Dagur - 23.06.1994, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. júní 1994
LEIÐARI------------------------------
Nýtt síldarævintýri að heQast?
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
GEIR A. GUÐSTEINSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Ef til vill er aö hefjast nýtt síldarævintýri. Að
minnsta kosti má binda viö það vonir í ljósi þess að
gamla, góða Norðurlandssfldin fannst við miðlín-
una milli íslands og Noregs. Norðurlandssfldin hef-
ur ekki gert vart við sig í landhelgi íslands í rúman
aldarfjórðung og það hljóta því að teljast góð tíð-
indi að hún skuli nú aftur komin.
Vitað var að Norðurlandssildin mundi láta sjá
sig aftur í landhelgi íslands, en fáa grunaði að það
myndi gerast á þessu ári. En síldin er óútreiknan-
leg eins og dæmin sanna.
Nú eru mörg stór „ef“ varðandi hegðan sfldar-
innar og veiðar hennar við íslands strendur. Við
vitum í raun afskaplega lítið hvort við getum vænst
þess að síldin sé komin til að vera hér hluta úr ári
eða hvort þessi sfldarfundur var tilfallandi, ef svo
má að orði kornast. Þess vegna verðum við að fara
gætilega, við megum ekki taka of stór skref í einu.
Hrun sfldarstofnsins á sínum tíma var efnahags-
legt áfall sem við hljótum að hafa lært nægilega
mfldð af til þess að fara að öllu með gát.
Vísindamenn þora ekki að segja fyrir um það að
svo komnu máli hvort ætla megi að hrygningar-
stofn norsk-íslensku síldarinnar fari að ganga aftur
til íslands eins og hér á árum áður. Ef það kemur á
daginn bendir ffest til þess að síldin muni verða í
það minnsta sex mánuði á ári, um sumartímann
þegar gæði hennar eru mest, í íslenskri lögsögu.
Þar með myndi skapast grundvöllur fyrir nýju síld-
arævintýri.
Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur við Há-
skólann í Tromsö, ritar athyghsverða grein í nýj-
asta tölublað Fiskifrétta um norsk-íslenska síldar-
stofninn. Þar segir hann að ef hrygningarstofn síld-
arinnar byrji að ganga aftur til íslands verði samn-
ingsstaða íslendinga til muna sterkari. Orðrétt
segir Magnús: „Til þess að stunda sumarveiðar úr
stofninum yrðu Norðmenn, Færeyingar og Rússar
annað hvort að freista gæfunnar við Jan Mayen
eða í Síldarsmugunni, eða seraja um veiðiheimildir
í íslenskri lögsögu. Verði þetta að veruleika er ljóst
aö samningsstaða íslendinga varöandi nýtingu
stofnsins gæti orðið allsterk. Á skömmum tíma yrði
Norðmönnum „hrókerað" úr forustuhlutverki sem
þeir hafa í dag og íslendingar tækju stöðu þeirrra.
Þetta yrðu mikil umskipti frá því ástandí sem ríkt
hefur fram að þessu, þar sem Norðmenn hafa nán-
ast haft stofninn í hendi sér allan ársins hring, og
að líkindum yrði það verulegt áfall fyrir norskan
sfldanitveg. “
Skólamál eru líka atvinnumál
Á síðustu mánuðum hefur umræð-
an um skólamál og uppeldis- og
þjónustuhlutverk grunnskólans
tekið miklum breytingum. Þar ber
auðvitað hæst aó í nýafstöónum
sveitarstjómakosningum bar víðast
á stefnumarkandi umræóu um þau
mál og að þessu sinni óháð ein-
stökum byggingaframkvæmdum.
Fólk var farió að tala um mikil-
vægi þess aö bæta og efla starf-
semi skólanna til að þeir gætu
þjónað betur uppeldi og menntun
til framtíðar. Einnig er áberandi að
fjölmargir gera sér grein fyrir því
nú hversu sjálfsagt þaó er að fela
skólanum að koma til móts við
breytilegar þarfir fjölskyldna varð-
andi gæslu, heimanám og tóm-
stundastörf af margvíslegum toga
fyrir bömin þar sem fámennisfjöl-
skyldan ræður illa við að taka alla
ábyrgó á bömunum með því
vinnuoki sem framfærslan krefst.
