Dagur - 20.07.1994, Page 11

Dagur - 20.07.1994, Page 11
IÞROTTIR Miðvikudagur 20. júlí 1994 - DAGUR -11 HALLDÓR ARINBJARNARSON Knattspyrna, 2. flokkur: Jafntefli hjá Þór - bikarleikir um helgina Þórsarar léku við FH í 2. flokki karla um helgina. Spilað var á malarvelli Þórs og að sögn Ei- ríks Eiríkssonar þjálfara var leikurinn fremur leiðinlegur og endaði með markalausu jafn- tefli. Þess má geta að 12 spjöld voru gefln, þar af 2 rauð. Um næstu helgi leika bæði Þór og KA í bikarkeppni 2. flokks. KA leikur heima viö UBK kl. 14.00 á laugardaginn og liðin mætast á Islandsmótinu á sama tíma daginn eftir. Þórsarar voru hins vegar afar óheppnir3 fengu útileik við Fram sem er Islands- og bikarmeistari í þessurn flokki, auk þess sem Þór verður með tvo leikmenn í banni. Golf, Sauðárkrókur: Opna Flugleiðamótið Opna Flugleiðamótið í golfí var haldið á Hlíðarendavelli við- Sauðárkrók um helgina síðustu. Keppt var í karla-, kvenna- og unglingaflokki bæði með og án forgjafar. Flugleiðir gáfu öll verðlaun sem voru afar glæsileg að vanda. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokkum án forgjafar hlutu Evrópuferð að eigin vali á ein- hverri flugleið Flugleiða og aðrir verðlaunahafar hlutu flugferð inn- anlands. Urslit urðu þessi: Karlar án forgjafar: 1. Eiríkur B. Jónsson, GKJ 156 2. Eiríkur Haraldsson, GA 157 3. Guójón B. Gunnarsson, GSS 162 Karlar með forgjöf: 1. Eiríkur Haraldsson, GA 139 Knattspyrna: Akureyrarmót Hcr koma nýjustu úrslit úr Akurcyr- armóli yngri flokka í knattspyrnu. 3. flokkur karla: Þór-KA 2:2 Janus Þór Valdimarsson skoraöi bæói mörk Þórs en Gunnþór Jónsson skoraói bæði mörk KA. 3.11. kvenna: KA-Þór 1:1 Sólveig Rósa Siguróardóttir skoraói fyrir KA. A íslandsmótinu vann KA 6:0 og þá skoraði Rósa M. Sigbjömsdóttir 2, Eva Moralcs I og Rannveig I. Einnig vann KA Tindastól 5:0 í þess- um flokki. 5.11. karla, Þór-KA: A-lið 2:0 Gunnar Konráðsson og Andri Rúnar Karlsson skoruóu mörk Þórs. ' B-lió 3:1 Fyrir Þór skoruóu Siguróur B. Sigurósson 1 og Dýri Hreióarsson 2. Ingvar Karl Hermannsson skoraói mark KA. C-lið 3:1 Gestur Arason, Andrés Jónsson og Gunnar Öm Sigfússon skoruðu mörk Þórs. Einar L. Frióriksson skoraði fyrir KA. D-lið 6:3 Fyrir Þór skoruöu Siguróur F. Sig- urósson 3, Hreiöar Eyfjörð Hreiðars- son og Birkir H. Björgvinsson I. Fyrir KA skoraói Pálmar I, Helgi Jónasson og Óli Már 2. E-lið 0:4 Magnús Þórisson skoraði 3 mörk fyr- ir KA og Nonni 1. Pepsi- 2. Kristján Guðjónsson, GH 142 3. Einar Öm Jónsson, GOS 144 Konur án fprgjafar: 1. Ámý L. Ámadóttir, GSS 169 2. Andrca Ásgnmsdóttir, GA 171 2. Sólveig Skúladóttir, GH 200 Konur nteð forgjöf: 1. Ámý L. Ámadóttir, GSS 145 2. Halla B. Erlendsdóttir, GSS 147 3. Andrea Ásgrímsdóttir, GA Unglingar án forgjafar: 1. Orvar Jónsson, GSS 156 2. Gunnlaugur Erlendsson, GSS 160 3. Kári Emilsson, GKJ 164 Unglingar með forgjöf: 1. Davíð Már Jónsson, GKJ 128 2. Eggert Jóhannsson, GA 128 3. Örvar Jónsson, GSS 134 Opið unglingamót í golfi á Húsavík: »i-mótið Golfklúbbur Húsavtkur heldur opið 18 holu unglingamót nk. laugardag 23. júlí og hefst það kl. 10.00. Keppt verður í flokkum 15-18 ára drengja og stúlkna og 14 ára og yngri drengja og stúlkna með og án forgjafar. Þetta mót kemur í staðinn fyrir unglingaflokkinn sem vera átti á Opna Húsavíkurmótinu 6.-7. ágúst en þá stendur Unglingameistaramót Islands yfir. Skráning í Pepsi-mótið er í s. 96-41000 til kl. 19.00 föstudag 22. júlí. Upplýsingar um rástíma í sama síma milli kl. 20.30 og 22.00. Evrópumót drengjalandsliða: Fjórir að norðan Þann 2.