Dagur - 01.09.1994, Page 3

Dagur - 01.09.1994, Page 3
FRETTIR Fimmtudagur 1. september 1994 - DAGUR - 3 Umtalsverðar breytingar á mótum Hiíðarbrautar og Hörgárbrautar: „Umferð um gatnamótin verður erfið þar til umferðarliósin koma“ Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í sumar á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar á Akureyri, báðar göturnar verið breikkaðir við gatnamótin, steypt- ar eyjar á milli akreina og gerðar beygjuakreinar til að létta á þeirri miklu umferð sem daglega fer um þessi gatnamót. Fyrirhugað er að setja upp götuljós á gatnamótun- um, en af því verður ekki fyrr en á næsta ári. Það ræðst af því hvort framkvæmdin verði tekin inn við gerð næstu fjárhagsáætl- unar Akureyrarbæjar og hvar í forgangsröðinni hún lendir í um- ferðarmálum og umferðarmann- virkjagerð. Hugmyndir sem uppi voru um hringtorg á þessum gatnamótum hafa greinilega ekki hlotið hljómgrunn. Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- Blönduós: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð samþykkti nýlega að veita Einari Jóhanncssyni fjárstyrk aö upphæó kr. 100.000.- vegna markaösátaks á Blönduplógnum. Einar sótti um kr. 150.000,- í styrk vegna kynningar á skelplógnum í Danmörku. ■ Bæjarráð ræddi um rekstur skóladagheimila á fundi sínum nýlega og hugmyndir um rekstur slíks heimilis á Blöndu- ósi. í framhaidi af þvi sam- þykkti bæjarráð að starfscmi foreldrarekins skóladagheimil- is verói í Skjólinu. Jafnframt var bæjarstjóra falið að boða foreldra bama fædd 1987-1988 á fund vegna þessa máls. ■ Á fundi bæjarráðs var kynnt erindi frá Seglbrettafélaginu Ugga, um að fá leyfi til að koma upp aðstöðu fyrir starf- semi sína í Vatnahverfi. Bæjar- ráð samþykkti að vísa crindinu til byggingarnefndar Engihlíð- arhrepps og æskulýðs- og íþróttanefndar. É Á fundi bæjarráðs uröu um- ræður um ástand ljósritunarvél- ar á skrifstofu bæjarins. Sam- kvæmt ráðleggingu viðgeróar- manns var samþykkt aó keypt verói ný ljósritunarvél og er áætlaóur kostnaður kr. 220.000.-. ■ Á fundi félagsmálaráðs ný- lega, var Sigrún Kristófersdótt- ir tilnefnd og samþykkt í barnavemdamefnd A-Hún. ■ Á fundi veitunefndar nýlega kom fram að þrjú tilboð bárust í gröft og frágang við Brckku- lögn og voru þau öll undir kostnaóaráætlun, sem hljóðaði upp á kr. 1.627.075.-. Veitu- neind lagði til aö tilboði Steypustöðvarinnar hf. yrói tckið cn það hljóðaði uppá kr. 1.121.505.-. Tvö tilboð bámst í rör og samsuöu, bæði undir kostnaöaráætlun, sem hljóðaói upp á kr. 485.400.-. Veitu- nefnd lagói til að tilboði Pípu- lagningaverktaka, upp á kr. 412.000,- yrði tekið. Umræður um lýsingu og kostnað vegna vuru einmg ræddar og vom nefndarmenn sammála um að farið yrði í þá fram- kvæmd samhlióa verkinu, enda yrði þaó mjög hagkvæm fram- kvæmd. fulltrúi og formaöur skipulags- nefndar Akureyrarbæjar, segir að þessar framkvæmdir muni væntan- lega bæta það ástand sem oft hafi ríkt á þessum gatnamótum, m.a. vegna þess að víða verði hægt að taka framhjáhlaup og aka framhjá bifreiðum sem hyggjast beygja og það ætti að létta umferóina. Gísli Bragi segir að auknu fé verið varið til gatnagerðar frá ári til árs en að mörgu sé að hyggja. Guðmundur Guðlaugsson, yfir- verkfræðingur Akureyrarbæjar, segir fyrirhugað að setja upp götu- ljós á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar og gerð verði um það tillaga til bæjarráðs að þaö verði á næsta ári. Framkvæmdunum verði að öðru leyti lokið í haust, m.a. lögð rör undir götuna að væntanlegu staurastæói. I vetur verói fiöskuhálsinn á þessum gatna- mótum helst fyrir þær bifreiðar senr koma norður Hlíðarbraut og hyggj- ast beygja til vinstri og hjá þcinr sem koma vestur Hörgárbraut og hyggjast komast suður Hlíðarbraut. Guðmundur segir aö áætlun unr að opna fyrir umferð inn á Hörgár- braut utan Efnaverksmiðjunnar Sjafnar um Síðubraut mjög alvar- lega komna á dagskrá, og fram- kvæmdir gætu hafist næsta sumar ef til þess fást fjárveitingar. Þau gatnamót mundu mjög létta á allri unrferð um gatnamót Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar. GG Gatnamót Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar sem