Dagur - 01.09.1994, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1. september 1994
LEIÐARI
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFTKR. M. VSK. 1400Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Fyrírhugaður flutningur grunnskólans yfir til
sveitarfélaganna á næsta ári var eitt megin
umfjöllunarefni ársþings Samtaka fámennra
skóla sem.haldið var að Varmalandi í Borgar-
firði um síðastliðna helgi. í ályktun sem sam-
þykkt var á fundinum var lagt til að flutningn-
um verði frestað og tíminn sem skapast verði
notaður til að vanda undirbúninginn eins og
kostur er. Þessi samþykkt er lýsandi fyrir þær
áhyggjur sem þeir hafa sem láta sér málefni
grunnskólans varða. Tilflutningurinn snýr mis-
jafnlega við sveitarfélögunum vegna stærðar-
munar þeirra og þó mörg sveitarfélaganna
geti tekist á við þetta verkefni þá verður það
þungt í skauti fyrir litlu sveitarfélögin, auk
þess sem alltof mörgum spurningum er ósvar-
að enn varðandi þessa aðgerð.
Samtök fámennra skóla benda á að enn eigi
eftir að skilgreina eftiriitsskyldu og valdssvið
menntamálaráðuneytisins mun betur en gert
sé í drögum að fýrirliggjandi frumvarpi til
grunnskólalaga. Mikilvægt sé að lög og réttur
starfsfólks skóla verði ekki brotin og kjör þess
ekki skert. Þau þurfi þvert á móti að bæta og
umfram allt verði að búa svo um hnútana að
staða nemenda til náms og þroska í fámenn-
um sveitarfélögum jafnt sem fjölmennum
verði betri eftir flutninginn. Vert er að taka
undir þessar ábendingar samtakanna því kraf-
an um aukna ábyrgð sveitarfélaganna í rekstri
grunnskólans má aldrei skyggja á það grund-
vallaratriði að grunnskólinn þróist til bóta,
nemendum og þjóðfélaginu í heild til hags-
bóta. Vandaður undirbúningur að tilflutningn-
um skiptir miklu ef þetta á að takast en að
sama skapi er það grunnskólanum hættulegt
ef enn verða lausir endar þegar tilflutningur-
inn verður. Menntamálayfirvöld verða því að
taka ályktun Samtaka fámennra skóla alvar-
lega, Frestun á tilflutningnum til að sátt allra
náist um málið og bundnir verði lausir endar
myndi mæta skilningi úti í þjóðfélaginu.
Opið bréf til samgönguráðherra
Á fundi sveitarstjórnar Öxarfjaró-
arhrcpps þann 29.08. 1994 var
lagt fram bréf Félagsmálaráðu-
neytis til samgönguráóherra Hall-
dórs Blöndals dags. 27. júlí 1994
er varðar samþykkt ríkisstjórnar-
innar um sérstaka stcfnumörkun
vegna sameiningarátaks svcitarfé-
laga, en þar segir m.a. um
samgöngumál.
„Við ákvöróun um fjárveitingar
og forgangsröðun framkvæmda í
samgöngumálum á næstu árum
verði m.a. tckið tillit til samein-
ingar sveitarfélaga.“
„Ein af forsendum þess aó
stækkun sveitarfélaga leiöi til
betri þjónustu við íbúana eru
greiðar samgöngur innan hinna
stóru sveitarfélaga. Með grciðum
samgöngum skapast betri grund-
völlur l'yrir rekstri margvíslegrar
þjónustu svcitarfélagsins við íbú-
ana og hún verður fyrir þcim að-
gengilcgri. Þá leiöa grciðar
samgöngur til þess aö íbúarnir
gcta sótt atvinnu um lcngri vcg.
Takmarkaðar samgöngur innan
héraðs hafa leitt til þess að ekki
hefur verið grundvöllur fyrir ýmis
konar þjónustustarfsemi sem
krcfst stórs markaóar.“
Eins og þessi klausa frá ríkis-
stjórninni snýr að íbúum Öxar-
fjaróarhrepps þá sýnist okkur hún
hafa snúist upp í andhvcrfu sína,
því aldrei hefur minna fjármagni
verið vcitt til samgöngubóta innan
þessa víðfeðma hrcpps, sem orð-
inn er til úr þrcmur hrcppum, þ.e.
Presthólahreppi, Öxarfjaróar-
hreppi eldri og Fjallahreppi.
