Dagur - 23.06.1994, Page 7
MINNIN Cm
Fimmtudagur 23. júní 1994 - DAGUR - 7
^ Finnur Krístjánsson
Fæddur 20. júní 1916 - Dáinn 16. júní 1994
Finnur Kristjánsson lést á Húsavík
16. júní 1994, sjötíu og átta ára
gamall. Finnur var fæddur á Hall-
dórsstöðum í Kinn í Suóur-Þing-
eyjarsýslu, 20. júní 1916. Foreldr-
ar hans voru hjónin Kristján Sig-
urósson bóndi á Halldórsstöðum,
Siguróssonar bónda þar Þorsteins-
sonar bónda á Þóroddsstað,
Grímssonar í Fremstafelli, og
kona hans Guðrún Sigurðardóttir
frá Draflastöðum í Fnjóskadal.
Meö Finni er genginn einn af
merkum forystumönnum íslenskr-
ar samvinnuhreyfmgar, en hans
kynslóð átti mikinn þátt í því að
marka djúp framfaraspor í þaö
velferðarkerfi sem þjóðin eignað-
ist á árunum fyrir og eftir síóari
heimsstyrjöldina. Þar naut sam-
vinnuhreyfingarinnar við í ríkum
mæli, með uppbyggingu atvinnu-
lífs til sjávar og sveita.
Finnur Kristjánsson óx upp úr
jarðvegi hinna þingeysku forystu-
manna samvinnuhreyfingarinnar
sem brutu ísinn með stofnun
Kaupfélags Þingeyinga árið 1882.
Þrátt fyrir endurtekin stóráföll
sigldu þeir fari sínu heilu í höfn
og tryggðu þar með framtíð fé-
lagsins. Hugsjónir forystumann-
anna urðu smám saman að áþreif-
anlegum veruleika og þar með var
stigið stórt skref í sjálfstæðisbar-
áttu Islendinga. Verslunin var flutt
inn í landið í hendur Islendinga
sjálfra.
Þegar við veltum því fyrir okk-
ur hvaða ástæður ollu því að þessi
tilraun þingeysku bændanna til
stofnunar félags til verslunar á
samvinnugrundvelli tókst, þá
beinast augun fyrst aö mönnunum
sjálfum sem skipuðu forystuliðið,
en á þessum árum þóttu Þingey-
ingar bera af öðrum landsmönnum
um menningu og mannval. Þótt
fáir Þingeyingar kæmust í skóla,
gekk kynslóðin ótrúlega fast fram
í að afla sér menntunar, bóklegrar
og verklegrar og jafnskjótt og
kallió kom, fundust leiðtogaefni í
hverri sveit, hvort sem var um
þátttöku í sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar, búnaðarsamtökum eða
verslunarfélagsskap. Sérstök
vakning varð til, þjóðlið Þingey-
inga, vakning sem mótaðist af
nýjum pólitískum straumum og
ýtti undir gagnrýna hugsun, sem
vildi brjóta flest mál til mergjar.
Islenska bændasamfélagió var að
rétta úr sér undan aldagömlu fargi
kúgunar, fáfræði og fátæktar.
Þessir pólitísku straumar, undir
forystu skeleggra og framsækinna
forystumanna, fengu útrás í bar-
áttu fyrir öflugum framgangi fé-
lags í eigu fólksins sjálfs, baráttu
sem fleytti Kaupfélagi Þingeyinga
yfir brim og boóaföll fyrstu árin.
Stofnun Kaupfélags Þingeyinga
og sú harðskeytta barátta sem háð
var fyrir lífi þess, fæddi af sér
hugsjónir og hugmyndafræði
hinnar íslensku samvinnustcfnu.
Fyrr en varði höfðu þær hugsjóntr
borist um gjörvallt landið og raun-
ar skapað nýtt land og nýja ís-
lenska hugmyndafræói og árið
1902 stofnuðu Þingeyingar Sam-
band ísl. samvinnufélaga, en það
átti eftir að verða sterkur hom-
steinn íslenskrar samvinnuhreyf-
ingar á þessari öld.