Hér á eftir vil ég freista þess að
draga saman það sem upp úr
stendur í þessarri umræðu og
hvemig það getur tengst þeirri
skipulagsvinnu sem við höfum
unnið að í Barnaskóla Akureyrar. í
framhaldi af því dreg ég síðan
saman hversu mikla þýðingu aukin
starfsemi skólanna getur haft fyrir
atvinnulífið hér í bæ.
Breytt þjónustumunstur:
Einsetning skólanna mun koma til
framkvæmda hér í bænum á þessu
og væntanlega á næsta ári.
Ákvarðanir hafa verið teknar varð-
andi Lundarskóla og Oddeyrar-
skólann og Bamaskólinn hefur
fengiö fyrirheit bæjaryfirvalda um
húsnæði í Iþróttahöl 1 inni sem á aö
geta leyst málið tímabundið með-
an unnið verður að frambúðar-
skipulagi; - (þar sýnist mér ein-
ungis eftir að ganga frá formsatrió-
5. grein
um í samskiptun milli skólans og
forráðamanna íþróttamannvirkja).
Því miður var áskorun skólastjóra
grunnskólanna um að vinda bráó-
an bug að einsetningu allra skól-
anna ekki svaraö af nægilegri al-
vöm af fráfarandi bæjarstjóm
þannig að Síðuskólinn og Glerár-
skólinn bíða einsetningar, en nú
liggur það þó fyrir aö hér er ekki
um að ræða mjög kostnaðarsama
framkvæmd ef menn vinda sér í
málið og nýta frumkvæði stjóm-
enda og starfsfólks skóla um leið
og fyrirliggjandi húsnæði er tekió
til nýtingar eftir föngum. Þessi að-
gerð á ekki að þurfa að bíða nema
til næsta árs.
Lenging kennslutíma í sam-
ræmi vió áform gildandi laga er
þar meó orðin að veruleika um
leið og skólarnir taka frumkvæðið
eins og raunin hefur orðiö í öðrum
byggðarlögum svo sem Seltjarnar-
nesi, Hafnarfirði og nú í Reykja-
vík. Þar hefur aó sjálfsögóu verið
byggt á reynslu af tilraunastarfi
eins og td. í Fossvogsskóla sem
boðió hefur upp á lengdan
kennslutíma og víðtækari þjónustu
alveg síðan 1989, Mýrarhúsaskóla
og tilrauninni með „heilsdags-
skóla“ eins og það var kallað í öll-
um grunnskólum Reykjavíkur.
Þjónusta við alla ■ ekki bara
„forgangshópa“
Bamaskóli Akureyrar hefur lagt
fram rökstudda beióni um að sam-
fara einsetningu og skólatíma allra
frá morgni verói kennsludagurinn
lengdur (amk. hjá yngstu bömun-
um) og komió á víðtækri þjónustu
viö þá sem þess óska og þess
þarfnast. Ný skólanefnd tekur við
okkar erindi þar sem fráfarandi
skólanefnd taldi sig ekki hafa um-
boð til slíkra skuldbindinga.
Vegna skipulagningar komandi
skólaárs gefur auga leiö aö ekki er
hægt að taka mjög langan umhugs-
unartíma. Undirbúningsvinnan
hefur þegar farió fram og starfs-
fólk og foreldrar hafa látið í ljós
ótvíræðan stuðning viö fyrirliggj-
andi tillögur - bíða raunar eftir
formlegu svari.
í tillögum skólans felst eftirfar-
andi;
1) Einsetning, þannig að allir
hefja nám frá morgni (helst á sama
tíma) - þannig verður hætt aó
kenna yngri börnum eftir klukkan
þrjú á daginn og ferskasti náms-
tíminn notaður fyrir alla.
2) Óskað hefur verið eftir því
að fá að stíga marktæk skref til
Benedikt Sigurðarson.
lengingar kennslutíma í samræmi
við fyrirheit laga td. þannig að
nemendur fái að lágmarki 6
kennslustundir á dag þannig að
skólinn eigi auðvelt með að annast
um börnin til kl 14:00 daglega.
