Dagur - 10.05.1994, Blaðsíða 15
MiNNING
Þriðjudagur 10. maí 1994 - DAGUR - 15
Theódór Kristjánsson
Tjarnarlandi
Fæddur 12. mars 1908 - Dáinn 1. maí 1994
Meó nokkrum oróum vil ég minn-
ast frænda míns Theodórs Krist-
jánssonar á Tjamalandi sem nú
hefur kvatt þetta jarðlíf og er laus
úr þeim fjötrum sem það líf býr
mannanna bömum á langri ævi. Eg
geri mér hugmynd um aó þaó sé
eins og aö afklæóast þungum
brynjum herklæða að losna við
þreyttan og sjúkan líkama, skipta
um jarðvist og fá tækifæri til að
klæðast nýjum líkama, að hefja
nýtt líf í nýju umhverfi handan
þeirrar miklu móðu sem vió öll
eigum eftir aó fara yfir um fyrr eða .
síðar. Þar sem feður vorir og
horfnir ættingjar og vinir eru fyrir
til aó taka á móti þeim sem koma
og fagna nýjum gestum.
Thcodór var fæddur á Ytri-
Tjörnum í Eyjafirði 12. mars 1908,
sonur hjónanna Kristjáns Helga
Benjamínssonar og Fanncyjar
Friðriksdóttur. Hann var fimmti í
aldursröð 12 systkina er voru;
Laufey Sigríöur, Benjamín, Inga,
Auður, Theodór, Svava, Baldur
Helgi, Bjartmar, Valgarður, Hrund,
Dagrún og Friðrik. Af þessum
systkinum eru áður látin Laufey
Sigríóur, Benjamín, Inga, Auður
og Bjartmar.
Theodór ólst upp á Ytri-Tjörn-
um, og átti þar heima fyrri hluta
ævi sinnar. Snemma fékk hann
áhuga fyrir vélum og vann hjá
Vélasjóöi ríkisins um árabil. Hann
var einstaklega laginn að fást við
vélar, bíla og önnur tæki, eins og
honum væri í blóð borið þekking
og glöggskyggni á samsetningu
véla, gerði vió hvað sem var,
stundum ótrúlega hluti sem aðrir
réðu ekki við. Hann var auk þess
hagur meö afbrigðum bæði á tré og
jám og vandvirkur maður í alla
staói. Lengi vann hann meó skurð-
grölur að framræslu mýra, var
ótrúlegt hvað hann gat haldið
gömlu vírgröfunum lengi gang-
andi með lagni sinni og áhuga. Þó
ekki hafi Theódór hlotið lang-
skólamenntun var hann mjög vel
sjálfmenntaður á ýmsum sviðum.
Hann var bókhneigður eins og
móóir hans og flest hans systkini
og víðlesinn. Einkum hal'ói hann
gaman að þjóðlegum fróóleik.
Hann var líka mjög vel hagmæltur
og gerði hnyttnar og skemmtilegar
vísur sem margar verða lengi í
minnum hafðar og alltaf var stutt í
kímnigáfuna. Ein af hans síóustu
vísum er svona:
„Á mér lengur ekki er gáll
og ekkert vinn til nytja
en ég strita eins og Njáll
alltafviðað sitja."
Trúlega hcfur hugur hans staðió
„Rödd í speglunum“
frá Hörpuútgáfunni
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
ljóðabókina Rödd í speglunum
eftir Jóhann Hjálmarsson. Þctta er
fjórtánda ljóöabók skáldsins.
I bókinni hljóma þær raddir
sem menn komast ekki hjá að
hcyra og taka afstöóu til; rödd
upprunans sem um leið er rödd
ljóðsins, áleitnar raddir umhverfis
skáldsins og umheims. í llokki
lausmálsljóða um Reykjavík
speglast bernska og æska og
hvernig hið liöna og nútíminn
skipta sköpum. Þetta eru cinskon-
ar minningar í frjálslegu formi, í
senn glataður tími og fundinn.