Finnur Kristjánsson óx upp úr
jarðvegi frumherja samvinnu-
hreyfingarinnar. Hann stundaði
nám í héraðsskólanum að Laugum
1933-1935 og brautskráðist frá
Samvinnuskólanum árið 1938. Að
því námi loknu var hann ráðinn
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Sval-
barðseyrar hinn fyrsta janúar
1939. Því starfi gegndi hann í fjór-
tán ár. Ungur í starfi kaupfélags-
stjóra vann hann sér traust á Sval-
barðseyri með því að skila góðum
rekstri í þessu tiltölulega litla
kaupfélagi. Þaó var því ekki að
ástæðulausu að Finnur var ráðinn
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þing-
eyinga á Húsavík 1953, þegar
Þórhallur Sigtryggsson lét þar af
kaupfélagsstjórastarfi. Finnur
gegndi kaupfélagsstjórastarfinu á
Húsavík við góðan orðstír til árs-
loka 1979 og hafði þá verið kaup-
félagsstjóri í fjörutíu ár. Hann var
kjörinn í stjóm Sambandsins 1960
og varaformaður stjórnar þess frá
1975 til og með 1984. Þá gegndi
hann fjölmörgum öðrum störfum
utan starfa í samvinnuhreyfing-
unni. Hann var kjörinn í bæjar-
stjórn Húsavíkur 1962 og sat þar í
stjóm til ársins 1974. Hann sat í
stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur
1953 til 1962. Forstöðumaður
Safnahúss Húsavíkur var hann frá
1. mars 1980 þar til 1. ágúst 1992,
en var þó eftir það viðloóandi við
safnió. Var sjómarformaóur Bif-
reióa- og vélaverkstæðisins Foss á
Húsavík 1953-78. Þá sat Finnur í
stjóm Garðræktarfélags Reyk-
hverfinga, var meðritstjóri Arbók-
ar Þingeyinga frá árinu 1980. Þá
sá hann um ritstjóm Boðbera, rits
Kf. Þingeyinga. Fjölmörg önnur
félagsstörf hafði Finnur haft með
höndum.
Hinn níunda september 1939
kvæntist Finnur Hjördísi Björgu
Tryggvadóttur Kvaran f. 27.8.
1920, prests að Mælifelli í Skaga-
firði og konu hans Önnu Gríms-
dóttur Kvaran. Giftingardagurinn
reyndist mikill hamingjudagur í
lífi þeirra Finns og Hjördísar.
Jafnræði var með þeim hjónum,
þau voru bæði samrýmd og góð-
um gáfum gædd, myndarleg á
velli og hjónaband þeirra var mjög
farsælt. Finnur og Hjördís eignuð-
ust þrjú börn, þau eru: Tryggvi, f.
1. jan. 1942, giftur Aslaugu Þor-
geirsdóttur og eiga þau þrjú börn,
Guðrún, f. 12. febrúar 1945, gift
Pálma Karlssyni og eiga þau þrjú
böm og Anna, f. 16. sept. 1949,
gift Ólafi Gunnarssyni og eiga þau
tvö börn. Hinn 6. mars 1991 lést
Hjördís snögglega og var þá mik-
ill harmur kveðinn að Finni og
fjölskyldu hans. Hjördís hafði ver-
ið hinn styrki förunautur Finns í
gegnum árin, missirinn var því
sár. Hann bar þó harm sinn vel og
trúlega hafa störf hans við Safna-
húsió létt honum stundir, en þar
sökkti hann sér niður í störfin.
Hinn 17. júní 1976, sæmdi forseti
Islands Finn, riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaoróu.
Við fráfall Finns verður mér
hugsað til samstarfs okkar í sam-
vinnuhreyfingunni um áratuga
skeið. Hann var einn af þeim í
stjórn Sambandsins sem var mjög
virkur, hafði margt til málanna að
leggja, enda ríkur af reynslu frá
hinum margþættu störfum í því
héraði þar sem vagga samvinnu-
hreyfingarinnar stóó. Að vonum
varó Finnur fyrir miklum von-
brigðum með þróun mála í Sam-
bandinu síðustu árin. Sama gildir
um þann sem skrifar þessar línur.