3) Komió verói á lágmarks-
mötuneyti sem boðið geti upp á
smurt brauð og ávexti auk mjólk-
urvara og drykkja. Um leið verði
hugaö aó því að bjóða upp á að-
sendar máltíðir fyrir þá sem þess
óska.
4) Skólinn sækir um heimild til
að starfrækja gæslu aó loknum
skóladegi og á frídögum í sam-
ræmi við þarfir fjölskyldnanna
þannig að börnin gætu dvalið í
umsjá skólans 1-3 (4) klukku-
stundir eftir atvikum og 1 til 5
daga eftir því sem vinnumunstur
foreldra gefur tilefni til. Foreldrar
mundu standa straum af vinnu-
launum við slíka gæslu. Nú eiga
aðeins „forgangshópamir" aðgang
að skóladagheimili og þá allan
daginn alla daga.
5) Skólinn áformar að bjóða
upp á heimanámsaðstoð, og bóka-
safnsþjónustu fyrir þá sem kjósa
að greióa fyrir þaó og einnig ger-
um við ráó fyrir að fá að bjóða upp
á fjölbreytt tómstundastaif á veg-
um skólans sem nemendur geta
sótt í beinu framhaldi af skólatím-
anum sínum.
6) Tilboð tónlistarskóla, mynd-
listarskóla, dansskóla, íþrótta má
aó sjálfsögðu tengja vió eða inn í
skóladag barnanna og byggja þar á
reynslunni sem fengin er í Reykja-
vík og á Húsavík ásamt því sem
unnið hefur verió hér á vegum
Tónlistarskólans.
*
Avinningur allra!
Hér er ekki ástæða til að eyða
mörgum orðum á það hvílíkan
ávinning unga fólkið getur haft af
betri skóla. Fjölþjóóleg samkeppni
og breytt heimsmynd neyða okkur
til að bregðast við til aó bæta stöðu
uppeldis og menntunar - því hefur
þegar verið frestað of lengi. Við
vitum að samfelldur skólatími meó
aukinni, fjölbreyttri kennslu þar
sem systkin eiga samleið í skóla
gefa fjölskyldunni möguleika á
meira öryggi og bættum samskipt-
um. Við vitum líka að foreldrar
verðskulda aó vita af bömum sín-
um á öruggum stað meðan þeir eru
í sinni vinnu - þannig munu þau
njóta aukinna afkasta og vellíðun-
ar í starfi. Umferðin mun ganga
betur og slysum ætti að fækka -
einkum ætti að fækka slysum á
þeim börnum sem ganga annars
sjálfala langa tíma tíma úr degi.
Þegar skólinn bregst við breyttum
þörfum fjölskyldunnar og hjálpar
öllum foreldrum til aó standa undir
ábyrgð á uppeldi barna sinna, án
afskipta annarra opinberra stofn-
ana, þá em líkur til að samstaða
um uppeldi bamanna muni aukast
og þá mun menntunarlegur ávinn-
ingur ekki láta á sér standa.
Verði það módel sem verið hef-
ur að þróast síðustu missiri notað
hér í bæ eins og við höfum lagt
það fram í Barnaskóla Akureyrar
mun það einnig hafa afgerandi
þýðingu fyrir vinnumarkaðinn.
Taflan sem fylgir hér með
þarfnast ekki frekari skýringa, en
rétt er aó undirstrika að 40-80 störl'
sem þar eru nefnd byggjast á nýrri
þjónustuveltu, og að kennslustörf-
in sem geta verió allt að 21 má í
upphafi fjármagna með sparnaði í
rekstri skóladagheimila og síðar
má líta svo á að fjármunirnir komi
til þess rekstrar sem aukinn hlutur
grunnskólanna í þjónustuveltu op-
inberra aöila í samræmi við áform
laga.
Hvað sem mönnum annars
finnst um þá nýju hugsun sem hér
er byggt á er hitt þó alveg víst að
50 etv. 110 störf sem byggjast að
miklu leyti á nýrri veltu geta aldrei
talist smámál þegar vinnuna sár-
vantar. Þaó getur heldur ekki talist
réttlætanlegt að fresta aðgerðum
einu sinni enn - atvinnuleysið er jú
staóreynd og því þarf að eyða. Hér
getur ljóslega farið saman virk að-
gerð gegn atvinnuleysi og alvöru
þróun á átt til betra uppeldis og
menntunar fyrir börnin okkar.