Hörpuútgáfan
gefúr út „Nóttin
hlustar á mig“
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
ljóóabókina Nóttin hlustar á mig
eftir Þuríði Guðmundsdóttur.
Þctta er sjöunda ljóðabók höfund-
ar.
Ljóðin í bókinni eru í þrem
fiokkum. Sá fyrsti nefnist Tjarn-
Ijóð, annar Blóm þagnarinnar og
þriðji fiokkurinn ber hcitið Nóttin
hlustar á mig.
Þuríður Guðmundsdóttir vakti
athygli sem Ijóöskáld við útkomu
fyrstu Ijóóabókar hennar „Aðeins
eitt blóm“ árið 1969. Seinni bæk-
ur hennar hafa staófest að rödd
hennar á sterkan hljómgrunn í
samlélaginu.
„Nóttin hlustar á mig“ er 55
blaðsíður. Mynd á kápu er eftir
Björgu Þorsteinsdóttur. Prent-
vinnslu annaðist Oddi hf.
Jóhann Hjálmarsson hefur sent
frá sér ljóðabækur og auk þess
skrifaó um bókmenntir, listir og
menningarmál. Hann hefur verið
bókmenntagagnrýnandi Morgun-
blaósins frá 1966.
Rödd í speglunum er 59 blað-
síður. Prentvinnslu annaðist Oddi
hf.
til þess að komast frekar til
mennta, en ekki komust allir í
skóla í þá daga eins og nú er.
Hamingjumaður varð hann í sínu
lífi og átti því láni að fagna að
eignast frábæra eiginkonu og lífs-
förunaut og stóran hóp mannvæn-
legra barna. Hann kvæntist Guð-
mundu Finnbogadóttur frá Patreks-
firói árið 1946 og stofnuðu þau
sitt fyrsta heimili á Ytri-Tjömum.
Þau eignuðust saman 9 böm; Olaf
Helga, Fanneyu, Kristján Helga,
Finnboga Helga, Vigdísi Helgu,
Auói, Theodór, Svöfu og Gunn-
hildi Freyju. Díönu Sjöfn átti Guð-
munda áður en þau Theódór gift-
ust.
Það var stór hópur barna á Ytri-
Tjömum á þessum árum, þar sem
tvær fjölskyldur bjuggu og minn-
ist ég margs af samskiptum okkar
krakkanna og Thcódórs frænda
sem alltaf var hinn rólegi maður
sem ekkert gat haggað þó mikið
gengi á. Hann var yfirleitt hæglátur
maður og dulur cn glaóur á góðri
stund. Eitt af því sem einkennt hef-
ur gömlu Tjarna-systkinin er hvaó
þau hafa verið samheldin og góðir
vinir og haft gaman af félagsskap
hvers annars.
Bíl eignaðist Thcódór á undan
öðrum og man ég svo vcl eftir
Rauðhettu sem var lengi til og
skólabíll í hreppnum. Þetta var
amerískur herbíll að uppruna sem
Theódór setti saman, byggði yfir
tréhús og innréttaði. Hann hafói
lengi þann starfa með höndum aó
fiytja skólabömin í barnaskólann.
Munu margir minnast þessa sér-
staka bíls og trausts ökulags
Theodórs frá þessum árum.
Einstaklega hefur Guómunda
reynst manni sínum góður lífsföru-
nautur. Þaó var aðdáunarvert aó
sjá hvað hún hcl'ur verið manni
sínum og fjölskyldunni kærlciksrík
og góó þrátt fyrir að vera sjálf ckki
hraust. Hvað hún í vcikindum og
erfðleikum síðustu missira hefur
verið þolinmóð og mild. Það hlýt-
ur alltaf að vera sár söknuður að
verða viðskila við ástvin sinn og
lífsförunaut. En huggunin felst í
trúnni á endurfundi við léttari að-
stæóur. Ég votta Guðmundu og
allri fjölskyldunni mína innilegustu
samúð vió fráfall Theodórs og bió
guð að blessa minningu hans.
