Dagur - 20.07.1994, Side 12

Dagur - 20.07.1994, Side 12
Athugað með kaup áhafnarbáti Akureyrarhöfn hefur verið að athuga með kaup á nýjum og stærri hafnarbáti, til að leysa af hólmi Mjölni, bát hafnarinn- ar. Fyrirspurnir hafa verið send- ar 4 innlendum og 12 erlendum skipasmíðastöðvum. Að sögn Guðmundar Sigur- bjömssonar, hafnarstjóra, hefur Mjölnir um 2,5 tonna togkraft, sem er ekki nóg til aó aðstoóa tog- ara og flutningaskip nema í mjög hagstæóu veðri. Þá er talið að með tilkomu flotkvíar á Akureyri sé þörf fyrir öflugri hafnarbát. „Við erum að líta í kringum okkur eftir bát með 11-12 tonna togkraft, hvort heldur sem nýjum eða notuðum og höfum leitaó okk- ur upplýsinga um veró báta af þeirri stæró bæði hér heima og er- lendis.“ Guðmundur segir aó málin verói skoóuð enn frekar á næst- unni og hann vonast til aö niður- staða fáist fljótlega um það hvort af kaupum á nýjum báti verði. KK Húsavík: Sýra í flug- vélarolíu Vart varð við sýru í olíutanki einkaflugvélar frá Húsavík fyrir um það bil mánuði síðan. Sýni af olíunni var sent erlendis til rannsóknar og svar hefur enn ekki borist um hvaða tegund sýru er að ræða eða hvernig hún hefur hugsanlega komist í tank- inn. Flugvélin er í eigu fjögurra Húsvíkinga og eins Akureyrings. Einn eigandanna hafði nýlega flogið vélinni, m.a. til Reykjavík- ur, þegar þess varð vart að ekki var allt með felldu. Annar eigandi var að gera reglubundna könnun á öryggisatriðum fyrir flugtak, er hann varð þess var að mælikvarði í olíutanknum var tærður. Þá þeg- ar var haft samband vió Flugfélag Noróurlands, sem hefur haft eftir- lit með vélinni. Náð var í vélina til Húsavíkur og olíunni tappað af henni. Umtalsvert tjón varð á vél- inni. Lögreglunni á Húsavík var tilkynnt um málið. Þröstur Brynj- ólfsson, yfirlögreglumaður segir að ckki sé vitað hvort um sak- næmt athæfi sé að ræða eða að sýran hafi lent í geyminum fyrir mistök eða slysni. Beðið er niður- stöðu rannsóknar á sýnunum, hvers konar efni sé um að ræða og hvaðan það er hugsanlega kornið. Þegar það er vitað kemur í ljós hvort lögreglan og/eóa Loftferða- eftirlitið annast framhaldsrann- sókn málsins. IM Á morgun verður fremur hæg breytileg átl; skúrir víða um land - einkum síðdegis. Hiti verður 10-18°C - hlýjast norð- austanlands. Horfur á föstu- dag: Suðvestanátt og skýjað um vestanvert landið en víða bjart veður austan til. Hiti 10r 20°C - hlýjast austanlands. Á laugardag verður suðaustanátt og rigning á Suður- og Vestur- landi en skýjað með köflum norðaustanlands. Hiti 12-20°C - hlýjast noróanlands. VEÐRIÐ Að undanförnu hafa staðið yfir lagfæringar á aðstöðu siglingaklúbbsins Nökkva við Höephner á Akureyri. Svæðið hefur verið stækkað og húsi kom- ið fyrir á fyllingunni, þar sem m.a. er búninga- og félagsaðstaða félagsins. Með þessum framkvæmdum, sem iýkur á næstunni, verður aðstaða sigl- ingamanna bætt tii muna. Mynd: Robyn Ráðhúsið á Dalvík: Ágæt rækjuveiði í Flæmska hattinum: Sunna landaði fyrir 50 milljónir í vikunni Agæt rækjuveiði hefur verið í Flæmska hattinum við Ný- fundnaland en sjö fslensk skip eru þar að veiðum. Arnarnesið og Sunnan frá Siglufirði eru í hattinum og hefur gengið ágætlega. Sunnan landaði 270 tonnum á Nýfundnalandi í vikunni og var aflaverðmæti um 50 milljónir kr. Samkvæmt upp- lýsingum frá Þormóði Ramma á Siglufirði, sem gerir skipið út, hefur það verið að veiða 10-12 tonn á sólarhring. Baldur EA frá Dalvík er einnig við veiðar