Kemur það ekki öllum til góóa?
Akureyri 14. júní, á ári fjöl-
skyldunnar!
Benedikt Sigurðarson.
Höfundur er uppeldisfræóingur og vinnur aó
því aö Ijúka meistaragráóu í skólastjórnun vió
háskóla í Vancouver í Canada. Hann hefur ver-
iö skólastjóri Bamaskóla Akureyrar síðan 1985.
Bcnedikt Sigurðarson
Mai/júní 1994 Aukin þjónustuvclta í grunn.skólum Akurcyrar Saniantckt
Mióaó \ ið aó allir grunnskólar bæjarins fái rvmra húsnæói og vcrði cinsctnir - kcnnsla vcrði aukin og skóiadagnr allra barna \crði jafnlangur - boðió vcröi upp á
lágmarks mfítuncyti - öllum vcrði boðið upp á örugga vist frá lokuni kcnnslutinia lil loka \ innudags - ganghrautanarsla \crði liluii af daglcgum störfum við h\crn skóla
- rcglulcgl tómstundastarf\crði slarfrækt innan skólanna og taki \ ið aö loknuin kcnnslulinia - hcimanámsaðstoð og |i jónusta hókasafna siandi ölluni lil boöa að lokinni
kcnnslu.
un on notendur!
Starfsemi Barna. Lund. Odd Gler Síðttsk. Gagnfr. samtals notendur/ fjármögnun/velta
■ ' ■ . ■ . ■
Mötuneyti, afgreiðsla og önnur 1-2 1-2 0,5-1 1-2 2-3 1-2 6.5-12 allir nem. sem Greitt af not. ca.50%
þjónusta viö hádegishlé. kjósa Ný velta aö hluta!
Vistun 6-8 ára (eæsla í 1-3 klst. 2-3 2-3 0,5-1 2-3 3-4 9,5-14 eftir þörfum Greiöist af notendum.
cftir þörf og mv. Icngd skólad.) fjölskyldna Ný velta!
Heimanámsaðstoð og þjónusta 1-2 1-2 0,5-1 1-3 2-4 1-2 6,5-14 eftir þörfum Greiðist af notendum
bókasafna eftir skóladag. fjölskyldna Ný velta!
Tómstundastarf og klúbbar 1-2 1-2 0,5-1 1-3 2-4 1-2 6,5-14 eftir óskum Greiðist af not. ca.50%
(auk starfsemi lista og íþrótta) fjöiskyldna Ný velta amk. að hluta!
Gangbrv. og jjangav. (ný störf) 2-3 2-3 1-2 2-4 4-8 11-20 ný þörf - Greiðist af Akureyrarbæ.
Kennsla: Greiðist með sparnaði í
lágmark 30 vikust. 1,8 1,4 0,7 1,6 2,5 0 8,1 nem í 1 -5.b rekstri skóladagheimila -
32 vikust. 2,8 2,3 l.l 2,5 3.9 0 12,6 nem.í l .-6.b. (þörf fyrir slíkan rekstur
35 vikust. 4,8 3,7 1,8 4,4 6,5 0,6 21,3 nem.í 1 .-I0.b. fellur niður með lengingu
- 30/35 vik. 3,0 2,7 1,3 3,2 4,6 0,6 14,9 nern.i l .-lOb, kennsludags i skólum) * 1)
Aðkeypt þjónusta 1-2 1-2 0,5-1 1-2 1-3 1-2 5,5-12 eftir óskum Ný velta - gieitt af not.
Samtals hver skóli 10-19 9,5-19 4,5-9 10-21,5 16,5-31 4-9 54-110
* I) Við samninga \ ið ríkis\aldið um vcrkcfnaskiptingu skiptir máli að skilgrcina umfang grunnskólans |iannig að slærri hlutur þjónustu\cltu opinhcrra aðila
komi til landshyggðarinnar. Þannig kcmur til haka að vcrulcgu lcyti sá kostnaður scm Akurcyrarhær tckur á sig mcð lcngingu kcnnslutínia allra harna: - |)ó
lita mcgi á sparnað, scm vcgur að fullu á móti i upphafi, scm tilflutning fjármuna.
Skólamá! ern likn atvinnumáU