Það er þó mikil bót í máli, að sam-
vinnuhreyfingin á íslandi heldur
velli. Stærri kaupfélögin starfa
mörg af þrótti. Enn er þó þörf á
öflugu samvinnustarfi hér á landi,
þótt umhverfið hafi breyst. í þeirri
þróun sem nú ríkir á íslandi, þegar
þeir ríku verða ríkari með hverju
ári sem líóur, en þeir fátæku fá-
tækari, er enn meiri þörf fyrir öfl-
uga samvinnuhreyfingu hér á
landi. Þetta kemur ósjálfrátt upp í
hugann þegar skrifuð er minning-
argrein um þann samvinnumann
sem starfaði í 45 ár í forystusveit
hreyfingarinnar, frá því að gegna
kaupfélagsstjórastarfi 23ja ára í
fjörutíu ár, til þess að vera í stjórn
Sambandsins og varaformaður
stjómar frá 1960 til loka árs 1984.
Fráfall Finns Kristjánssonar ætti
að minna samvinnumenn á það,
aö tími er kominn til þess að
bretta upp nýjum ermum í sam-
vinnuhreyfingunni til þess að að-
laga samvinnustarfiö enn frekar
hinu breytta umhverfi, sem við nú
búum við. Mættu menn þá hafa í
huga það sem Þingeyingarnir
geróu er þeir stofnuðu fyrsta
kaupfélagið á Islandi.
Við Margrét kveójum góðan
vin um leið og við vottum bömum
Finns og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð. Guð blessi minning-
una um Finn Kristjánsson.
Erlendur Einarsson.
Félagar í Framsóknarfélagi Húsa-
víkur kveðja í dag fyrrverandi for-
mann sinn og bæjarfulltrúa með
viróingu, þökk og söknuði. Utför
Finns Kristjánssonar fer í dag
fram frá Húsavíkurkirkju.
Finnur var fæddur að Halldórs-
stöðum í Ljósavatnshreppi. Hann
gegndi starfi kaupfélagsstjóra í 41
ár, fyrst hjá Kaupfélagi Svalbarðs-
eyrar frá 1939, en frá 1953 til árs-
loka 1979 hjá Kaupfélagi Suður-
Þingeyinga á Húsavík.
Finnur kvæntist Hjördísi
Björgu Tryggvadóttur Kvaran frá
Mælifelli í Skagafirði 9. sept
1939. Þeim varð þriggja barna
auðið. Hjördís lést 6. mars 1991.
Frá ársbyrjun 1980 var Finnur
forstööumaður Safnahússins á
Húsavík og þar starfaði Hjördís
ötullega við hlið hans að upp-
byggingu safnanna. Fyrir rúmum
fjórum árum sæmdi forseti Islands
Finn fálkaorðunni fyrir störf að
safnamálum. Hann lét af starfi
forstöðumanns í júlí 1992, starfaói
við hlið Guðna Halldórssonar for-
stöðumanns Safnahússins síðustu
tnisserin, og annaðist m.a. útgáfu
Arbókar Þingeyinga.
Finnur sat í stjórn Fiskiójusam-
lags Húsavíkur 1953-67. Hann sat
í stjóm SíS frá 1960 og varð vara-
formaður 1975. Hann gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum
um dagana, var formaður ung-
mennafélagsins Gaman og alvara í
Ljósavatnshreppi á sínum yngri
árum, organisti og söngstjóri við
Svalbarðskirkju og starfaði síðan í
sóknamefnd Húsavíkurkirkju.
Finnur var bæjarfulltrúi fyrir
Framsóknarfélag Húsavíkur 1962-
1974. Hann var um árabil formað-
ur félagsins og gegndi fyrir það
fjölda trúnaðarstarfa, allt til
dauðadags. Félögum er minnis-
stæð koma Finns á skrifstofu fé-
lagsins í vor, er unnið var aó upp-
stillingu B-listans fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar. Finnur hélt
þar áhrifamikla ræðu og hvatti fé-
laga óspart til aó gefa kost á sér til
starfa. Taldi hann sveitarstjómar-
mál skemmtileg, og auk þess
skyldu þegnanna að leggja hönd á
plóginn og axla ábyrgó.