á svæóinu og sam- kvæmt upplýsingum frá útgerð- inni ganga veiðar ágætlega. Skipið hefur verið við veiðar í hálfan mánuð en hefur enn ekki landað. Alls eru sjö íslensk skip vió veiðar í Flæmska hattinum. Auk þeirra þriggja, sem þegar hafa ver- ið talin, eru þar Andvari frá Vest- mannaeyjum, Skutull og Hafrafell frá Isafirði og Otto Wathne frá Seyóisfirói. JHB Góð veiði í Smugunni: Drangey og Hegranes á heimleið með fullfermi Góð veiði hefur verið í Smug- unni síðustu daga. Drangey og Hegranes eru á heimleið með fúllfermi og nokkur fjöldi skipa er á leið til veiða á svæðinu. Drangey og Hegranes voru um tíma einu íslensku skipin í Smug- unni, ásamt Óttari Birtingi og Rex, sem bæði sigla undir henti- fána, og nokkrum færeyskum skipum. Veiðin var treg til að byrja með en hefur verið ágæt undanfarna viku. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki, sem gerir út Drangey og Hegranes, sagðist í gær ekki hafa nákvæmar upplýsingar um afla skipanna en vissi þó að þau voru með fullfermi og a.m.k. 100 tonn af söltuöum þorski hvort skip, rúm 200 tonn upp úr sjó á hvort. Skipin landa á Sauðárkróki í lok vikunnar og halda aftur í Smuguna um eða upp úr helginni. Tiltölulega fá skip eru í Smug- unni eins og er en vitað um all- mörg á leiðinni, m.a. Örvar, Múla- berg, Frosta, Blika, Má og Há- gangana. JHB Tvö útilistaverk samþykkt Urslit í samkeppni Bæjar- stjórnar Dalvíkur og Spari- sjóðs Svarfdælinga um útilista- verk við Ráðhúsið á Dalvík voru birt sl. mánudag. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram tillögur, sem til þess væru falln- ar að útfæra í fullri stærð. Um tvö listaverk er að ræða, annars vegar verk sem staðsett verður fyrir framan Ráðhúsið og hins vegar listaverk sem ætlaður er staður á lóð Ráðhússins, sem markast af Hólavegi og Goða- braut. Jóhanna Þórðardóttir er höfúndur annars verksins og Sigurður Guðmundsson hins. Dómnefnd skipuð af bæjar- stjóm Dalvíkur, Sparisjóói Svarf- dæla og Sambands íslenskra myndlistarmanna ákvað að velja fjóra þátttakendur til að gera til- lögur að listaverkum í lokaðri samkeppni að undangengnu for- vali eftir aö auglýst hafði verið eftir áhugasömum þátttakendum. Rúmlega 20 myndlistarmcnn sendu inn gögn. Dómnefnd valdi fjóra myndlistarmenn til þátttöku í keppninni; Jóhönnu Þórðardóttur, Rúrí, Sigurð Guðmundsson og Sólveigu Eggertsdóttur og var þeim öllum greitt fyrir tillögu- gerðina. Dómnefnd sem skipuð var Friðriki Friórikssyni, Valdimar Bragasyni, Dóróþeu Reimarsdótt- ur, Steinunni Þórarinsdóttur og Guðjóni Ketilssyni var sammála um að allar tillögumar uppfylltu ákvæói keppnislýsingar og skil þeirra og frágangur þótti fullnægj- andi. Einnig er það álit dómnefnd- ar að verkin séu fallega unnin og beri vitni Iistrænum metnaói. Dómnefnd ákvað að ntæla mcð tillögum og útfærslu Jóhönnu Þórðardóttur á verki sem hún kall- ar Öldu og á Sjófuglum Sigurðar Guðmundssonar. Gert er ráð fyrir aó útilistaverkunum verði komið upp um miðjan septembcr 1994 ef um það semst. Tillögur myndlist- armannanna fjögurra munu vera til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkur til mánudagsins 25. júlí 1994. TT Útblástur. Mynd: Robyn Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 r““n C-634 XT þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábært verö 39.900,- stgr. . ra KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565^J

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.