Hins vcgar bendum við á veru-
legar vegaframkvæmdir í Þistil-
firði, Mývatnssveit og víóar, þar
sem sameiningu var halnað.
Þar sem við trúum því ekki aó
ætlunin hafi vcrið þcssi þá óskum
við eftir því vió samgönguráð-
herra að ganga nú þegar til vcrks
og sýna að fyrirheit ríkisstjórnar
séu ckki aðeins orðin tóm.
Ingunn St. Svavarsdóttir.
Höfundur er sveitarstjóri Öxarfjaröarhrepps.
íslenska leikhúsið í leikferð um landið:
Sýnir „Býr íslendingur
hér“ á Akureyri,
Húsavík og Egilsstöðum
Pétur Einarsson er annar tvcggja lcikcnda í sýningu íslenska lcikhússins. Pétur túlkar Leif Muller cn með hlutvcrk
læknisins fcr Halldór Björnsson.
íslenska Ieikhúsið er aó hefja lcik-
för með Icikritið „Býr Islendingur
hér“, sem unnið er upp úr sam-
nefndri bók Garöars Svcrrissonar,
cn hún fjallar um Leif Mullcr.
Leikritið vcröur sýnt nk. laugar-
dagskvöld í Samkomuhúsinu á
Akureyri, lostudagskvöldið 9.
september á Húsavík og sunnu-
dagskvöldió 11. septembcr á
Egilsstöðum. Allar sýningarnar
hefjast kl. 20.30.
Foreldra- og kennara-
félag Síðuskóla:
Vonbrígði með
óviðunandi
útisvæði
Stjórn Foreldra- og kennarafélags
Síóuskóla gerði samþykkt á fundi
sínum nýlega, þar sem lýst er yfir
miklum vonbrigðum með að ekki
tókst að koma fyrir viðunandi úti-
leiksvæði við Glerárkirkju, fyrir
nemendur í I. bekk Síóuskóla áð-
ur en næsta skólaár hefst.
Stjórnin telur aö bæjaryllrvöld
hafi ekki gengið nægilega fast
irarfi í því í SBÍP.ar að þessi aðstaða
væri fyrir hendi nú í haust. Hún
skorar á skólanefnd og félags-
málaráð að taka nú þegar af skarið
og skapa þcssa nauðsynlcgu að-
stöðu.
Ekki er hægt aó una við það að
„smákóngar" í bæjarkerfinu komi
í veg fyrir eólileg not af mann-
virkjum bæjarins, eins og segir
ennfremur í samþykktinni. KK
„Býr íslendingur hér’" var
frumsýnt í Tjarnarbíói í Reykjavík
í októbcrbyrjun 1993. Sýningin
hlaut alöragös viótökur bæði
áhorfenda og gagnrýnenda. Tveir
leikarar eru í sýningunni; Pétur
Einarsson leikur Leif Muller og
Halldór Björnsson leikur lækni.
Leikgeró er eftir Þórarin Eyljörð
scm cinnig lcikstýrir. Leikmynd er
unnin af Gunnari Borgarssyni,
Elfar Bjarnason hannar lýsingu og
Hilmar Örn Hilmarsson gerir
hljóómynd.
I bók Garðars Svcrrissonar
„Býr Islcndingur hér", sem kom
út fyrir jólin 1988, segir frá Leifi
Muller, kaupmannssyni af Stýri-
mannastígnum í Reykjavík, scm
hélt fullur bjartsýni til Noregs árið
1938 til að sctjast þar á skólabekk
og ncma verslunarfræði. Þá var
hann 18 ára. Þegar Þjóðverjarnir
hernámu Noreg varð Leifur inn-
lyksa þar. Hann var svikinn í
hendur Gestapó og eftir illa rneð-
ferð í Noregi var hann sendur í út-
rýmingarbúðir í Þýskalandi. I hin-
um illræmdu Sachsenhausenbúð-
um varó hann réttlaus þræll númer
68138 og gekk í gcgn urn ein-
hverja mestu þolraun sem Islend-
ingur hefur þolaó. I stríöslok
knmst Leifur að lokum aftur til Is-
lands, þá 24 ára. MÖrgunl mu!T!
síðar sagði hann sögu sína. Sögu
sem snertir alla og hefur sterka
skírskotun til samtímans.
Mióaverð á „Býr íslendingur
hér" er kr. 1500. Afsláttarverð er
kr. 1200 fyrir að lágmarki tíu í
hópi. Jafnframt er veittur afsláttur
fyrir eldri borgara. óþh