Kristján Baldursson.
Glæsibæjarhreppur
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 28.
maí 1994 liggur frammi á Sílastöðum.
Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrárinnar
rennur út kl. 12.00 á hádegi 14. maí 1994.
Oddviti.
ATH!
Manchester United aðdáendur sem hafa
áhuga á að ganga í „United klúbbinn“
hafi samband við Gunnar í síma 26032
og 26161.
Öxnadalshreppur
Kjörskrá fyrir Öxnadalshrepp vegna kosninganna sem
fram eiga að fara 28. maí 1994, liggur frammi að
Auðnum frá 4. maí til 28. maí.
Kærufrestur er til 14. maí kl. 12.00 á hádegi.
Oddviti.
ByggÖastofnun
Utboð
Utanhússmálning
Byggðastofnun óskar eftir tilboðum í utanhúss-
málningu á Strandgötu 29 á Akureyri.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 10. júní 1994.
Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni FORM,
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 26099, frá og með
þriðjudeginum 10. maí 1994.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn
16. maí 1994 kl. 11.00.
Menntamálaráðuneytið
Styrkur til háskóla-
náms í Japan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til
rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaárið 1995-
96. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokió háskólaprófi og
sé yngri en 35 ára, miðað er við 1. apríl 1995. Þar sem
kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til
þess ætlast aö styrkþegi leggi stund á japanska tungu
um a.m.k. sex mánaða skeið.
Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritun
prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Sérstök umsóknareyðu-
blöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
5. maí 1994.
H FERÐAMALA-
W FULLTRÚI
Ferðamálanefnd Dalvíkurbæjar auglýsir laust til
umsóknar starf ferðamálafulltrúa Dalvíkur.
Allar nánari upplýsingar veitir formaður nefndarinnar
Hannes Garðarsson í síma 96-61694 á kvöldin.
Umsóknarfrestur er til 20 maí.
Ferðamálanefnd Dalvíkurbæjar.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Ljósmóöireöa hjúkrunarfræð-
ingur með Ijósmæðramenntun
óskast nú þegar í fasta stöðu og til afleysinga á FSÍ
Um er að ræða eina stöðu af þremur á stofnuninni við fæðingarhjálp
og umönnun sængurkvenna og nýbura. Ljósmæðurnar skipta á milli
sín vöktum og bakvöktum. Einnig sinna Ijósmæðurnar mæðravernd
á heilsugæslustöð og ómskoðunum.
Á FSÍ er mjög góð aðstaða fyrir fæðingarhjálp og sængurkonur. Öll
tæki og búnaður eru ný og fullkomin. Fæðingar á undanförnum árum
hafa verið frá 70-100 á ári, þar af allt að 11 keisaraskurðir.
Hafið samband við hjúkrunarforstjóra FSÍ í vs. 94-4500, eða Sigrúnu
Magnúsdóttur, Ijósmóður í vs. 94-4500 eða hs. 94-4348 og kannið
málið. Við bjóðum áhugasömum að koma vestur og kynna sér að-
stæður.
Hjúkrunarfræðingar
óskast (fastar stöður í sumar, eða haust, og í sumara-
fleysingar á 30 rúma blandaða legudeild (hand- og lyf-
lækningar, öldrunarlækningarog fæðingarhjálp).
Um er að ræða venjulega vaktavinnu á sjúkrahúsi, sem tekur í notk-
un nýja 25 rúma legudeild eftir næstu áramót. Framundan er því
skemmtilegt og skapandi starf fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga
við skipulagningu og þróun legudeilda og uppbyggingu hjúkrunar-
meðferðar.
Hafið samband við hjúkrunarforstjóra, Hörð Högnason, f vs. 94-4500
eða hs. 94-4228, eða Rannveigu Björnsdóttur deildarstjóra í vs. 94-
4500 eða hs. 94-4513 og kynnið ykkur málið. Við bjóðum áhuga-
sömum að koma vestur og kynna sér aðstæður.