Dagur - 23.06.1994, Side 1

Dagur - 23.06.1994, Side 1
Akureyri, fímmtudagur 23. júnf 1994 117. tÖIublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Hágangur í strangri gæslu Þessar myndir voru teknar um borð í Hágangi II þegar hann var við veiðar á hinu umtalaða Svalbarðasvæði á dög- unum. Islensku skipin eru hvert á fætur öðru að tínast til hafnar og Hágangur varð fyrstur til að leggjast að bryggju á Vopnafirði í gær. Drangey og Hcgrancsið komu til Sauðárkróks seint í gærkvöld og Bliki kemur til Dalvíkur fyrir hádcgi í dag. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni hcfjast sjópróf í Héraðsdómi Norðurlands cystra í dag sem óskað er eftir fyrir hönd útgerða þriggja síðasttöldu skipanna. A stærri myndinni má sjá eitt af skipum norsku strandgæslunnar í humátt á eftir Hágangi cn á innfelldu myndinni svcimar þyrla strandgæslunnar yfir skipinu. Myndir: Vióar Júlíusson. Síld í Krossanes s Igærmorgun landaði Sigurður VE 1050 tonnum af síld hjá Krossanesverksmiðjunni á Ak- ureyri. Verksmiójan hefur þar með tekið á móti um 1300 tonnum því á sunnudaginn landaði Guðmund- ur Olafur OF 250 tonnum á leið í slipp. Það er nokkuð fátítt að síid berist í Krossanes og starfsmaóur sem Dagur ræddi vió í gær taldi að liðin væru 2-3 ár síðan það gerðist síðast. Ekki náöist í framkvæmda- stjóra verksmiójunnar í gær en Hólmsteinn Hólmsteinsson, stjórnarl'ormaður, sagði aö vissu- lega væri þetta ánægjulegt og von- andi yrói framhald á löndunum hér. Sagði hann að þcssi 1300 tonn dygóu til 2-3 sólarhringa bræðslu. JHB Dalvík: Um 20 umsóknir um bæjarstjórann Igær höfðu borist hátt í 20 umsóknir um stöðu bæjar- stjóra á Dalvík, en umsóknar- frestur rann út sl. þriðjudag. Bjarni Gunnarsson, formaður bæjarráðs Dalvíkur, sagði í gær að hugsanle ra væru ennþá umsóknir í pósti oi þvt gæti fjöldi umsókna farið yl'ii 20. Bjarni sagði að um- sóknirnai yrðu kynntar á fundi bæjarráðs í dag. óþh Stjórn Arkitektafélags íslands um samkeppni um skipulag og íbúðir í Snægili á Akureyri: Hvetur arkitekta á Akureyri til að taka ekki þátt Þrír handteknir vegna neyslu á amfetamíni Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri hefur nú til meðferð- ar fíkniefnamál þar sem þrír menn hafa játað neyslu á amfetamíni. A mánudaginn voru tveir menn handteknir í Mióbæ Akureyrar vcgna gruns um fíkniefnaneyslu. Við yfírheyrslur daginn eftir ját- uöu þeir neyslu á amfetamíni. I kjölfarið var þriðji maöurinn handtekinn og viðurkenndi hann einnig neyslu á amfetamíni. Málið er ekki fullrannsakað. Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi, segir að vegna aukins umtal um fíkniefnaneyslu sé fyllsta ástæða til að hvetja foreldra og aðra til að vera á varðbergi og hafa samband við lögregluna lciki grunur á aó eitthvað misjafnt sé á feróinni. Þeir sem ekki vilja láta nafns síns getið eða snúa sér beint til lögreglunnar geta lesið inn upp- lýsingar á símsvara og er númerið 25784. JHB Lægstbjóðandi hættir við Unnið er að samningum við verktakafyrirtækið Fjölni hf. um byggingu leikfimihúss við Oddeyrarskóla á Akureyri. Á bæjarráðsfundi 9. júní sl. voru kynnt tilboð í vcrkió og reyndust þau vera fjögur. þar af tvö þau lægstu frá Vör hf. Bæjar- ráð samþykkti 9. júní að fela bæj- arstjóra að taka upp viðræður við lægstbjóðanda, Vör hf., um vcrk- ið. Jakob Björnsson, bæjarstjóri og formaður bæjarráðs, sagði í gær að Vör hf. hafi mcð bréfí sagt sig frá tilboðinu og því hafi verið ákveðió að ganga til viðræðna við þann tilboðsgjafa sem næst kom, Fjölni hf. Hallgrímur Skaptason, fram- kvæmdastjóri Varar hf„ vildi ckki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. óþh Idag kl. 13.30 hefjast sjópróf hjá Héraðsdómi N. eystra vegna atburðanna á svokölluðu fiskverndarsvæði við Svalbarða. Það er LÍÚ sem óskar eftir sjó- prófum fyrir hönd Blika hf. vegna Blika EA 12, Skagfirðings hf. vegna Hegraness SK 2 og Skjald- ar hf. vegna Drangeyjar SK 1. Oskað er eftir sjóprófum vegna þeirra atburða þegar skip norsku strandgæslunnar réðust aó íslensk- um togskipum þar sem þau voru að veiðum við Svalbarða. Til- gangur sjóprófanna er að leiða í ljós hvort skipstjórnarmenn norsku strandgæsluskipanna, sem hlut áttu að máli, hafi meó fram- ferði sínu brotið í bága við alþjóð- Stjórn Arkitektafélags íslands hefur sent arkitektum á Ak- ureyri bréf þar sem þeir eru hvattir til að taka ekki þátt í samkeppni húsnæðisnefndar legar siglingareglur, stefnt í hættu lífi og öryggi skipverja og skipa, valdið útgerðum skipanna fjár- hagslegum skaóa meö athæfí sínu eða á annan hátt brotið í bága vió lögmæta hagsmuni íslenskra ríkis- borgara. