Dagur - 30.05.1994, Page 1
LEÐUR-
JAKKAR
Verð frá
kr. 8.900
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri ■ Sími 23599
Akureyri
Jakob Björnsson:
Ákaflega
ánægjuleg
úrslit
essi úrslit eru
ákaflega
ánægjuleg. Við
náðum því marki
sem við höfðum
sett okkur að
bæta við okkur
verulegu fylgi og
manni og fella
meirihlutann,"
sagði Jakob
Björnsson, efsti maður á lista Fram-
sóknarflokks.
„Skýringin á þessum mikla sigri er
að mínu mati fyrst og fremst sú að
við höfum haft góða málefnastöðu og
framganga okkar í kosningabarátt-
unni var trúverðug. Við stilltum upp
samhentum og góðum hópi frambjóð-
enda sem skilaði þessum kosninga-
sigri.
Mér kom á óvart að fylgi Sjálf-
stæðisflokksins færi svona langt niður
og munurinn á mínum flokki og
Sjálfstæðisflokki varð miklu meiri en
ég reiknaði með.“ óþh
Framsóknarmenn í sigurvímu
Kampakátir framsóknarmenn á kosningavöku á Hótel Hörpu á Akureyri sl. laugardagskvöld þegar Ijóst var að B-listinn á Akureyri hefði náð fimm fulltrú-
um í bæjarstjórn og meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags væri fallinn. Á myndinni má m.a. þekkja Ástu Sigurðardóttur, nýjan fulltrúa í bæjar-
stjórn Akureyrar, Valgerði Sverrisdóttur, alþingismann, Guðmund Stefánsson, nýjan fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar, Þorgerði Guðmundsdóttur, Árna V.
Friðriksson og Sigurlaugu Gunnarsdóttur. Mynd: Robyn.
Sigríöur Stefánsdóttir:
Höfum fengiö
góðan dóm
Við getum
ekki annað
en verið ánægð
með okkar út-
komu, við erum
að bæta við okk-
ur verulega miklu
fylgi,“ sagði Sig-
ríður Stefánsdótt-
ir oddviti G-lista
Alþýðubandalags.
„Aftur á móti hefðum við auðvitað
kosið að þetta aukna fylgi hefði skilað
sér í einum bæjarfulltrúa í viðbót. Við
sögðum við kjósendur að við værum
að leggja okkar verk undir og ég get
ekki annað sagt en að við höfum feng-
ið góðan dóm.
Við erum reiðubúin til alls meiri-
hlutasamstarfs, en mér sýnist að Al-
þýðuflokkur og Framsókn ætli fyrst að
ræða saman.
Stærstu pólitísku tíðindi þessara
kosninga eru fall sjálfstæðismanna í
Reykjavík og Alþýðubandalagið er
allsstaðar í uppsveiflu.“ óþh
Bæjarstjórn Akureyrar:
Meirihlutaviðrædur krata og
framsóknarmanna hafnar
Nú þegar eru hafnar viðræð-
ur milli Framsóknarfiokks
og Alþýðuflokks um myndun
nýs meirihluta í bæjarstjórn Ak-
ureyrar. Forsvarsmenn flokk-
anna hittust á fundi síðdegis í
gær og þar var ákveðið að hitt-
ast aftur í kvöld.
Meirihluti Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn
Akureyrar féll í kosningunum sl.
laugardag og í kjölfarið var
Urslitin á Akureyri
Akjörskrá á Akureyri voru
10514. Atkvæði greiddu
8324 og kjörsókn var því 79,2%.
Auðir og ógildir seðlar voru
samtals 374.
Úrslitin urðu þessi:
A-listi Alþýðutlokks: 931 at-
Gísli Bragi Hjartarson:
Sáttur við þessa
útkomu flokksins
Eg get ekki
annað en
verið sáttur við
þessa niður-
stöðu þegar
horft er til þess
hvernig útkoma
Alþýðuflokks-
ins er á lands-
vísu,“ sagði
Gísli Bragi
Hjartarson, efsti maður á lista
Alþýðuflokks.
„Við gerðum okkur grein fyrir
því jregar líða tók á kosningabar-
áttuna að staða okkar var slæm og
ég tel að við höfum unnið vel síð-
ustu dagana fyrir kosningar.
