Dagur - 23.06.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 23.06.1994, Blaðsíða 5
LESEN DAHORN IÐ Fimmtudagur 23. júní 1994 - DAGUR - 5 Dagskrárstefha sjónvarpsins Guðjón Eyjólfsson, Kjalarsíðu 14d Akureyri, skrifar: Eg vil hér með skora á starfs- menn sjónvarps að taka tii end- urskoðunar dagskrána og nióur- röðun dagskrárefnis. 1. Þaó er engu líkara en þcir skammist sín fyrir að sýna fræðslumyndir og leitist við aó sýna þær á versta hugsanlega sjónvarpstíma, ýmist kl. 18.30 eða 19. Eg skora á starfsmenn sjón- varpsins aó sýna fræðslumyndir á kvöldin cða um helgar. 2. Er það meðvituð stefna hjá sjónvarpinu aó halda að börnum efni sem á ekkert erindi vió þau og koma í veg fyrir að þau njóti efnis sem þau hafa ánægju af? Því vill ég ekki trúa. Mikið líklegra er að þau skemmdarverk á dag- skránni sem unnin eru um þcssar mundir séu framin af starfsmönn- um sem vita ekki hvað þeir eru aö gera. Hvaó á maður að halda þeg- ar bandarísk heimildarmynd um grimmdarverk í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu er sýnd kl. 19 eins og gert var 10. júní sl. og þáttur eins og Mótorsport er sýndur kl. 22. Sonur minn sem er á fjórða ári hefur mestan áhuga á þeim þætti af heimilisfólkinu, en hann er auð- vitað löngu farinn að sofa. Annaó dæmi um samskonar klúóur er frá 13. júní þegar sjónvarpið sýndi frá 17. júní 1994 Aðalsteinn Olafsson, Lyngholti 20 á Akureyri, sendi blaðinu eft- irfarandi ljóð sem hann nefnir einfaldlega „17. júní 1994“. Ein lílil þjóð við eld og ís og öldu barðist stríða þar sjaldan virtist sigur vís og sundin lokuð víða en fólkið reyndi að forðast grand til frelsis sótti að vonum því varð til dýrðlegt draumaland hjá dœtrum þess og sonum. Og þeim sem eignast dýran draum hver dagur sigurfœrir í baráttu við storm og straum sitt stœrsta margur lœrir og til að eignast eina sál menn ortu fögur Ijóðin þá flestum tókst að forðast tál svofrjáls og glöð varð þjóðin. En gœta fengins frelsis þarf þessfull er þörfað vonum og þó við dýran eigum arf skal ekki sóa honum á tímamótum þarfhver þjóð að þroska krafta sína aðfinna gull á feðraslóð en frelsi engu týna. íslandsmóti barna og unglinga í samkvæmisdönsum kl. 22. 3. Af hverju í ósköpunum er „Gangur lífisins“ og „Sækjast sér um líkir“ sýndir á sama kvöldi? Höfóa þeir ekki til svipaðs áhorf- endahóps? 4. Húrra! Nú hillir undir að einn mislukkaðasti dagskrárliður gjörvallrar fjölmiðlasögunnar á Is- Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Vökvun sem fer fram á trjá- gróðri við bílastæðið í miðbæ Ak- ureyrar vill stundum ganga úr skorðum eins og meófylgjandi mynd sýnir. Uði frá vökvuninni nær yfir akbrautina og bleytir bíla sem þama aka um. Alltaf er vont Sigurður Sigmundsson skrifar: Ég vil þakka fyrir góða þjóöhá- tíðardagskrá á Akureyri, alveg sérstaklega á Hamarkotsklöppum sem var mjög hátíðleg stund á fal- legum stað. Þar fór fram helgi- stund sem allir þrír sóknarprest- arnir á Akureyri tók þátt í og kirkjukórar beggja kirkna mynd- uðu einn kór. Sjaldan hef ég heyrt þjóðsönginn betur sunginn. A klöppunum heyrðist allt vel, bæði landi, Dagsljós, hætti. Það er stór- furðulegt að sjónvarpió, sem virð- ist sárþjáð af peningaleysi, skuli nú ausa úr sjóðum sínum í dag- skrárlið sem gefur hugtökunum „yfirborðsmennska“ og „sóun“ nýja og dýpri merkingu. Það er líka hlálegt að sjónvarp- ið skuli á ári fjölskyldunnar leggja til atlögu við kvöldmatinn klukk- að fá bleytu á bílinn, hvort sem hann er hreinn eða ekki. Því ætti dcildin aó sjá til þess að bæði gæti farið saman, vökvun og eðlilegur akstur okkar um bílastæðið. í dag snúa margir bílar við til þess að forðast bleytuna. söngur og mælt mál, en við Lysti- garðinn hal'ói ég ekki gagn af dag- skránni. Svo er hér ein ábending. Þaö vantaði bekki á báða þessa staði fyrir fólk sem þurfti á því að halda. Á Hamarkotsklöppum þyrftu að vera bekkir og svona eitt til tvö borð því margir koma þar og skoða stytturnar og njóta út- sýnisins. an sjö. Er þaó ætlunin að ryójast inn í rniðjan matartímann með hamagangi og látum? Menn virð- ast hafa hugsað mcira um að gefa stjúpsystur sinni, Stöð 2, öflugt spark í afturcndann, en að gera betur við áhorfendur. 5. Ég skora á alla landsmenn aó horfa á þátt sem heitir „Völundur"' og er sýndur á laugardögum kl. 18. Ástæðan er ekki sú að þetta sé svo skemmtilegur þáttur - alls ekki - ástæðan er sú að þar er á ferðinni illa dulbúið áróðursefni sem innrætir andúð á veiðimönn- um og fiskimönnum og slíkum „óþjóðalýó“. Það hlýtur að vera yfirmönnum Ríkisútvarpsins ærið umhugsunar- efni að starfsmenn þeirrar stofn- unar taka til sýninga efni sem veg- ur að sjálfum tilverugrundvelli ís- lensku þjóðarinnar, það er skyn- samlegri og hóflegri nýtingu nátt- úruauðlinda. Það væri betra fyrir íslensku þjóðina að sýna stilli- myndina, en aö sýna ungum börn- um áróðursmynd sem er nákvæm- lega í sama anda og áróður Green- peace-manna. KJALLARINN HrísaIuncK NýkoMNAR SNyRTÍVÖRUR FrÁ MARqRET Astor Herra^ oq dÖIVIUÍllVIUR Frá Joop HrísaLuncIí Þar sem qÆði oq UqT verö Fara saman Góð þjóðhátíðardagskrá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.