Finnur beitti sér af áhuga að
þeim trúnaðarstörfum er hann tók
að sér. Hann ætlaðist einnig til að
aðrir tækju til höndunum og var
einstaklega laginn að hvetja fólk
til dáða, en alltaf var leikið á já-
kvæðu nótumar í mannlegu sam-
skiptunum og fólk látið finna að
hann treysti því vel til að takast á
við verkefnin. Finnur átti sérlega
gott samstarf við unga fólkió og
margir kveója hann í dag með
hugann fullan af minningum um
góð ráð og leióbeiningar inn á fé-
lagsmálabrautina. Síðasta verk
Finns í lífinu var að víkja góðu að
ungu fólki, færa unglingum í bæj-
arvinnu á lóðinni hans hressingu.
Framsóknarfélag Húsavíkur
sendir Tryggva, Guðrúnu og
Onnu, mökum þcirra, bömum og
bamabömum og öðrum aðstand-
endum, innilegar samúðarkveðjur.
Félagið mun lengi búa að miklu
og góðu tilleggi Finns, er hann af
skynsemi, reisn og jákvæðni lagði
á ráðin og fann flöt á málunum.
Megi Finnur í friði fara og
ganga á ný um grænar grundir við
hlið Hjördísar. Við þökkum kynn-
in og kveðjum góóan vin og fé-
laga.
Fyrir hönd Framsóknarfélags
Húsavíkur,
Ingibjörg Magnúsdóttir.
Kveðja frá Safnahúsinu á
Húsavík.
Finnur Kristjánsson, fyrsti for-
stöðumaöur Safnahússins, er í dag
jarósunginn frá Húsavíkurkirkju.
Undirritaðir senda hér fáeinar lín-
ur við leióarlok en Finns verður
nánar minnst í Safna, ársriti
Safnahússins sem og í Árbók
Þingeyinga.
I ársbyrjun 1980 var Finnur
valinn til að veita Safnahúsinu
forystu. Stefnt var aö formlegri
opnun þess þá um vorið og hvíldi
því lokafrágangur og undirbún-
ingur undir sýningarstarf á honum
sem og konu hans, Hjördísi
Tryggvadóttur Kvaran, sem
starfaði með honum frá upphafi, í
hálfu starfi, allt þar til hún lést 6.
mars 1991. Sameiginlega kornu
þau skikkan á starfsemina eftir því
sem fjármagn leyfði, sköpuðu
ákveðið viðmót gagnvart gestum
og verkefnum án þess að ganga
eftir stimpilklukku í störfum sín-
um. Oft var unnið langt fram á
kvöld fyrstu árin og drifkrafturinn
var umhyggja og áhugi fyrir starf-
semi hússins. Finnur kaus að láta
af starfi forstöóumanns í júlílok
1992 en starfaói allt til hinstu
stundar í hlutastarfi jafnframt því
að ritstýra Árbók Þingeyinga og
sjá um afgreióslu hennar til þakk-
látra kaupenda.
Áhuginn var samur allt til loka
því þann 16. júní sl„ daginn sem
kallið kom, var hann við opnun
myndlistarsýningar í Safnahúsinu.
Hann vantaði fjóra daga upp á
sjötugasta og áttunda árið. Þó var
eins og kallið kæmi of snemma
því auðvelt var að gleyma aldri
þar sem hugurinn var svo virkur
og síungur. Við kveðjum Finn
þakklátir fyrir að hafa kynnst hon-
um, unnið með honum að málefn-
um Sáfnahússins og eignast vin-
áttu hans. Bömum hans og að-
standendum öðrum sendum við
samúðarkveðjur.
Halldór Kristinsson,
Guðni Halldórsson.