Mitt fólk hefur lagt á það
áherslu að við værum í þessu til
að hafa áhrif og það er auðvitað
engin spuming að áhrifin verða
meiri í tveggja flokka samstarfi en
þriggja flokka. Þess vegna viljum
við lyrst skoða þann möguleika að
fara í meirihlutasamstarf með
Framsóknarflokki." óþh
kvæði (11,7%) og einn mann kjör-
inn; Gísla Braga Hjartarson. í síð-
ustu kosningum fékk Alþýðu-
flokkurinn 862 atkvæði.
B-listi Framsóknarflokks: 3194
(40,2%) og fimm menn kjöma;
Jakob Bjömsson, Sigfríði Þor-
steinsdóttur, Þórarin E. Sveinsson,
Guðmund Stefánsson og Ástu
Sigurðardóttur. Flokkurinn jók
gríðarlega fylgi sitt frá síðustu
kosningum, þá fékk hann 1959 at-
kvæði og fjóra bæjarfulltrúa.
D-listi Sjálfstæðisflokks: 2160
atkvæði (27,2%) og þrjá menn
kjörna; Sigurð J. Sigurðsson,
Björn Jósef Amviðarson og Þórar-
in B. Jónsson. Sjálfstæðisflokkur-
inn tapaði umtalsverðu fylgi frá
síðustu kosningum, þá fékk hann
2253 atkvæði og fjóra menn
kjöma.
G-listi Alþýðubandalags: 1665
atkvæði (20,9%) og tvo menn
kjöma; Sigríði Stefánsdóttur og
Heimi Ingimarsson. Alþýðu-
bandalagið jók fylgið verulega frá
síðustu kosningum, þá fékk það
1000 atkvæði og tvo menn kjörna.
óþh
ákveðið að minnihlutaflokkarnir á
liðnu kjörtímabili, sem nú hafa
náð meirihlutastöðu, myndu fyrst
ræða saman.
Gísli Bragi Hjartarson og
Hreinn Pálsson voru fulltrúar
krata á fyrsta viðræðufundinum í
gær og fulltrúar Framsóknar-
flokksins voru þau Jakob Bjöms-
son, Sigfríður Þorsteinsdóttir og
Þórarinn E. Sveinsson. Niðurstaða
fundarins var sú að fulltrúar
flokkanna hittast aftur í kvöld og
fyrir þann fund er ætlunin að afla
ýmissa upplýsinga.
Eftir því sem næst verður kom-
ist eru meiri líkur en hitt að af
myndun meirihluta Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks verði. Al-
þýðuflokkurinn leggur mikla
áherslu á að komast í meirihluta,
enda er þannig tryggt að flokkur-
inn eigi fulltrúa í nefndum.
Verði það niðurstaðan að Al-
þýðuflokkur og Framsóknarflokk-
ur nái saman um myndun meiri-
hluta er ljóst að Jakob Bjömsson
verður næsti bæjarstjóri á Akur-
eyri og ekki er ósennilegt að hann
verði jafnframt formaður bæjar-
ráðs. Um stöðu forseta bæjar-
stjómar er ekki farið að ræða í
neinni alvöru, eftir því sem blaðið
kemst næst. óþh
Sigurður J. Sigurðsson:
Lentum í erfiðleikum
með prófkjörið
Eg held að
margt geri
þetta að verk-
um. Við sjáum
að Sjálfstæðis-
flokkurinn á
landsvísu missir
fylgi í þessum
kosningum,11
sagði Sigurður
J. Sigurðsson,
oddviti sjálfstæðismanna
„Önnur skýring er sú
höfum verið í meirihluta
að við
á erfið-
um tíma. Hins vegar nær Alþýðu-
bandalagið sér vel á strik í kosn-
ingunum sem leiðir það af sér að
menn hafa ekki verið alfarið ósátt-
ir við störf meirihlutans.
Eg tel ekki að skýringanna á
þessu fylgistapi sé að leita í kosn-
ingabaráttu okkar. Að vísu fórum
við illa af stað í þeim skilningi að
við lentum í erfiðleikum í tengsl-
um við prófkjörið. Það getur vel
verið að eitthvað af því sitji eftir í
þessari niðurstöðu.“ óþh