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, hér- aðsdómari, segir að kallaðir verði fyrir þeir aðilar sem eigi hags- muna að gæta í þessum málum, skipstjórnarmenn á viökomandi skipum og aðrir þeir 'sem borió geta vitni um atburði, hugsanlega skipverjar af öðrum íslenskum skipum. LIÚ hafi einnig sent til- kynningu til norska sendiráðsins um sjóprófin og þaó verði að koma í ljós hvort fulltrúar þcirra mæti. JHB Akureyrar um skipulag bygging- arreits og hönnun félagslegra íbúða á byggingarsvæðinu í Snægili 2-36 á Akureyri. I bréfi stjórnar Arkitektafélags Islands kemur fram að henni hafi borist bréf frá Svani Eiríkssyni, arkitekt á Akureyri, þar sem hann lýsi áhyggjum sínum vegna sam- keppni urn skipulag og íbúðir í Snægili. Síðan segir orðrétt í bréf- inu: „Stjórn félagsins vekur af því tilefni athygli félagsmanna sinna á því, að þessi samkepnni er ekki háð skv. samkeppnisreglum fé- lagsins og uppfyllir því ekki ýmis grundvallarskilyrði, sern eiga að tryggja faglega og réttláta umfjöll- un úrlausna. Má í því sambandi einnig ncfna, að greiðsla fyrir um- beóið vinnuframlag er alltof Iág. Stjóm félagsins hvetur félags- mcnn til að taka ekki þátt í þessari samkeppni og marka þannig for- dæmi fyrir samstöðu gegn ófag- legum vinnubrögðum við undir- búning framkvæmda.“ í gögnum frá Húsnæðisskrif- stofunni á Akureyri, sem eru dag- sett 11. maí sl. býður húsnæðis- nefnd bæjarins arkitektastofum á Akureyri að skila inn frumdrögum aö skipulagi nefnds byggingarreits og hönnun félagslegra íbúða á byggingarsvæðinu Snægil 2-36. „Tilgangurinn er að velja hönnuð til þess að ganga frá endanlegum tillögum og fullnaðarhönnun,“ eins og segir orðrétt í gögnum frá húsnæðisskrifstofunni. Fram kem- ur að markmiðið sé að skipuleggja svæði og húsgerð þannig að henti fyrir byggingu félagslegra íbúða og er áætlaó að framkvæmdir hefjist á næsta ári „og svæðið byggist upp eftir því sem þörf fyr- ir félagslegar íbúðir á Ákureyri þróast og heimildir fást frá Hús- næðisstofnun ríkisins." Hugmyndum bcr aó skila fyrir kl. 16 28. júní nk. Svanur Eiríksson, arkitekt, sagði í samtali við Dag að ástæð- an fyrir því að hann hafí vísað málinu til stjórnar Arkitektafélags Islands væri einfaldlega sú að hann vildi fá fagfélagið til þess aó skera úr því hvort húsnæðisnefnd Akureyrar stæöi þarna eðlilega að málum. Svanur sagði aó frá sínum bæj- ardyrum séó væri málið ósköp einfalt. Húsnæðisnefnd væri með þessum vinnubrögðum að sýna starfandi arkitektum á Akureyri ótrúlega lítilsvirðingu sem ekki væri hægt að horfa framhjá. Enn eina ferðina væri verið að fara framhjá samþykktum samkeppnis- reglum og ætlast væri til að arki- tektar settu einhver frumdrög á blað scm hvorki yrðu fugl né fisk- ur. Svanur sagðist einfaldlega fara fram á að húsnæðisnefnd ynni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélagsins. Þá bendir Svanur á að miðað við að íbúðirn- ar í byggingarreitnum séu 70-80 talsins megi gróft áætla að hér sé um að ræóa byggingarverkefni upp á 600 milljónir króna. I ljósi þess sé ótrúlegt að svo illa skuli staðið að fyrsta verkþættinum, hönnuninni. óþh Staöa bæjarstjóra á Blönduósi: Fjölmargar umsóknir Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra á Blönduósi rann út sl. þriðjudag og hafa íjölmargar umsóknir borist. Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjarstjómar, vildi ekki upplýsa nákvæmlega um fjölda umsókna en sagði þær á milli 15 og 20. „Við munum setjast yfír þessar umsóknir næstu daga og vonandi liggur niöurstaða fyrir í næstu viku,“ sagði Pétur Arnar. KK Héraösdómur N. eystra: Sjópróf vegna at- burðanna við Svalbarða

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.