Það er stundum talið hið eina ör-
ugga við lífið, að öll munum við
deyja að lokum. Samt hnykkti
okkur við að frétta andlát Finns
Kristjánssonar að kvöldi 16. júní
sl„ því lengstum fylgdi honum sá
kraftur og lífsgleði, að hann hreif
aðra með sér.
Finnur var fæddur 20. júní
1916, og því nær 78 ára er hann
lést. Hann ólst upp á Halldórs-
stöóum í Kinn og átti jafnan seig-
ar rætur í þingeyskri mold og
bændamenningu.
Hann nam við Samvinnuskól-
ann í Reykjavík og hlaut þar gott
veganesti fyrir starfsama ævi.
Þaðan fylgdi honum einnig heim í
Þingeyjarsýslu prestsdóttir úr
Skagafirði, Hjördís Tryggvadóttir
Kvaran, eiginkona, félagi og vinur
um langa ævi. Það var sérstaklega
gaman að heyra þau rifja upp
fyrstu kynni sín og búskaparár og
sjá hversu birta þessara ára entist
þeim vel.
Finnur var kaupfélagsstjóri á
Svalbarðseyri um 14 ára skeió, en
það mun hafa verið árið 1953,
þegar Þórhallur Sigtryggsson lét
af störfum, sem Finnur gerðist
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þing-
eyinga á Húsavík. Þáverandi
stjórnarformaður KÞ, Karl Krist-
jánsson, komst svo aó orði, að það
væri „hæfilegt verkefni“.
Þetta mat reyndist fyllilega
réttmætt og happasælt fyrir kaup-
félagið og hinar þingeysku byggð-
ir, sem áttu framundan mikið
blómaskeið með vaxandi fram-
leiðslu og hraðri uppbyggingu til
sjávar og sveita. Kaupfélagið var
burðarás í þeirri þróun.
Þegar Finnur hvarf frá Kaupfé-
lagi Þingeyinga í árslok 1979,
gerðist hann forstöðumaður
Safnahússins á Húsavík, og þar
tókst þc.m hjónum enn að skila
æmu dagsverki, þótt komió væri á
nýjan vc tvang.
Kynn mín af Finni hófust þeg-
ar ég kc m fyrst til verka hjá KÞ.
Eg sé Itann ennþá fyrir mér sem
sívökulan eljumann, sem jafnan
var rcióubúinn að vaða eld og
brennistein fyrir kaupfélagið, þeg-
ar þess þurfti. Samtímis fylgdist
hann með starfi og framkvæmdum
til sjávar og sveita og reyndi
lengstum aó greiöa fyrir öllu því
sem hann taldi geta oróið til hags-
bóta.
Þá var ekki síður ánægjulegt aó
kynnast hlýrri kírnni hans og frá-
bærri frásagnarlist, sem var þó
ætíð græskulaus.
Það er því að vonum, sem
Finns Kristjánssonar er minnst
með söknuði í sveit og bæ. Þó er
enn mciri ástæða til að glcðjast yf-
ir störfum hans, og sporunum sem
hann markaði meðal okkar. Vió
Jónína þökkum samfylgdina og
hlýhug allan, um leið og við vott-
um eftirlifandi ættingjum samúð
okkar.
Hreiðar Karlsson.
Veiðidagur fiöl-
skyldunnar á
sunnudag
Veiðidagur fjölskyldunnar verður
að vcnju síðasta sunnudag í júní,
að þessu sinni 26. júní. Bændur
við Langavatn í Laxárdal hafa
sýnt þann velvilja að bjóða til
ókeypis veiða í vatninu þennan
dag.
Uppistaðan í veiði vatnsins er
smá murta og urriði. Fiskurinn er
mjög vel haldinn og því sérlega
góóur til átu. Fólki skal bent á að
aðra daga eru seld veiðileyfi í
vatnió á vægu verði. Tilvalið er
fyrir fjölskyldur í helgarakstri að
koma þama við og freista gæfunn-
ar.
Allar upplýsingar er að fá hjá
Stangaveiðifélaginu Flúóum í
síma 96-23118, Siguróur.