nú taka á sig cndanlcgt form. Til þess að ná myndinni lyftu liðlcgir starfsmcnn Drcka hf. 1 jósmyndara Dags, Gísla Tryggvasyni, upp á þak stöðvarinnar mcð gaffallyftara. VMA fram úr áætlunum samkvæmt úttekt SUS: Skólinn verið aðvaxa - segir Haukur Jónsson aöstoðarskóiameistari Samband ungra sjálfstæðis- manna afhenti á dögunum íjármálaráðherra úttekt sem það beitti sér fyrir á rekstri nokkurra ríkisstofnanna. Þar eru tilteknar 5 stofnanir sem að mati SUS hafa staðið sig vel í fjármálum og náð hagræð- ingu í rekstri og aðrar 5 sem staðið hafa sig illa. Ein af þeim stofnun sem skv. úttekt SUS hefur staðið sig illa er Verkmenntaskólinn á Akur- eyri. í úttektinni segir að útgjöld hafi vaxið um þriðjung að raun- gildi á síðustu 5 árum og skólinn sífellt farið fram úr áætlunum. Haukur Jónsson aðstoðar- skólameistri VMA sagðist ekkert hafa séð um hvemig þessi úttekt var unnin og raunar ekki taka hana mjög alvarlega. „Þaó er ósköp eólilegt að útgjöld að raunvirði hafi vaxið þar sem skólinn hefur verið að vaxa. Staðreyndin er sú aö við höfum vcrið að draga saman seglin og fcngið hrós fyrir að ná að lækka okkar kostnað eins og aðrar rík- isstofnanir. Reksturinn í fyrra var nær hallalaus, af 200 millj- ónum fórum vió innan 1 milljón fram yfir cn eigunt rcyndar skuld frá fyrri árum. Á þessu ári stefnir í aö við verðum innan heimilda og höfuni einnig sett okkur það mark að vinna þennan eldri halla niður,“ sagði Haukur. HA Annað ársþing SSNV á Blönduósi: Engin „halelújasamkoma" - Björn Sigurbjörnsson endurkjörinn formaður Annað ársþing Sambands sveit- arfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, SSNV, var haldið í fé- lagsheimilinu á Blönduósi um helgina. Það var sett kl. 13.30 á föstudag og var slitið á svipuð- um tíma daginn eftir. Þingið sóttu 36 kjörnir fulltrúar úr kjördæminu auk Qölmargra gesta. Meginefni þiiigsins voru tvö, fyrirhugaður flutningur grunnskóians frá ríki til sveitar- félaga og umhverfismál. Margir góðir gestir sóttu þing- ið. Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráóherra ávarpaði þing- ið, Ólalur G. Einarsson mcnnta- málaráðhcrra hélt framsögu um fyrirhugaðar breytingar á grunn- skólalögum og Össur Skarphéð- insson umhverfismálaráðherra um umhverfismál. Þá má nefna Þórð Skúlason frá Sambandi ísl. sveit- arfélaga, Eirík Jónsson formann Kennarasambands Islands og lleiri mæta gesti sem fluttu erindi á þinginu. Af ályktunum þingsins bcr hæst samþykktir varðandi málefni grunnskólans en efni hennar hefur þegar verið rakið. Þá var ályktað um heilbrigðismál, þar sem fram kemur að þingió hvetur heilbrigð- isráóherra til að standa vörð um heilbrigóisþjónustu á landsbyggð- inni og varar við tillögum nefndar um skipan sjúkrahúsamála. Þá t»j_ ur ptngtð of langt gengið í niður- skurði og skorar á heilbrigðisráð- herra og þingmenn kjördæmisins að tryggja eðlilega uppbyggingu og þjónustu á Norðurlandi vestra á sviði heilbrigðismála. Björn Sigurbjörnsson var end- Jmm HEIUSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI Tilkynning Vegna útfarar Þóroddar Jónassonar, fyrrverandi héraðslæknis, verður þjónusta Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri bundin við brýnustu tilvik föstu- daginn 2. september 1994 kl. 13-15. Björn Sigurbjörnsson var cndur- kjörinn formaður SSNV. urkjörinn formaöur til næstu tveggja ára. Með honum í sjórn sitja Björn Valdimarsson frá Siglufirðri, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd, Ingi- björg Hafstað oddviti í Staðar- hreppi og Valur Gunnarsson sveit- arstjórnarmaður á Hvammstanga. Tvö þau síðastnefndu eru ný í stjórn. Að sögn formannsins voru menn sammála um að þingið hafi verið afar gagnlegt. „UmræAnr VGru goðar og gagnlegar, kannski sérstaklega skoðanaskipti vió menntamálaráðherra. Þetta var engin „haIelújasamkoma“ enda leikurinn ekki til þess gerður. Við vildum koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðamcnnina að sunnan,“ sagði Björn. HA Hinn landsfrægi útvarps- og gleðimaður Gulli Helga heldur uppi stanslausu fjöri langtjfE^r^fK^ Aðgangur ókeypis v,» >. *1 •bA, y Þí,«.. æ .

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.