forest 46 23 14 974:4983
Millwall 461917 1058:4974
Leicester 46 19 161172:59 72
Tranmere 4621 10 1669:5372
Derby 46 2011 15 73:6871
N. County 46 20 81865:6968
Wolves 461717 1260:47 68
Middlesbro 46 18 13 15 66:54 67
Stoke 46 1813 1557:5967
Charlton 46 19 81961:5865
Sundcrland 46 19 8 19 54:57 65
Bristol City 46161614 47:5064
Bolton 4615 141763:6459
Southend 46 17 82163:67 59
Grimsby 461320 1352:47 59
Portsmouth 4615131852:5859
Barnsley 46 16 7 23 55:67 55
Watford 46 15 9 22 66:8054
Luton 461411 2156:6053
WBA 461312 2160:6951
Birniingham 46 1312 2152:69 51
Oxford 46 1310 2354:7549
Peterboro 46 8 13 25 48:76 37
Bryan Robson Iék sinn síðasta deildarlcik mcð Man. Utd. um helgina.