-8. ágúst nk. mun ís- lenska drengjalandsliðið í knatt- spyrnu taka þátt í Norðurlanda- mótinu sem fram fer í Dan- mörku. íslenska liðið hefur verið valið og í því eru 4 Norðlending- ar. Þetta eru KA-mennirnir Þor- leifur Árnason og Orvar Gunnars- son og frá Völsungi koma Dagur Sveinn Dagbjartsson og Ásmund- ur Gíslason, markvörður. Auk ís- lendinga taka lið frá Noregi, Eng- landi og Danmörku þátt í mótinu. Gunnar Már Másson er hcr að skora fyrsta mark lciksins fyrir Leiflur. Hann fékk scndingu inn fyrir vörnina og afgrciddi boltann laglcga í markhornið. Mynd: KK Knattspyrna, 2. deild karla: Leiftur eitt á toppnum - eftir afar mikilvægan 3:0 sigur á Grindavík Keppni er nú hálfnuð í 2. deild karla í knattspyrnu en 9. umferð lauk sl. mánudagskvöld. Þá fór fram á Ólafsfirði sannkallaður stórleikur þegar efstu lið deild- arinnar, Leiftur og Grindavík, áttust við. Heimamenn sigruðu 3:0 og fara því með 3ja stiga for- skot í 1. sæti í síðari umferðina. Leikurinn bar þess merki aó verið var að berjast um toppsæti og barist var um hvern bolta. Þeg- ar leið á fyrri hálfleik náóu Leift- ursmenn yfirhöndinni, beittu grimmt „rangstöðutaktík" sem Grindvíkingar féllu iðulega í. Lít- ið var um færi en á 40. mín. skor- uðu Leiftursmenn fyrsta markið. Gunnar Már Másson fékk stungu- sendingu inn fyrir vörnina og afgreiddi boltann laglega í netið. Fyrri hálfleikur fór dauflega af stað en á 5. mín. fengu Leifturs- menn aukaspyrnu. Upp úr henni spiluðu Páll Guðmundsson og Gunnlaugur Sigursveinsson sín á milli sem endaði með föstu skoti Páls á markið. Boltinn fór í einn varnarmanna Grindvíkinga og þaðan í nctið. Staðan var því orðin 2:0. Eftir þetta opnaðist leikurinn meira og Leiftursmenn lögðu meiri áherslu á vörnina. Þeir áttu þó tvö mjög góð færi á 13. og 16. mín. Gestirnir fengu einnig 3 góð færi í síðari hálfleik, tvisvar varði Þorvaldur Jónsson glæsilega með úthlaupi en þriðja skotió fór fram- hjá. Skömmu fyrir leikslok skor- aði síðan Páll Guðmundsson 3. markið og öruggur sigur var í höfn. E.t.v. hefur bikarleikurinn setió í Grindvíkingum en leikurinn ein- kenndist fyrst og fremst af baráttu á kostnað samspilsins. Hjá Leiftri var Páll Guðmundsson afar sterk- ur en Lúkas Kostic mest áberandi hjá gestunum. KH Knattspyrna, 2. deild karla: HK sterkara heima gegn KA KA sótti HK heim í 9. umferð 2. deildar karla í fyrrakvöld og mátti sætta sig við 1:3 tap fyrir frísku Kópavogsliðinu. HK var í neðsta sæti fyrir leikinn gegn KA og nú þegar deildin er hálfn- uð fer að hitna í kolunum. „Þeir voru miklu grimmari en við. Einfaldar sendingar rötuðu ekki rétta leið og við náðum okkur aldrei á strik. Næstu tveir leikir eru útileikir og það veróur á bratt- ann aó sækja. Eg sé samt enga ástæðu til annars en vera bjart- sýnn,“ sagði Erlingur Kristjáns- son, annar tveggja þjálfara KA, allt annað en ánægður eftir leik- inn. HK ætlaói sér greinilega sigur í leiknum og hóf hann af krafti. Eft- ir 28 mín. skoraði Sigurður Örn Jónsson fyrir HK en Sigþór Júlí- usson náói aó jafna fyrir hlé, nokkuð gegn gangi leiksins. Besti maður vallarins, Helgi Kolviðsson, kom HK yfir á 10. mín síðari hálileiks og Gunnar Guómundsson bætti því 3. við í 3:1 sigri. HK var mun beittara í öllum aðgerðum meðan leikur KA var frekar marklaus og sigurinn því sanngjarn. En hið unga lið KA á tvímælalaust framtíðina fyrir sér ef þolinmæði er sýnd. Sigþór Júlíusson skoraði mark KA. Mjólkurbikarkeppnln: Þór-Fram á sunnudaginn Knattspyrnudeildir Þórs og Fram hafa komist að sam- komuiagi um að leikur þeirra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar- keppninnar fari fram nk. sunnudag 24. júlí en ekki á mánudaginn eins og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Þaö verður því kl. 20.00 nk. sunnudagskvöld sem flautað verður til lciks og að honum loknum kemur í ljós hvort lió- anna kemst í undanúrslit. Breyt- ingin er gerð meó þaö fyrir aug- um að sem flestir eigi þess kost að sjá leikinn. Þórsarar gera sér vonir um aó Akureyringar fjöl- menni á völlinn og sjái spenn- andi vióureign. Á þessari stundu er ekki annaó vitað en hinir 3 leikimir fari fram á mánudags- kvöld. Það eru Fylkir-Stjaman, UBK-KR og Grindavik-ÍBV. Staðan 2. deild karla Þróttur N.-Selfoss 0:1 HK-KA 3:1 IR-Víkingur 2:4 Fylkir-Þróttur R. 1:2 Leiftur-Grindavík 3:0 Leiftur 9 7 1 1 23: 8 22 Grindavík 9 6 1 2 20 8 19 Þróttur R. 953 1 15: 7 18 Víkingur 94 3 2 13:11 15 Selfoss 94 23 9 :13 14 Fylkir 9414 16:16 13 KA 9306 12:14 9 HK 92 1 6 5 :13 7 Þróttur N. 9 1267 17 5 ÍR 9 1 2 6 8 :21 5 Munib ódýru morgun- tímana fró kl. 9-14 Abeins kr. 270 Sólbabsstofan Hamri sími 12080.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.